Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 41
j • i [/'Öi.i ,J£ 3UBAu>0i4tKÍ!í
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDÁGUR'l9.~JUNl'Y98¥ ’ 41
Svava Ingvars-
dóttir - Minning
Fædd 5. ágúst 1911
Dáin 9. júni 1988
Þær verða ekki fleiri ferðirnar á
aðfangadag í Bólstaðarhlíðina, þar
sem angandi ijúpulykt fyllir forstof-
una. Ekkert broshýrt andlit eða
koss á kinnina, þegar komið er í
heimsókn. Engar gjafir þegar farið
er. Hún amma Svava er farin í sitt
síðasta ferðalag.
Hún hét fullu nafni Inga Svava
Ingvarsdóttir og var fædd í
Reykjavík 5. ágúst 1911. Foreldrar
hennar voru Ingvar Bjarnason, ætt-
aður úr Biskupstungum og Stein-
unn Gísladóttir, ættuð frá Reykja-
koti í Ölfusi. Svava átti eina eldri
systur, Huldu, sem lést árið 1972.
Ung að aldri fluttist Svava ásamt
fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar.
Síðar leit hún jafnan á Hafnarfjörð
sem sína heimabyggð, þótt lengst
af ævinnar byggi hún í Reykjavík.
Hún vann verslunarstörf hjá
Jacobsen allt fram til ársins 1944,
en 22. apríl það ár stofnaði hún,
ásamt Huldu systur sinni og tveim-
ur öðrum, vefnaðarvöruverslunina
Gimli við Laugaveg 1. Síðar keyptu
systumar verslunina alfarið og ráku
í 26 ár samfleytt. Þær systur voru
einstaklega samrýndar og dugmikl-
ar athafnakonur. Verslunin dafnaði
undir þeirra stjórn og reksturinn
gekk mjög vel. Allt var greitt út í
hönd og aldrei tekið lán. En þær
vom ekki eingöngu saman í við-
skiptalífinu, heldur vom þær óað-
skiljanlegar vinkonur í sínu einka-
lífi. Þær keyptu saman húseignina
í Bólstaðarhlíð 11, þar sem þær
bjuggu saman í mörg ár og síðar
hvor á sinni hæðinni eftir að Svava
giftist. Einnig áttu þær sumarbú-
stað við Lögberg, þar sem þær
ræktuðu sína litlu paradís. Litli-
Dalur var þeirra líf og yndi, enda
var þar einstaklegg. fallegt og
skjólgott. Þegar Hulda dó missti
Svava ekki aðeins sína einu systur,
heldur og sína bestu vinkonu.
Svava hafði mikið yndi af ferða-
lögum erlendis. Það var unun að
skoða myndaalbúmin hennar og
heyra hana ri§a upp minningar úr
ferðum sínum víða um heim. Hún
mundi staði og atvik svo greinilega
að undmm sætti. Það var því vel
við hæfí að hún kynntist eigin-
manni sínum, Kristni Ólasyni, fyrr-
verandi bmnaverði, á einu slíku
ferðalagi. Þau vom þá á skemmti-
siglingu með Gullfossi gamla og í
minningu hennar var sú ferð alltaf
hjúpuð sérstökum töfraljóma. Krist-
inn og Svava giftu sig árið 1963
og hófu búskap í Bólstaðarhlíð 11,
þar sem þau bjuggu allt til síðasta
árs, er þau fluttu að Dalbraut 20.
Það var erfið ákvörðun að flytja
úr Bólstaðarhlíðinni, þar sem þau
höfðu komið sér upp einstaklega
fallegu og vistlegu heimili. En þar
sem Svava var orðin heilsuveil varð
slíkt ekki umflúið. Síðustu mánuð-
ina dvaldi Svava á öldmnardeild
Landspítalans, þar sem hún lést að
morgni 9. júní sl.
Þau Kristinn áttu saman langt
og farsælt hjónaband. Arin saman
urðu tæp 25. Þau vom jafnan mjög
samhent á heimilinu og saman
deildu þau ferðaáhuganum, enda
ferðuðust þau víða meðan heilsan
leyfði. Böm Kristins úr fyrri hjóna-
böndum em Hrafnhildur, Kristinn
Óli og Einar Ágúst. Þótt Svava
ætti ekki börn sjálf og börn Kristins
orðin hálffullorðin, þegar þau giftu
sig, eignaðist hún barnabörn og
barnabarnabörn. Hún amma Svava
átti stóran bamahóp þegar hún lést.
Kristni, tengdaföður mínum,
vottum við Einar og Ingvar okkar
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
innilegustu samúð. Hrafnhildi
þökkum við sérstaklega umhyggju
hennar og hjálpsemi síðustu mánuð-
ina.
Blessuð sé minning Svövu Ingv-
arsdóttur.
Rebekka Ingvarsdóttir
'"VJ-’t
MEfíKI UM GÓÐAN UTBUNAÐ
NÍÐSTERK
ÞUNGAVIGTARLÍNA
Fœst í nœstu sportvöruverslun.
NEXUS
ELDHÚS
Ávallt fyrirliggjandi Kr. 123.605.-
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Sími 686650