Morgunblaðið - 25.05.1988, Page 30

Morgunblaðið - 25.05.1988, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 30 Greenpeace í Vestur-Þýskalandi: Uppblásiun hvalur beið Ogra í Bremerhaven Hvalasérfrœðingur Greenpeace sagði að harka íslensku sjómannanna hefði komið sér á óvart en þeir lögðust að bryggju þó flekinn væri fyrir og nokkrir menn á honum. Enginn meiddist i mótmælaaðgerð- íiniim. ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara UPPBLÁSINN hvalur og nokkrir félagar úr Greenpeace i Vestur- Þýskalandi biðu Ögra RE 72 i höfninni i Bremerhaven seint siðdegis á mánudag. Samtökin ætluðu að hindra að togarinn gæti landað 330 tonnum af grá- lúðu og karfa. „Við viljum engan islenskan fisk af þvi að íslending- ar drepa hvali“, stóð á borða sem Greenpeace-menn voru með. Hafnarstjóri og lögregla voru kvödd á staðinn og skipið gat „Við viljum ekki islenskan fisk, Greenpeace-manna sem hindraði DPA drepa hvali,“ stóð á 15 m löngum uppblásnum hval RE 72 að leggjast að bryggju. Morgunblaðsins. lagst að bryggju eftir tæpra tveggja tima töf. Hvalurinn, sem er um 15 metra langur og 4 metrar á breidd, var á heimagerðum fleka þeirra Green- peace-manna. Tveir gúmmíbátar drógu hann á milli sín. Ögri gat ekki lagst að bryggju fyrir hvalnum og flekinn var klemmdur á milli skips og bryggju í tvo tíma. Snæ- bjöm Ossurarson, skipstjóri, átti engin orðaskipti við Greenpeace- menn en gat loks lagst að bryggju eftir að „framtakssamur hafnar- verkamaður reif gat á hvalinn með fískkrók og loftið fór úr blöðrunni. Eftir það var ekkert gaman að þessu lengur og fólkið hafði sig í burtu," eins og Snæbjöm tók til orða. Mótmælin fóru friðsamlega fram. „Fólkinu stóð þó nokkur hætta af því að vera að flækjast þama fyr- ir,“ sagði Snæbjöm. „Það er ekki hlaupið að því að halda svona stóm skipi kyrru og ég vildi ekki slasa neinn. Það var ekkert gagn að lög- reglunni. Annars vom þetta bara leiðindi sem em yfirstaðin og best að hafa sem fæst orð um.“ Nokkrir fréttamenn vom á hafn- arbakkanum. Ludwig Jansen, um- boðsmaður og aðalræðismaður ís- lands í Bremerhaven, á von á að atburðimir muni vekja nokkra at- hygli. „En ég tel ekki að mótmæli Greenpeace eigi eftir að draga úr sölu á íslenskum físki í Vestur- Þýskaiandi," sagði hann. „Við hér á norðurströndinni vonum að minnsta kosti að svo verði ekki. Við höfum okkar atvinnu af fiskinum og emm algjörlega á móti aðgerðum Greenpeace. En það má ekki gera of lítið úr þeim. Samtökin vita hvað þau em að gera. Þau höfða til til- fínninga fólks með því að tala um hina undursamlegu hvali sem verið er að drepa og vinna almenning þannig yfír á sitt band.“ Aróður Greenpeace í Vestur- Þýskalandi hefur aukist undanfarið vegna þess að þing Alþjóðahvalveið- iráðsins er á næsta leiti. Samtökin vom með kynningu gegn hvalveið- um í ijölda borga Vestur-Þýska- lands fyrir 10 dögum og birtu aug- lýsingar gegn hvalveiðum íslend- inga í ýmsum vikuritum í síðustu viku. Hvalavinir em hvattir til að sneiða hjá íslenskum físki og hringja eða skrifa í sendiráð íslands i Bonn til að mótmæla hvalveiðistefnu landsins. Jónína Sigmundsdóttir, ritari í sendiráðinu, sagði að það væri töluvert um hringingar í sendi- ráðið. „Fólk er yfirleitt kurteist þótt einn og einn sé ókurteis," sagði- hún.„Það mótmælir hvaladrápi og segist vera hætt að borða íslenskan físk. Ég spurði einn hvort honum þætti það ekki miður af því að íslenski fískurinn væri svo góður. Hann samsinnti því en sagðist samt vera hættur að borða hann og allir vinir hans líka.“ Peter Puecschel, hvalasérfræð- ingur Greenpeace, sagði að sér hefði komið á óvart hversu harðir í hom að taka íslensku sjómennimir á Ögra hefðu verið. „Ég reyndi að hafa samband við skipstjórann en hann svaraði mér ekki. Við áttum ekki von á að togarinn reyndi að leggjast upp að bryggju þegar flek- inn og níu manns vom fyrir," sagði hann. „Við hættum aðgerðum eftir að hvalurinn var rifínn en emm feg- in að við vöktum athygli á baráttu- máli okkar." Borðbúnaður fyrir veitingahús — GIÖS DUROBAR - POStlllín PILLIVUYT - Borðdúkar - Serviettur - Hnífapör o.m.fl. —^feitiúf— Bíldshöföa 18-sími 688838 •• Orn KE á dragnótarveiðum: Faum agætt verð fyr- ir kolann í Hollandi •• - sag'ði Om Erlingsson útgerðarmaður Keflavik. ÖRN KE hefur að undanfömu stundað veiðar með dragnót og hefur aflað þokkalega. Aflinn sem hefur verið að uppistöðu koli hefur verið seldur & föstu verði til Hollands og hafa hol- lensku kaupendurnir greitt um 36 krónur fyrir kílóið af sand- kolanum. Öra Erlingsson útgerð- armaður sagði í samtali við Morgunblaðið að verðið væri ágætt og hann vonaðist til að áframhald gæti orðið á þessum veiðum. Hollensku kaupendumir sendu fulltrúa sinn hingað til lands til að fylgjast með hvemig gengið væri frá aflanum og fór Hollendingur sem heitir Jack Kraak og er sjómað- ur með Eminum í síðustu veiðiferð. Jack Kraak er frá fiskveiðibænum Den Helder sem er 60 þúsund manna bær og sagði hann að mik- ill skortur væri á flatfíski í Hol- landi. Sjómenn í Den Helder hefðu veitt flatfísk í Norðursjó, en nú væru þær veiðar varla nema orðin tóm. Lýður Ægisson skipstjóri sagði að þeir hefðu aðallega verið að veið- um í Meðallandsbugt og hefðu þeir fengið um 30 tonn á 3 dögum í fyrsta túmum. Aflinn hefði verið að uppistöðu koli og steinbítur. Lýður sagði að físktegundir sem þeir legðu áherslu á að veiða hefði hingað til ekki verið hirtar t neinum mæli og því væru þeir að nýta van- nýttar tegundir. -BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Öra Erlingsson útgerðarmaður, Jack Kraak frá Hollandi og Tómas ísleifsson frá Seif skoða aflann úr fyrstu veiðiferðinni þjá Erninum. Sumar-tHhoð á svínakótilettum Gott á grillið - Gott á grillið 799,- þr. kg. arowaai!^ aaammmmmmBimammamuBmm ——awm ihw «

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.