Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 32

Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Shultz lagður af stað í friðarför: Allsherjarverkfall á hemumdu svæðunum Jerúsalem, Reuter. HÁLF önnur milljón palestínu- manna á hernumdu svæðunum hóf þrijgja daga allsherjarverk- fall í gær á sama tíma og George Shultz, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, lagði í sína fjórðu frið- arferð til Miðausturlanda. Verslanir voru lokaðar, almenn- ingssamgöngur lágu niðri og verka- menn mættu ekki til vinnu í gær vegna verkfallsins sem leiðtogar Palestínumanna boðuðu til. Þeir saka Bandaríkin um að reka stefnu hliðholla ísraelsstjóm og hafa fram til þessa neitað að ræða við Shultz. Leiðtogar araba og ísraela segjast ekki búast við neinum árangri af för Shultz í þetta skiptið. Leiðtogar Palestínumanna segja að til verk- fallsins hafí einnig verið boðað til að minnast þess að í dag eru fimm ár liðin síðan ísraelar réðust inn í Líbanon. A sunnudaginn er einnig afmæli Sex daga stríðsins árið 1967. ísraelsher setti útgöngubann á tvennar flóttamannabúðir á Gaza- svæðinu til þess að hindra átök vegna heimsóknar Shultz. Shultz kom í gær til Kaíró, höfuðborgar Egyptalans. Um helgina fer hann til Jórdaníu, Sýrlands og ísraels. Friðarförin kemur í kjölfar leið- togafundar risaveldanna en Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur sagt að fundurinn hafi fært risaveldin nær hvort öðru í afstöðu til deilu- mála fyrir botni Miðjarðarhafs. í næstu viku hefst einnig leiðtoga- fundur arabaríkja í Alsír. Shultz hefur lagt til að haldin verði al- þjóðleg friðarráðstefna og Palestínu- menn fái takmarkaða sjálfstjóm á hemumdu svæðunum. í gær kom til átaka nærri bænum Hebron milli gyðinga sem búa á vesturbakka Jórdanar og Palestínu- manna. Tvítugur Palestínumaður féll í óeirðunum. Fjórir ísraelar, sem hittu fulltrúa PLO að máli í Rúmeníu fyrir tveim- ur árum, voru í fyrradag fundnir sekir um að hafa brotið gegn lögum, sem banna samskipti við „hryðju- verkamenn". Eiga þeir yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Veijandi þeirra hélt því fram, að þeir hefðu ekki brotið neitt af sér, aðeins rætt um frið við menn, sem hefðu ekki tekið þátt í hryðjuverkum, en dómar- inn vísaði þeirri röksemd á bug. Ekvador: Fylgistap hjá finnsk- um Jafnaðarmönnum Fyrsta skóflustungan Systir Josephine Mary Agnew settist upp í jarðýtu 2. júní síðast- liðinn og tók fyrstu „skóflustunguna", áður en byrjað var á miklum byggingarframkvæmdum við nýjan 160 rúma fæðing- arspitala i norðurbæ Sydney i Ástralíu. Ekki er þó á dagskránni hjá systurinni að leggja fyrir sig jarðrask á stórvirkum tækjum, þvi að hún verður hjúkrunarkona á nýja spítalanum. Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttantara Morgunblaðsina í Fmnlandi. FINNSKI jafnaðarmannaflokk- urinn hefur orðið fyrir fylgistapi að undanfömu, samkvæmt skoð- anakönnun, sem nnnin var fyrir finnska útvarpið. Hægri flokkur- inn hefur bætt við sig fylgi á sama tíma. Fylgi Jafnaðarmannaflokksins hefur minnkað úr 25% frá í kosning- unum í fyrra niður í 21,6% og þar sem sveiflur eru jafnan litlar á fylgi flokka hér í landi þykir þessi niður- staða tíðindum sæta. Á sama tíma hefur Hægri flokk- urinn bætt við sig fylgi, hefur 22,5% samkvæmt könnuninni og er því kominn uppfyrir Jafnaðarmanna- flokkinn. Þessir flokkar sitja nú saman í ríkisstjóm. Aðrir flokkar halda sína, miðað við niðurstöður könnunar útvarpsins. Stjómmálaskýrendur telja að fylgistap Jafnaðarmannaflokksins megi að mestu rekja til stjómar- samstarfsins við Hægri flokkinn, sem mæltist illa fyrir hjá stómm hópi jafnaðarmanna. Höfðu for- ystumenn flokksins vonast til að sigur Mauno Kovisto f forsetakosn- ingunum í vetur, myndi skila sér í fylgisaukningu fyrir Jafnaðar- mannaflokkinn. Sú hefur ekki orðið raunin. Kovisto var frambjóðandi flokksins. Ítalía: Yfir 50 eiturlyfja- salar handteknir NapAU. Reuter. ÍTALSKA lögreglan sagði í gær, að yfir 50 manos, sem stundað hafa eiturlyfjasölu og aðra glæpa- starfsemi, hefðu verið handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerð- um um allt landið. Lögreglan sagði, að aðgerðunum hefði verið stjómað frá Napólí og 35 glæpamenn verið handteknir þar í borg. Auk þess voru 19 til viðbótar handteknir í Mflanó, Róm og þremur öðrum borgum, og standa aðgerðim- ar enn yfír. Grunur leikur á, að glæpaflokkar þessir hafí notað ránsfeng úr banka- og póstránum til að fjármagna kók- aín; og heróínkaup. Ákærumar á hendur hinum hand- teknu taka til eiturlyfja- ög vopna- sölu o g skjalafölsunar. Mikið af eitur- lyQum, skotvopnum og ávísunum fannst í fórum bófanna. Allsherjarverkfall undir strangri öryggisgæslu Quito, Reuter. Síðastliðinn miðvikudag var boðað til allsheijarverkfalls í Ekvador þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu lýst þvi yfir á þriðjudag að neyðarástand rikti í landinu. A meðan á verkfallinu stóð voru vopnaðir verðir á götum úti og flokkar hermanna gættu opin- berra bygginga. í höfuðborginni Quito beittu lögreglumenn tára- gasi gegn mótmælendum. Það var stjóm sameinaða verka- mannafélgsins (FUT) sem boðað til verkfallsins til þess að vekja at- hygli á kröfum félagsins um launa- hækkanir sem eiga að bæta launa- fólki 40% verðbólgu sem nú er í landinu. Að sögn Fausto Duran leið- toga verkamannafélagsins tókst verkfallið vel í öllu landinu og frá höfuðstöðvum félagsins bárust þær fréttir að um ein miljón starfs- manna hefðu setið heima í þessu sjöunda allsheijarverfalli sem boðað hefur verið til frá því að núverandi forseti landsins, Febres Cordero, tók við embætti árið 1984. Forsetinn, sem er íhaldsmaður, hefur látið þau orð falla við frétta- menn að stjóm hans sé staðráðin í að tryggja frið og reglu í landinu þær tíu vikur sem sem hún á eftir að starfa þangað til nýkjörinn for- seti landsins, sósíaldemókratinn Rodrigo Boija, tekur við um miðjan ágúst. Cordero sagði einnig að verk- fallið væri ólöglegt og stjómmála- legar ástæður lægju að baki þess. í opinberri tilkynningu frá núver- andi stjómvöldum segir að neyðar- ástandið í landinu muni ekki koma í veg fyrir að Boija taki við af Cordero enda verði því aflétt um Ieið og ástandið í landinu skánar. Sprenging í S-Afríku: Fjórir menn bíða bana Jóhannesarborg, Reuter. FJÓRIR menn létust og tuttugu særðust alvarlega er sprengja sprakk i bænum Roodeport i ná- grenni Jóhannesarborgar i gær. Að sögn lögreglu sprakk sprengj- an í öskutunnu i fjölförnu hverfi í bænum. Sprengjan í gær var sú mann- skæðasta í landinu á þessu ári. í síðustu viku spmngu flórar sprengjur í Jóhannesarborg og höfuðborginni Pretóríu. Sprengjuárásimar hafa verið settar í samband við 40 ára afmæli valdatöku Þjóðarflokksins í landinu. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér á sprengjuárásunum en stjómin kennir jafnan Afríska þjóð- arráðinu, hinum bönnuðu samtökum svartra í Suður-Afiríku, um. ERLENT Reuter Fyrirrennara minnst Jóhannes Páll páfi annar krýpur við gröf Jóhannesar páfa þrett- ánda, sem lést 3, júní fyrir 25 árum, í grafhýsi Péturskirkjunnar í Róm. Noregur: Aðild að Evrópubandalag- inu rædd á Stórþinginu Óaló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgiinblaðsina. UMRÆÐAN um aðild að Evrópu- bandalaginu hefur verið vakin upp að nýju í Noregi. Enn hafa ekki blossað upp deilur á við þær sem urðu árið 1972 þegar þjóðar- atkvæðagreiðsla um aðild að EB fór fram. Eftir öllu að dæma verður ekki afráðið um aðild að EB fyrr en eftir þingkosningar sem fram munu fara árið 1993. Fleiri og fleiri norskir stjóm- málamenn hefja máls á að tíma- bært sé að Norðmenn kjósi-á ný um aðild að EB, en árið 1972 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem norska þjóðin hafnaði aðild að bandalaginu. Ekkert bendir þó til þess að umræðan um aðild að EB verði að kosningamáli í þingkosn- ingunum sem fram fara í Noregi haustið 1989. Hitt er þó augljóst að eftir að innri markaður í Evrópu er orðinn að vemleika árið 1992 þurfa Norðmenn að gera upp við sig hvort þeir ætli að halda áfram að standa utan við samstarf í Evr- ópu. Því er líklegt að í kosningum sem fara fram í Noregi 1993 verði EB-aðild eitt af kosningamálunum. Stöðug fleiri stjómmálamenn og atvinnurekendur í Noregi segja að þeir óttist að Noregur muni tapa á því að vera utan EB eftir að innri markaðurinn er orðinn að vemleika. Nýju blóði var hleypt í umræðuna þegar utanríkismálanefnd norska Stórþingsins skilaði skýrslu um við- horf Norðmanna til bandalagsins. Stórþingið mun fjalla um skýrsluna í byijun næstu viku. Allir stjóm- malaflokkar vilja auka samstarf við EB en enginn flokkannna vill taka afstöðu um aðild núna. Ljóst er að innan Hægriflokksins er eindregnir stuðningsmenn þess að Noregur gerist aðili að EB en Miðflokkurinn og sósíalistar em á móti aðild. Báðir flokkamir sem em á móti aðild að bandalaginu telja að virða verði úrskurð þjóðarat- kvæðagreiðslunnar frá 1972 þar til önnur, sem e.t.v. gefur aðra niður- stöðu, hefur farið fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.