Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
Minning:
Steinunn Sigurðar-
dóttirfrá Hvammi
Fædd 28. júlí 1898
Dáin 11. maí 1988
Mig langar að minnast í örfáum
orðum ömmu minnar sem lést þann
11. maí síðastliðinn. Ég ætla ekki
að rekja ættir hennar né æviferil,
því það þekkja þeir, sem þekktu
ömmu.
Ég kynntist henni lítið fyrr en
ég var í skóla á ísafirði hálfan vet-
ur fyrir tíu árum. Þá reyndi ég að
komast til hennar í heimsókn nokk-
uð oft, því mér fannst alltaf gott
og gaman að koma til hennar í
Hvamm, en þar hafði hún verið ein
eftir að afi dó veturinn 1974. Eftir
að amma kom hingað á Hrafnistu
í Hafnarfirði og ég flutti til
Reykjavíkur héldum við alltaf góðu
sambandi. Ég reyndi að heimsækja
hana af og til eða þá að við ræddum
saman í síma Það voru aldrei vand-
ræði með umræðuefni því alltaf
hafði amma mín frá nógu að segja.
Hún sagði mér margt frá búskap
þeirra afa, en honum náði ég ósköp
lítið að kynnast þar sem fjarlægðin
var mikil á milli okkar á meðan
þagri lifði. En það veit ég af frá-
Sognum ömmu að hún og afi voru
einstaklega samrýmd og missir
ömmu mikill þegar afí dó.
Henni fannst það ekki réttlátt
að láta sig vera án hans svona
mörg ár. Við amma töluðum um
alla hluti, hvemig lífið kviknar,
dauðann og allt þar á milli. Sjaldan
held ég að við höfum hist eða
heyrst svo að ekki færi ég að gant-
ast eitthvað við ömmu og alltaf tók
hún því jafn vel. Ekki kom ég oft
til ömmu svo að hún laumaði ekki
sokkapari eða vettlingum í lófa
bamanna minna og alltaf var sama
snilldar handbragðið á því.
Ommu var það mikið kappsmál
að halda tengslum við ættingja sína
og reyndi ég eftir bestu getu að
segja henni fréttir af öllum sem ég
heyrði til, þá sérstaklega foreldrum
mínum og systrum.
Ég flutti í nýtt húsnæði í vetur
og alltaf ætlaði ég að sýna ömmu
það en það var alltaf svo kalt eða
snjór og hálka að það gekk ekki
enda sagðist amma ætla að koma
um leið og kýmar yrðu látnar út í
vor, því þá væri orðið hlýtt. En
kallið kom á undan vorinu en það
var eitt af því síðasta sem ég sagði
við ömmu að það ætlaði að vora
seint í ár.
Á mínu heimili var amma kölluð
gamla amma eftir að dóttir mín tók
að kalla hana það. Þessu kunni
amma vel og sagði æfinlega að
bamið væri bara hreinskilið. Eg var
henni ekki beint sammála og hef
sennilega trúað því hálfþartinn sem
hún sagði líka alltaf að við héldum
að hún yrði eillf. Það hvarflaði alla
vega ekki að mér fyrir stuttu þegar
ég var að athuga sumarfríið mitt
að amma fengi ekki ekki að ná
níræðisafmælinu sínu í sumar, því
það var það eina sem ákveðið var
að vera heima þá og heimsækja
ömmu. Það því ósköp erfítt að svara
þegar dóttir mín litla sagði eftir að
henni 'var sagt að gamla amma
væri dáin og hún sagði, ég ætla
víst að heimsækja hana aftur, að
það væri ekki hægt. Okkur finnst
víst öllum það vera okkur ofraun
að kveðja okkar nánustu ástvini,
en við kveðjum þá aldrei alveg því
alltaf er mikið til af yndislegum
minningum sem hver og einn geym-
ir með sér. Með það í huga ætla
ég að þakka ömmu minni fyrir allt
og allt og bið góðan Guð að varð-
veita hana. Hún verður lögð til
hinstu hvflu við hlið afa í dag, laug-
ardaginn 21. maí í Hnífsdalskirkju-
garði.
Elsku mamma og allir aðrir ást-
vinir ömmu. Við minnumst þessarar
góðu konu með virðingu og þökk.
Guð veri með ykkur öllum.
Ingibjörg Sigurðardóttir
Mamma hringdi til mín að morgni
11. maí, og sagði: Steina mín, hún
amma þín var meðvitundarlaus í
morgun. Hún hringdi aftur þann
dag og sagði þá: Hún amma þín
er dáin.
Ég vissi að kallið kæmi, en ég
trúi þessu varla. Hún amma sem
var svo hress þegar ég hitti hana
fyrir einum og hálfum mánuði.
Það var hægt að ræða alla hluti
við hana ömmu, því hún fylgdist
svo vel með og mundi allt þá.
Amma í Hvammi og afí í Hvammi
voru svo langt í burtu. Þau voru
vestur í Hnffsdal en ég austur á
Héraði.
Amma var fædd að Kleifum í
Skötufirði 28. júlí 1898.
Foreldrar hennar voru hjónin
Þorbjörg Elín Pálsdóttir og Sigurð-
ur Gunnarsson. Þorbjörg og Sigurð-
ur hófu búskap á Kleifum en bjuggu
síðan á nokkrum býlum í Skötufirði
eða þar til þau flytja til ömmu og
afa í Kleifakoti.
Amma og afi kynnast í Skálavík
þar sem þau eru samtímis í vinnu-
mennsku. Síðar var amma eitt ár
á Akureyri og lærði þar og vann
við saumaskap.
Amma og afi eignuðust sex börn.
Þau eru: Guðbjörg ólafía, f. 1923,
Steinunn, f. 1924, þá tvíburar Einar
m
DzmÆ
MOSAEYÐANDI!
JARÐVEGSBÆTANDI!
Gróöurkalk er ætlaö til
notkunar fyrir gras,
grænmeti, runna og
limgerði. Þaö stuölar aö
jafnari sprettu og heldur
mosa og varpasveif-
grasi í skefjum.
Gróöurkalk eykur
uppskeru garöávaxta
og skerpir vöxt lauftrjáa.
Gróðurkalk er hagstæö
blanda af fínni mélu og
grófari kornum sem er
þjál í meðförum og
auðveld í dreifingu.
Fínmalaö kalkiö hefur
strax áhrif en gróf
kornin leysast upp
smátt og smátt og
stuðla aö langtímaverk-
un kalksins.
grasgaröa og limgeröi
er best aö dreifa og
blanda kalkinu í
gróðurmoldina viö
sáningu eöa
gróðursetningu. Gott er
aö dreifa kalkinu vor
eöa haust og raka þaö
vel ofan í grassvöröinn
meö hrífu.
Grænmetisgarða er
hentugast aö kalka á
vorin eöa á haustin.
Best er aö blanda
kalkinu vel í gróður-
moldina um leið og
garöurinn er unninn.
\ ^
ÁjTHUGIÐ. Vegna
hættu á kláöa þarf ekki
aö kalka kartöflugaröa
nema þeir séu mjög
súrir. Ekki er heldur
ráðlegt aö kalka
skrautrunna sem þurfa
súran jaröveg.
Nánari upplýsingar um
Gróóurkalk oq notkun
þess er aö finna í
bæklinqi sem þú færö
ókeypis á útsölustöóun-
um.
HEILDSÖLUDREIFING:
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS
SÆVARHÖFÐA 11,112 REYKJAVÍK. SÍMI: 91-83400
MÁNABRAUT, 300 AKRANES. SÍMI: 93-11555
KALMANSVÓLLUM 3. 300 AKRANES. SlMI: 93-13355
Kristján og Jóhannes Gunnar, f.
1927, öll í Kleifakoti, síðan drengur
sem dó í fæðingu 1930 og Sigurður
Bjami 1933.
Afi stundaði almenn verka-
mannastörf í Hnffsdal, er átti alltaf
nokkrar kindur sér til gamans í litl-
um Qárhúsum upp á túninu. Ég kom
aðeins tvisvar f Hvamm á meðan
þau bjuggu þar bæði.
Afi dó 18. febrúar 1974.
Ég kom sfðast til ömmu í Hvamm
1977 og var hjá henni í viku ásamt
bömunum mínum.
Það var svo gaman og gott að
vera hjá elsku ömmu og langömmu
þessa daga.
Henni ömmu þótti svo vænt um
litla garðinn sinn með öllum blóm-
unum og húsið sitt sem stendur enn
eins og hún fór frá því.
Hún ákvað strax eftir að afí dó
að vera ekki ein f Hvammi eftir
áttræðisaldur. Þá flutti hún á
Hrafnistu í Hafnarfirði, en var
nokkur sumur í Hvammi eftir það.
Amma sat aldrei auðum höndum
og var afar vandvirk við öll verk.
Afi smíðaði okkur eldri systrunum
brúðurúm þegar við vorum litlar
og amma saumaði dýnur, sængur,
kodda og svo auðvitað rúmföt með
blúndum og allskonar punti.
Hún saumaði líka oft kjóla og
Hótel Saga Síml 12013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
Blóma- og
w skreytingaþjómista
™ h vert sem lilefnið er.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfhcimum 74. sími 84200
2xíviku
daglegt tengiflug
j FLUGLEIDIR
-fyrír þig-
fínar svuntur. Ég á þetta allt ennþá
og líka alla dúkkukjólana sem hún
gerði. Ég á líka öll sendibréfin frá
henni, það fyrsta er skrifað 1956.
Þau byijuðu öll eins, svo fallega:
„Sæl og blessuð elsku nafna mín.
Síðasta jólakortið er skrifað 1986,
þá skrifaði hún öll kort sjálf, en
sagðist þá vera hætt þessu.
Amma eignaðist 11 bamaböm,
14 langömmuböm og 2 langa-
langömmuböm. Hún pijónaði alltaf
svo fallega vettlinga og hosur eins
og hún kallaði það á öll langömmu-
bömin og sendi þeim á jólunum.
Alltaf var jafn gaman að fá pakk-
ann frá langömmu á jólunum, sfðan
var fínu vettlingunum og hosunum
stungið upp í skáp. Þetta er frá
henni langömmu. Elsku litlu
langömmubömin!
Það er svo erfítt að skilja þetta
líf. Það er ekki lengur nein lang-
amma, en minningin um hana lifír
. áfram.
Ég á heldur enga ömmu lengur.
Amma er farin og hún getur ekki
komið aftur, það getur enginn sem
fer.
Við söknum öll ömmu f Hvammi.
Ég sendi öllum afkomendum ömmu
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Ömmu minni þakka ég samfylgd-
ina. Nú er hún komin til afa og
annara ástvina sem á undan eru
famir.
Eftir standa aðeins bjartar og
hlýjar minningar um ömmu mína í
Hvammi.
Steina
Með örfáum orðum langar okkur
að minnast langömmu eða ömmu í
Hvammi eins og mamma sagði að
við ættum að kalla hana, því það
vildi hún sjálf.
Nú er hún dáin og komin til afa
eins og hún var farin að þrá. Vegna
þess hvað við bjuggum langt frá
ömmu hittum við hana alltof sjald-
an. En þær fáu og ógleymanlegu
stundir er við áttum saman voru
okkur mikils virði og gáfu okkur
margt þær munum við geyma í
hugum okkar.
Síðast hittum við hana í
Reykjavík heima hjá Ingu frænku
og Herði sfðastliðið sumar hressa
og káta eins og hún var alltaf.
Alltaf mundi hún eftir afmælun-
um okkar og um hver jól sendi hún
okkur fallega útpijónaða sokka eða
vettlinga, sem hún hafði pijónað
sjálf. Þetta þótti okkur vænt um
og oft hlýjuðu sokkar og vettlingar
frá ömmu litlum höndum og fótum.
Þannig var amma hugsunarsöm
og góð.
Blessuð sé minning elsku ömmu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fýlgi
hans dýrðar Irnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
ída Björg, Unnar Geir
Hildur Evlalía.
Þessi mynd er af frú Kristínu Ester
Sigurðardóttur frá Vatnsdal, sem
minningargrein birtist um hér f
blaðinu í gær. Þá fór útför hennar
fram frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum. Varð myndin viðskila við
minningarorðin og eru hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar á því.