Morgunblaðið - 19.06.1988, Page 60

Morgunblaðið - 19.06.1988, Page 60
'ALLTAF , SOLARMEGim wgmifrliifeifr NÝTT FRÁ KODAK .fiSStF i HIGH POWER BATTERY RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST SUNNUDAGUR 19. JUNI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Mikil ölv- un 17. júní MIKIL ölvun var í Reykjavík og annir hjá lögreglu að kvöldi þjóð- .hátíðardagsins og aðfaranótt '^"'laugardags. Ekki var lögreglu kunnugt um stórfelld óhöpp en tilkynnt var um nokkur innbrot og rúðubrot. Fangageymslur voru troðfullar að morgni, að sögn Þóris Þorsteins- sonar lögregluvarðstjóra. Atta öku- menn voru kærðir fyrir ölvunar- akstur. Hvassviðriö á suð- ur- og vesturlandi: -Hárkollu stolið ÓVENJULEGUR þjófnaður var framinn í hvassviðrinu í Reykjavík aðfararnótt laugardagsins. Stolið var hárkollu úr sýningarglugga hársnyrtistofu á Laugavegi 168. Að sögn lögreglu er talið að þjófur- inn hafí þrætt vír í gegnum póstlúgu — á útidyrum hárgreiðslustofunnar og dregið þannig til sín kolluna sem hann ágimtist. Ekki er vitað hver þama var að verki. Nýr fjögurra tonna plastbátur slitnaði upp frá legufærum við bæinn Þingvelli í Helgafellssveit milli tíu og ellefu í gærmorgun. Bátinn rak að klettum í Skoreyjum rétt austan við Stykkishólm, en vegna hvassviðr- is hafði ekki tekist að bjarga honum um hádegisbil í gær. Mjög hvasst var í Stykkishólmi aðfaranótt laugardagsins og í gær- morgun að sögn lögreglu. Ferðafólk átti í erfíðleikum með tjöld og tveir Þjóðveijar stóðu uppi allslausir eftir að hafa brugðið sér í gönguferð, en þegar þeir komu til baka var tjald 1 '*"peirra fokið á haf út með öllu sem í því var. Mennimir voru allkaldir eftir gönguna og leitina að tjaldinu en ætluðu að reyna að fínna sér samastað eftir hádegisverð í lög- reglustöðinni í gær. TF-GEV steypist til jarðar á knattspyrnuvellinum í Mosfellssveit. Gísli Einarsson áhugakvikmyndatöku- maður náði atburðinum á myndband og tók Ólafur K. Magnússon þessa mynd af myndbandinu. Flugvél brotlenti á knattspyrnuvelli í Mosfellsbæ: Keflavík: Sautján árapiltur stunginn PILTUR á sextánda ári stakk sautján ára Keflvíking i bakið með hnífi á útiskemmtun í Keflavík laust fyrir klukkan eitt í fyrrinótt. Sá sem áverkann hlaut liggur nú á gjörgæsludeild en er talinn úr lífshættu. Pilturinn sem varð fyrir árásinni fékk hnífinn í annað lungað með þeim afleiðingum að það féll saman og um tíma var tvísýnt um líf hans. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Reykjavík og er nú talinn úr lífshættu. Árásarmað- urinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Talsverð ölvun var í Keflavík í nótt á útiskemmtun við Hafnar- götu, þar sem atburðurinn átti sér stað. Fimm mönnum var stungið inn í fangageymslur lögreglunnar auk piltsins sem beitti hnífnum. Hann var yfirheyrður af rannsóknarlög- reglunni í gær. Vindhviða steypti vélinni til jarðar úr 30-40 m hæð - segir sjónarvottur. Flugmaðurinn slapp lítið meiddur „FLUGVÉLIN var í á að giska 30-40 metra hæð, um 300 metra frá knattspyrnuvellinum og virt- ist á litlum hraða, þegar hún tók beygju undan suðvestan vindin- um. Þá var eins og kæmi hviða undir hana og hún missti flugið og steyptist til jarðar. Það er sviptivindasamt þarna,“ sagði Jón Guðmundsson bóndi á Reykj- um í Mosfellsbæ og fréttaritari Morgunblaðsins. Jón, ásamt nokkrum fjölda manna, varð sjónarvottur að því er eins hreyfils, tveggja sæta, Piper Cub-flugvél steyptist til jarðar í útjaðri íþróttasvæðis Mosfellsbæj- ar, um 500 metra frá flugvelli bæj- Bandarísk sendinefnd komin til landsins: Síðasti samráðsfund- urínn fyrir hvalvertíð - segir sjávarútvegsráðherra SJÖ manna sendinefnd frá Bandaríkjunum kom til landsins í gær- morgun til viðræðna um hvalveiðar Islendinga og hófst fundur henn- ar með íslenskum embættismönnum í Borgartúni 6 eftir hádegið í gær, laugardag. Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar viðræður væru hugsaðar til sam- ráðs, en ættu ekki beinlínis að leiða til ákveðinnar niðurstöðu. Hann sagðist búast við að þetta væru síðustu viðræðurnar við Bandaríkja- menn áður en hvalvertíðin hefst, en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær það verður. James Brennan, sem sæti á í bandarísku sendinefndinni, vildi ekkert tjá sig um efni viðræðnanna er Morgunblaðið ræddi við hann fyrir fundinn í gær. I sendinefnd- inni eru menn frá viðskiptaráðu- neytinu, utanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu, en af ís- Jands hálfu taka þátt í viðræðunum þeir Guðmundur Eiríksson, Helgi Ágústsson, Jóhann Sigurjónsson, Jakob Jakobsson, Kjartan Júlíusson og Hermann Sveinbjörnsson. Halldór Ásgrímsson sagði að þessi fundur væri haldinn af því tilefni að ákeðið hefði verið að ræða um Ottawa-samkomulagið á milli íslendinga og Bandaríkjamanna eftir að þing Alþjóða hvalveiðiráðs- ins hefði fjallað um það. Halldór sagðist búast við því að flestir Bandaríkjamannanna héldu utan í dag, sunnudag. Haft var eftir upplýsingafulltrúa bandaríska viðskiptaráðuneytisins í Morgunblaðinu fyrir skömmu að hugsanlegt væri að bandarísk stjómvöld gæfu út staðfestingar- kæru á hendur Islendingum eftir ályktanir þings Alþjóða hvalveiði- ráðsins um vísindaveiðar íslend- inga. Staðfestingarkæra er gefin út gegn þjóðum sem taldar eru vinna gegn alþjóðasamþykktum um náttúruvemd og geta bandarísk stjómvöld bannað viðkomandi þjóð- um veiðar í lögsögu sinni og beitt þær viðskiptaþvingunum á grund- velli kærunnar. arins. Flugmaðurinn var einn í vél- inni og slapp lítið meiddur. „Vélin kom niður á hægri væng- inn en síðan á nefið og hjólin brotn- uðu undan henni. Hún rann nokkra tugi metra og staðnæmdist í laut skammt frá vellinum," sagði Jón. „Mönnum varð hverft við en héldu þó vel ró sinni enda gaf flugmaður- inn fljótlega merki um að hann væri ekki alvarlega slasaður. Hann losaði af sér sætisólarnar, komst út úr vélinni og gekk frá flakinu.“- Samkvæmt upplýsingum Skúla Jóns Sigurðarsonar hjá Loftferða- eftirlitinu er talið að flugmaðurinn hafi verið í lokastefnu á flugvöllinn en hafi séð að flugvél var fyrir á brautinni. Hann hugðist þá beygja frá en var kominn of lágt; vélin ofreis í beygjunni og stakkst til jarð- Þegar óhappið varð hafði staðið yfír á vellinum knattspyrnumót unglingaliða vinabæja Mopsfells- bæjar og var verðlaunaafhendingu nýlokið þegar óhappið varð. Jón Guðmundsson taldi að um 80 manns hefðu þá verið á íþróttasvæðinu. „Það var enginn í hættu," sagði hann. „Ég tel að flugmaðurinn hafi verið í öruggri fjarlægð frá fólkinu þegar hann tók beygjuna." I tengslum við vinabæjamótið hafði Flugklúbbur Mosfellsbæjar gengist fyrir útsýnisflugi yfir bæinn og íþróttasvæðið. „Hann hafði flog- ið þarna yfir nokkra hringi, veifað til okkar og vaggað vængjunum lítillega,“ sagði Jón Guðmundsson. Piper Cub-vélin, sem ber einkennis- stafina TF-GEV, var í eigu flug- klúbbsins. Hún var smíðuð 1946 en flutt til landsins fyrir fáum árum og er nýuppgerð. Vélin er mjög mikið skemmd. Flugvélin skemmdist mjog mikið. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.