Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 54

Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 54 Minning: Arni Magnússon frá Skeiði Fæddur 29. september 1897 Dáinn 9. maí 1988 Ami Magnússon var fæddur að Króki í Selárdal við Amarfjörð. Hann var sonur hjónanna Kristínar Amadóttur og Magnúsar Sveins- sonar. Bjuggu þau hjón allan sinn búskap í Selárdal og var Árni elstur fímm bama þeirra. Eftirlifandi af systkinum Áma er eina systirin, Guðlaug, nú búsett í Reykjavík en ■ hgó lengst af á Bíldudal. Bræðumir vom: Siguijón, Sveinn og Guð- mundur. Skömmu eftir fæðingu Ama flytja foreldrar hans að Neðra-Bæ í Selárdal, en þar bjuggu þau til æviloka. Haustið 1918 kemur ung stúlka frá Bfldudal, Auðbjörg Jónsdóttir, til að aðstoða Kristínu við heimilis- störfín vegna veikinda hennar. Var ætlunin að Auðbjörg yrði um mán- aðartíma á heimilinu, en raunin varð sú, að hún dvaldist tæpa híilfa öld í dalnum. Auðbjörg og Ámi felldu hugi saman og hófu búskap í Neðra-Bæ í sambýli við foreldra Áma. Þau fluttust síðan að Uppsöl- um í Selárdal en fluttu svo að ítkeiði í sömu sveit, þar sem þau bjuggu samfleytt í um 20 ár. Auðbjörg Jónsdóttir var fædd að Kaldabakka á Bfldudal 9. nóvember 1897, dóttir hjónanna Sigríðar Benjamínsdóttur og Jóns Guð- mundssonar og var Auðbjörg elst sex systkina. Auðbjörg og Ámi eignuðust sjö böm, en dóttur sína Ástu Brynhildi misstu þau þegar hún var á fyrsta ári. Böm þeirra eru: Gunnar kvæntur Lilju Guð- mundsdóttur, Sigríður gift Stefáni Ólafssyni og eiga þau flögur böm, Jón kvæntur Ester Finnsdóttur og eiga þau þijú böm, Sveinn kvæntur Sigrúnu Áradóttur og eiga þau tvær dætur, Bergsveinn kvæntur Gróu Friðriksdóttur og eiga þau fjögur böm og Agnar kvæntur Magnhildi Friðriksdóttur og eiga þau þijú böm. Á fyrstu hjúskaparárum Auð- bjargar og Áma var margt um manninn í Selárdal enda vom bú- skaparhættir gjörólíkir því sem nú er. Lífsafkoman byggist á mörgum þáttum eins og útræði, fuglatekju og landbúnaði. Má segja að Amar- fjörðurinn hafí ráðið mestu þar um enda gekk hann undir nafninu Gull- kistan. Ekki var það samt rækjan eins og nú, sem skapaði þessi lífvænlegu skilyrði þá, heldur flest annað. Það hljóta því að hafa verið erfið fyrstu búskaparárin, þegar þau bjuggu á Uppsölum, bæ frammi í dal og þurfa að fara langan vegu niðurtil sjávar. Bærinn Skeið stend- ur aftur á móti á sjávarkambinum. Ámi hafði mikið yndi af veiðiskap og einkum þó með byssu. Fátt held ég að honum hafí þótt skemmti- legra en á vor- og sumarkvöldum að taka byssuna með sér út á sjó. Ámi var grenjaskytta í mörg ár og þar hafa lyndiseinkenni hans, þolin- mæði og þrautseigja, notið sín vel. Það hljóta því að hafa verið þung spor fyrir Árna þegar sú mikla ákvörðun var tekin árið 1962 að bregða búi og flytja til Bíldudals. Böm þeirra öll nema Agnar voru þá flutt suður. Allar aðstæður voru þá breyttar í dalnum, flestir fluttir í burtu og fískurinn horfínn úr fírð- inum. Ég kynntist þessum sæmdar- hjónum þegar við hjónin fluttumst til Bfldudals sumarið 1969. Ári síðar voru sveitarstjómakosningar og skipaði ég efsta sætið á einum af þremur framboðslistunum, sem í kjöri voru, en Ámi heiðurssætið. Sagði hann oft við mig að þó að höfuðið tæki stefnuna þá væri það stélfjöðrin, sem stjómaði að ekki væri farið af leið. Það fór líka þann- ig, að við tókum stefnuna á sömu götu í Reykjavík. Tíu ámm eftir að þau hjónin fluttu úr dalnum var stórt skref stigið og flutt til Reykjavíkur. Mun mestu um það hafa ráðið, að Agnar og hans fjölskylda höfðu ákveðið að flytja suður. Bömin þeirra keyptu lítið hús í Skipasundi 33. Bæði hús og garður voru í niður- níðslu þegar eignin var keypt, en systkinin tóku húsið í gegn en Áuð- björg og Ámi ræktuðu garðinn sinn enda má segja að þau hafí gert það líka í víðari skilningi þeirra orða. Það var stórkostlegt að sjá illgresi breytast í rósarunna og órækt í fallegan kartöflugarð. Þó að Áma væri það þungbært að flytjast að vestan þá voru þau hjónin bæði þannig af guði gerð að fínna lífí sínu ávallt tilgang með sköpunar- gleði og vinnusemi. Auðbjörg sat og saumaði út margvíslega muni og tók mikinn þátt í félagsstarfí aldraða, en Ámi smiðaði forláta kistla og kistur og áhuginn var svo mikill að ekki var alltaf hægt að mæta í mat á réttum tíma. Ámi var bundinn dalnum sínum og Amarfirði afa sterkum böndum og hans bestu stundir, eftir að hann flutti þaðan, vom þegar einhver kom í heimsókn, sem hafði fréttir að færa að vestan. Einnig var hann sjálfur hafsjór af sögum og vísum og áhugasamur hlustandi fékk að heyra margar skemmtilegar veiði- sögur að vestan. Þau hjónin voru einstaklega gestrisin og Auðbjörg eldsnögg að koma upp sannkölíuðu veisluborði, jafnvel þó óvæntan gest bæri að garði. Þegar fólk hefur búið saman yfir 60 ár verður það ósjálfrátt sem ein heild í huga manns. Það var mikill missir fyrir Áma, þegar hann missti konuna sína snögglega í september 1982. Þó hann væri orðinn 85 ára gamall vildi hann búa áfram í litla húsinu þeirra. Þar til fyrir rúmu ári bjó hann einn, en með dyggri aðstoð bama sinna. Ami lifði að sjá öll bamaböm sín fermast, en núna um páskana fermdist yngsta bamabamið og sat Ámi og spjallaði við gestina, engu farinn að tapa af minni og með sama áhugann fyrir mönnum og málefnum. Það er mikill ávinningur að hafa haft tækifæri til að kynnast fólki af þessari kynslóð, sem var mótað af því að bjarga sér sjálft, vera ekki upp á aðra komið. Veiðiáhuginn lifir í afkomendum Áma og fylgist hann eflaust með þegar synir hans róa á mið Faxa- flóa sér til ánægju á gamla bátnum, sem áður sótti fisk úr faðmi Amar- fjarðar. Blessuð sé minning Áma Magn- ússonar. Sigrún Magnúsdóttir t Við undirritaðar þökkum ykkur innilega fyrir þá samúð og vináttu sem þið sýnduö okkur við fráfall og jarðarför elskaðrar systur okkar, RÓSU STERCK, * svo og fyrir hlýhug ykkar fyrr og síöar. Guð blessi ykkur. St. Franciskussystur á íslandi. t innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlUttekningu við andlát og jaröarför SIGURRÓSAR JÓNASDÓTTUR, Ásvallagötu 53. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks á deild 6A Borgarspítalan- um fyrir frábæra umönnun ( veikindum hennar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og jaröar- för móður okkar, tengdamóöur og ömmu, STEINUNNAR G. KRISTINSDÓTTUR, Fallsmúla 6, Reykjavtk. * Eggert Jóhannesson, Halldóra Jóhannesdóttir, Þorvaldur Jóhannesson, Pétur Jóhannesson, Guöbjörg Jóhannesdóttir, Jón T ryggvason barnabörn og barnabarnabörn. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmætis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að gTeinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Minning: Steinn S. Kristjáns son, Ólafsvík Fæddur 13. ágúst 1912 Dáinn 11. maí 1988 í dag verður jarðsettur frá Ól- afsvíkurkirkju einn af eldri borgur- um Ólafsvíkurkaupstaðar Steinn Sigurgeir Kristjánsson. Við fráfall hans er horfínn af sjónarsviði merkur samferðamaður, einn þeirra mörgu harðgerðu manna, sem ólust upp í fátækt og erfiðleikum fyrri kreppuára, ekki síst í sjávarþorpum, en með eljusemi og dugnaði unnu bug á erfiðleikum og áttu ríkan þátt í að hefja fram- farasókn og byggja upp myndar- lega útgerðarstaði, eins og Ólafsvík er í dag. Þess vegna er bjart yfír minningu slíkra manna. Ævi Steins S. Kristjánssonar var viðburðarík, hann lifði og tók virkan þátt í harðri lífsbaráttu þjóðarinnar á tímaskeiði mestu erfíðleika og fátæktar til velmegunar nútímans. Hann var glaður og stoltur yfír framförum í sínu kæra byggðar- lagi, þar sem hann lifði og starfaði alla sína ævidaga og unni af alhug. Steinn var að eðlisfari lífsglaður maður og viðmótsgóður, hann var því vinsæll og vinfastur — drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu. Steinn S. Kristjánsson fæddist í Ólafsvík 13. ágúst 1912, foreldrar hans voru hjónin Kristján Vigfús- son, sjómaður og Guðmunda Eyj- ólfsdóttir, sæmdar og dugnaðar- fólk, böm þeirra voru 9, eru nú tvö þeirra á lífí, Eyjólfur og Guðný. Á þessu tímabili var mikil fátækt í byggðum á Snæfellsnesi og lifs- baráttan hörð, ekki síst í sjávar- þorpunum. Þessu fékk Steinn að kynnast í sínum uppvexti í stórum bamahópi, en meðfædd bjartsýni og þrautseigja auðkenndi allt þetta fólk, og með samstilltum kröftum, verklagni og dugnaði tókst að sigr- ast á erfíðleikum. Steinn stundaði jöfnum höndum sjómennsku og landvinnu, eftir því sem til féll. Hann var eftirsóttur til allra starfa, kraftmikill, glaðsinna og hafði góð áhrif á vinnufélaga, enda sérlega vinsæll á vinnustað. Hann var dugmikill sjómaður og eftirsóttur beitingamaður, eins og bræður hans, sem voru sérlega af- kastamiklir í þeirri grein sjó- mennsku, sem á þeim ámm var þýðingarmikið, þar sem línuveiðar vom aðaltegund fískveiða. Aðalstarfsvettvangur hans varð síðan fískvinnslan til verkloka, þar sem hann var jafnvígur á öll störf, hvort sem var í saltfiskverkun eða frystihúsavinnu. Hann tók þátt í félagsstörfum, ekki hvað síst í verkalýðsfélaginu og í samtökum sjómanna í Ólafsvík. Hann var góður liðsmaður, ávallt tilbúinn til starfa í félagsmálum, hann og kona hans Dagbjört höfðu mikla ánægju að gleðjast með öðr- um og taka þátt í fagnaði. Þáttaskil urðu í lífi Steins S. Kristjánssonar 1935 er hann gekk í hjónaband með Dagbjörtu Nönnu Jónsdóttur frá Amarbæli á Fells- strönd, Dalasýslu, hófu þau búskap í Ólafsvík sama ár. Sambúð þeirra hefur ávallt verið einlæg og traust og þau samhent um alla hluti. Heimili þeirra, fyrst í Melabúð, síðan Ólafsbraut 48, bar vitni snyrtimennsku, gestrisni og hlýhug til samferðamanna. Dagbjört var eftirminnileg kona. Hún var hamhleypa til starfa og velvirk, hún var listræn, hafði yndi af tónlist, spilaði á harmoniku heima hjá sér fyrir vini og kunn- ingja. Hún lagði ávallt gott til mála og var tilbúin að fóma sér fyrir aðra. Heimili þeirra hjóna var opið fyrir aiia, þeir voru margir vinimir sem áttu þar góðar eftirminnilegar stundir. Þótt ekki væri alltaf mikil efni og húsnæði þröngt, voru mann- kostir húsfreyjunnar slíkir, að hvorki börnin né hinn stóri hópur skyldmenna og vina fundu aldrei fyrir slíku á heimili Dagbjartar og Steins. Þau eignuðust fjögur böm, þau voru Eygló, gift Jóni Viggóssyni, búsett í Reykjavík, Halla, gift Birgi Jónssyni, búsett í Reykjavik, Adolf, giftur Erlu Þórðardóttir, búsett í ðlafsvík, Nína, ógift, búsett í Reykjavík. Ennfremur ólu þau upp dótturson sinn Hilmar Gunnarsson, sem sinn eigin son. Hann er giftur Áslaugu Þráinsdóttur, búa þau í Reykjavík. Eins og áður sagði var heimili þeirra hjóna fullt af hlýju og vel- vild, böm þeirra nutu þessa í ríkum mæli. Heilsu þeirra hjóna hrakaði mjög síðustu árin — þau fluttu í nýtt Dvalarheimili aldraðra í Ólafsvík, fyrir tveimur árum. — Dagbjört lést 18. des. 1987. Steinn hafði um árabil átt við erfiðan sjúkdóm að stríða, en lífsvilji hans var sterkur og hann stóð sig eins og hetja, hugur hans var ávallt heima í Ólafsvík, þegar hann dvald- ist á sjúkrastofíi. Var aðalatríðið að komast sem fyrst heim í sitt byggðarlag til vina, hann var sann- ur „Ólsari". Það er bjart yfír minningu Steins S. Kristjánssonar. Þrátt fyrir erfíð- leikatímabil var hann gæfumaður, hann var vellátinn af samferða- mönnum, viðurkenndur dugnaðar- forkur og fjölhæfur til verka — Iífsglaður og léttur í lund og fljótur að svara fyrir sig, hann naut þess að fylgjast með framfömm og upp- byggingu og elskaði byggðarlag sitt. Hann helgaði líf sitt fyrst og fremst ástvinum sínum, heimilið, eiginkonan og velferð bamanna var aðalmarkmið lífs hans. — Böm hans og bamaböm bera merki umhyggju hans — það var hans hamingja. Ég og mitt fólk munum minnast Steins S. Kristjánssonar með hlý- bug og þakklæti fyrir samfylgdina — og trausta vináttu alla tíð. Við flytjum bömum hans og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa þeim minninguna um góða foreldra. Alexander Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.