Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 24
44 24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Verðbólguótti talinn valda hækkun dollars New York, Reuter. FJÁRMÁL ASÉRFRÆÐING A greinir á um hvort hækkun Bandarikja- dollars að undanförnu marki þáttaskil en svo sem alltnnna er hefur verðgildi hans rýrnað mjög á undanförnum þremur áruni. Almennt . er litið svo á að leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims hafi samþykkt á fundi sínum í Toronto á dögunum að leyfa dollarnum að hækka í því skyni að slá á ótta manna við vaxandi verðbólgu vegna þurrka í miðvesturrikjum Bandarikjanna að undanförnu. Verðgildi Bandaríkjadollars náði hámarki i febrúarmánuði árið 1985 en þá tók að halla undan fæti. í janúar á þessu ári var verðgildi hans gagnvart japönsku jeni og vestur-þýsku marki aðeins tæpur helmingur þess sem var þremur árum áðu'r. Dollarinn hefur hækkað um fimm jen og sjö mörk frá því leiðtogafundinum lauk í Toronto fyrir hálfum mánuði. Velta menn því nú mjög fyrir sér hvort hér sé um varanlega umbreytingu að ræða eða hvort búast megi við áfram- haldandi lækkun. Á þriðjudag og miðvikudag tóku bankar ( Evrópu að selja dollara tii að draga úr hækkun gjaldmiðilsins og hið sama gerði Seðlabanki Bandaríkjanna. Dollarasalan var þó takmörkuð og kváðust sérfræðingar líta svo á að tilgangur væri fyrst og fremst sá að hægja á verðhækkuninni frekar en að ná fram raunverulegri lækk- un. Sumir sérfræðingar telja að verð- lækkunarskeiðinu sé nú lokið en þeir eru fleiri sem hallast að hinu gagnstæða. Nefna menn einkum að enn hafi ekki tekist að uppræta tvær helstu meinsemdir bandarísks efhahagslífs; fjárlaga- og viðskipta- hallann. Þótt Ieiðtogar iðnríkjana hafi ákveðið að leyfa gjaldmiðlinum að hækka geti það vart talist tíma- mótaákvörðun. Þurrkarnir i Bandaríkjunum að undanförnu hafa orðið til þess að ýta mjög undir ótta manna um vax- andi verðbólgu þar eð sýnt þykir að ákveðnar nauðsynjavörur muni hækka í verði af þeim sökum. Þá nefna menn einnig að sterkari staða gjaldmiðilsins gefl stjórn Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Seðlabanka Bandarfkjanna aukið svigrúm við mörkun nýrrar fjár- málastefnu. Á fjármálamörkuðum heims er almennt litið svo á að skýra megi ákvörðun leiðtoga iðnr- íkjanna sjö með tilvísun til þessa. Reuter Hyndin er frá Vestur-Berlin og að baki konunum og krakkanum (og öndunargrímunum) er minningarkirkja Vilhjálms keisara. Hún fór illa i ioftárásum síðari heimsstyrjaldar en hefur verið látin óhreyfð til að minna á hörmungarnar. Þær eru þó liklega barnaleikur hjá þeim óförum, sem mengunín getur valdið öllu mannkyni. Umhverfismálaráðstefnan í Toronto: Hvatt tíl aukinna skatta á eldsneyti Mengxmin getur valdið stórkostlegum óförum um aJlan heim Toronto. Reuter. ALÞJÓÐLEG umhverfismála- ráðstef na, sem lauk i gær í Tor- onto í Kanada, skoraði á iðnrikin að hækka skatta á eldsneyti, oliu og kolum, og nota féð til að draga verulega úr koltvfsýringsmeng- un í andrúmsloftinu. Nærri 300 vísindamenn, um- hverfisverndarmenn og hagfræð- ingar frá rúmlega 40 löndum hvetja til þess ( lokaályktuninni, að árið 2005 verði buið að minnka koltvf- sýringsútblástur um 80% frá því, sem nú er. „Mannkynið stendur nú fyrir eins konar tilraunastarfsemi, sem teygir anga sfna um allan heim, og gerir sér ekki grein fyrir því, að hugsan- lega getur aðeins kjarnorkustyrjöld haft alvarlegri afleiðingar. Eins og nú horfir mega næstu kynslóðir búast við verulegri röskun í félags- legu og efnahagslegu tilliti," sagði í samþykktinni og var þar lögð áhersla á, að öll heimsbyggðin yrði að sameinast í baráttunni við eyð- ingu ósonlagsins, súrt regn og hærra hitastig andrúmsloftsins. Vísindamenn spá því, að hitastig andrúmsloftsins muni hækka á næstu 50-60 árum vegna „gróður- húsaáhrifanna" svokölluðu en þeim veldur koltvfsýringur og önnur mengun. Loftslagsbreytingarnar geta haft veruleg áhrif á heilsufar manna víða um heim, kynt undir átökum þjóða í millum og útrýmt nytjajurtum, sem stðr hluti mann- kyns byggir afkomu sína á. Kína: Stritast bara við að sitja í vinnunni Pekinpr. Reuter. í verksmiðju nokkurri f Shanghai, sem hefur 3.000 starfsmönnum á að skipa, eru aðeins 600 að verki á hverjum tíma. Enn önnur, sem framleiðir vindlingakveikjara, er betur búin tækjum en sams konar verksmiðja f Japan en framleiðnin er 30 sinnum minni. Kinverska blaðið EfnahagstSð- indi fór f gær hörðum orðum um agaleysið og upplausnina, sem það sagði rfkja á vinnustöðum f Shang- hai, næststærstu borg landsins. „Ef við brjótum ekki niður þetta úrelta kerfi blasir ekki við okkur neitt annað en hrun og fátækt," sagði f blaðinu en kfnverskir fjölmiðlar segja nú hverja söguna á fætur annarri um óstjórnina á vinnu- markaðnum. Dagblað alþýðunnar sagði t.d. nýlega, að af 130 milljón starfandi mönnum í borgum lands- ins hefðu 30 milljónir ekkert að gera á fullum launum. í kfnverskum verksmiðjum er fólk launað f samræmi við stöðu og aldur og er ungt fólk að jafhaði hálfdrættingur á við gamla starfs- menn. „Afleiðingin er sú, að gamla fólkið vinnur hörðum höndum en ungdómurinn horfir á," sagði í Efnahagstíðindum. „Hvere vegna skyldi ég vera svo vitlaus að vinna," var haft eftir ungum manni, sem fór f langt veik- indafrf og notaði það til að selja ávexti. Fyrir það fékk hann um 120 ísl. kr. á dag og 36 kr. að auki í sjúkradagpeninga. Þegar kommúnistar komust til valda f Kfna árið 1949 var látið svo heita, að hver einstaklingur væri eins og ein „skrúfa" í hinni miklu iðnaðarvél og ætlast til, að fólk gegndi sama starfinu ævilangt. Sjálft réð það engu um starfið og það gat ekki skipt um starf og engin hætta var á vera rekinn. Vegna þessa, sagði f Efnahagstíð- indum, sá fólk engan tilgang f að leggja hart að sér. Suður-Afríka: Formaður Framfara- flokksins segir af sér Cape Town. Reuter. FORMAÐUR suðuraf ríska f ram- faraflokksins, sem barist hefur gegn aðskilnaðarstefnunni í iandinu, kvaðst á fimmtudag ekki myndi bjóða sig fram tíl endurkjörs á næsta þingi flokks- ins sem haidið verður f ágúst. Formaðurinn, Colin Eglin, mun eftír sem áður sitja á þingi fyrir flokkinn. Eglin tók við formennsku af Frederik van zyl Slabbert árið 1985 en þá hafði Slabber gefið upp alla von um að barátta flokksins gegn aðskilnaðarstefhunni myndi bera árangur. Flokkurinn beið mikið af- hroð f kosningum árið 1987 og eft- ir þær sneru margir meðlimir fiokksins við honum baki og gengu til liðs við nýja hreyfingu fráls- lyndra sem einnig berst gegn að- skilnaðarstefnunni. Eglin sagði f sjónvarpi á föstudag að hann myndi, þrátt fyrir afsögn- ina, verða virkur í stjórnmálum, jafnt á þingi sem utan þess. Lfkleg- ur arftaki Eglin er talin vera Zach de Beer sem nú gegnir formennsku f fjármálanefnd flokksins. Reuter Tekið tílfótanna Flutningamönnum, sem tekið höfðu að sér það sérkennilega starf að flylja fjögurra metra langan krókódfl milli borga i Ástralíu, þóttí vissara að taka til fótanna er farniur þeirra komst tíl meðvit- undar fyrr en ætlað hafði verið. Þessa dagana stendur yfir mikil sýning á hafnarsvæði Sydney- borgar og var skepnan flutt þangað frá borginni Darwin gestum til skemmtunar og augnayndis. Flutnmgamennirnir tóku á rás upp úr gryfjunni er krókódUlinn tók að láta ófriðlega og bráði deyfingin svo snðgglega af skepnunni að þeim gafst ekki tóm til að fjarlægja múlinn um ginið eins og myndin sýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.