Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 60
pppr ÍAM r<? ^ÍTOAfTÍTAOITAJ QlflFAJJHÍITOÍTÖM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ1988 ÞRAUKAÐ í miðri stríðsfirringunni, augnablikum áður en Jim verður viðskila við foreldra sína í mannhafinu á götum Shanghai, flýjandi undan “veldi sólarinnar". Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Veldi sólarinnar — „Empire of the sun“ Leikstjóri Steven Spielberg. Handrit Tom Stoppard, byggt á samnefndri sögu e. J.G. Ballard. Kvikmyndatökustjóri Allen Dav- iau. Tónlist John Willliams. Aðai- leikendur John Malkovich, Mir- inda Richardson, Nigel Havers, Christiane Bale, Joe Pantoliano, Leslie PhiIIips, Masato Ibu. Bandarísk. Amblin/Warner Bros. 1987. Veldi sólarinnar er harla óvenju- leg, vönduð og fáguð stríðsmynd. Sögusviðið er sú merkilega borg, Shanghai, og komið er fram á árið 1941. Japanir hafa ráðið þar um árabil og eftir árásina á Pearl Har- bor hneppa þeir íbúa hins stóra útlendingahverfis borgarinnar í stríðsfangabúðir. Pylgst er með drengnum Jim (Christiane Bale), sem verður viðskila við foreldra sína á þessum hildartímum og má þrauka af næstu fimm árin eftir því sem hann best kann. Viðbrigðin eru geysileg. Jim hefur átt að venj- 'ást öryggi umhyggjusamrar yfir- stéttarfjölskyldu og búið við of- gnótt lífsins gæða. I fangabúðunum kemst þessi skynsami drengur af með því að brynja sig gegn breytt- um aðstæðum, bjóða ömurlegum kringumstæðunum byrginn. Og hann skrimtir þó svo það kosti sitt að halda velli. Myndin er byggð á sögu e. Ball- ard, hún var hinsvegar mikið til endurminningar hans frá unglings- árunum, en hann lenti í svipaðri ' aðstöðu og Jim, að öðru leyti en því að Ballard hafði foreldra sína hjá sér. Myndin sem dregin er upp af stríðsfangabúðunum er óhrjáleg og grimm. Þar ríkir reglan hans Darwin; þeir einir komist af sem hæfastir eru. Að lifa af er íþrótt sem háð er 24 tíma á sólarhring og krefst óendanlegrar þrautseigju og skynsemi. Að maður tali nú ekki um þegar þáttakandinn verður að heyja þessa óblíðu lífsbaráttu á ell- efta til fimmtánda aldursári, og hálfgert dekurbarn að upplagi. En það sem hjálpar Jim er ein- beittur vilji að lifa ósköpin af og sameinast flölskyldu sinni á nýjan leik; aðlögunarhæfileiki að venjast niðurdrepandi vistinni, sem m.a. felst í að éta maðkinn í matnum vegna eggjahvítuefnanna! Láta ekkert tækifæri ónotað til að verða sér úti um hinn lítilfjörlegasta auka- bita eða nokkuð það sem kallast getur verðmæti. Og hrifning hans, sem nálgast tilbeiðslu, á öllu sem flýgur fyrir vélarafli, styttir honum ótrúlega margar stundir. Hinn óreyndi Christian Bale bregst ekki í ógnar erfiðu hlutverki piltsins Jim, sem stríðið rænir sak- lausum æskuárunum; fangar ellefu ára yngiSsvein sem það grýtir síðan frá sér sem fimmtán ára gömlum, lífsreyndum manni sem búinn er að lifa meira en hann stendur und- ir. Hér minnir Veldi sólarinnar örlít- ið á Komið og sjáið, en mynd Klimovs er margfalt grimmari og beinskeyttari. Bale túlkar eftir- minnilega vel þá lífsþreytu sem smámsaman færist yfír unglinginn í fangabúðunum, samfara vaxandi kergju, að brotna ekki undan sí- auknu andlegu og líkamlegu álagi. Bale stendur að miklu leyti undir Veldi sólarinnar, án þvílíks afburða- leiks í lykilhlutverki hefði hún aldr- ei orðið svo sláandi krufning á óbærilegum aðstæðum, og þeim viljastyrk sem þarf til að þrauka þær, sem hún er. Malkovich, sá senuþjófur, á í engum erfiðleikum með að túlka tækifærissinnann Basie, bandaríska sjómanninn og skúrkinn sem verður e.k. föður- ímynd Jims í fangabúðunum. Önnur hlutverk eru mun minni, en undan- tekningarlaust vel mönnuð. Veldi sólarinnar braut blað í kvik- myndasögunni þar sem hún var fyrsta myndin gerð af einu banda- ríska risakvikmyndaveranna, sem Kínverjar heimiliðu töku á (að hluta) í Kína. Otitökumar í Shang- hai eru mikið til teknar þar á sögu- slóðum. Þar hafa kvikmyndagerð- armenn fangað dreggjar fornra, evrópsk-kínverskra menningar- strauma sem enn liggja í loftinu og hvergi hefði verið mögulegt að framkalla annars staðar. Hér hjálp- ar til vilji Kínveijanna að loka aðal- götum borgarinnar til aðstoðar hinu vestræna kvikmyndagerðarfólki, lýtalausir búningar og svið, afburða kvikmyndataka og viðbrugðin vandvirkni Spielbergs. Sem sjá má af ofanskrifuðu er Vald sólarinnar ein af hans “alvarlegri" myndum, en sem kunnugt er hefur hann leik- stýrt eða framleitt sjö af tuttugu vinsælustu myndum veraldar. Spumingin er sú hvort hann hefur ekki tekið sig heldur hátíðlega á stundum. Honum er greinilega mik- ið í mun að reka af sér orðspor “meistara afþreyingamyndanna“ og hann þarf ekki að hafa mikið fyrir að sanna að honum lætur ekki síður að yrkja kvikmyndir um alvar- legri efni. Gengur hann ekki ör- sjaldan aðeins um of í að sanna hina víðfeðmu, feiknarlegu og óum- deilanlegu hæfileika sína sem virð- ast fara, ásamt einstakri vel- gengni, talsvert fyrir bijóstið hjá starfsbræðrum hans í Hollywood? Ráðherrafundur OECD: Rætt um aukinn hagvöxt o g milliríkjaviðskipti Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Gylfi Guðfinnsson yfirverkstjóri með viðurkenningarskjöldinn frá Coldwater. Akranes: Heimaskaga hf. veitt viðurkenning ÁRLEGUR ráðherrafundur Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD, var haldinn í París dagana 18. og 19. maí. Helstu umræðuefni voru hvernig stuðla mætti að auknum hagvexti í heim- inum þannig að draga mætti úr atvinnuleysi og einnnig var rætt um nýjustu lotu alþjóðaviðræðna um skipan milliríkjaviðskipta. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sótti fundinn af íslands hálfu en auk hans voru í íslensku sendinefndinni ■ Sunnlenskir tónlistarmenn ætla ásamt fleirum að hefja upp raust sína og hljóðfæri í Skrúðgarði Þorlákshafnarbúa á tónlistarhátíð sem Lúðrasveit Þorlákshafnar stendur fyrir. Hátíðin hefst 28. maí kl. 13.00 með skrúðgöngu og lúðrablæstri og kallast hún „Þor- Iáksvaka". Ætlunin er að flytja þar lifandi tónlist stanslaust i u.þ.b. 12 klukkustundir. Mikið verður um að vera í tónlist á vöku þessari, t.d. koma fram fimm lúðrasveitir, tveir kórar, einleikarar, þijár popphljómsveitir, trúbadorar o~.fl. Einnig verður þarna margt að gerast sem gleðja mun hug og hönd þeirra sem yngri eru, t.d. pílukast, stígvélakast og stangveiðikeppni. Einnig geta þeir sem vilja brugðið sér á hestbak og látið teyma undir sér. Veðurguðirnir ná ekki að spilla hátíð þessari því hún fer fram í sér- stöku 240 fermetra tjaldi að mest- aIIm lA«d! Cn»vtl/Awon nr forof r\rr Haraldur Kröyer sendiherra, Jón Ögmundur Þormóðsson skrifstofu- stjóri viðskiptaráðuneytisins, Bene- dikt Jónsson sendiráðsritari og Birg- ir Ámason hagfræðingur í viðskipta- ráðuneytinu. Fyrir fundinn kynnti OECD nýj- ustu spár sínar um þróun efnahags- mála á þessu og næsta ári. Þar gætir meiri bjartsýni um hagvöxt í iðnríkjum en í síðustu spá sem gerð var í kjölfar verðhrunsins á hluta- bréfum í október s.l. Hins vegar fremst hugsuð sem fjölskylduhátíð og verður öll framkvæmd hátíðarinn: ar á þann veg. Þessi viðburður er fyrst og fremst Qáröflun fyrir Lúðrasveit Þorláks- hafnar og hyggjast meðlimir sveitar- innar reyna að safna áheitum í sam- bandi við hinn stanslausa tónlistar- flutning. Fénu sem safnast verður varið til hljóðfærakaupa. Meðal þeirra sem koma fram á Þorláksvökunni eru hljómsveitin Óp- era, Lúðrasveitir frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveitin Svanur, Söngfélag Þorlákshafnar, Kirkjukór Hveragerðis, hljómsveitin Jónas og co., Stokkseyrarhijómsveit, Gunnar Ólafsson trúbador frá Þorlákshöfn, harmonikkuleikaramir Sveinn Sum- arliðason og Baldur Loftsson, vísna- söngvaramir Robert Darling og Stef- án Þorleifsson, bamakór frá Þorláks- höfn, léttsveit kennara, Dixieland- hljómsveit og fleira. (flr fréttatilkvnnintru) gætir meiri svartsýni en áður um að draga muni úr misvægi í alþjóða- viðskiptum sem mikinn svip hefur sett á framvindu efnahagsmála í heiminum undanfarin ár og meðal annars má telja orsök óstöðugleika í gengi helstu gjaldmiðla. Helstu umræðuefni ráðherranna voru tvö. I fyrsta lagi ræddu þeir hvemig mætti stuðla að auknum hagvexti í heiminum þannig að draga mætti úr atvinnuleysi, einkum í ýmsum ríkjum Evrópu. I öðm lagi snemst umræðumar um nýjustu lotu alþjóðaviðræðna um skipan milliríkjaviðskipta sem kennd er við Uruguay. Þar bar málefni land- búnaðar mjög á góma en í fyrra lýsti ráðherrafundurinn því yfir að aðkallandi væri orðið að endurskoða hvers konar hömlur í viðskiptum með landbúnaðarvömr. Þessi af- staða ráðherranna var ítrekuð á þessum fundi. Jón Sigurðsson tók undir þá skoð- un að endurbætur á skipulagi at- vinnuvega og efnahagslífs hlytu að gegna stóm hlutverki í eflingu hag- vaxtar. En jafnframt lagði hann áherslu á að nauðsynlegt væri að draga úr misvægi í alþjóðaviðskipt- um og benti á að óstöðugleiki í al- þjóðlegum gengis- og vaxtamálum torveldaði mjög skipulegan atvinnu- rekstur og áætlanir fyrirtækja og kæmi þar með í veg fyrir hagkvæma fjárfestingu. Hann ítrekaði stuðning Islands við fríverslun og andstöðu við verndarstefnu. Þá lagði Jón áherslu á þá afstöðu íslensku ríkis- stjómarinnar að milliríkjaverslun með fískafurðir yrði ekki síður á dagskrá Uruguay-viðræðnanna en verslun með landbúnaðarvömr þótt hún varðaði ekki hagsmuni jafn margra þjóða og málefni landbúnað- ur íFráttatiIkvnnintr) Akranesi. Hraðfrystihúsi Heimaskaga hf. á Akranesi var fyrir skömmu veitt viðurkenning frá Coldwater Seafood Corporation, en frysti- húsið er eitt þeirra sex húsa sem fengu viðurkenningu fyrir vöru- vöndun og snyrtilegan vinnustað nú í ár. Starfsfólki Heimaskaga hf. var boðið til kaffisamkvæmis í Hótel Akranesi að loknum vinnudegi nú fyrir skömmu og þar afhenti Páll Pétursson yfirmaður gæðaeftirlits Coldwater Seafood, Gylfa Guðf- innssyni yfirverkstjóra, viðurkenn- ingarskjöld og fór vinsamlegum orðum um starfsfólkið og vinnustað þeirra, enda hefur frystihúsið áður fengið viðurkenningu fyrir góða vöm. Viðstaddur þessa athöfn var m.a. Matmús Gústafsson forstióri Coldwater Seafood og flutti hann forráðamönnum og starfsfólki Heimaskaga hf. árnaðaróskir fyrir- tækis síns. Hjá Heimaskaga hf. starfa nú um 60 manns, þar af um 40 í vinnu- salnum. Meginhluti afurða frysti- hússins fer á Bandaríkjamarkað og að sögn Gylfa yfirverkstjóra em fá frystihús sem senda jafn stóran hluta heildarframleiðslu sinnar vestur um haf og Heimaskagi hf. Gylfi sagði að slík viðurkenning kæmi sér vel fyrir frystihúsið og hann væri stoltur að fá tækifæri til að veita henni viðtöku, en það væri þó fyrst og fremst starfsfólkið sjálft sem ætti heiðurinn. „Hjá mér er úrvalsmannskapur sem leggur sig fram við starf sitt,“ sagði Gylfi Guðfínnsson að lokum. — JG Þorláksvaka með tónlistarmaraþoni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.