Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBIJtí)IÐ, LAÚGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Norðurlandamótinu í brids lokið: íslendingar unnu eftir hörku- keppni við Dani og Svía Salernisferðin kostaði Svía sigur í mótinu íslendingar sigruðu í opna flokknum á Norðurlandamótinu í brids sem lauk í gær. Hlaut sveitin 178 stig, einu stigi meira en sænska sveitin sem varð í öðru sæti og 5 stigum meira en danska sveitin sem hafnaði í 3. sæti. I sigursveitinni spOuðu Karl Sigurhjartarson, Sigurður Sverrisson, Jón Baldursson, Val- ur Sigurðsson, Þorlákur Jóns- son og Sævar Þorbjömsson. Lokaumferðin hófst í gær kl. 11 og áttu þijár efstu sveitimar möguleika á sigri í mótinu. Svíar voru í 3. sæti með 158 stig og spil- uðu gegn Norðmönnum og Islend- ingar spiluðu gegn Dönum. Islend- ingar voru með 163 stig og Danir með 158 stig. Leikur islendinga og Dana var sýndur á sýningartöflu auk þess sem alltaf mátti sjá stöðuna í leik Svía og Norðmanna jafnhliða. Eft- ir 10 spil var staðan orðin 43-0 fyrir Dani og virtist stefna í stór- sigur þeirra. Islenzka liðið hefír aldrei fengið það orð á sig að gef- ast upp og rétti úr kútnum í næstu 6 spilum og náði inn 19 stigum fyrir háifleik. Síðari hálfleikur var æsispenn- andi þar sem Norðmenn héldu í við Svía meðan Islendingar unnu jafnt og þétt upp forskot Dana. Þegar upp var staðið voru íslend- ingar komnir yfír í leiknum sem endaði 15-15. Svíar unnu sinn leik 18-12 en það dugði þeim ekki og íslendingar unnu verðskuldaðan sigur. Þetta er fyrsti sigur íslands á Norðurlandameistaramótinu sem nú var haldið í 21. sinn og í 3. sinn á íslandi. Lokastaðan í opna flokknum varð þessi: ísland 178, Svíþjóð 177, Danmörk 173, Finnland 149, Noregur 148, Færeyjar 65. Þess má geta til gamans að einn af Evrópumeisturum Svía, Bjöm Fallenius, nagar sig eflaust í hand- arbökin vegna salemisferðar sem hann fór í án þess að fá leyfí keppn- isstjóra. Atvikið átti sér stað f þriðju umferð þegar Svíar spiluðu gegn Færeyingum og var sænska liðið sektað um tvö vinningsstig sem hefði verið gott að eiga f lok- in því þá hefði meistaratitillinn orðið þeirra. í kvennaflokki spiluðu fjórar sveitir. Danska sveitin vann með nokkrum yfírburðum, hlaut 161 stig, sænsku konumar urðu f öðm sæti með 143 stig, norsku konumar hlutu 138 stig og íslenzka liðið rak lestina með 90 stig. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 2. JÚLÍ 1988 YFIRUT í GÆR: Skammt norövestur af (rlandi er 984ra mb lægö sem þokast held- ur norö-austur. Yfir Grænlandi ór 1020 mb hæö og 1018 mb hæð skammt norðaustur af Jan Mayen. Hiti breytist lítið. SPÁ: í nótt verður norðaustankaldi en gola á morgun. Skýjað og sumsstaðar súld við norðausturströndina en bjart veður ann- ars staðar. Hitl á bllinu 8—16 stig. Norðangola og bjart veður sunnanlands. Hltl 8—16 stlg. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norölæg átt um allt land. Skýjaö, fremur kalt og sums staðar súld en víðast lóttskýjað syðra. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað z Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig; 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CX5 Mistur Skafrenningur [y Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhl veður Akureyrt 9 alskýjað Reykjavlk 14 hálfskýjaó Bergen 1B alskýjað Helslnkl 26 þrumuveður Jan Mayen 0 alskýjað Kaupmannah. 22 þokumóða Narasarsauaq 10 heiðskfrt Nuuk 1 þoka Oaló 22 skýjað Stokkhólmur 23 skýjað Þórshöfn 10 súld Algarve 23 léttskýjað Amaterdam 20 mistur Aþena vantar Barcelona 28 léttskýjað Chicago 16 hálfskfrt Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 18 rignlng Glasgow 15 alskýjað Hamborg 24 rignlng Las Palmas 26 háifskýjað London 17 skýjað Loa Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 18 skúr Madrfd 21 hálfskýjað Malaga 29 lóttskýjað Mallorca 28 láttskýjað Montreal 12 alskýjað New York 16 Iðttskýjað Parfs 18 skúr Róm 30 moldrok San Dlego 18 alskýjað Wlnnlpeg 16 alskýjað Hluta hússins komið fyrir á dráttarbíl. Morgunbiaðið/Bjöm Sveinsson Egilsstaðir: Hús afhent fullbú- ið í tveimur hlutum Egilsstöðum. TRÉSMIÐJA Fjjótsdalshéraðs f Fellabæ fullkláraði um 80 m2 hús á athafnasvæði sfnu í Fellabæ sem sfðan var tekið f notkun tveimur dögum sfðar f Gunnólfsvfk á Langanesi. Smfði hússins var al- gjörlega lokið hér á staðnum. Sett- ar f það raf- og pfpulagnir ásamt föstum innréttingum og það málað að innan. Hins vegar var það í tveimur hlutum til að auðvelda flutning norður. Hús þetta verður notað sem mötu- neytishús fyrir starfsmenn við bygg- ingu ratsjárstöðvarinnar á Gunn- ólfsvíkurfjalli á Langanesi. í því er matsalur, tvö herbergi fyrir mat- reiðslufólk ásamt snyrtingum og slíku. Voru hlutar þess fluttir norður á tveimur dráttarvögnum og gengu þeir flutningar eins og best verður á Jónas tíl Al- þjóðabank- ans l.ágúst JÓNAS Haralz fyrrverandi bankastjóri Landsbanka ís- lands mun hefja störf hjá Al- þjóðabankanum í Washington 1. ágúst næstkomandi. Jónas er fæddur í Reykjavík árið 1919 og er hagfræðingur að mennt. Hann varð banka- stjóri Landsbanka íslands 1969, en lét af störfum þar 15. maí síðastliðinn. Hann hefur áður starfað hjá Alþjóðabankanum, en það var á árunum 1950-1957. kosið þó þama séu vegir fremur erf- iðir. Það tók einungis tvo daga að koma því fyrir á nýjum undirstöðum og tengja hlutana saman og var það þá tilbúið til notkunar og hægt að fara að elda. Orri Hrafnkelsson framkvæmda- stjóri Trésmiðju Fljótsdalshéraðs sagðist sjá ýmsa möguleika opnast með þessari byggingaraðferð. Með þessu móti gæfíst mönnum sem vildu setjast að á stöðum þar sem atvinn- ulíf og fasteignaverð væri ótiyggt tækifæri á að reisa hús á þessum stöðum. Þeir gætu einfaldlega tekið þau með sér ef þeir vildu flytja burtu. Nú væru menn ekki lengur bundnir átthagaQötrum yfír verð- lausum húsum með háum áhvílandi lánum. Einnig væri þetta kjörin byggingaraðferð á stöðum þar sem skortur væri á sérhæfðu vinnuafli í byggingariðnaði því húsin mætti byggja annars staðar og flytja á stað- inn í þeirri stærð sem hveijum og einum hentaði. Húsið sem fór til Gunnólfsvíkur er hannað af Verkfræðistofu Austur- lands í samvinnu við Trésmiðju Fljótsdalshéraðs. Þar á bæ eru menn vanir byggingu einingahúsa úr timbri því undanfarin ár hefur fyrirtækið byggt um 30 íbúðarhús á ári þó hing- að til hafí þau verið flutt í einingum á byggingarstað og reist þar. Hins vegar hafa starfsmenn Trésmiðjunar öðlast mikla reynslu f að skila full- búnum sumarbústöðum á þá staði sem þeim er ætlað að standa á. Telja þeir litlu flóknara að skila heilu íbúð- arhúsi fullbúnu á Qarlægan stað. Aukin stærð kalli aðeins á fleiri dráttarbíla til að flytja húsið á ákvörðunarstað. _ Miðbæjarsamtökin: Loforð fyrir lækkun stöðumælagjalds og sekta DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, hélt fund með forsvarsmönnum Miðbæjarsamtakanna f gær þar sem hann lofaði lækkun á stöðu- mælagjaldi og stöðumælasektum og fleiri úrbótum á þvi ófremdar- ástandi sem ríkir í bílastæðamál- um miðbæjarins, að sögn for- svarsmanna samtakanna. Á fundinum voru borgarstjóra af- hentar undirskriftir 400 aðila sem reka fyrirtæki í miðbænum sem mótmæltu því hveraig staðið væri að bflastæðum og stöðu- mælavörslu. Að sögn Guðlaugs Bergmanns, formanns Miðbæjarsamtakanna, fóru undirtektir borgarstjóra fram úr björtustu vonum. Loforð fengust fyrir lækkun stöðumælagjalds úr 50 kr. fyrir 30 mínútur í 50 kr. fyrir 60 mínútur, lækkun sekta úr 500 kr. í 300 kr. ef greitt væri inn- an þriggja daga og að dráttarbílar yrðu framvegis staðsettir utan mið- bæjarkjamans og tilkallaðir aðeins ef þurfa þætti. Einnig kvað Guð- laugur borgarstjóra hafa lofað manneskjulegri framkæmd stöðu- mælavörslu og fjölgun gjaldfrjálsra bílastæða í miðbænum. M.a. væri í athugun að borgin fengi bflastæði Eimskipafélagsins uppi á Faxaskála og jafnvel inni í honum. Bílastæði við Ráðhúsið, Garðastræti, Tryggvagötu og Vitatorg væru for- gangsverkefni hjá borginni og í athugun væri að hefja aftur ferðir miðbæjarstrætisvagns, sem yrði ókeypis, og reyna þannig að létta á bflaumferðinni í miðbænum. Einnig sagði Guðlaugur borgar- stjóra hafa upplýst að verið væri að kanna möguleika á að opna Austurstræti fyrir bílaumferð og kæmi þá til greina annað hvort að gera það að vistgötu eða opna fyrir umferð eftir lokun verslana á kvöld- in. Stofnuð hefur verið samstarfs- nefnd Miðbæjarsamtakanna og borgarinnar og kvað Guðlaugur verkefni hennar vera það að stuðla að því að gamli miðbærinn héldi sínum sessi sem hinn eini sanni miðbær Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.