Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988
7
Laumufarþeginn
frá Marokkó farínn
Nesskip ber kostnaðinn
Marokkóbúinn, sem laumaðist um borð í ms. Saltnes í byrjun mai
og kom hingað til lands með skipinu eftir að norsk yfirvöld neituðu
að taka við honum, fór til Kaupmannahafnar í gær með Flugleiða-
vél áleiðis til sins heima. Að sögn Jóhanns Jóhannssonar hjá útlend-
ingaeftirlitinu var maðurinn sáttur við þetta og engri nauðung var
beitt. Kostnaðinn við heimferð mannsins mun Nesskip, útgerðarað-
ili ms. Saltness, bera enda hafði maðurinn enga peninga meðferðis.
Laumufarþeginn fannst um borð
í skipinu þann 6. maí aðframkominn
af þorsta og hungri, en honum hafði
mistekist að láta skipveija vita af
sér þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Saltnesið kom við í Noregi á leið
sinni til íslands, en yfírvöld þar
neituðu að taka við manninum. Þar
strauk hann frá borði, en norska
lögreglan náði honum tveim dögum
seinna.
Hingað til lands kom skipið 27.
maí og var laumufarþeginn í vörslu
útlendingaeftirlitsins þar til í gær •
er hann hélt áleiðis til Marokkó.
Ekki kom fram hjá manninum
hvað fyrir honum vakti með þessu
tiltæki, að sögn Jóhanns. Hann sótti
ekki um pólitískt hæli, né óttaðist
hann heimförina. Rúmlega mánað-
ar löngu ævintýri mannsins lauk
því vel, en illa hefði getað farið ef
skipverjar á Saltnesinu hefðu ekki
fundið hann fyrir tilviljun.
Námsmanns
enn saknað
EKKERT hefur enn spurst til 25
ára Sslensks námsmanns, sem
saknað er í Bandaríkjunum.
Maðurinn, Halldór ísleifsson,
stundar nám við North Texas Uni-
versity. Hann fór í frí til Kalifomíu
og síðast heyrðist frá honum þaðan
er hann hafði samband við félaga
sinn þann 14. mars.
Atvinnulíf í Hafna-
hreppi lamað í mánuð
Frystihúsið lokað á háannatíma
Grindavfk.
Frystihúsið Hafnir hf. í Hafnahreppi á Suðurnesjum hefur nú verið
lokað i mánuð eftir að Útvegsbankinn i Keflavík stöðvaði alla fyrir-
greiðslu vegna erfiðrar stöðu fyrirtækisins. Fyrir skömmu skrifuðu
sextíu manns hreppsnefndinni hvatningu um að láta málið til sin taka
enda misstu 25 manns atvinnuna og eigendur þrjátíu til fjörutíu trillu-
báta misstu viðskipti á þeim tima sem hefur verið háannatími í höfninni.
Að sögn Agnars B. Þorkelssonar,
annars eigenda fyrirtækisins, er
málið í skoðun hjá Byggðastofnun
og bönkunum og hefur Þórarinn St.
Sigurðsson sveitarstjóri lagt mikla
vinnu í að aðstoða þá. „Málið er á
mjög viðkvæmu stigi og fínnst okkur
að við þurfum að fara að fá svör,
enda erum við tilbúnir að halda
áfram frekar en að gefast upp,“ sagði
Agnar. „Helstu ástæðumar fyrir erf-
iðleikunum em þær sömu og em að
drepa íslenskan sjávarútveg eða
gífurlega hár fjármagnskostnaður,
lægra afurðaverð og hækkanir á öll-
um tilkostnaði innanlands auk þess
sem við fómm út í útgerð á tveimur
bátum sem reyndist okkur gífurlega
erfítt dæmi og hefur valdið okkur
umtalsverðu Qárhagslegu tjóni.
Þennan mánuð sem fyrirtækið hefur
verið lokað höfum við tapað veltu
upp á lágmark 12 milljónir króna auk
þess sem slíkt hefur haft slæm áhrif
á sveitarfélagið þegar öll viðskipti
við trillusjómennina leggjast af og
fólkið sem vann hér missti vinnuna,"
sagði Agnar. Að sögn Þórarins St.
Sigurðssonar sveitarstjóra Hafnar-
hrepps er málið mjög þungt og gífur-
legt áfall fyrir byggðarlagið.
- Kr.Ben.
rvminaarsala
Nú geta allir fengið sér sportlegan sumar-
fatnað frá Henson á verði sem enginn
getur slegið út.
Allt að
afsláttur
Dæmi:
Háskólabolir........frá kr. 10O.-
Regngallar...........frá kr. 1.200.-
Æfingagallar........frákr. 1.200.-
Barnagallar.........frákr. 450.-
T-bolir.............frá kr. 10O.-
Sportblússur........frá kr. 1 .OOO.-
|þróttapeysur........frá kr. 450.-
Fatnaðurinn fæst í barna- og full-
orðinsstærðum á konur og karla.
Utsalan er
í hinni lanc
Kjötmiðstöð
Opið í dag frá kl. 9-18 og
sunnudag 11-18.
dsþekktu
5ýnum um helginu hjd Bílnsölu Uesturlunds glœsibílu frn
Cenernl mutors:
Cheurolet IHonzu, Isuzu Trooper, Opel Kndett, Opel Corsn
Opið lougnrdog og sunnudog frn kl. 13 til 17.
Bílnsala Uosturlands
Bognrbraut 5G
S. 93-71577
jUttoL
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300