Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 fclk í frétt Eitt af dag- skráratrið- um var kennsla i undirstöðu- reglum í biljard. Hér er hvíta kúl- an á fleygi- ferð. Reuter Jean Paul Belmondo í Cannes Franski kvikmyndaleikar- inn Jean Paul Belmondo veifar hér til mannfjöldans af tröppum hátiðahallar- innar í Cannes, en hann er staddur á kvikmynda- hátíðinni þar vegna sýn- ingar á frönsku myndinni Chocolat, sem bróðir hans -fcfcfer framleiðandi að, en myndin keppir til verð- launa á hátíðinni. Samstilltur hópur á Spáni Asíðastliðnu vori efndi Ferða- skrifstofan Atlantik til kynn- ingarfundar á ferðaklúbbi fyrir landsmenn 60 ára og eldri. Tilgang- ur klúbbsins er fyrst og fremst að efna til sérstakra ferða fyrir þennan aldurshóp, og veita félögum, sam- tökum, fyrirtækjum, sveitarfélög- um og öðrum upplýsingar og ráð- gjöf, og stuðla að því að fólk geti notið ferða með góðum undirbún- ingi og í góðra vina hópi. Þann 13. apríl síðastliðinn fór fyrsti hópurinn til Mallorka, en flestir farþeganna höfðu þó hist áður á kynningarfundi, þar sem þeir drukku saman kaffi og sýndar voru Iitskyggnur frá þeim stöðum og hótelum sem í boði eru. Að mati fararstjóranna í ferðinni var hér um að ræða einstaklega samstilltan og jákvæðan hóp að mörgu leyti. Aðalfararstjórar Atl- antik höfðu undirbúið sérstakar skoðunarferðir fyrir hópinn sem margir tóku þátt í á meðan á dvöl- inni stóð. Nú þegar hafa verið ákveðnar þrjár ferðir á komandi hausti, og er fólk löngu farið að bóka sig í þær. KLÚBBUR 60 Morgunblaðið/ÞSG í glöðum hópi var lagið tekið og sungið rösklega. Má hér með sanni segja að vinimir séu glaðir í bragði og hressir með afbrigðum. Á sumardaginn fyrsta var haldið hóf fyrir ferðalangana, og að því loknu var íslensku dagblöðunum deilt út. Hér má sjá tvær Iesþyrstar frúr sökkva sér i blaðalestur, enda hálfur mánuður liðinn i „fréttaleysi". KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í CANNES * Islendingar kynna Foxtrot Cannes, frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. Sól, pálmatré, ótrúlegur fólks- fjöldi, ein allsheijar óreiða og óskipulag, 700 kvikmyndir á boðstólum, frægt fólk í felum og aðrir í leit að frægð og frama láta á sér bera þegar ljósmyndar- ar og kvikmyndatökumenn nálg- ast. Kvikmyndahátíðin í Cannes, án efa merkasta kvikmyndahátíð i Evrópu, sem nú er haldin í 41. sjnn, er rúmlega hálfnuð. Fulltrú- ár^ íslendinga á hátíðinni eru að- standendur kvikmyndarinnar Foxtrot, sem ekki tekur þátt i keppninni sjálfri en er í Cannes til kynningar, og hefur fyrirtækið Nordisk Film nú keypt sýningar- rétt hennar. Einnig er Siguijón Sighvatsson á staðnum, en hann er framleiðandi bandarísku myndarinnar The Blue Iguana, sem risafyrirtækin Paramount og 20th Century Fox hafa keypt dreifingaréttinn að. The Blue Igu- ana tekur þátt í hliðarkeppni ásamt nokkrum öðrum myndum. Það er gaman að fylgjast með íslendingunum í Cannes. Þeir eru meðal þeirra örfáu sem taka lífinu með ró, gera sér grein fyrir að möguleikamir á því að heimurinn leggist að fótum þeirra eru tak- markaðir á þessari hátíð. Þess í stað skoða þeir sig um og slappa af P sólinni milli þess sem þeir hafa lagt grunninn að auknum tengslum við alþjóðlega söluaðila og skoðað það sem „hinir stóru" em að gera í kvikmyndaheiminum um þessar mundir. „Við komum til Cannes fyrst og fremst til að undirstrika að myndin er ísiensk, unnin að mestu leyti af íslendingum og á íslandi," sagði Karl Óskarsson kvikmyndatöku- maður Foxtrot er útsendari Morg- unblaðsins hitti aðstandendur myndarinnar að máli í Cannes. „Og þar sem við höfðum í hyggju að selja myndina á alþjóðlegum mark- aði, þá komum við hingað til að fylgja sölunni eftir. Annars gerðum við okkur ekki miklar vonir um að selja myndina hér, en við höfum kynnst mörgu fólki sem vinnur við dreifingu á kvikmyndum og aukið tengslin við alþjóðlega aðila. Það er gaman að vera hér, við höfum það gott og njótum lífsins," segja þeir félagar glaðbeittir. Foxtrot er framleidd af íslenska fyrirtækinu Frost fílm í samvinnu við tvö norsk fyrirtæki, Viking film AS og Film effekt AS, sem sáu um fjármögnun myndarinnar og eftir- vinnslu. Að öðru leyti var hún unn- in á íslandi. Hún hefur verið sýnd ijórum sinnum í Cannes og hefur salurinn alltaf verið þéttsetinn, en þess ber að geta að þar sem um 700 kvikmyndir eru kynntar á 10 Símamynd/Brynja Tomer dögfum, er andrúmsloftið afar sér- kennilegt. Flestir þeirra sem sjá myndimar eru útsendarar dreifíað- ila. Þeir hafa mikla þjálfun í því að skoða kvikmyndir og sjá því yfír- leitt aðeins um 10 mínútur af hverri mynd. Mikill hraði er á öllu og þús- undir manna hlaupa á milli kvik- myndasala frá morgni til kvölds. Möguleikar á sölu 5000-faldast Tvær útgáfur voru gerðar af Foxtrot, ein íslensk og ein ensk. I Cannes er enska útgáfan sýnd og er það mikill kostur þegar sýningar- gestir koma frá öllum heimshom- um.„Mér var sagt að sölumöguleik- amir 5000-földuðust við það að hafa enskt tal í myndinni,“ segir Karl. „Ég skrifaði handritið upphaf- lega á ensku,“ bætir Sveinbjörn við. Þetta er fyrsta kvikmynda- handrit Sveinbjamar og sennilega einsdæmi að maður fylgi sínu fyrsta handriti á hina miklu kvikmynda- hátíð. En Sveinbjörn tekur öllu umstanginu með mikilli ró. „Best að fara á ströndina í dag,“ segir hann og er fáorður um myndina eins og reyndar félagar hans, sem vilja sem minnst gera úr möguleik- um á alþjóðlegum vinsældum. „Satt að segja finnst mér okkar mynd samt sú besta sem ég hef séð á hátíðinni," segir Jón Tryggvason leikstjóri. „Við höfum séð afskap- lega undarlegar myndir hér. Ein snerist um það að saga í sundur menn og dýr, önnur um fugla sem réðust á skólastúlkur og gogguðu í ber bijóstin á þeim. Skrítinn smekkur fínnst mér,“ segir Jón og hristir höfuðið. Síðan bætir hann við: „Annars fínnst mér svolítið undarlegt að heima á íslandi, þar sem er mikið af góðum fjármála- mönnum, skuli engum hafa dottið í hug að íslenskar kvikmyndir geti skilað af sér góðum arði.“ Hvað varðar samstarf Frost film og norsku fyrirtækjanna, segja þeir félagar það hafa tekist mjög vel. „Og í ljósi þess reikna ég með að við munum halda áfram svipuðu samstarfi í framtíðinni," segir Karl og bætir við að slíkt samstarf auk- ist sífellt í hinum alþjóðlega kvik- myndaheimi. Klaus Kinski leysir upp blaðamannaf und Fyrir fréttamenn eru margir „feitir bitar“ I Cannes. Robert Red- ford hélt blaðamannafund á mánu- dag til að kynna myndina Milagro
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.