Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 1
 64 SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 148.tbl.76.árg. LAUGARDAGUR 2. JULI 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óháð rannsókn Palme-málsins: Sakamál höfðað á hendur tveimur lögreglumönnum Stokkhólmi. Frá Claen von Hofaten, fréttaritara Morgunblaðsins. SÉRLEGUR saksóknari sæn- skra stiórnvalda ákvað f gær að höfða sakamál á hendur tveimur lögreglumönnum innan öryggislögreglunnar, S&þo. Mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið öryggislög með þvf að afhenda bókaútgefandanum Ebbe Carlsson, sem rannsakaði morðið á Olof Palme á eigin spýtur, trúnaðarskjöl. A sama tíma og saksóknarinn kynnti fyrstu niðurstöður rann- sóknar sinnar á málinu, sem varð til þess að Anna Greta Leijons dómsmálaráðherra varð að segja af sér, birtist viðtal við Ebbe Carls- son í timariti, þar sem hann stað- hæfir, að ríkislögreglustjórinn og yfirmaður öryggislögreglunnar hafi báðir verið samþykkir þeirri ráðstöfun að smygla ólöglegum hlustunarbúnaði inn f landið. Noregur: Ólafur konungur 85ára Osló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓLAFUR Nor- egskonungur verður 85 ára í dag. Þrátt fyrir háan aldur læt- ur hann engan bilbug á sér finna. Hann keppti f skíða- göngu sl. vetur og f siglingakeppni f Óslóarfirði f þessari víku. Á þessu ári er 31 ár liðið frá því Ólafur Noregskonungur tók við völdum af föður sínum, Hákoni sjö- unda, sem lézt árið 1957. Nýtur hann jafnvel meiri hylli en faðir hans. Tala Norðmenn gjarnan um Ólaf sem „Folkekongen". Mikið verður um dýrðir í Ósló í tilefni dagsins. Verða hátíðahöld frá morgni til kvölds og m.a. munu 3.000 ungir íþróttamenn ganga fylktu liði að höllinni og hylla kon- ung. Er með því staðfest rækt hans við íþróttir. Hátíðahöldunum lýkur með kvöldverði ríkisstjórnarinnar í Akershus-höll, en þangað er 360 gestum boðið. Þar verður konungi afhent gjöf frá ríkisstjórninni, mál- verk«em sýnir er Hákon faðir hans sneri heim eftir frelsun Noregs í lok seinni heimsstyrjaldar. Ólafur Noregskonungur er vænt- anlegur til íslands í byrjun septemb- Saksóknarinn kemst að þeirri niðurstöðu, að lögreglustjórarnir séu báðir saklausir af þeim áburði, að þeir hafi tekið þátt í leyni- makki Carlssons. Aftur á móti lítur hann svo á, að þeim hafi orðið á mistök, þegar þeir létu undir höfuð leggjast að gera saksóknurunum í hinni opinberu rannsókn á Palme-málinu viðvart um athafnir Ebbe Carlsons, þar sem þeim hafi verið kunnugt um, hvað var á seyði. Reuter Boris Jeltsfn, fyrrum leíðtogi Moskvudeíldar sovézka kommúnistaflokksins, ræðir við fréttamenn fyrir utan ráðstefnuhðllina í Kreml í gær, eftir að hafa beðið um uppreisn æru á ráðstefnu kommúnista- flokksins, sem lauk í gær. Gorbatsjov slítur ráðstefnu sovézka kommúnistaflokksins: Flokksmenn verða að berjast fyrir umbótum Stefnt að því að takmarka valdatima sovézkra ráðamanna við 10 ár Moskvu, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleið- togi, sagði f gærkvöldi, er hann sleit flokksráðstefnu sovézka kommúnistaflokkginfl, að hún væri sigur f yrir umbótastefnuna, perestrojkuna, sem búin væri að f esta sig i sessi. Henni yrði fylgt áfram og yrðu flokksmenn að berjast fyrir framgangi henuar. Brezka útvarpið, BBC, sagði ráð- stef nuna haf a ályktað að stef nt skyldi að þvf að takmarka vald- atíma ráðamanna, þ.á.m. Gorb- atsjovs, við 10 ár. Einnig að stefnt skyldi að þvf að gera for- setaembættið pólitfskara og valdameira. Þá sagði brezka blaðið Daily Telegraph að AJex- ander Jakovlev, náinn samstarfs- maður Gorbatsjovs, væri orðinn hugmyndafræðingur flokksins í stað Jegors Lígatsjovs. f lokaræðunni vék Gorbatsjov sérstaklega að gagnrýni Borís Jeltsíns, fyrrum leiðtoga Moskvu- deildar kommúnistaflokksins, sem talaði fyrr um daginn og bað um uppreisn æru, en hann var sviptur embætti og rekinn úr stjórnmála- ráðinu sl. vetur. Gorbatsjov sagði Reuter Skroppiðyfir Berlínarmúrinn 180 Vestur-Þjóðverjar flúðu um stundarsakir yfir Berlfn- armúrinn til Austur-Þýska- lands f gær er lögreglumenn hugðust rýma landspildu þar sem fólkið hafði haldið uppi mótmælum frá 26. maf. Land- svæðið, sem kallast „Lenne- þrihyrningurinn", tílheyrði Austur-Þýskalandi þar tíl á miðnættí á fimmtudagskvöld er samningur milli ríkjanna tveggja um makaskipti á tveim- ur spildum lands gekk f gildi. Af þessum sökum höfðu vest- ur-þýskir lögreglumenn ekki getað rýmt svæðið þar sem hópur umhverfisverndarsinna hafði haldið tíl f rúman mánuð tíl að mótmæla áformum borg- aryfirvalda f Vestur-Berlfn um að Ieggja þar hraðbraut. Aust- ur-þýskir landamæraverðir biðu fólksins handan múrsins og var þvf gef inn morgunverð- ur áður en það var flutt aftur tíl síns heima. að Jeltsín hefði komið fram með óeðlilegum hætti á ráðstefnunni og sýnt dónaskap. Jegor Lígatsjov, hugmyndafræð- ingur Kremlarstjórnarinnar og næstvaldamesti maður kommún- istaflokksins, hafnaði beiðni Jeltsins og sagði allt tal um deilur í flokkn- um vera út í hött. Lígatsjov átti mestan þátt 1 því að Jeltsín var lækkaður í tign. Að loknum umræðum í gær voru samþykktar umfangsmiklar um- bótatillögur, sem Gorbatsjov kynnti f setningarræðu sinni á þriðjudag. Hann sagði tillögurnar marka upp- haf nýrra tíma, einkum tillögur um tilfærslu valds frá flokknum til ráð- anna, sem eru grundvallareining í stjórnkerfi Sovétríkjanna. í lokaskjali ráðstefnunnar sagði að efht skyldi til stjórnarkosninga í flokksdeildum kommúnistaflokks- ins f haust; valdakerfi flokksins skyldi breytt í samræmi við nýja skiptingu valds og æðstaráðið skyldi gera samþykktir ráðstefn- unnar að lögum á haustfundi sínum og gera viðhlítandi breytingar á stjórnarskránni. Einnig að nýtt þjóðþing skipað 2.250 fulltrúum skyldi halda sinn fyrsta fund í aprfl á næsta ári og að kosið skyldi til nýrra þinga í héruðum, svæðum og lýðveldunum 15 haustið 1989. í lok ræðu sinnar sagði Gorb- atsjov að minnismerki um fórn- arlömb ofsókna Jósefs Stalíns yrði reist f Moskvu. Sjá fréttír af flokksráðstefn- unni á bls. 26 og 27, og grein, „Byltíngarkenndar tUIðgur..." á bls. 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.