Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 56
EIGNA MIÐIAJM JL /711 **gtmfrlafrlfr H N C í; S T R í T 13 Swrar Kristtlssw, scsjgpr, - (Wstur Guðmurcfeson, söiurn. tWfturHaWoesío ' lif i -1 > - 5 niMKft LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Viðskiptabankarnir: Útlánsvextir hækka um 2-3% IÐNAÐARBANKI og Alþýðu- banki hækkuðu almennt inn- og útlánsvexti sína í gær um 2-3% og einnig tók gildi svipuð hækk- un á útlánsvöxtum annarra við- skiptabanka. Eftir þessa hækkun eru meðalvextir af almennum óverötryggðum skuldabréfum 40,4% og meðalforvextír af vixlum 38,5%. Vextir af Alreikningi Iðnaðar- bankans hækkuðu úr 17-24% í 20-27% og vextir af almennum •sparisjóðsbókum hækkuðu úr 23% í 26%. Þá hækkuðu vextir af Launa- reikningi Alþýðubankans úr 25% í 28% og vextir af almennum spari- sjóðsbókum hækkuðu úr 22% í 25%. Forvextir af víxlum sem áður voru á bilinu 35-37% hækkuðu í 37-39%. Þannig hækkuðu Lands- bankinn, Búnaðarbankinn og Iðn- aðarbankinn forvexti sína í 39%. Vextir af almennum óverðtryggð- um skuldabréfum hjá sömu bönkum að meðtöldum Alþýðubanka og sparisjóðum eru nú 41% en voru áður 37-38%. Ársávöxtun er því 45,2% miðað við tvær afborganir á ári. Embætti borgarlæknis: Unnið við að tölvu- skrá bólusetningar Embætti borgarlæknis í Reykjavík hefur nú hafið tölvu- skráningu á kerfisbundnum bólusetningum. Fram til þessa hafa allar upplýsingar varðandi bólusetningar verið handskrif að- ar, en að sögn Heimis Bjarnason- ar aðstoðarborgarlæknis mun tölvuvæðingin hafa í för með sér Kastaðist út um afturrúðu Borg ( Miklolioltshrcppi. UMFERÐARSLYS varð í Kol- beínsstaðarhreppi í gær- kvöldi. Bifreið með fjórum mönnuin fór út af veginum skammt frá Flesjustöðum með þeim afleiðingum að far- þegi í framsæti bifreiðarinnar kastaðist út um afturrúðu bilsins. Lögregla og læknir komu á staðinn. Sá slasaði var sóttur í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur á slysadeild Borgarspít- alans. Læknir taldi að jafnvel gæti verið um hryggbrot að ræða. Hinir farþegarnir sluppu ómeiddir. -PáU mikla hagræðingu varðandi skýrsluhald og upplýsingar um ónæmisaðgerðir. Heimir kvaðst ekki geta sagt um hvenær þessari vinnu lyki en hér væri um mikið verk að ræða sem tæki sinn tíma. Allar kerfisbundnar bólusetningar verða færðar inn í tölvuskrána og auk þess er ætlunin, þegar fram líða stundir, að færa inn í tölvuskrána allar bólusetningar og ónæmisaðgerðir sem hver ein- staklingur gengst undir. Morgunblaðið/Amór Sigursveitin talið frá vinstri: Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Valur Sigurðsson, Karl Sigur- hjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Sigurður Sverrisson og Hjalti Elfasson fyrirliði. Verðlaunin af- henti Sigmundur Stefánsson mótsstjóri. Islendingar Norðurlandameistarar í brids 1988: Árangurinn ber ekki sízt að þakka Hjalta Elíassyni fyrirliða — sagði Karl Sigurbjartarson í lokahófi í gærkvöldi íslendingar sigruðu á Norð- urIandamótinu í brids sem lauk í gærdag. Hlaut íslenzka sveitin 178 stig eða einu stigi meira en sænska sveitin. Verðlaunaafhendingin fór fram f lokahófi í gærkvöldi sem Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, hélt fyr- ir keppendur og mótshaldara. Meðfylgjandi mynd er tekin þegar íslenzka sveitin tók við verðlaunum sínum. Einn íslenzku spilaranna, Karl Sigurhjartarson, þakkaði erlendu þátttakendunum fyrir drengilega keppni. Þá lauk hann lofsorði á sænska keppnis- stjórann Hans-Olaf Hallén og hans lokaorð voru þau að sigur í mótinu hefði ekki sízt unnist vegna frábærrar stjórnunar fyrir- liðans, Hjalta Elíassonar, en Hjalti spilaði í islenzka landsliðinu í ára- raðir og hefur verið sveitarforingi íslenzka landsliðsins nú um nokk- urt skeið. Sjá frétt á bls. 4. Slippstöðin kannar möguleika á að taka gömul skip upp í ný SLIPPSTOÐIN á Akureyri athugar nú þann möguleika að taka gðmul skip upp f ný, til þess að auðvelda sölu á tveúnur skipum sem nú eru í smíðum bjá stöðinni. Erlendar skipa- smiðastöðvar hafa haft þennan hátt á alllengi en fslenskar skipasmíðastöðvar hafa ekki treyst sér til þessa enn sem komið er. Að sögn Sigurðar Ringsted, yf irverkf ræðings hjá Slippstöðinni á Akureyri, virð- ist sem þetta sé ein þeirra leiða sem til greina komi til þess að selja ný skip þar sem ekki sé lengur mögulegt að bæta við fslenska skipaflotann vegna kvótakerfisins og stefnu stjórn- valda í endurnýjun flotans. Fyrir nokkrum misserum fékk Slippstöðin á Akureyri leyfi til erlendrar lántöku vegna smíði Tefltá Torginu Hið árlega tttiskákmót Skák- sambands íslands fór fram í blfðskaparveðri á Lækjartorgi f gær. Þátttakendur voru 50 að þessu sinni f rá jaf nmörgum fyrirtækjum og var mikið skraf að og skeggrætt um stöð- urnar. Úrslit urðu þau að Þröst- ur Þórhallsson, sem tefldi fyrir Landsbankann, og Jóhann Órn Sigurjónsson frá Visa ísland, urðu efstir og jafnir með 6 vinninga af 7 mögulegum. í þriðja sæti varð Sigurður Daði Sigfússon með 5'/2 vinning, en hann tefldi fyrir OLÍS. Morgunblaðið/Einar Falur tveggja skipa, án þess að gengið hafi verið frá sölu þeirra fyrirfram. Hafist var handa við verkið á fyrstu mánuðum þessa árs og mun annað skipið verða tilbúið upp úr áramótum ef svo heldur fram sem horfir, að sögn Sigurðar. Það er því farið að grennslast fyrir um möguleika á sölu og'hefur í fram- haldi af því meðal annars verið kannaður sá möguleiki að taka gömul skip upp í þau nýju. „Kvótakerfið og stefna stjórn- valda varðandi endurnýjun flotans gerir það að verkum að ekki er hægt að bæta við hann lengur," sagði Sigurður. „Menn verða því að losa sig við gamla skipið áður en þeir kaupa hið nýja með því að selja það úr landi eða úrelda það. Erlendar skipasmíðastöðvar taka hins vegar gömlu skipin upp í og þá kemur óhjákvæmilega upp sá möguleiki að við gerum það líka. Það er einmitt verið að kanna það núna." Ef í það yrði ráðist að taka gamalt skip upp í kvað Sigurður líklegt að reynt yrði að breyta því og endurbæta þannig að hægt væri að koma því í verð og selja. Eins og áður sagði verður annað skipið væntanlega tilbúið upp úr áramótum en smíði á því síðara mun hefjast mjög fljótlega. Þau verða 230 til 240 rúmlestir að stærð og hyggjast Slippstöðvar- menn fara af stað með kynningu á þeim fljótlega á meðal útgerðar- manna. Mjólkurís: Alltaðl23% verðmunur MIKILL verðmunur er á nijólk- urís eftir verslunum samkvæmt verðkðnnun sem Verðlagsstof nun hefur gert í 32 verslunum & hof- uðborgarsvæðinu. Sem dæmi má nefna að þrjár kúlur af svokðlluð- um gamaldags fs kosta 110 krónur f Dairy Queen við Hjarðarhaga en 245 krónur f íshðllinni í Kringl- unni og f Austurstræti og munar því 123%. í könnuninni kom meðal annars fram, að um 78% verðmunur er á ís í brauðformi án dyfu og um 100% verðmunur var á mjólkurhristingi í litlu boxi, svo dæmi séu tekin. Sjá verðkönnun bls. 33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.