Morgunblaðið - 04.06.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.06.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Kræsilegar veitingar voru á boðstólum eftir skemmtiatriðin SUMARBÚSTAÐUR í SJÓNMÁLI SVNINGARHBGI ASBfOSSI 4. OG 5. JÚNÍ KL. 14-19 Um helgina sýnum viö marga einingaframleidda sumarbústaði á mismunandi byggingarstigum viö verksmiðju okkar að Gagnheiði 1, Selfossi. Einingahús gefa þér kost á stærð og innréttingum að eigin ósk og þau er fljótlegt og auðvelt að reisa. Núna er einmitt tíminn til að láta drauminn um sumarbústað rætast - komdu því og kynntu þér þá ótal möguleika sem eininga- framleiðslu fýlgja. Athugaðu að við höfum opið virka daga kl. 9-17, en þú getur einnig komið og skoðað sumarbústaðina á kvöldin - látirðu okkur vita í tíma. SAMTAKfpq HUSEININGAR LJ GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI SÍMI 99-2333 Morgunblaðið/Þorkell Það var margt um manninn i íþróttahúsinu við Strandgötu. Hér biða nokkrir heiðursmenn eftir veitingunum Hafnarfjörður 80 ára: Aldraðir Hafn- firðingcir gera sérdagamun HÁTÍDAHÖLDIN i Hafnarfirði i tilefni af 80 ára kaupstaðaraf- mæli bæjarins halda áfram og á fimmtudaginn var öldruðum Hafnfirðingum haldin afmæli- sveisla i íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem borð svign- uðu undan kræsingum. Það var glatt á hjalla og var sönglistin óspart iðkuð við undirleik hins kunna hljóðfæraleikara Kjartans Magnússonar. Ellert Borgar Þor- valdsson, formaður Málfundafé- lagsins Magna, söng gamlar perl- ur og fékk viðstadda til að syngja með. Vistmönnum á Hrafnistu og Sól- vangi og sjúklingum á St. Jósefss- pítalnum var boðið upp á sömu skemmtun seinna um daginn. í tilefni dagsins færði bæjar- stjómin öllum jafnöldrum bæjarins blóm. Hér er gott fólk - segir Sigur- björg Gísladóttir „Eg hef búið hér í 27 ár á þrem- ur stöðum. Á Selvogsgötu, Kölduk- inn og núna bý ég í Lækjar- hvammi," sagði Sigurbjörg Gísla- dóttir, 75 ára. „Það var stórsniðugt að flytja í Hvammana því þar fallegt og veður- sæld er mikil. Þar er líka allt svo nýtt, hús og götur. Ég á eina gifta dóttur og ég bý hjá henni, tengda- syni mínum og þremur barnaböm- um í Lækjarhvammi. Það er ágætt fyrirkomulag því þegar allir eru úti að vinna er amma til staðar.“ Ert þú það sem sumir kalla „sannur Gaflari?" „Eg er reyndar fædd í Dalbæ I Gaulveijabæjarhreppi en hér hef ég verið i 27 ár og ég flyt ekki héðan í bráðina. Hér er gott að vera. Umhverfið er svo Morgunblaðið/Þorkell Sigurbjörg Gísladóttir hefur búið í 27 ár í Hafnarfirði og ætlar sér ekki að flytja þaðan í bráðina. sérstakt, hraunið og gróðurinn í því og hér er gott fólk. En ég tel mig þó ekki vera Gaflara," sagði Sigurbjörg. Miklar breytingar hafa orðið - segir Ingimund- ur Guðmundsson ÖLDRUÐUM Hafnfirðingum var boðið til veislu í íþróttahúsinu á Strandgötu. Ingimundur Guðmundsson hefur búið í Hafnarfirði í 65 ár. Hann sagði að sér liði prýðilega í Hafnar- fírði. Hann á fímmtán barnabörn sem búa viða um veröld en sjálfur býr hann á Hringbrautinni. „Það hafa orðið miklar breyting- ar á þessum árum sem liðið hafa og margt er til góðs,“ sagði Ingi- mundur. „Eg var vörubílstjóri hér áður fyrr en nú er maður órðinn heldur framlágur." Hvernig líst þér á veisluna? „Veisian er ágæt. Maður sér hér Morgunblaðið/Þorkell Ingimundi Guðmundssyni leist prýðilega á veislukostinn fólk sem maður hefur ekki séð í §öldamörg ár.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.