Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Lektorsstaða í stjórnmálafræði: Fundað í ráðum og deildum Háskólans FUNDIR hafa verið boðaðir í háskólaráði, stúdentaráði og fé- í skugga hrafnsins: Frumsýnd samtímis á á Norður- löndum MYND Hrafns Gunnlaugssonar, „í skugfga hrafnsins", verður frumsýnd i kvikmyndahúsum í hðfuðborgum allra Norðurland- anna þann 7. október næstkom- andi. Heildarkostnaður við gerð mynd- arinnar er um 100 milljónum íslenskra króna. Þar af lagði Kvik- myndasjóður til 15 milljónir. Cin- ema Art og sænska kvikmynda- stofnunin sjá um dreifíngu myndar- innar og hefur þegar verið samið um sýningu í kvikmyndahúsum viða í Evrópu á hausti komanda. Útiatriði myndarinnar voru tekin upp á íslandi sl. sumar en inniatriði í kvikmyndaveri í Stokkhóhni. Hrafn Gunnlaugsson er höfundur handrits og leikstýrir. lagsvísindadeild í lok næstu viku vegna ráðningar Hannesar H. Gissurarsonar í stððu lektors í stjórnmálafræði við Háskólann. Háskólaráð fundar næstkomandi föstudag en að sögn Sigmundar Guðbjamasonar er óvenjulegt að ráðið haldi fundi á sumrin. Hann sagði að á fundi þess yrði einkan- lega úallað um framgöngu mennta- málaráðherra í málinu. Deildarfundur $ félagsvísinda- deild verður að öllum líkindum á fímmtudag, þar sem rædd verður veiting lektorsstöðu og ályktað um hana, að sögn Þórólfs Þórlindsson- ar, formanns deildarinnar. Sagði hann að yfírleitt væri reynt að kom- ast hjá því að funda á þessum árstíma en nú bæri nauðsyn til. Þá hafa 7 stúdentaráðsliðar ósk- að þess að stúdentaráð fundi um veitinguna og verður sá fundur haldinn á fimmtudag, að sögn Sveins Andra Sveinssonar, for- manns stúdentaráðs. Sjá viðtöl við Hannes H. Giss- urarson, Ólaf Þ. Harðarson og Svan Kristjánsson á bls. 31. o INNLENT Sigurbjöm Bárðarson á Feng frá Lýsudal. Morgunblaðið/Árni Sœberg Fengur frá Lýsudal stendur efstur í A-flokki gæðinga Kaldármelum, frá Asdlai Haraldsdóttur, FENGUR frá Lýsudal stendur langefstur eftir forkeppni á A-flokki gæðinga sem fór fram á fjórðungsmóti Vesturlands á Kaldármelum i gær. Knapi á Feng var Sigurbjöm Bárðar- son. Fengur hlaut einkunnina 8,50 en næsti hestur, Verðandi frá Dalbæ sem Reynir Aðal- steinsson sat, er með 8,33. Dagskráin í gær hófst með dómum á einstökum stóðhestum og afkvæmahópum stóðhesta. Keppni í eldri flokki unglinga hófst klukkan 10 og er Ármann Ármannsson sem keppti á Glampa frá Hofstaðarseli efstur með ein- kunnina 8,43. Eftir hádegi voru gæðingar í A-flokki dæmdir og einnig hryssur með afkvæmum. biaðamanni Morgunblaðsins. Kappreiðar hófust klukkan 18. Besta tfmann í 250 metra skeiði hefur Leistur frá Keldudal, 24,7 sek. Elías frá Hjallanesi er með besta tímann ( 250 metra stökki 20,3 sek. og Léttir frá Hólmi I 800 metra stökki, 1 mín. 03,2 sek. Um kvöldið var keppt til úr- slita í tölti, sem Jóhannes Krist- leif8Son sigraði á Gusti frá Úlfs- stöðum. Eftir úrelitin í tölti var haldin kvöldvaka og þegar sumir héldu á dansleik sem haldinn var á úti- palli fóru aðrir í miðnæturreið eftir Lönguljörum. Mótsgestum fjölgaði mjög er leið á gærdaginn og voru rúmlega 2000 í gærkvöldi. Létu þeir fara vel um sig í áhorfendabrekkunni ( sólskininu. ÚtförSvavars Guðnasonar Útför Svavars Guðnasonar, listmálara, var gerð frá Dómkirkjunni i gær og báru listamennimir Einar Þorláksson, Sigurður Sigurðsson, Einar Hákonarson, Elias Halldórsson, Jóhannes Geir, Bragi Ásgeirsson, Kristján Daviðsson og Hafsteinn Austmann kistuna úr kirkju. Tillögur Iðnaðarbankans: Heimild til erlendrar lántöku 550 milljónir IÐNAÐARBANKINN hefur sent viðskiptaráðuneytinu tillögur um erlenda lántöku fyrirtækja til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar með vísan til yfirlýsingar ríkisstjómarinnar þann 20. mai sl. Iðnaðarbankinn leggur til að viðskiptavinum bankans verði veitt heimild til erlendrar lán- töku að fjárhæð 550 mil\jónir króna en umsóknir voru samtals Ný reglugerð um útflutning á ferskfiski var gefin út i gær til þess að hindra offramboð á erlendum mörkuðum á næstu mánuðum. Kveður hún á um að þeir sem hyggjast flytja út óunn- inn þorsk og ýsu á tímabilinu 10. júli til 30. september með öðru flutningsfari en þvi skipi sem afl- ann veiddi, þurfi að sækja um leyfi til Utanríkisráðuneytisins fyrir 7. júlL í umsókninni skal koma fram hvereu mikið magn af framangreind- um tegundum ætlunin er að flytja út og hvemig æskilegast er að það dreifíst yfír tímabiljð. Reynist það magn sem sótt er um útflutning á meira en markaðimir þola að mati utanríkisráðuneytisins, verður gripið til takmarkana á veitingu leyfanna. Stefnt er að því að vikulega útflutt magn af óunnum þorski og ýsu fari ekki yfír 600 tonn. Reynist óhjákvæmilegt að grípa til takmarkana varðandi leyfi til út- futnings á óunnum físki, verða þau eingöngu veitt þeim fikiskipum sem veiddu þorek og ýsu til útflutnings ( gámum á sama tímabili árið 1987. Verða leyfin bundin við tiltekið hlut- fall af þeim afla sem fluttur var út á sama timabili í fyrra. Útflutningur vikuna 3. til 9. júlí mun koma til frádráttar því sem kom í hlut ein- stakra útflytjenda á öllu tfmabilinu. Með hliðstæðum hætti verður dregið úr útflutningi á óunnum físki sem fiskiskip sigla með en skipulag þe88 útflutnings verður engu að síður með sama hætti og verið hefur. 1.078 mill|jónir króna. Viðskipta- ráðuneytið hafði áður lagt drög að þvi að fyrirtæki í viðskiptum við bankann fengju 30 milljónir að láni. Ragnar Önundareon, bankastjóri Iðnaðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að tillögur bankans miðuðu að því að hæfilegum hluta skammtímaskulda fyrirtækjanna yrði breytt í langtfmaskuldir til að í frétt frá utanrfkisráðuneytinu segir að óhjákvæmilegt sé að reyna koma á skipulagi á útflutning á ferekfiski yfir sumarmánuðina. Að undanfömu hafí orðið verðhrun á erlendum mörkuðum hvað eftir ann- að vegna offramboðs á óunnum físki. Mikill afli sé færður í land yfír sumar- mánuðina á sama tfma og afkasta- geta fiskvinnslunnar sé í lágmarki. Því hefði mátt búast við að framboð á óunnum físki hefði aukist enn á undanfömum mánuðum ef ekkert hefði verið að gert. gera veltufjárstöðu þeirra viðun- andi. Aðspurður um hvort tillögum- ar hljóðuðu ekki upp á of háa fjár- hæð sagði Ragnar að í samþykkt ríkissljómarinnar væri kveðið svo á um að viðskiptaráðuneytið veitti fyrirtækjum einstök leyfí að feng- inni umsögn viðskiptabanka. Iðnað- arbankinn liti því á 30 miHjónimar sem tilmæli af hálfu ráðuneytisins. Hér væri um 39 aðila að ræða sem væru í útflutnings- og samkeppnis- greinum. Búnaðarbankinn hefur einnig skilað tillögum sínum til viðskipta- ráðuneytisins og lagði hann til að þeirri upphæð sem ráðuneytið út- hlutaði bankanum yrði aðallega skipt á milli ákveðinna fyrirtækja í sjávarútvegi að sögn Stefáns Páls- sonar bankastjóra. Sömu sögu er að segja um Sam- vinnubankann sem lagði til að út- hlutaðri upphæð hans yrði allri skipt á milli sjávarútvegsfyrirtækja, að sögn Geire Magnússonar banka- stjóra. Upprunalega áttu viðskiptabank- ar og sparisjóðir að skila tillögum sínum um skiptingu fjárins til við- skiptaráðuneytisins fyrir næstu mánaðamót en nú hafa tveir þeirra, Landsbankinn og Útvegsbankinn, fengið nokkurra daga frest. Lést í bílslysi á Miklubraut MAÐURINN sem beið bana & Miklubrautinni & fimmtudag hét P&U Halldórsson, Drápuhlíð 10, Reylgavík, fæddur 14. jan- úar 1902. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Páll var kennari að mennt en hann starfaði lengi sem orgelleik- ari í Hallgrímskirkju. P&ll Halldórsson. Ferskfiskur: Útflutningnr takmark- aður við 600 tonn á viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.