Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 43
I r-*'t n <r>- fja : ¦¦>• ¦ I T"YTA T<"í*J,7''""',<Tf"'fr
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988
c
43
Magnús Jónsson,
Innri- Veðrara
Fæddur 2. mars 1910
Dáinn31.maíl988
Leiðin frá ísafírði vestur á Ön-
undarfjörð liggur yfírhið bratta og
hættulega fjallaskarð, Breiðdals-
heiði. Ekið er niður Breiðdalinn, á
rennur eftir miðjum dalnum til sjáv-
ar, og eru þar hreppamörk á milli
Flateyrar og Mosvallahrepps.
Þegar haldið er inn með fírðinum
er fyrsti bær Ytri-Veðrará, næsti
bær er Innri-Veðrará. Liggja lönd
þessara bæja saman og er vart
nema fímmtán mínútna gangur á
milli bæja.
Fyrri hluta þessarar aldar voru
bændur á þessum bæjum til dauða-
dags tveir Jónar, ojg vel búið á báð-
um bæjunum. A Innri-Veðrará
bjuggu frá því skömmu eftir alda-
mót hjónin Jón Sveinsson, f. 1866
í Innri-Hjarðardal, d. á Veðrará
1933, og Hinrikka Halldórsdóttir,
f. 1870 í Bolungarvík, d. 1943 á
Veðrará. Foreldrar hennar bjuggu
í Þjóðólfstungu í Hólshreppi.
Jón var Önfirðingur í báðar ætt-
ir, forfeður hans höfðu búið á
Innri-Veðrará. Þau gengu í hjóna-
band 1896 og eignuðust fjögur
börn: Sigríði, f. 1898, Svein, f.
1900, Guðbjart, f. 1903, þau eru
öll látin fyrir allmörgum árum.
Yngstur barna þeirra var Magn-
ús, f. 1910, sem nú er nýlátinn og
ég yil minnast hér.
Á Ytri-Veðrará bjuggu hjónin
Jón Guðmundsson búfræðingur frá
Ketilstöðum í Hvammssveit, f.
1864, d. 1938 á Veðrará og Guðrún
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1867, d.
1948. Hún flutti með foreldrum
sínum af Ingjaldssandi nýfædd og
átti heima á Veðrará þar til maður
hennar lést, að átta árum undan-
skildum, sem þau hjón bjuggu á
Kroppstöðum í sömu sveit fyrir
aldamót.
Þau voru móðurforeldrar mínir,
sem ég ólst upp hjá, ásamt tveim
systkinum mínum og fleiri börnum.
Man ég því fólkið á Innri-Veðrará
frá því ég fer að skynja umhverfí
mitt.
Mikil náttúrufegurð er á báðum
þessum bæjum, þeir standa hátt
yfir sjó og sér út allan fjörðinn allt
til hafs. Bærinn á Innri-Veðrará
stendur þó mun hærra, á hól, hátt
upp undir hjöllum undir fjallshlíð-
inni, trúlega er hvergi meira víðsýni
frá öðrum bæjum í fírðinum en þar
og fegurðin blasir alls staðar við.
Ofan við bæinn er dalverpi á
milli fjallanna sem heitir Jafnidalur,
þaðan rennur á, sem steypist fram
í háum fossi ofan við hjallana, sem
bærinn stendur undir, og rennur 5
djúpu gili fram á sléttar grundir til
sjávar.
Bærinn stendur á gilbarminum,
ekki sést fossinn sjálfur fyrr en
komið er upp á hjallana, en niðurinn
fráhonum er greinilegur.
Á undan hvassri suðvestan- eða
vestanátt, sem endurkastast frá
fjallinu fyrir ofan Ytri—Veðrará,
getur orðið mikill stormur á þessum
bæjum, mátti þá heyra miklar
veðradrunur og háa dynki í fossin-
um. Er álitið að bæirnir dragi nafn
þar af.
í þessu umhverfí ólst Magnús
upp með foreldrum sínum og systk-
inum.
Jón faðir hans þótti mikill garpur
til vinnu, á yngri árum stundaði
hann sjómennsku á enskum og
þýskum togurum auk heimabáta.
Jón þótti einnig hygginn og dug-
andi bóndi.
Eftir lát Jóns taka þau við búi
með móður sinni, Magnús og Sigríð-
ur systir hans. Eldri bræður hans
voru þá giftir og farnir að heiman.
Áfram var búið með sama myndar-
brag. Eftir að Hinrikka móðir þeirra
deyr taka þau sig upp, systkinin,
og flytja til Flateyrar með eitthvað
af skepnum. Þá var enn aðstaða
þar til að vera með kýr og kindur.
Þau taka á leigu íbúð, 'sem Guð-
bjartur bróðir þeirra átti og Magnús
keypti síðar.
Magnús réð sig f daglaunavinnu
en Sigga annaðist skepnurnar að
mestu, hún lét aldrei sitt eftir liggja.
Aftur var flutt inn á Veðrará á
vorin með skepnurnar og hafínn
heyskapur. Þannig var búið í fjölda
ára.
Mesta gæfuspor Magnúsar í
lífínu var þegar hann kvæntist 27.
maí 1945 Gróu Þórðardóttur. Hún
er f. 21. apríl 1907 í Neðri-Breið-
dal, dóttir hjónanna Þórðar Sigurðs-
sonar bónda þar og vegaverkstjórá
og Kristínar Kristjánsdóttur. Gróa
er mikil myndarkona.
Að allra dómi var hjónaband
þeirra einkar farsælt. Þau báru
mikla virðingu og umhyggju hvort
fyrir öðru til hinstu stundar.
Magnús og Gróa eignuðust tvö
börn, Kristínu Ragnheiði húsmóður
á Flateyri og Hinrik Jón vélstjóra
á sama stað, þau hafa bæði gifst
og eignast börn. Einnig ólu þau upp
einn dreng, Steingrím Stefnisson.
Líklega um 1950 fara þau fyrst
að huga að að koma upp æðarvarpi
í landi sínu, á svonefndu Skeiði, sem
er skeiðariöguð há aurgrund, nokk-
uð uppgróin, sem gengur út í fjörð-
inn. Þetta var mikil vinna og þolin-
mæðisverk. Seinni árin eftir að
heilsu þeirra fór að hraka og þau
hætt að sinna öðrum störfum, fóru
þau alfarið að sinna varpinu á vor-
in. Er þetta nú orðið hið myndarleg-
asta æðarvarp.
í fyrstu byggðu þau sér lítið skýli
fyrir sig á Skeiðinu. Seinna, þegar
þau treystu sér ekki lengur til að
ganga brekkuna upp að bænum,
byggðu þau við og gerðu þetta að
notaiegum bústað. Fluttu þangað
snemma á vorin og voru langt fram
á sumar og undu sér hvergi betur.
Hafa þau notið aðstoðar barna
sinna.
Á meðan afi og amma lifðu var
fólkið í Innri-Veðrará einstaklega
góðir nágrannar. Aldrei minnist ég
þess að haf a heyrt um misklíð milli
bæjanna, þvert á móti var greið-
vikni og hjálpsemi í heiðri höfð á
báða bóga. Hjálpast að við ýmiss
konar verk heima fyrir ef fleiri
þurfti til. Eins var oft með að-
drætti á sjó frá Flateyri fyrir vetur-
inn. Afí getur þess t.d. í dagbókum
sínum, að þeir fóru saman Jónarnir
og keyptu fat af steinolíu til Ijósmet-
is og skiptu svo upp þegar heim
var komið, keypt var í sameiningu
girðingarefhi og fleira. Það yljaði
mér um hjartaræturnar þegar ég
las fyrir nokkrum árum frasögn afa
míns er hann eitt sinn (þá kominn
yfír sjötugt) var að ferja mann að
vetrarlagi, en heima var lögferja
yfir fjörðinn. Hann réri með mann-
inn alla leið inn í Mosvallabót, sem
er miklu lengri leið en skylda var.
Á bakaleiðinni lenti hann í mót-
vindi, hann segir svo frá: „Magnús
á Veðrará sá til mín og kom úteft-
ir og var í fjörunni þegar ég lenti,
til að hjálpa mér að setja bátinn
upp. Ég var orðinn svo uppgefínn
að ég hefði ekki getað það einn."
. Mikið hefur það verið notalegt
fyrir gamalt fólk að eiga slíka ná-
granna.
Við vorum ekki háar í loftinu,
systurnar, þegar farið var að senda
okkur að Innri-Veðrará ýmissa er-
inda. Heima var bréfhirðing, þegar
póstur kom fórum við með póstinn.
Eins og áður sagði var okkar bær
ystur í hreppnum, þangað komu því
öll opinber fundarboð, sem á stóð
„Berist boðleið rétta". Þeim þurfti
að koma áfram og mörg fleiri voru
erindin. Enn lifir í minningunni það
góða og hlýja viðmót, sem við sem
börn mættum ávallt hjá Siggu og
Magnúsi. Ég er það ung þegar Jón
deyr og eldri bræðurnir farnir að
ég man þá lítið. Ævinlega vorum
við drifnar inn í bæ og Hinrikka
blessunin snerist í kringum okkur,
settar inn í stofu við dúkað borð
með mjólk og kökum.
Stundum kom það fyrir að okkur
hafði verið uppálagt að flýta okkur
og mættum ekki stansa. Þá urðum
við að fá einhvern bita í, höndina,
ekki máttum við fara án þess að
þiggja eitthvað.
Kjartan Einars-
son -Minning
Ung fór ég úr Önundarfirði, en
þegar ég hefi farið vestur, hefur
það alltaf verið fastur póstur að
koma að Innri-Veðrará til Magnús-
ar og Gróu og Siggu, sem bjó hjá
þeim á meðan hún lifði.
Það var eins og að lifa upp hug-
blæ bernskunnar að koma til þeirra
í gamla bæinn, sem stendur enn
óbreyttur, fallegur og vel við hald-
ið, er hann sönn sveitarprýði, sem
ekki má glatast.
Gróu hafði ég einnig þekkt frá
því að ég var barn og aldrei átt
nema ljúfmennsku að mæta frá
henni. Eftir að þau fóru að búa á
sumrin á Skeiðinu, sem mér fannst
vera eins og lítil paradís, kom ég
til þeirra þangað.
Mörg undanfarin ár hefur heilsa
þeirra hjóna beggja hangið á blá-
þræði. Er það mál manna að vænt-
umþykjan og umhyggja þeirra
hvors til annars hafi haldið þeim
gangandi. Um miðjan maí sl. fylgdi
Magnús Gróu konu sinni helsjúkri
hingað suður á sjúkrahús.
Nokkrum dögum áður en Magn-
ús lést hitti ég hann heima hjá
Ástu Þórðardóttur mágkonu hans,
systur Gróu. Hann var þá að koma
af sjúkrahúsinu frá konu sinni. Hjá
Ástu áttu þau hjónin ávallt skjól
og góða vist á sínum mörgu ferðum
til Reykjavíkur, vegna sjúkleika á
undanförnum árum. Á heimili Ástu
andaðist Magnús í svefni aðfara-
nótt 31. maí.
Þegar ég hugsa um Magnús
fínnst mér að hann hafi alltaf verið
brosandi og fljótur að snúa hlutun-
um upp í gamanmál. Brosandi
kvaddi hann mig og bauð mér að
koma í heimsókn á Skeiðið, næst
þegar ég kæmi vestur. Ég kyssti
hann á kinnina, þakkaði fyrir og
kvaðst mundu koma.
Nú þegar Magnús á Innri-Veðr-
ará er allur er kapítula lokið ( sögu
Veðrarárbæjanna.
Gróu konu hans, sem nú liggur
á sjúkrahúsinu á ísafírði, sendi ég
innilegar samúðarkveðjur og bið
henni Guðs blessunar, og þakka
þeim hjónunum löng og góð kynni.
Óðrum vandamönnum þeirra sendi
ég alúðarkveðjur.
Guðrún I. Jónsdóttír
frá Ytri-Veðrará.
Fæddur 11. september 1960
Dáinn22.júníl988
Vinur okkar Kjartan Einarsson
er látinn, svo langt um aldur fram.
Okkur langar til að minnast hans
með örfáum orðum og þakka honum
fyrir allar þær ánægjulegu sam-
verustundir, vinsemd og tryggð sem
'hann sýndi okkur.
Þegar Kjartan veiktist datt okkur
ekki annað í hug en að hann myndi
sigrast á veikindum sínum, en eng-
inn flýr sitt skapadægur.
Kjartan var einstaklega traustur
og góður vinur, sérstaklega lag-
hentur og greiðvikinn og var ávallt
tilbúinn að rétta hjálparhönd við
ýmis viðvik ef á þurfti að halda.
Við þökkum því Kjartani og
kveðjum hann með þessum ljóðlín-
um eftir Steingrím Arason:
Ég sit við leiðið lága
og löngu horfín ár
mér birtast eitt af öðru
og augun fylla tár.
En hvað ska! hryggð og harmur
slíkt hæfa finnst mér lítt
því umhverfis þig ávallt
var öllum giatt og hlýtt.
Og minningarnar mætast
og mynda geislakrans
um höfuð horfins vinar
hins hugum stóra manns.
Helen mín og dætur, við vottum
ykkur samúð okkar og biðjum Guð
að styrkja ykkur í þessum raunum.
Hansina og Sigurður
I heitu myrkri líkamans
byrjar ferð vor
án þess vér vitum
hvert vegurinn liggur.
I köldu myrkri jarðarinnar
endar ferð vor
og vér vitum ekki lengur
að þessi ferð var farin.
(Halldóra B. Bjömsson)
I dag kveðjum við góðan vin
okkar, Kjartan Einarsson, sem var
snögglega kallaður burt úr þessum
heimi eftir fremur stutta en erfíða
sjúkdómslegu. Slíkt er ætíð erfítt
að sætta sig við þegar ungt fólk á
í hlut, fullt bjartsýni og starfsorku.
27 ár teljast vart löng ævi, en geta
samt markað djúp spor í minning-
una, ekki síst þegar fólk hefur til
að bera þá persónueiginleika sem
Kjartan hafði.
Hann var ávallt blátt áfram og
kom til dyranna eins og hann var
klæddur, með blik f augum og bros
á vör. Ætíð léttur í skapi og lét
ekki smámunina flækjast fyrir sér.
Það var einmitt fyrir þessa eigin-
leika sem hann tók sjúkdómi sínum
sem hverju öðru sem að höndum
ber í lífinu og var hann staðráðinn
i að sigrast á veikindum sínum og
ná bata á ný.
En máttur mannsins dugar oft
skammt og er mikil eftirsjá að
slíkum vini sem Kjartan var.
Elsku Helen, Elsa, Svana og aðr-
ir aðstandendur. Missir ykkar er
mikill og fátt hægt að segja til
huggunar. Megi góður Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Minningin lifir um góðan dreng.
Maja og Raggi
Okkur langar að minnast Kjart-
ans Einarssonar vinar okkar í fáum
orðum. Við vitum öll að ekkert okk*
ar er eilíft. En sú staðreynd er okk-
ur ekki svo ofarlega í huga þegar
við erum ung, því það er svo margt
sem við eigum eftir að gera og
ætlum að gera. Að horfast í augu
við þá staðreynd að hann Kjartan
sé dáinn, er erfíðara en orð fá lýst.
Hann, sem átti svo mikið að lifa
fyrir, var hrifinn á brott svo skyndi-
lega frá Helen og litlu augasteinun-
um þeirra, Elsu og Svanhildi. Mað-
ur er agndofa yfir harðneskju
lífsins. Við trúðum 511 að hann
myndi sigra í baráttunni við þennan
illvíga sjúkdóm sem knúði svo fyrir-
varalaust dyra, en nú er hann horf-
inn til æðri heima. Minningarnar
verða þó aldrei frá okkur teknar',
minningarnar um þennan heil-
steypta góða dreng lifa í hjörtum
okkar allra. Við erum þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast Kjart-
ani, þessum einstaka dreng sem var
svo heilsteyptur persónuleiki, mikill
fjölskyldumaður og vinur vina
sinna. Öll hans verk, hvort sem þau
voru unnin um borð í Reyni eða við
húsið hans vann hann óaðfínnan-
lega, hann var frábær verkmaður
og hörkuduglegur sjómaður.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði.
Guð þér nú fylgi, ^-
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku Helen, Elsa, Svana, Einar,
Pálmey, systkini og aðrir ættingjar.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Megi góður guð styrkja
ykkur í ykkar miklu sorg.
Nina og Smárí,
Brynja og Ævar.
Minning:
Guðmundur Jónsson
Dalgeirsstöðum
Fæddur 16. júlí 1896
Dáinn21.júnil988
Að kvðldi þriðjudagsins 21. júní
sl. lést í sjúkrahúsi Hvammstanga
minn kæri afí, Guðmundur Jónsson.
Hann fæddist í Huppahlíð í Miðfirði
16. júlí 1896 og ólst þar upp. For-
eldrar hans voru Jón Jónsson og
Þorbjörg Jóhannesdóttir. Systkini
hans voru: elstur er Guðjón, og svo
Jóhannes, Ólöf, Sigurður og Guð-
rún, sem öll eru látin, og Magnús.
Guðjón og Magnús búa nú á Lauga-
bakka. Afí og amma, Helga Jóhann-
esdóttir, sem lést í desember sl.,
byrjuðu að búa saman fyrir rúmum
60 árum. Fyrst á Ytri-Torfustöðum,
svo á Bjarkastaðaseli og svo keyptu
þau Dalgeirsstaði og bjuggu þar í
60 ár. Börn þeirra eru Oskar, sam-
býliskona hans er Ragnheiður Páls-
dóttir, Gréta, sambýlismaður henn-
ar er Sigurður Gunnarsson, og svo
er Heiða, sem er besta frænka í
heimi í augum litlu frænknanna
írisar, Jóhönnu og r Hrafnhildar.
Litlu langafabórnin íris, Jóhanna
og Hrafnhildur kveðja langafa með
söknuði. Ég var á Dalgeirsstöðum
á hverju sumri fram til 14 ára ald-
urs og var alltaf í smáuppáhaldi
hjá afa. Hann var svolítið sérstakur
maður og gat verið afskaplega ein-
þykkur og þrjóskur, en hann var
góður maður. Afi var blindur
síðustu árin, en alltaf vildi hann
ganga um sjálfur án hjálpar og það
gat hann gert heima þar til hann
fór á spítalann fyrir 7 mánuðum
síðan. Hann var alltaf hress þegar
ég hitti hann síðastliðin ár og spurði
frétta, einnig fylgdist hann vel með
málum úr sveitinni. Síðast þegar
ég hitti hann, fyrir 3 vikum síðan,
hafði honum farið mikið aftur frá
því í vetur þegar amma var jörðuð.
Ég á margar góðar minningar um
afa og þær vil ég alltaf eiga. Að
lokum vil ég og systkini mín, Helga
og Guðmundur, þakka fyrir árin
sem við áttum með honum.
Hvfli hann í friði.
Stella