Morgunblaðið - 19.06.1988, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
59
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Reuter
Adrian Dantley og Vlnnle Johnson sjást hér fagna þriðja sigri Detroit Pistons yfir Los Angeles Lakers.
Lakers í erfiðri stöðu
- eftir tap í fimmta leiknum við Detroit
DETROIT Pistons sigraði Los
Angeles Lakers 104:94 í
fimmta leik liðanna í Detroit
að viðstöddum 44.732 áhorf-
endum, sem er nýtt aðsóknar-
met í úrslitakeppni í NBA-deild-
inni. Eftir þennan þriðja sigur
sinn þarf Detroit aðeins að
vinna einn leik í viðbót til að
ná titlinum en meistararnir
þurfa að vinna tvo síðustu leik-
ina til að halda titlinum. Það
Nð, sem nær að vinna fjóra
leiki, verður meistari.
Lakers byrjaði af miklum krafti
og komst í 12:0. Detroit minnk-
aði forskotið fljótlega og var mun-
urinn þrjú stig, 30:27 fyrir Lakers
eftir fyrsta leikhluta af fjórum.
Strax í upphafi annars leikhluta
lenti lið Lakers í villuvandræðum.
Þetta notfærði Detroit sér og náði
yfirhöndinni með mjög góðum leik.
Liðið hafði 13 stiga forystu á tíma-
bili og var yfir 59:50 í hálfleik.
í byrjun seinni hálfleiks komst lið
Lakers meira inn í leikinn en Detro-
it hafði þó 6 stiga forystu 81:75
eftir þijá leikhluta. í Qórða leik-
hluta náði Detroit brátt 10 stiga
SJÖTTA umferð íslandsmóts-
ins í knattspyrnu fer f ram um
helgina. Einn leikur veröur í
kvöld og fjórir á morgun og
hefjast allir klukkan 20.
Reykjavíkurfélögin Víkingur og
Valur leika á nýja Víkingsvell-
inum í kvöld. Valsmenn virðast vera
að rétta úr kútnum eftir slaka byij-
un og verða að sigra til að halda í
við efstu liðin, en sigur er ekki síður
mikilvægur fyrir nýliðana, sem eru
nálægt fallsæti. Atli Eðvaldsson
leikur sinn fyrsta leik með Val í
átta ár.
Keflvíkingar fá Skagamenn í heim-
sókn annað kvöld. Skagamenn eru
í öðru sæti, en Keflvíkingar um
miðja deild.
Tvö neðstu iiðin, Völsungur og Þór,
Reuter
Kareem Abdul-Jabbar átti mjög
góðan leik með Lakers.
forskoti og átti ekki í miklum erfið-
leikum með að halda því til leiks-
loka. Lokatölumar urðu 104:94.
Þetta var sanngjam sigur, því að
leika á Húsavík. Völsungur er án
stiga, en Þór hefur þrisvar gert
jafntefli.
KR-ingar taka á móti Leifturs-
mönnum. KR er þremur stigum á
eftir FVam í þriðja sæti, en Leiftur,
sem leikur sinn fyrsta leik gegn
Vesturbæingunum, er í fjórða
neðsta sæti.
A Akureyrarvelli mætast KA og
Fram. Bæði liðin eru í topp bar-
áttunni, Framarar taplausir, en KA
hefur aðeins tapað fýrir KR.
2.deild
í dag verða fímm leikir í 2. deild.
Klukkan 14 leika ÍBV og ÍR í Eyj-
um, Þróttur og FH í Laugardal og
Fylkir og Tindastóll á Fylkisvelli.
Klukkan 20 leika KS og Selfoss á
Siglufirði og Víðir og UBK í Garðin-
um.
lið Detroit var einfaldlega betra í
þessum leik.
Uðin
Hjá Detroit átti Adrian Dantley enn
einn stjömuleikinn og skoraði 25
stig, þar af 19 í seinni hálfleik. Joe
Dumars átti sinn bezta leik í þess-
ari úrslitakeppni og skoraði 19 stig.
Þá hitti Vinnie „örbylgjuofn" Jo-
hnson vel eða úr 8 af 10 skotum
og skoraði 16 stig. Að vanda var
Isiah Thomas traustur, stjómaði
leik liðsins vel og skoraði 15 stig.
í liði Lakers var það hinn 41 árs
gamli Abdul-Jabbar, sem var bezt-
ur. Hann skoraði 26 stig en Magic
Johnson 15 stig. Þeir vom einu leik-
menn Lakers, sem eitthvað kvað
að í þessum leik en aðrir vom frem-
ur daufir.
Detroit hefur nú unnið þijá leiki
en Lakers tvo. Liðin flytja sig nú
til Los Angeles þar sem tveir síðustu
leikimir fara fram. Detroit þarf
aðeins að vinna einn leik til að ná
titlinum en það verður ekki auðvelt
á heimavelli Lakers. Lið Lakers
verður hins vegar undir mikilli
pressu. Það þarf að eiga tvo góða
leiki, ef það ætlar að halda titlinum.
HANDBOLTI
Tveir
sigrar í
Portugal
ÍSLENSKA kvennalandsliðið
í handknattleik hefur byrjað
vel á móti í Portúgal. Liðið
hefur leikið tvo leiki, gegn
Portúgal og Spáni, og sigrað
í þeim báðum, en liðið er
nú i efsta sæti.
m
Island mætti Portúgal í fyrsta
leiknum og sigraði 16:15. í
leikhléi var staðan, 9:5, íslend-
ingum í vil og sigurinn ömggari
en töiumar gefa til kynna.
Inga Lára Þórisdóttir, Guðríður
Guðjónsdóttir, Katrín Friðriksen
og Margrét Theodórsdóttir skor-
uðu þijú mörk hver, Ema
Lúðvíksdóttir setti tvö og þær
Kristín Pétursdóttir og Guðrún
Kristjánsdóttir eitt.
íslensku stúlkumar unnu þær
spænsku, 17:15 í mjög góðum
leik. í leikhléi var staðan jöfn
7:7.
Spánska liðið var talið það besta
á þessu móti og sigur Islands
kom því á óvart Inga Lára Þór-
isdóttir var markahæst í
íslenska liðinu með 6 mörk, en
aðrar sem skomðu, vom:
Guðríðir Guðjónsdóttir 2, Katrín
Friðriksen 2, Guðný Gunnsteins-
dóttir 2, Margrét Theódódórs-
dóttir 2/1, Ema Lúðvíksdóttir
1/1, Ama Steinsen 1 og Guðný
Guðjónsdóttir 1.
GOLF
Ver
Simpson
titilinn?
Scott Simpson var með eins
höggs forystu á opna banda-
riska meistaramótinu í golfi að 36
holum loknum. Simpson fór annan
daginn á fimm undir pari og eftir
36 holur var hann á 135 höggum,
en Larry Mize var í öðm sæti á 136
höggum.
„Ég taldi möguleika á að veija titil-
inn og nú er staðan góð,“ sagði
Simpson, en sami kylfingur hefur
ekki sigrað í keppninni tvö ár í röð
síðan Ben Hogan tókst það fyrir
37 ámm.
Mm
FOLK
B BÚIÐ er að draga í v-þýsku
úrvalsdeildinni _ í knattspymu.
Stuttgart, lið Asgeirs Sigurvins-
sonar, mætir Dortmund á útivelli
í fyrstu umferð, en tekur á móti
Hannover í 2. umferð. I 4. umferð
er svo stórleikur í Stuttgart, en
þá mætast nágrannamir VfB
Stuttgart og Stuttgarter Kickers.
Meistarar, Werder Bremen, mæta ^
Hamburg í 1. umferð, en þessi lið
mættust í næst síðustu umferðinni
í vor. Þá sigraði Hamburg 4:1.
■ BA YER Uerdingen hefur
keypt belgískan leikmanna frá Lo-
keren. Hann heitir Nijkeus og á
að fylla skarðið sem Dierhof skilur
eftir sig, en hann er á leið til Hamb-
urg SV.
■ HEINS Griindel, sem leikið
hefur með Hamburg í v-þýsku úr-
valsdeildinni, hefur nú skrifað undir
tveggja ára samnigng við Frank-
furt. Grttndel lék lengi með v-
þýska landsliðinu.
■ ARIE Haan, þjálfari Stuttg-
art, hefur átt í viðræðum við danska
leikmanninn Per Frimann, sem
leikur með Arnóri Guðjohnsen hjá
Anderlecht. Arie Haan þjálfaði
Anderlecht áður en hann fór til
Stuttgart.
■ HANS Peter Briegel, sem
leikið hefur með ítalska liðinu
Sampdoria, segist vera búinn að
fá nóg af Italíu. Hann vill fara
heim til Þýskalands og ’oúist er við
að hann skrifi undir samning við
Kaiserslautern i sumar.
■ ORJAN Berg, leikmaður
norska liðsins Rosenborg, frá
Þrándheimi, hefur æft með Dort-
mund síðustu vikur. Búist er við
að hann skrifi undir samnig við lið-
ið fljótlega.
■ TÓRÍNÓ og Bologna, sem
leika í 1. deild ítölsku knattspym-
unnar, hafa keypt fjóra brasilíska
leikmenn. Tórínó keypti Mttller og
Silas fyrir 4,2 milljónir dollara og
Bologna keypti Guarandi Evair
og Ricardo Roberto fyrir 1,5 millj-
ónir dollara.
I JOHN Brenner, bandaríski
kúluvarparinn sem vann bronsverð-
laun á heimsmeistarmótinu 1987,
getur ekki tekið þátt í Ólympíu-
leikunum i Seoul i S-Kóreu vegna
hnémeiðsla. Brenner var helsta von
Bandaríkjamanna í kúluvarpinu í
Seoul. Hann á bandaríska metið,
22,52 metra sem hann setti 1987
og er talinn fjórði besti kúluvarpari
heims.
■ NELSON Gutierrez, lands-
liðsmaður Uruguay í knattspymu,
leikur með Lazio í 2. deild ítölsku
knattspymunnar næsta vetur.
Gutierrez lék með River Plate í
ALrgentínu síðasta keppnistímabil.
River Plate, sem nýlega réð Cesar
Luis Menotti sem þjálfara, hefur
nýlega selt Pedro Troglio og
Claudio Caniggia til Verona á
ítaliu.
■ GREG Norman, kylfingur-
inn snjalli frá Ástralíu, varð að
hætta keppni í opna bandaríska
meistaramótinu í golfí sem hófst á
föstudag. Norman, sem var sex
höggum á eftir Larry Mize sem
var í efsta sæti eftir fyrsta dag
keppninnar, meiddist á hendi eftir
að hann hafði tekið víti á níundu
holu á laugardaginn eftir slæmt
teigskot. „Eg lét boltann falla á
klöpp sem ég vissi ekki að væri
þar. Ég notaði 6-jám en það gekk
ekki,“ sagði Norman. Hann hætti
því keppni og flaug heim til Ástr-
alíu með hönd í fatla.
■ EVRÓPUMEISTARINN,
Jordanka Donkovafrá Búlgaríu,
náði bezta tíma ársins í 100 metra
grindahlaupi kvenna þegar hún
hljóp á tímanum 12,36 sekúndum
á móti í Austurríki á miðvikudag-
inn. Heimsmethafinn, Ginka Zag-
ortscheva frá Búlgaríu, datt í
hlaupinu og meiddist á hné. Heims-
met hennar er 12,25 sekúndur.
KNATTSPYRNA / 1.DEILD
Fyrsti leikur Atla í
áttaármeðVal
KNATTSPYRNA / AGOÐALEIKUR
■ ■■ _ — ■ MorgunblaðúVSverrir
>fHeimavarnarliðiðM sigraði
Amór Guðjohnsen skorar hér eitt af þremur mörkum „heimavamarliðsins"
gegn vestur-þýska úrvalsliðinu á Laugardalsvelli 17. júní i ágóðaleik til styrkt-
ar Vemd - vegna uppbyggingar á iþróttaaðstöðu við Litla Hraun. Leiknum
lauk með sigri „heimavamarliðins" 3:2. Veðrið setti strik í reikninginn og
mættu aðeins 400 áhorfendur á leikinn.