Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 26
á6
yyj
1 i-:'0>\MF#W?Vl
MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988
19. FLOKKSRAÐSTEFNA SOVESKRA KOMMUNISTA I MOSKVU
Aðförin að Gromyko:
Á sér ekki fordæmi í
sögu Sovétríkjanna
Atburðirnir sýndir í sovéska sjónvarpinu
Moskvu, Reuter.
GLASNOST-stefnan steig nýtt
skref fram á við er Vladimír
Melnikov, flokksformaður frá
Komi-héraði i Síbiríu, hvatti til
þess að Gromyko, forseti Sov-
étríkjanna, yrði látinn vikja
vegna ábyrgðar sinnar á mistök-
um fortiðarinnar. Melnikov sagð-
ist einnig vilja reka elsta félaga
stjórnmálaráðs flokksins, Míkaíl
Solomentsev, Afanasjev, aðalrit-
stjóra Provdu, og Georgí Ar-
batov, sérfræðing i málefnum
Norður-Ameríku. Fjöldi ráð-
stefnufuUtrua klappaði ákaft
fyrir Melnikov.
Það var Gorbatsjov flokksleiðtogi
sem í reynd þvingaði Melnikov til
að nefna upphátt þá sem ættu að
víkja. Melnikov hafði hvatt til brott-
reksturs forystumanna sem hefðu
verið við völd á Brezhnev-tímanum.
Gorbatsjov heimtaði brosandi að
Melníkov tjáði sig skýrar.
„Ég á fyrst og fremst við félaga
Solomentsev, félaga Gromyko, Af-
anasjev, Arbatov og fleiri," sagði
Mélníkov þá hátt og snjallt. Gro-
myko forseti sat við hlið Gor-
batsjovs, stjarfur í andliti, og Gor-
batsjov hætti að brosa.
Sovéska sjónvarpið sýndi myndir
frá fundinum og ofangreindum
orðaskiptum í aðalfréttatfma
fimmtudagskvöldsins. Sjónvarps-
myndin sýndi að færri klöppuðu
fyrir Melníkov er hann gekk svo
langt að nafngreina forystumenn-
ina. Flokksmálgagnið Pravda birti
ræðu Melníkovs óstytta.
Andrei Gromyko er 78 ára að
aldri og varð utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna á valdatfma Khrústsjovs
1957 og hélt starfínu á Brezhnev-
árunum. Fjórum mánuðum eftir
valdatöku Gorbatsjovs árið 1985
var hann gerður að forseta Sov-
étríkjanna en það embætti er nær
valdalaus virðingarstaða.
Solomentsev er 74 ára og elsti
félagi stjórnmálaráðs kommúnista-
flokksins, sem í sitja 13 menn.
Hann hefur veitt forystu svonefndri
eftirlitsnefnd ráðsins síðan 1985.
Afanasjev hefur verið ritstjóri
Prövdu síðan 1975 og jafnan gætt
þess að styggja ekki æðstu stjórn-
endur ríkisins.
Arbatov hefur um 19 ára skeið
verið forstöðumaður stofnunar er
fjallar um málefhi Bandarfkjanna
og Kanada og gefur sovéskum vald-
höfum ráð varðandi samskipti við
þessi ríki.
Margt óvænt hefur verið uppi á
teningnum á ráðstefnunni. Ræðu-
mönnum hefur verið vísað úr ræðu-
stól fyrir að teygja lopann og full-
trúar hafa orðið vitni að þvi að
púað var á ritstjóra stjórnarmál-
gagnsins ísvestíu, ívan Laptev, er
hann sagðist telja nóg að beðist
væri afsökunar er fjölmiðlar gerðu
mistök. Einn fulltrúanna lagði til
að Pravda yrði framvegis ekki und-
ir stjórn miðstjórnar flokksins held-
ur yrði ritstjóri þess kosinn beinni
kosningu á flokksþingi. Ráðist hef-
ur verið á leyndarhyggjuna sem
einkennir afstöðu yfirvalda til al-
mennings.
„Við vitum meira um málefna-
stöðu Reagans Bandaríkjaforseta
og mötu bresku drottningarinnar
en við vitum um málefni okkar eig-
in leiðtoga," sagði einn ráðstefnu-
fulltrtía.
Boris Jeltsin í ræðustól á flokksráðstefnunni i gær.
Erkifjendur tókust á
fyrir opnum jjöldum
Jeltsín bað um endurreisn en Lígatsjov vísaði þvi á bug
Moskvu. Reuter.
BORIS Jeltsín, sem var vikið frá sem formanni kommúnistaflokksins
i Moskvu i nóvember sl., bað i gær um það i ræðu á flokksráðstefn-
unni, að hann yrði endurreistur og fengin aftur i hendur fyrri völd
og áhrif. Jegor Ligatsjov, sem enn er sagður ganga næstur Gobatsjov
þótt fréttir hermi, að hann sé ekki lengur hugmyndafræðingur flokks-
ins, visaði hins vegar ákalli Jeltsins á bug.
Orrahríðin milli þessara erkifj-
enda, sem stundum er jafnað til
hægri og vinstri í sovéskum stjórn-
málum, átti sér stað á sfðasta degi
flokksráðstefnunnar, sem um margt
hefur breytt opinberri ásýnd hins
sovéska stjórnkerfis.
Aðeins tímasetningin röng
„Ég held, að mér hafi ekki orðið
á önnur mistök en að tala hreint út
en á röngum tfma," sagði Jelstfn, sem
missti flokksformannsembættið í
Sovétmenn varaðir við
stórslysum í náttúrunni
Mengun í sumum borgum 10 sinnum umfram hættumörk
Moskvu. Reuter.
YFIRMAÐUR sovéskra umhverf-
isvemdarmála flutti i gær magn-
þrungna ræðu á fiokksráðstefn-
unni f Moskvu og sagði, að meng-
unin hefði valdið „vistfræðilegum
hörmungum" i mörgum héruðum
Sovétríkjanna. Hvatti hann ráð-
stefnuna og stjórnvöld til að grípa
nú þegar til neyðarráðstafana
vegna ástandsins.
Fjodor Morgún, yfírmaður um-
hverfisverndarmála, sagði, að
óskipuieg og fyrirhyggjulaus áhersla
á þungaiðnaðinn og risavaxin verk-
smiöjuskrímsl hefðu haft alvarlegar
afleiðingar fyrir umhverfið. Loftm-
engun f sovéskum iðnaðarborgum
væri umfram hættumörk, ástandið á
skógum landsins versnaði stöðugt,
mengunin f ánum ykist með ári
hverju og Aralvatnið mætti kalla
„vistfræðilega rúst". Flutti Morgún
mál sitt af miklum tilflnningahita og
var innilega fagnað af fulltrúum á
ráðstefnunni.
Vatnið ódrykkjarhæft
„Ef við mennirnir höfum ekki nátt-
úruvernd í fyrirrúmi munum við
grafa sjálfum okkur gröf. Ef ekki
verður tekið f taumana strax verður
brátt ekki hægt að hýta vatnið í
sumum ám og fljótum þessa lands
til drykkjar," sagði Morgún en f út-
drætti, sem Moskvuútvarpið flutti,
var sérstaklega getið um mengunina
í Volgu, Don og Dnépr.
Frjósemi moldarinnar
minnkar
Morgún sagði, að Eystrasaltið og
Kaspfahafið væru að fyllast af
óþverra, f 102 sovéskum iðnaðar-
borgum með 50 milljónir fbúa væri
mengunin tíu sinnum meiri en hættu-
mörk segðu til um og frjósemi mold-
arinnar minnkaði stöðugt. Hótaði
hann að nefna á nafn þá ráðherra,
sem bæru mikla ábyrgð f þessum
Deilur um
Afganistan
Moskvu, Reuter.
Undirhershöf ðingi f sovéska hern-
um varði innrás Sovétmanna i
Afganistan í gær á flokksráðstefn-
unni i Móskvu eftir að einn full-
trúa hafði fordæmt innrásina.
Herforinginn sagði að engum
myndi liðast að ata auri orrustu-
hef ðir hersins eða minningu þeirra
sovésku hermanna sem féllu f Afg-
anistan.
Áður hafði leikritaskáldið Grigorf
Baklanov sagt að ákvörðun um inn-
rásina hefði verið tekin í andstöðu
við lýðræði8reglur og krafðist hann
þess að komið yrði í veg fyrir að
slfkir atburðir endurtækju sig.
Boris Gromov, undirhershöfðingi,
sagði að fullyrðingar á Vesturlöndum
þess efnis að Sovétmenn hefðu tapað
stríðinu væru rangar.
„Þeir vilja ekki eða geta ekki ski-
lið að við fórum ekki til Afganistan
til að sigra f orrustum heldur til að
verja konur og börn, þorp og borgir.
Við gegndum skyldum okkar með
heiðri," sagði Gromov.
efnum, og sagði, að mestu þrjótana
væri að flnna í orku-, olíu- og mál-
miðnaði og landbúnaðinum.
Moskvu vegna þess, að hann þótti
ekki sjást fyrir í umbótaáhuganum.
„Ég sé hins vegar enga ástæðu
til að breyta neinu um þá ákvörðun,
sem tekin var í máli Jeltsíns," hreytti
Lígasjov út úr sér þegar hann svar-
aði Jeltsín.
„Boris Níkolajvítsj, haltu
áfram"
Jeltsfn steig f pontu f boði Gor-
batsiovs sjálfs:
„Eg bið ráðstefnuna um taka
ákvörðun um endurreisn mína og
færa mér aftur æruna f augum fé-
laga minna f kommúnistaflokknum,"
sagði hann og gagnrýndi síðan for-
réttindi embættismanna og lagði til,
að frammámenn, sem stæðu í vegi
umbótaáætlunarinnar, segðu af sér.
„Umbæturnar eiga sér marga
óvini — það eru ekki allir, sem berj-
ast fyrir þeim af heilum hug. Flokk-
urinn er fyrir fólkið og fólkið á að
vita hvað þar fer ftam," sagði Jeltsfn
og urðu þá sumir fulltrúanna, aug-
ljóslega stuðningsmenn Lfgatsjovs,
til að gera hróp að honum. Gorb-
atsjov greip þá fram í fyrir þeim og
sagði: „Boris Nfkolajvítsj, haltu
áfram máli þfnu svo lengi sem þú
vilt."
„Perestrojka er inntakið
í lífimínu"
Lfgatsjov tók næstur til máls og
auk fyrrnefndra ummæla hans um
Jeltsfn virtist honum umhugaðast um
að breyta þeirri ímynd, sem hann
hefur haft sem afturhaldssamur
óvinur umbótaáætlunar Gorbatsjovs.
Sagði hann meðal annars, að hann
hefði átt meginþátti f skipun Jeltsfns
sem flokksformanns í Moskvu; að
hann hefði stuðlað að kjöri Gorb-
atsjovs sem flokksleiðtoga í mars
árið 1985 og að síðustu, að sumir
nánustu ættingja hans hefðu verið
skotnir eða ofsóttir á valdatfma
Stalfns.
„Perestrojka, umbótaáætlunin, er
nú inntakið i lffí mfnu," sagði
Lígatsjov klökkri röddu við fognuð
margra.
Ræður þeirra Jeltsíns og
Lfgatsjovs vðktu langmesta athygli
á flokksráðstefnunni f gær og f sjón-
varpinu, sem gerði þeim góð skil,
mátti sjá marga fulltrúa, einkum
unga fólkið, skrifa hjá sér orð og
ummæli Jeltsfns. Aðrir, ekki sfst öld-
ungarnir f hópnum, sátu aftur á
móti stffír og svipbrigðalausir f sæt-
um sfnum.
Nýstárleg myndbirting
Keuter
Hið sovéska „glasnost" kemur fram í fleira en bersöglum lýsingum á ástandinu í sovéskum þjóðfélagsmál-
um, það lýsir sér líka f nýstárlegum myndbirtingum hinna gersku fjölmiðla. Þessi mynd, sem var raunar
tekin síðla í maí, var birt í blöðunum a miðvikudag og sýnir þegar I. Kosymbetov, menntamálaráðherra
í Úzbekfstan, er leiddur í burt í handjárnum en hann er sakaður um alls kyns spillingu.