Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 36

Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Kræsilegar veitingar voru á boðstólum eftir skemmtiatriðin SUMARBÚSTAÐUR í SJÓNMÁLI SVNINGARHBGI ASBfOSSI 4. OG 5. JÚNÍ KL. 14-19 Um helgina sýnum viö marga einingaframleidda sumarbústaði á mismunandi byggingarstigum viö verksmiðju okkar að Gagnheiði 1, Selfossi. Einingahús gefa þér kost á stærð og innréttingum að eigin ósk og þau er fljótlegt og auðvelt að reisa. Núna er einmitt tíminn til að láta drauminn um sumarbústað rætast - komdu því og kynntu þér þá ótal möguleika sem eininga- framleiðslu fýlgja. Athugaðu að við höfum opið virka daga kl. 9-17, en þú getur einnig komið og skoðað sumarbústaðina á kvöldin - látirðu okkur vita í tíma. SAMTAKfpq HUSEININGAR LJ GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI SÍMI 99-2333 Morgunblaðið/Þorkell Það var margt um manninn i íþróttahúsinu við Strandgötu. Hér biða nokkrir heiðursmenn eftir veitingunum Hafnarfjörður 80 ára: Aldraðir Hafn- firðingcir gera sérdagamun HÁTÍDAHÖLDIN i Hafnarfirði i tilefni af 80 ára kaupstaðaraf- mæli bæjarins halda áfram og á fimmtudaginn var öldruðum Hafnfirðingum haldin afmæli- sveisla i íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem borð svign- uðu undan kræsingum. Það var glatt á hjalla og var sönglistin óspart iðkuð við undirleik hins kunna hljóðfæraleikara Kjartans Magnússonar. Ellert Borgar Þor- valdsson, formaður Málfundafé- lagsins Magna, söng gamlar perl- ur og fékk viðstadda til að syngja með. Vistmönnum á Hrafnistu og Sól- vangi og sjúklingum á St. Jósefss- pítalnum var boðið upp á sömu skemmtun seinna um daginn. í tilefni dagsins færði bæjar- stjómin öllum jafnöldrum bæjarins blóm. Hér er gott fólk - segir Sigur- björg Gísladóttir „Eg hef búið hér í 27 ár á þrem- ur stöðum. Á Selvogsgötu, Kölduk- inn og núna bý ég í Lækjar- hvammi," sagði Sigurbjörg Gísla- dóttir, 75 ára. „Það var stórsniðugt að flytja í Hvammana því þar fallegt og veður- sæld er mikil. Þar er líka allt svo nýtt, hús og götur. Ég á eina gifta dóttur og ég bý hjá henni, tengda- syni mínum og þremur barnaböm- um í Lækjarhvammi. Það er ágætt fyrirkomulag því þegar allir eru úti að vinna er amma til staðar.“ Ert þú það sem sumir kalla „sannur Gaflari?" „Eg er reyndar fædd í Dalbæ I Gaulveijabæjarhreppi en hér hef ég verið i 27 ár og ég flyt ekki héðan í bráðina. Hér er gott að vera. Umhverfið er svo Morgunblaðið/Þorkell Sigurbjörg Gísladóttir hefur búið í 27 ár í Hafnarfirði og ætlar sér ekki að flytja þaðan í bráðina. sérstakt, hraunið og gróðurinn í því og hér er gott fólk. En ég tel mig þó ekki vera Gaflara," sagði Sigurbjörg. Miklar breytingar hafa orðið - segir Ingimund- ur Guðmundsson ÖLDRUÐUM Hafnfirðingum var boðið til veislu í íþróttahúsinu á Strandgötu. Ingimundur Guðmundsson hefur búið í Hafnarfirði í 65 ár. Hann sagði að sér liði prýðilega í Hafnar- fírði. Hann á fímmtán barnabörn sem búa viða um veröld en sjálfur býr hann á Hringbrautinni. „Það hafa orðið miklar breyting- ar á þessum árum sem liðið hafa og margt er til góðs,“ sagði Ingi- mundur. „Eg var vörubílstjóri hér áður fyrr en nú er maður órðinn heldur framlágur." Hvernig líst þér á veisluna? „Veisian er ágæt. Maður sér hér Morgunblaðið/Þorkell Ingimundi Guðmundssyni leist prýðilega á veislukostinn fólk sem maður hefur ekki séð í §öldamörg ár.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.