Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 23 Sex prestar verða vígðir á morgun SÉRA Sigurður Guðmundsson vigslubiskup vígir 6 guðfræðinga til prestsþjónustu á morgun, sunnudaginn 3. júli. Vígslan verður i Dómkirkjunni i Reykjavik og hefst kl. 11.00 Vígsluþegar eru: Gunnar Sigurjónsson, sem kall- aður hefur verið til Skeggjastaða- prestakalls. Gunnar er 27 ára, lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands nú í vor. Kona hans er Þóra Þórar- insdóttir, landfræðingur. Halldóra J. Þorvarðardóttir, sem kjörin var í Fellsmúlaprestakall. Hún er 28 ára, lauk guðfræðiprófi haustið 1986. Eiginmaður hennar er Sigur- jón Bjarnason, skólastjóri. Ólöf Ólafsdóttir verður prestur við Umönnunar- og hjúkrunar- heimilið Skjól í Reykjavík. Ólöf er sextug að aldri, lauk guðfræðiprófi vorið 1987. Eiginmaður hennar, Svavar Pálsson, rafvirki, er látinn. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir hefur verið kjörin prestur á Raufar- höfn. Hún er 35 ára, lauk guð- fræðiprófi haustið 1987. Sigurður Jónsson, sem kjörinn var prestur í Patreksfjarðarpresta- kalli. Hann er 28 ára, lauk guð- fræðiprófi nú í vor. Kona hans er Jóhanna Friðriksdóttir, hjúkrunar- fræðingur. Sigurður Pálsson er settur prest- ur í Hallgrímsprestakalli í náms- leyfi sr. Karls Sigurbjörnssonar. Hann er 51 árs, lauk guðfræðiprófi haustið 1986. Kona hans er Jó- hanna Möller, söngkona. Vígsluvottar verða: Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Sig- urður H. Guðmundsson og sr. Sig- mar I. Torfason, prófastur, er lýsir vígslu. Suðurnesjaverktakar: Hlutdeild í nýfram- kvæmdum rædd á aðalfundi félagsins AÐALFUNDUR Suðurnesja- verktaka hf. var haldinn 28. júní 1988 í Keflavík. Stjórn félagsins skipa eftirtaldir aðalmenn: Formaður Anton S. Jónsson og meðstjórnendur Ólafur B. Erl- ingsson, Ólafur Þ. Guðmundsson, Ingólfur Bárðarson og Hjalti Örn Ólason. Suðurnesjaverktakar gerðu fyrst verksamning við íslenzka aðalverk- taka árið 1978, í stjórnarfor- mannstíð Vilhjálms Árnasonar, og störfuðu sem undirverktaki til hausts 1984. Undanfarin tæp fjögur ár hafa Suðurnesjaverktakar ekki gert verksamning við íslenzka aðalverk- taka. Umrætt tímabil hefur Thor Ó. Thors verið stjórnarformaður íslenzkra aðalverktaka. Á fundinum var rætt m.a. um íbúðarhúsabyggingar íslenzkra að- alverktaka fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og væntanlega hlutdeild Suðurnesjaverktaka í þeim framkvæmdum og öðrum ný- framkvæmdum. (Fréttatilkynning) Eru þeir að fá 'ann Álftá byrjuð að gefa veiði „Álftáin fór ekki að gefa fyrr en í sfðustu viku þegar það hætti loks að rigna, en fram að þvi æddi hún fram eins og stórfljót, kolmórauð og enginn veiddi neitt. Ég talaði við einn sem var í ánni í fyrradag og hann veiddi vel og sagði talsvert af fiski komið víða um ána. Þá voru 6 laxar komnir á land, en milli 12 og 15 fiskar nú," sagði Halldór Gunnarsson í Þverholtum í samtali í gær, en Halldór er formað- ur Veiðifélags Álftár á Mýrum. Að sögn Halldórs hafa þetta ver- ið 6 til 9 punda fiskar að stærstum hluta og allir grálúsugir. Þetta er allgott í Álftá. því yfirleitt er hún síðsumarsá. I fyrra veiddist til dæmis ekki einn einasti lax í ánni fyrr, en 6. júlí. Þrjú árin á undan var hins vegar nokkur veiði strax upp úr 21. júní, en fram að því taldist laxveiði í Álftá í júní til und- antekninga. Nú er áin brðin tær og vatnið i henni gott. Lax að ganga í nokkrum mæli. Útlitið gæti því ekki verið betra. Áttræður með 14-pundara Sjaldan fást fréttir úr Urriðaá á Mýrum, en það er lftil spræna á milli Langár og Álftár. Rennur hún til Langár niðri á leirum. Fregnir herma nú, að allmikill lax hafi not- fært sér vatnavextina síðustu vikur og rennt sér upp í Urriðaá og góð veiði hafi verið þar, betri en gengur og gerist svo snemma sumars. Til dæmis dró áttræður veiðimaður þar 14 punda lax fyrir skömmu. Ur- riðaá er mjög lítil, svo lltil að hún megnar vart að seitla milli hylja í þurrkum eins og hafa verið síðustu sumur. Helmingi betra en í fyrra „Þetta hefur gengið alveg bæri- lega, öll hollin hafa fengið eitthvað þrátt fyrir þráláta vestanátt og grugg í ánni vikum saman, en nú ber það saman, að góð smálaxa- ganga hefur komið og veðrið batn- að til muna. Þeir sem nú eru í ánni hafa t.d. fengið 25 laxa og eiga einn dag eftir," sagði Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum við Laugardalsá í gær. Þegar Sigurjón fletti nánar upp á því, kom á daginn að komnir voru um 60 laxar á land frá því að veiðin hófst 12. juní, en á sama tíma í fyrra voru aðeins 33 laxar komnir á land. Þeir sem nú eru að fá'ann voru á sama tíma f fyrra og fengu þá aðcins 8 laxa á öllum dögunum. Framan af var laxinn yfirleitt 10 til 16 punda, en nú er það aðallega 4 til 6 punda lax sem veiðist. gg SEX GOÐIR MATSÖLU- STAÐIR allir á sama stað í Kringlunni Ljúffengar V pizzur matreiddar af kúnst ^ 17 Bragðmikill mexíkanskur matur, kjúklingabitarog hreinn ávaxtasafi. H.H. Hamborgarar Safaríkir hamborgarar, franskar, salat, fiskur og f leira gott. Austurlensk matargerðarlist, t.d. nauta- pönnukökur, svínatsjámein og Saigonrækjur. RtTTIR Smurt brauð, heitt brauð, kökur ogeinmeðöllu. 1- n ISHOLLIN Úrval af freistandi ísréttum, heimalagaður ís og ferckir ávextir. ¦»p »»$» ¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.