Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 50
Xri tJS»r 50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 > C 1964 Univenal Preas Syndicaie Hvté áttu tiL sem skilur efVcr o'brc«jÍ5 í, munninum ?* Áster... .. Ijúfur endurfundur. TM R«nj. U.S. P« OH.—M rightt ™Mr»d e 1987 Los AngdM Tm» Syndicat. ^ Það verður ekkert vanda- mál að láta af störfum fyr- ir aldursskair ef maður hefur tileinkað sér eitt- hvað nýtt. 628 tf"tfa$- Hann er að fara til tann- lœknisins á eftir ... HÖGNI HREKKVÍSI ~4 Reykingadeilan: ÚTÚR KÓFINU -Kófur svarar fyrirsig Til Velvakanda. Það verður að segjast eins og er að ég er nokkuð gáttaður á þeim heiftarlegu viðbrögðum og því hug- arangri sem greinarkorn mitt um „samheldni" reykingamanna virðist hafa valdið mönnum. Sérstaklega fannst mér innlegg Guðmundar 0. Gunnarssonar allóþarflega heift- ugt. Sannleikurinn er nefnilega sá að þessi grein var skrifuð sem kald- hæðnisleg ádrepa á sjálfan mig og aðra nikótínfíkla. íslendingar hafa lengi átt erfitt með að skilja notkun kaldhæðni sem aðferð til að koma skoðunum á framfæri. Ef til vill er hér um æf- ingarleysi að ræða því fáir hafa tatnið sér hinn kaldhæðna stíl. Það er helst að Flosi Ólafsson kald- hæðningur hafi haldið þessum framsetningarmáta að þjóðinni. Hinn kaldhæðni stfll byggir á því að setja fram svo fáránlegar og öfgafullar, en jafhframt grátbros- legar fullyrðingar og skoðanir máli sínu til stuðnings, að flestir hljóti að komast á gagnstæða skoðun við lesturinn. Hið sanna áróðursgildi kaldhæðninnar byggir þó á því að sem fæstir átti sig á því að hér er um viljaverk að ræða. Lítum aðeins á nokkrar setningar úr greininni sem olli fjaðrafokinu. „Þeir segja að árlega deyji um 300 okkar, pfslarvottar hinnar óheftu lífsnautnastefnu. Þessi dán- artíðni er að mínum dómi þjóð- hagsleg nauðsyn í landi þar sem heilsuhraustum gamalmennum fjölgar í sífellu". Athugum nú hvað þessi setning segir í raun. Hún segir að ef þú vilt verða heilsuhraustur og ná háum aldri ættir þú ekki að reykja. Lítum nú aðeins á vfgorðið sem reykingamenn voru hvattir til að sameinast um. „Reykingamenn eru lfka menn þó þeir séu það ekki eins lengi". í raun segir þetta slagorð: Ef þú ert nógu vitlaus til að reykja máttu búast við að deyja fyrir aldur fram. Að lokum skulum við skoða nið- urlag greinarinnar og endursegja það. „Annað sem við reykingamenn verðum að sameinast um er frelsi okkar og réttur til að reykja hvar sem er„.Ekki er verið að amast við því á opinberum stöðum þó fólk leysi þar vind og engin lög banna mönnum að leiða útblástursloft úr bflum sfnum inn í opinberar bygg- ingar. Hvers vegna eru þá sett lög sem banna okkur að reykja á al- mennum afgreiðslustöðum þegar vitað er að efnainnihald tóbaks- reyks og bflaútblásturs er að mörgu leyti svipað". í endursögn verður þessi setning eitthvað á þessa leið: Reykingamenn blása frá sér illa þefjandi ólofti sem er álfka ósiður og að leysa vind í hibýlum manna og ætti í raun að vera jafn fjarri mönnum og sú fárán- lega hugmynd að leiða útblástur úr bíl inn í stofu hjá nágrannan- um. Kæri Guðmundur. Þér og öðrum til hugarhægðar skal það og upp- lýst að ég skrifaði þessa kaldhæðnu grein um reykingamenn sem sjálfs- hjálp í þeirri viðleitni minni að hætta sjálfur að reykja, en það hefur nú staðið til í nokkra mán- uði. Um daginn ákvað ég svo að stfga næsta skref og innritaði mig á námskeið hjá Krabbamcinsfélag- inu en konan mín hætti að reykja á slfku námskeiði fyrir ári sfðan og nú er svo komið að annað hvort verð ég að segja skilið við reykinn eða hana. Með ástarkveðjum, Kófur Reykdal. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrif a. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend- ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nðfn, nafnnúmer og heimilisfðng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar L/\£BlRJDU fUÖM\B> f>lTT IUH í B/\HKA*4H?.(' Ljóst er orðið að sú aðstaða sem ferðalöngum til útlanda er boð- ið upp á í farþegaafgreiðslunni á Loftleiðahótelinu þaðan sem rú- turnar ganga til Keflavíkurflugvall- ar, er fyrir löngu orðin alls ófull- nægjandi. Víkverji ók til að mynda íslensk- um farþega út á Loftleiðahótelið nú eina nóttina í vikunni og þegar kom f afgreiðslu Kynnisferða sem annast rútuferðirnar til flugstöðv- arinnar á Keflavíkuflugvelli, blasti við heldur dapurleg sjón. íslending- arnir voru þá að tfnast inn á þessum ókristilega brottfarartíma, sem við þurfum að búa við, en þegar inn kom var hvergi hægt að setjast meðan beðið var eftir rútunum fyr- ir útlendingum sem lagst höfðu til svefns á þeim fáu bekkjum sem þarna eru. Þessir erlendu ferða- menn höfðu greinilega komið þarna þegar kvöldið áður eða fyrr um nóttina og lagst til svefns á bekkj- unum til að drepa tfmann þar til rúturnar koma og spara sér um leið gistingu síðustu nóttina á ís- landi. Ef Víkverji man rétt hafa lengi verið aform um að koma upp flugaf- greiðslumiðstöð í Reykjavík vegna utanlandsflugsins en lftið orðið úr framkvæmdum til þessa. Hitt er þó eins vfst að sú aðstaða sem nú er boðið upp á er íslenskum ferða- málum til vansa. x x Vfkverji er í hópi þeirra sem bregða sér alltaf annað slagið í sundlaugarnar f Laugardal. Hann hefur því að undanförnu orðið vitni að miklum stórmerkjum á þeim ágæta stað. Allt frá því að vatns- rennibrautin var opnuð fyrr í mán- uðinum, hafa börn og unglingar þyrpst í laugina til að spreyta sig f þessu nývirki, og er nú svo komið að f kringum hádegið þegar fasta- gestirnir streyma að teygir biðröð barna og fullorðinna sig langt út á stétt fyrir framan sundlaugarnar. Því hefur verið haldið fram að sundlaugarnar f Laugardalnum ættu undir högg að sækja vegna vaxandi framboðs og aukinnar sam- keppni frá sundlaugum í öðrum bæjarhlutum og nágrannabyggð- um. Ekki verður betur séð en að með vatnsrennibrautinni hafi þeirri þróun verið snúið við og Laugar- dalslaugin sé búin að endurheimta forna frægð sem aðalsundstaður höfuðborgarsvaíðisins. Einhvern tíma hældi Víkverji Handknattleikssambandi ís- lands fyrir að hafa tekið myndar- lega á málefnum kvennahandbolt- ans hér á landi. Sú var tfð að með- an karla- og unglingalandslið voru að vinna glæsta sigra, ríkti deyfð og drungi í kvennahandboltanum. Stjórn HSÍ tók sig þá saman í and- litinu og réð hingað til lands júgó- slavneskan þjálfara fyrir stúlkurn- ar. Hann hefur síðan á undra skömmum tíma hleypt nýju blóði í handknattleik kvenna hér á landi, eins og nýlegur árangur landsins í 5 landa keppni ytra ber gleggst vitni um En meðan þessu fer fram í kvennahandknattleiknum má lesa um það á fþróttasfðum dagblaðanna að Knattspyrnusamband íslands hafi hætt við alla landsleikjadag- skrá kvennalandsliðsins f knatt- spyrnu. Víkverja varð þvf á að hugsa, þegar hann las þetta að ólíkt hefðust þessi tvö sambönd að. Ekki þetta fallegt afspurnar á þessum tfmum jafnréttis kynjanna og auð- vitað hlýtur Knattspyrnusambandið að verða að fylgja fordæmi HSÍ með þvf að taka myndarlega á málefnum þeirra fjölmörgu stúlkna sem leika þessa vinsælustu fþrótt veraldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.