Morgunblaðið - 25.05.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.05.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 39 Andrés H. Valberg sýnir gestum safn minja sem hann hefur safnað og gefið Sauðárkróksbæ. Á myndinni má sjá menntamálaráðherra, Birgi ísleif Gunnarsson og Indriða G. Þorsteinsson rithöf- und. Sýningin, sem var einn liður M-hátíðar, var opnuð á föstudag. M-hátíð lokið á Sauðárkróki: > Islensk tunga og menn- ing lifði í Hólaprenti Saudárkróki Hátíðardagskrá í íþróttahús- inu, var síðasti liður M-hátíðar á Sauðárkróki. Þar flutti menntamálaráðherra Birgir ísleifur Gunnarsson ávarp þar sem hann ræddi stöðu íslenskr- ar menningar og baráttu menn- ingar og tungu á fjölmiðlaöld. Að loknu ávarpi menntamála- ráðherra tók til máls Þorbjöm Ámason forseti bæjarstjómar og gerði að umtalsefni gildi hátíðar af þessu tagi fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, þar sem bland- ast saman hið besta sem að er fengið og þess sem gert er af heimamönnum. Hvatti Þorbjöm til þess að ráðherra léti hvergi deigan síga í því efni að koma M-hátíðum á laggimar sem víðast um land, og færa þangað margt af því besta sem í boði er á Reykjavíkursvæðinu, en einnig að hrista upp í heimámönnum og gera þeim ljóst hvað hægt er að gera á heimaslóð. Haraldur Bessason forstöðu- maður Háskóla íslands á Akur- eyri flutti erindi um íslenska tungu. Ræddi Haraldur hvemig skilgreina ber íslenska tungu og rakti forsendur þeirrar skilgrein- ingar, allt til fyrstu ára íslands byggðar. Sýndi Haraldur fram á hvemig orðsnilld Egils Skal- lagrímssonar bjargaði lífí hans er hann kvað Höfuðlausn, en einnig hvemig kvæðið Sonartorrek létti honum hugarvíl vegna sonarmiss- is, og hann kvað sig frá bráðum bana. Þá rakti Haraldur í stóram dráttum hvemig sýna má fram á að málbygging íslenskrar tungu er hin sama á nítjándu öld og hinni níundu. Þessu næst flutti Gísli Magnús- son cand mag erindi sem hann nefndi:“Ég að öllum háska hlæ“ Morgunblaðið/U rður Sr. Sigurður Guðmundsson vigslubiskup á Hólum skýrir viðgerð- ir á Hóladómkirkju fyrir menntamálaráðherra, Birgi ísleifi Gunn- arssyni. og fjallaði þar um Níels skálda, samandregið efni'úr ýmsum heim- ildum. Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur ræddi um Menningarlíf í Skagafírði, þátt Sturlunga, Jóns biskups Arasonar og Guðbrands Þorlákssonar í allri menningar- sögu íslendinga. Taldi Indriði að þjóðveldi íslendinga hefði liðið undir lok í Örlygsstaðabardaga, en á Hólum hefði íslensk tunga og menning lifað í prenti því sem þar var unnið. Milli atriða lék Sigurður Mar- teinsson einleik á píanó og Jó- hanna Linnet söng einsöng við undirleik Sigurðar. Hátíðinni lauk með því að félag- ar í kirkjukóram Skagafjarðar- prófastsdæmis sungu nokkur lög undir stjóm Rögnvaldar Valbers- sonar. Með þessari hátíðardagskrá lauk M-hátfð á Sauðárkróki, sem í alla staði tókst hið besta. BB Trillukarlarnir á Þingeyri Skólastjórastaða við Ölduselsskóla: Undirskriftalistar afhent- ir menntamálaráðherra Foreldrar 92,3% barna styðja Daníel Gunnarsson IFRÉTTI Morgunblaðinu á laug- ardaginn um námskeið til 30 tonna skipstjórnarréttinda undir Söngnámskeið prófessors Hanne-Lore Kuhse PRÓFESSOR Hanne-Lore Kuhse, Wagner-söngkona frá Berlín, heldur söngnámskeið i Fríkirkjunni í Reykjavik dagana 5. til 15. júní nk. Prafusöngur hefst kl. 16.00 sunnudaginn 5. júní í kirkjunni. Þeir, sem hafa áhuga að komast á námskeiðið, hafi samband við Ágústu Ágústsdóttur, söngkonu, sem gefur allar nánari upplýsingar. (Fréttatílkynning) fyrirsögninni „Trillukarlar i prófum" urðu þau mistök að fréttin var sögð frá Flateyri og merkt fréttaritara Morgunblaðs- ins þar, en hið rétta er að nám- skeiðið fór fram á Þingeyri og kom fréttin frá Huldu Sigmunds- dóttur, fréttaritara Morgun- blaðsins þar. Á meðfylgjandi mynd era þátt- takendur námskeiðsins. Frá vinstri era Ólafur V. Þórðarson, Snorri Guðmundsson, Þórður Sigurðsson, Gunnar Friðfínnsson, Hólmgrímur Sigvaldason, fyrir enda borðsins er kennarinn, Helgi Ámason, þá Ólaf- ur Gunnarsson, Sigurður FV. Jóns- son, Magnús Kristjánsson og Guð- mundur Valgeirsson. Einn nemanda vantar, Kristján Bjömsson. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. FULLTRÚAR foreldrafélags Ölduselsskóla í Breiðholti gengu í gær á fund menntamálaráð- herra og afhentu honum undir- skriftir foreldra 759 barna við skólann til stuðnings Dahíel Gunnarssyni í stöðu skólastjóra. 822 börn eru í skólanum og styðja þvi foreldrar 92,3% allra barna i skólanum Daniel. Auk Daníels hefur Sjöfn Sigurbjörns- dóttir sótt um starfið og hefur fræðsluráð Reykjavikur mælt með henni við menntamálaráð- herra, sem skipar i stöðuna. Stjórn Félags skólastjóra og yfir- kennara hefur látið í ljós efa- semdir um að Sjöfn hafi öll áskil- in réttindi til að gegna stöðunni. „Benda má á að Daníel Gunnars- son hefur tvímælalaust þá menntun sem krafist er til þessa starfs. Þá hefur hann starfað við skólann í 8 ár, þar af í 3 ár sem yfírkennari og hefur því ákjósanlega reynslu. Þegar við þessi tvö atriði bætist ótvíræður vilji foreldra teljum við að hann sé sjálfkjörinn til starf- ans,“ segir f bréfí foreldra til menntamálaráðherra, sem undir- skriftunum fylgdi. í bréfínu er tekið fram að náðst hafí til foreldra 801 bams, eða 97,4%. Foreldrar 759 bama skrif- uðu undir, og svarar það til 94,8% af þeim er náðist til. I frétt í laugardagsblaði Morgun- blaðsins er sagt frá því að 59 starfs- menn við skólann hafí lýst stuðn- ingi við Daníel. Síðan hafa sjö starfsmenn til viðbótar sent' fræðsluráði stuðningsyfírlýsingu við Daníel og hefur hann því stuðn- inga allra starfsmanna við skólann, 66 að tölu. Stjóm Félags skólastjóra og yfír- kennara hefur sent frá sér fréttatil- kynningu vegna afgreiðslu fræðslu- ráðs á umsóknum þeirra Sjafnar og Daníels. Þar er tekið fram að stjómin telji óviðunandi ef fólk sem lokið hefur fullgildu kennaranámi og aflað sér mikillar starfsreynslu -sé sett hjá við stöðuveitingar, og óveijandi ef þeir sem byggja starfs- leyfí sitt á öðra séu teknir fram yfír. Stjómin lítur svo á að Sjöfn Sigurbjömsdóttir uppfylli ekki að fullu kröfur laga og reglugerðar um menntun skólastjómenda. Tekið er fram að Sjöfn hafi ekki lokið formlegu kennaranámi, heldur virð- ist leyfísbréf hennar byggt á skip- unarbréfi frá 1975. „Stjóm FSY fær ekki séð að útgáfa þess hafi átt sér stað í grannskólalögum," segir í fréttatilkynningunni. Stjóm FSY átelur meirihluta fræðsluráðs fyrir að hafa horft framhjá starfsmenntun Daníels Gunnarssonar og hunsað margvís- leg meðmæli hans, auk þess sem litið hafí verið framhjá reynslu hans í starfí við Ölduselsskóla. „Stjóm FSY minnir á að endurtekið hafa komið fram opinber gögn sem ítreka mikilvægi góðrar fagmennt- unar kennara og einkum stjómenda skóla. Stjómin treystir því að menntamálaráðherra virði það sjón- armið og forði starfsfólki og nem- endum Olduselsskóla, íbúum hverf- isins svo og skólastarfí í landinu frá óþörfum átökum," segir að lokum í fréttatilkynningu FSY. Ungfrú Thai- land sigraði KEPPNIN um titilinn Ungfrú al- heimur fór fram á Taiwan á mánudagskvöldið. Sigurvegari varð ungfrú Thailand, Pomtip Narkhirunkanok, 20 ára sálfræði- nemi. Anna Margrét Jónsdóttir, ungfrú ísland 1987, komst ekki i úrslit og var ungfrú Noregur eina stúlkan frá Evrópu meðal tíu efstu. Anna Margrét sagði, í símtali við blaðið, að almenn óánægja væri með val stúlkna í úrslit. Af þeim tíu sem áfram komust vora flórar frá Asíu, fíórar frá Suður-Ameríku, ungfrú Bandaríki og ungfrú Noregur. í fímm efstu sætunum voru ungfrú Thai- land, ungfrú Kórea, ungfrú Mexfkó, ungfrú Japan og ungfrú Hong Kong. Anna Margrét sagði að eftir á að hyggja hefði þátttaka í keppninni verið skemmtileg reynsla, en þessi mánuður hefði verið mjög erfíður og nú væri markmiðið að skemmta sér ærlega eftir púlið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.