Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988
og enn víðar hefur hún haslað list
sinni völl.
Myriam býr og vinnur í París,
nánar tiltekið í hinni gömlu vinnu-
stofu fyrrum. eiginmanns síns að
Rue de Buci í hjarta latínuhverfis-
ins. Myriam er í heimsókn hér um
þessar mundir og hafði nokkrar
tvívíðar myndir í salnum, sem hún
hefur hengt upp á veggi FÍM-salar-
ins á horni Garðastrætis og Ránar-
götu, nánar tiltekið Garðastræti 6.
Myndirnar, sem eru 57 að tölu og
þar af nokkrar í grind á gólfi, stað-
festa allar, að listakonan hefur
löngu fundið list sinni ákveðinn far-
veg og tjáir hér ýmis fyrirbæri
lífsins á skreytikenndan hátt.
Myndir hennar eru líkastar líffær-
um, sem hún býr úr ýmis tákn úr
þekkjanlegum hlutveruleikanum og
í þetta skipti hefur hún nálgast
sjálfan mannslíkamann, en meira
ber á fígúrum en lengstum áður,
auk þess sem hún notar augu sem
uppistöðu í ýmsum myndanna.
Maður staðnæmist við myndir eins
og „Augu viskunnar" (1), „Umgerð-
in" (2), „Furðudýr" (28), „Himnafór
Elía" (31), „Kvenímynd" (34), „Sól-
setur" (35) og „Locknessskrímslið"
(36), sem allar eru einkennandi fyr-
ir það sannasta og upprunalegasta,
sem frá listakonunni kemur. Eink-
um er einhver birta og ferskleiki í
síðasttöldu myndunum og er ég
ekki fjarri því að þær kynni bestu
hlið hennar og eru að mínu mati
hápunktur sýningarinnar.
En f heildina litið þá er þessi
sýningarsalur ekki æskilegasta
umgerðin utan um myndir listakon-
unnar og í sjálfu sér er þetta all-
langt frá því að vera sterkasta
framlag hennar hér í borg. En það
er þó vissulega ávallt fengur að
sýningum sem slíkum og Myriam
Bat-Yosef, eða kannski réttara
María Jósefsdóttir er aufúsugestur
á íslenzkan menningarvettvang.
Breiðholt:
uppræta hatrið og vonskuna. Mis-
réttið sem tamflar búa við sýnist
augljóst, þeir hafa búið á Sri Lanka
jafn lengi og sinhalesar en njóta
ekki réttinda á borð við þá. Víst
er öllum þetta meira og minna ljóst
en ekki hefur tekist að finna neina
þá lausn sem allir gætu sætt sig við.
Til þess er nöturlegt að vita.
Hvergi utan íslands hefur landslag
haft jafn djúp áhrif á mig og á Sri
Lanka og mér finnst það hljóti að
vera mannbætandi að kynnast slíkri
fegurð — þó ekki væri nema um
stund. Bókin Insight Guides gerir
Sri Lanka hin verðugustu skil. Sem
fleiri bækur í þessum flokki er hún
eftirsóknarverð hverjum þeim sem
ætlar einhvern tíma til Sri Lanka.
Sömuleiðis þeim sem hefur farið
þangað. Og kannski ekki síst þeim
sem fara þangað aldrei nema í hug-
anum.
Tvö tilboð í
klæðninguá
Vesturlandi
TVÖ tilboð bárust Vegagerðinni
í gerð klœðingar í Staðarsveit
og voru þau bæði undir kostnað-
aráætlun.
Klæðningin er á 15 km kafla og
tilboð gerðu Hagvirki hf. kr.
16.700.000 og Borgarverk, Tak og
Sig. Vigfússon á 17.510.000 kr.
Verkinu skal lokið fyrir 1. septemb-
er.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Lyfjaberg flytur
í nytt húsnæði
APÓTEKIÐ Lyfjaberg í efra
Breiðholti flutti í nýtt og stærra
húsnæði við Hraunberg 4, 20. júnf
sl. Stækkunin gerir því kleift að
bæta þar við helgar- og nætur-
vörslu.
Lyfjaberg var áður staðsett við
Drafnarfell, en hefur nú flust í nýtt
og stærra húsnæði við Hraunberg.
Morgunblaðið náði tali af Guðmundi
Steinssyni lyfsala, sem sagði að
stækkunin bætti alla aðstöðu starfs-
fólks og geri þeim auk þess kleift
að sinna helgar- og næturvörslu, en
það hefur ekki verið hægt hingað til
sökum plássleysis. Þá er apótekið
einnig meira miðsvæðis í hverfinu
sem það þjónar, að sögn Guðmund-
ar, sem er Breiðholt 3. í framtíðinni
rís heilsugæslustöð f sömu götu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðmundur Steinsson, lyfsali ásamt starfsfólki sínu í nýja húsnæði
apóteksins við Hraunberg
FERÐA TILBOÐ!
UMEVRÓPU
Á ÚRVALS VEGUM
Flug, bíll og summhús.
í sœlureitnum í Daun Eifel er svo tilvalið að
dvelja í sumarhúsi, a.m.k. hluta leyfisins.
Þar er öll aðstaða mjög góð, bœði fyrir börn og
fullorðna. Nefna má sundlaug, tennisvelli, gufubað,
krár og bjórgarð. Og í sumar er íslensk barnapía í
Daun Eifel.
Dœmi um verð: 26,400 kr.**
**ínnifalið: Flug, bíll í C-flokki (t.d. FordSierra),
ótakmarkaður akstur, tryggingar og sumarhús (m. 2
svefnherb.) íDaun Eifel Í2 vikur. Verð á mann, miðað
við að tveir fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára, ferðist
saman.
flug og bíll.
Við bjóðum flug og bíl um Luxembourg á verði
sem aldrei hefur verið hagstœðara. Þangað eru
daglegar flugferðir, þaðan er stutt í allar áttir og öll
Mið-Evrópa er innan seilingar. -
Dœmi um verð: 19.550 kr.*
*ínnifalið: Flug og bíll B-flokki (t.d. Ford Escort) í
3 vikur, ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og
sóluskattur. Verð á mann, miðað við tvo fullorðna og
tvö börn, 2-11 ára, í bíl
[AMSTERDAM
375 KM
BERLÍN
Líttu inn, við hjálpum þér að skipuleggja
ógleymanlega Evrópuferð á eigin vegum.
FÍRÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL
- fólk sem kann sitt fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.