Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 25 Heimsins stærsta egg Maðurinn á myndinní, ónefndur ísraeli, heldur hér á stærsta strútseggi og- þar með fulgseggi, sem um getur. Vegur það 2,3 kg eða jafn mikið og 24 venjuleg hœnuegg. Hinum megin við girðinguna er löglegur eigandi eggsins, strúturinn Anna. Burma: Aukin mótspyrna gegn stjómvöldum Rangoon, Reuter. TVISVAR á þessu ári hefur komið til kröftugra mótmæla gegn stjórn Nes Wins í Burma, í mars og aftur í siðustu viku. Ne Win hefur verið við völd í 26 ár. Gagnrýni á stjórn hans heyrist meðal verslunarmanna, stúdenta, og rikisstarfsmanna, i ölhim aldurs- hópum. Að sögn vestrænn astjórnarer- indreka í Bangkok í Thailandi hafa 200 manns fallið í óeirðum í Burma það sem af er árinu. Yfirvöld í Burma segja níu hafa látið lífið í óeirðunum í síðustu viku, þar af þrjá lögreglumenn, en í mars hafi tveir menn fallið. 146 eru enn í haldi síðan í mars og erlendir stjórn- arerindrekar segja 200 í viðbót hafa verið hneppta í varðhald I síðustu viku. Faðir eins mótmæ- lendanna sagðist hafa þurft að bfða í sex vikur eftir að fá fréttir af átján ára gömlum syni sínum sem var tekinn fastur í mars-óeirðunum. Sonurinn var seinna látinn laus. Verr fór fyrir öðrum. Það fyrsta sem sumir fengu að vita um örlög ættingja sinna var þegar lögreglu- Kólumbía: 3,7 tonn af kókaíni upptæk Bogota.Reuter. KÓLUMBÍSKA lögreglan gerði upptæk 3.7 tonn af kókaíni á fimmtudag þegar gerð var skyndileit á afskekktu sveitasetri í norðausturhluta landsins. Að sögn heimildarmanna hefur lðg- reglan í Kólunibíu sjaldan komist yfir jáfn mikið magn af ólölegum fíkniefnum. Fréttir herma að komist hafi upp um bækistöðvar eiturlyfjasmyglar- anna þegar ljóst varð að þrjár litlar flugvélar höfðu komist ólöglega inní landið. Tvær þeirra lendu við sveita- setrið í Cordoba héraði þar sem smyglararnir höfðu komið sér upp nokkurs konar efnaverksmiðju. Lögreglan handtók þrjá menn og gerði farm flugvélanna tveggja upptækan. Yfirvöld f Kólumbíu telja að þar- lendur eiturlyfjahringur.Medellin hringurinn svokallaði.útvegi mest- an hluta þess kókaíns sem er á markaði í Bandaríkjunum. þjónar komu með eyðublöð sem útfylla þurfti til að útför gæti átt sér stað. Ríkisstjórnin fyrirskipaði 60 daga langt útgöngubann f Rangoon eftir myrkur að loknum óeirðunum f sfðustu viku. íbúar f borginni sögðu fréttamönnum Reuters að hermenn á eftirlitsferð hefðu skotið tvo eða þrjá óbreytta borgara sem brutu bannið. „Öryggisverðirnir leggja ekki spurningar fyrir fólk. Þeir skjóta bara... Slefberar stjórn- valda eru alls staðar. Fólk sem gagnrýnir stjórnvöld getur ljóstrað upp um andófsfólk. Það er engum að treysta." Ne Win er 77 ára gamall og lætur lftið á sér kræla opinberlega. Hann kennir stefnu sína við sósíal- isma og undir stjórn hans virðist hagkerfi landsins, sem ræður yfir iniklum náttúruauðæfum, að mestu hafa tekið sér bólfestu neðanjarðar. Svartamarkaðsbrask með gjaldeyri er gífurlegt en stjórnvöld tóku ný- lega um 80% gjaldmiðils landsins úr umferð til að hamla gegn brask- inu. Þessi aðgerð hefur gefið gjald- eyrisbraskinu byr undir báða vængi þar sem allir óttast verðbólgu eða frekari skerðingu á peningamagn- inu. Bretland: Námamenn með Kínnoek Great Yarmouth, Englandi. Reutor. NEIL Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokkins, vann umtalsverð- an sigur á fhnmtudag f baráttu sinni fyrir endurkjöri, þegar Sam- band námamanna, NUM, ákvað að styðja hann f leiðtogakosning- unum f haust. Þar etur hann in.a. kappi við Tony Benn, sem er f vinstri armi flokkains. Með þessari ákvörðun virðist sam- bandið hafa lýst vantrausti á hinn herskáa forseta sinn, Arthur Scar- gill, sem hefur verið hávær í gagn- rýni sinni á Kinnock og Iýst yfir stuðningi við Tony Benn í leiðtoga- slag flokksins. Kinnock fékk 82 atkvæði á aðal- fundi NUM, en Benn 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.