Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Minning: IngibjörgS. Frímanns- dóttir Blönduósi Fædd 21. október 1932 Dáin24.júníl988 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á granum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafhs síns. Jafnvel þó ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og bókstafur hugga mig. (Davíðssálmur 23.) Okkur langar í fáum orðum að minnast Ingibjargar Signýjar Frímannsdóttur eða Lillu mömmu hennar Siggu eins og við þekktum hana. En hún lést í Landspítalanum þann 24. júní eftir margra ára bar- áttu við sjúkdóm sem læknavísindin kunna lítil skil á. Það var kátur hópur af stelpum sem vöndu komu sína á heimili þeirra hjóna Lillu og Óla á Holta- brautinni, enda stóð það öllum opið. Þar gátum við gengið inn og út eins og við ættum heima þar og þar var óþrjótandi þolinmæði sem okkur stelpunum.var sýnd í gegnum ^þykkt og þunnt á unglingsárunum og eftir að við fórum að fullorðn- ast. Lilla var jafnan með í öllum samræðum við eldhúsborðið eins og ein af okkur, í návist hennar gleymdist allt kynslóðabil. Eini sjá- anlegi munurinn var kannski sá að Lilla var iðnari en við stelpurnar, hún var alltaf með eitthvað á prjón- unum eða efni í saumavélinni, enda liggja eftir hana ófáar flíkurnar og prjónadúkar sem eru hreint lista- verk. •» Nú þegar Lilla er ekki lengur hér á meðal okkar minnumst við hennar með þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar og vottum jafnframt manni hennar, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Arný, Björk og Kristín „Og til eru þeir sem gefa og þekkja hvorki þjáningu þess né gleði og eru sér ekki meðvitandi um dyggð sína. Þeir gefa eins og blómið í garðin- um, sem andar ilmi sínum út í loftið. Með verkum þeirra talar guð til J; mannanna og úr augum þeirra lýs- ir bros hans jörðinni." (Spámaðurinn, Kahlil Gibrán.) A kveðjustundu vill hugurinn leita til baka og gamlar myndir rifj- ast upp. Ég hef sjálfsagt ekki verið eldri en 10 ára þegar fundum okk- ar Lillu bar fyrst saman og ef minnið svíkur ekki var það í mjólk- urbúðinni á Króknum. Það var í þá tíð er mjólk var afgreidd f brúsum og ætlast til að allir tækju númer og væru afgreiddir eftir þeim. Ég mun snemma hafa fengið þá hug- mynd að ég væri svo merkileg per- sóna að ég ætti f það minnsta að halda minni röð. Þegar mín tala var nefnd og ég hugðist rétta brúsann i upp á borðið, skaust fram einn af betri borgurunum og kvaðst ekki hafa tíma til að bíða. Þar sem mér hefur verið margt betur gefið en að láta minn hlut mótmælti ég ákaft og afgreiðslustúlkan var mér sam- mála, því hún rétti manninum brús- ann til baka og tók minn. Þetta var hún Lilla. Þetta var í fyrsta en ekki sfðasta skipti sem hún átti eftir að rétta minn hlut. Það var ekki löngu síðar að nánari kynni hófust þegar hún og óli bróðir rugluðu saman reitum sfnum og hófu búskap í norðurend- " anum á Skógargötu 1. Við bjuggum þá sem og . enn stórfjölskyldan Aadnegard f suðurendanum og ég man að í fyrétu setti að mér kvfða um að athafnasvæðið í norðurend- anum, sem við höfðum um tíma notið, myndi nú lokast. En það var nú öðru nær. Skógargatan hélt .áfram að vera eitt athafnasvæði og þar þekktust engin landamæri. Ég varð þess fljótt var að ekki aðeins eldhúsið og búrið í norður- endanum væri mér ávallt opið, held- ur var sú sem þar réð ávallt tilbúin tíl að gefa og miðla hollráðum og hlýju. Það var nú svo að á þeim árum var maður ekki alltaf mót- tækilegur íýrir því sem hpllt var og rétt, enda var það svo og er sjálf- sagt enn að þeir'sem sækja á bratt- an verða stundum að reka sig á og hrufla sig. Ósjaldan var það að ég leitaði skjóls í norðurendanum eftir einhverja byltuna og svo merkilegt sem það var að í tfmanna rás hélst norðurendinn óbreyttur, þótt hann færðist til Blönduóss. Og tíminn leið og strákurinn framan við borð- ið í mjólkurbúðinni óx upp og hélt á braut á vit ævintýranna. En honum lærðist að þeim sem um höfin fara er hollt að eiga höfn sem er tæk í viðsjálum veðrum til- verunnar. Slík höfn var mér norður- endinn og sú sem þar réð. Þótt árin liðu og ég kominn með konu og börn og fastan stað í tilver- unni, rofnuðu aldrei þau bönd sem bundin voru norðurendanum. Minn- isstæð verður fyrsta ferðin okkar Ásu norður, með viðkomu -á Holta- brautinni. Húsráðendur ekki komn- ir heim úr vinnunni en norðurendinn opinn svo sem vant var og seint gleymíst svipurinn á eiginkonunni þegar ég gekk að eldavélinni, færði upp kjötbita af væntanlegri kvöld- máltíð heimilismanna og fékk mér að borða. Svona var norðurendinn og hann heldur áfram og það mun áfram verða áð og kíkt í pottana og blóm- ið í garðinum mun áfram anda ilmi sfnum út í loftið. Þetta er saga mín og sjálfsagt geta miklu fleiri sagt það sama. Fyrir allt þetta og miklu meira vil ég og fjölskylda mfn þakka Lillu. Þar sem ég hef ekki tækifæri til að fylgja Lillu sfðasta spölinn, ætla ég að kveðja hana með þessu tilskrifi og ljúka því með tilvitnun i Spámanninn um vináttuna sem hún skildi allra best. „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, þvf að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru haris, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni." Kristinn Aadnegard Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast Þessar ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar hafa oft komið í huga mér undanfarin ár, þegar ég hef fylgst með hetjulegri baráttu mágkonu minnar, sem aldrei kvárt- aði, átti sterka lffslöngun, hugrekki og ótrúlegan viljastyrk, sem hún nýtti til hinstu stundar. Hún ætlaði sér ekki að gefast upp. Hún ætlaði að vera, og njóta samvistar með fjölskyldu sinni, gleðjast með þeim og hlúa að þeim. Fjölskyldan var henni allt. En að lokum er það hvorki viljinn né lífslöngunin sem ræður. Sá er lífíð gefur, kallar það til sín aftur, og kallið hjá Lillu kom þann 24. júnf sl. Ég veit að Lilla hefur átt góða heimkomu, og það hefur verið vel á móti henni tekið. Ég sé fyrir mér hvar hann pabbi hefur komið á móti henni með bros í augum, tekið hana f sinn sterka faðm, þrýst kossi á kinn, og sagt: „Velkomin til okk- ar Lilla mín". Því mikið mat hann tengdadóttur sína. Hún hét fullu nafni Ingibjörg Signý, en var oftast kölluð Lilla. Hún var fædd 21. október 1932, dóttir Signýjar Ólafsdóttur og Frímanns Sigurðssonar og ólst upp á Vigdísarstöðum í V-Hún. 'Ég minnist fyrstu kynna minna af Lillu, þá er hún kom og dvaldi nokkra daga á heimili foreldra minna,^ þá^ unnusta elsta bróður míns, Ola. Ég var þá bara unglings- stúlka. Þannig stóð á að það átti að keppa í handbolta kvenna og áttum við heimastúlkurnar að taka gestina heim í mat er þeir komu. Við mamma vorum í vinnu og ekki um frí að ræða. Leitaði ég þá til Lillu og bað hana að hjálpa mér, var það auðsótt mál. Það var mín fyrsta en ekki sfðasta bón, og alltaf var jafngott að leita til hennar. Hún vildi hvers manns vanda leysa og fyrst til að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Aldrei fæ ég full- þakkað 511 þau góðu ráð er hún gaf mér og alla þá hjálp er hún veitti mér á erfiðum stundum í lífi mínu. Og ég veit ég mæli fyrir munn nokkar systkinanna allra að aldroi getum við endurgoldið þá umhyggju °S tryggð er hún sýndi foreldrum okkar og okkur systkinunum, ekki bara meðan hún bjó á Sauðárkróki heldur einnig eftir að hún flutti til Blönduóss. Alltaf var Lilla reiðubú- in að koma ef á þurfti að halda og tók okkur systkinin á heimili sitt tímum saman. Fyrir nokkrum árum tók Lilla sig til og prjónaði dúka og gaf okkur öllum systkinunum. Sagði hún mér að hún hafi farið að hugsa um það að við ættum ekkert eftir sig er hún færi og það fannst henni alveg ómögulegt. Og nú prýða þessir fal- íegu dúkar heimili okkar. Lilla og Óli hófu sinn búskap í sambýli við foreldra mína á Skógar- götu 1 á Sauðárkróki. Þau gengu f hjónaband 31. október 1962. Á Sauðárkróki fæddust börn þeirra. Þau eru: Þórólfur Óli, f. 1961, kvæntur Þórdísi Hjálmarsdóttur og eiga þau tvo syni; Sigríður Bjarney, f. 1963, hennar sambýlismaður er Hörður Rfkharðsson og eiga þau eina dóttur, og Ingibjörg María, f. 1965, og á hún einn son. 011 eru þau búsett á Blönduósi. Ég sá Lillu síðast 2. apríl si. er hún kom ásamt fjölskyldu sinni til að vera viðstödd brúðkaup dóttur minnar, og var þá nokkuð um liðið síðan hún hafði komið í Skagafjörð. Hún ar hress og kát og höfðum við ekki séð hana svo frísklega í langan tíma. Ég hafði orð á því við hana hve það gleddi mig mikið að hún skyldi hafa treyst sér til að koma og væri svona hress. Hún svaraði því til að hún hefði verið staðráðin í að láta sig ekki vanta. Þessi sfðasta samverustund með Lillu var okkur öllum mikils virði. Þarna var hún hress og kát og þannig viljum við muna hana. Þann 12. júní sl. var Lilla flutt suður á Landspítalann og þar háði hún sína síðustu baráttu og naut hún þar frábærrar umönnunar hjúkrunarfólks. En Lilla var ekki ein, Óli, börnin, tengdabörnin og Kristinn mágur hennar skiptust á að vaka yfir henni og hlúa að henni til hinstu stundar. Lilla var einstök kona, hjálpsöm og fórnfús og ósér- hlífnari rnanneskja er vandfundin. Hún virtist alltaf hafa nægan tíma til að hlusta á aðra og gefa góð ráð. Hennar einstaka skap, létta lund og hlýja bros yljaði og vakti traust þannig að vandamál og erfið- leikar virtust léttvægari og yfírstíg- anlegri en áður. Hún bjó yfír ein- stöku starfsþreki, þrátt fyrir að hún væri ekki sterkbyggð og hafí átt við mikil veikindi að stríða í mörg ár. Það virtist engin áhrif hafa á hana. Henni féll aldrei verk úr hendi, og gestrisnin og höfðing- skapurinn einstakur. Við Viðar og fjölskylda okkar vottum Óla, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum svo og öðrum ástvinum innilega samúð-. Söknuður þeirra er sár. En minningin um ástrfka eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu lifír. Hún verður dýrmæt perla í þeirra minningar- sjóð, fjársjóð, sem hvorki mðlur né ryð^ fær grandað. Eg kveð kæra mágkonu. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Sigrún Aadnegard Ég vil með fáum orðum minnast tengdamóður minnar, Ingibjargar Signýjar Frímannsdóttur, sem lést f Landspítalanum 24. júní síðastlið- inn. Ég minnist þess glöggt, er ég kom fyrst á heimili þeirra Lillu og Óla, sem síðar urðu tengdaforeldrar mínir. Mér var tekið alúðlega og varð strax eins og ein af fjölskyld- unni. Þar átti Lilla drjúgan þátt, því hún var bæði hlýleg og hreinskilin og gott að vera í návist hennar. Hún vildi 14ta verkin ganga, en var einnig hugulsöm. Það kom fram í handavinnu hennar. Hún saumaði og prjónaði á börnin og barnabörn- in og gerði einnig fleiri fallega muni, sem við eigum öll eftir hana. Hún var líka barngóð og þess naut Óli sonur minn ríkulega, en hann var fyrsta barnabarnið og í miklu uppáhaldi. Hún tók hann að sér, talaði við hann og fræddi hann um marga hluti. Þó hún væri lasin eða að vinna var eins og hún hefði alltaf tíma til að sinna honum, núna sfðast kenndi hún honum að spila. Nú nýverið, er hún kom heim eftir sjúkrahúsvist, sagði hann við hana, 4 ára snáðinn: Mikið er gaman að þú skulir vera komin heim á Holta- brautina, amma mfn. Þau hjónin voru bæði gestrisin og höfðu ánægju af að blanda geði við fólk. Á heimilið komu margir, því samheidnin í fjölskyldunni er mikil. Þá var hún líka glöðust þeg- ar hún gat gefíð öðrum og verið frekar veitandi en þiggjandi, þess nutu bæði ég og aðrir. Að lokum eins og skáldið'segir: Og þó þú sért horfin til heimkynna nýrra, er samt bjarminn í brjóstum vor kyrr. (Hannes Pétursson.) Ég á minninguna um elskulega tengdamóður, sem er mér ógleym- anleg og síðar munum við hittast í landi eilífðarinnar. Þórdis Minning: Sigríður Kristín Ragnarsdóttir Fædd 12. desember 1943 Dáin20.júníl988 'Fréttin um lát mágkonu minnar kom eins og reiðarslag yfír fjöl- skylduna. Að vísu hafði hún lengi átt við erfíðan blóðsjúkdóm að stríða, sem fór versnandi. Endalok- in komu þó öllum að óvörum er hún hné skyndilega niður á heimili sfnu vegna heilaáfalls. Fyrir dyrum stóð reyndar blóðgjöf á Borgarspítalan- um daginn eftir. Eiga nú eigin- maður hennar, Guðmundur Viggós- son, augnlæknir, og börn þeirra þau Ragnar Bjartur, nýorðinn 15 ára, og Hrafnhildur Björt, 13 ára, um sárt að binda. Sigríður Kristín, eða Kristín eins og hún var oftast kölluð, var dóttir hjónanna Ástu Einarsdóttur, ætt- aðrar frá Stokkseyri og Ragnars Hjörleifssonar, bankaritara, undan Eyjafjöllum. Föður sinn missti hún ung að árum og ólst því upp hjá móður sinni ásamt eldri systur, Hafdísi, og tveimur móðursystrum á Mánagötu 11 hér í borg. Systir hennar giftist ung til Banda- ríkjanna, þar sem hún býr nú með manni sínum og börnum. Mjög kært var með þeim systrum og heimsótti hún hana oft, sfðast fyrir aðeins þremur vikum. Móður sína missti Kristín. aftur á móti fyrir nokkrum árum. Kristín þurfti í æsku oft að dvelja langdvölum á spítölum vegna blóð- leysis. Hún hresstist þó vel á milli og naut þá lífsins meir og dýpra en margir sem frískir teljast. Hún var afburða námsmaður og mennt- aðist vel. Stúdentsprófi lauk hún utanskóla frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1966. Hóf að því loknu nám í læknisfræði við Há- skóla íslands. Vegna heilsubrests varð hún þó að hætta því í miðjum klíðum. Sfðar, eða eftir að börnin voru fædd, lagði hún stund á lyfja- fræði við HÍ og lauk þaðanprófi með glæsilegum vitnisburði. Fram- haldsnám f lyfjaverkunarfræði stundaði hún sfðan við Háskólann f Lundi eins og heilsan leyfði. Þau hjónin voru óvenju samrýnd og samstiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Var eins og veik- indin þjöppuðu þeim saman. Er missir Guðmundar því ákaflega mikill. Þau höfðu búið sér fallegt og listrænt heimili í Beykihlíð hér í borg og búið þar síðustu árin. Kristín var einkar vönduð mann- eskja bæði til orðs og æðis. Aldrei minnist ég þess að hún hafí mælt styggð^tyriH tu nokkurs manns. Hún var ljóðelsk og las mikið, bæði fagurbókmenntir og náttúruvfsindi. Börn sfn og eiginmann setti hún þó ávallt í fyrsta sæti og vakti yfir velferð þeríra bæði andlegri sem líkamlegri og aldrei kvartaði hún yfir veikindum sínum. Þótt Kristínu yrði ekki langra lífdaga auðið þá bjó hún yfír þekk- ingu og lífsvisku á við sér miklu eldri og auðnaðist henni að búa böm sfn vel undir lffíð og sjá þau verða að efnisunglingum áður en kallið kom. Hún var alla tíð hlýleg gagnvart mér og fjölskyldu minni og er bjart yfir minningu hennar. Hún var elsk að dýrum og átti mikið safn kakt- usa. Næm var hún fyrir nýjum straumum í bókmenntum og listum. Hún var mikill náttúruunnandi og hafði yndi af ferðalögum, sérstak- lega um óbyggðir íslands og kunni góð skil á Í8lenskri náttúru. Það sem mér fannst mest áberandi í fari hennar var hlýja, yfírvegun og mannskilningur, þótt ekki hafi hana skort sjálfstæði í skoðunum eða metnað fyrir sig og sína. Slíks fólks ér gott að minnast. Það getur að- eins bætt þessa veröld. Að lokum vil ég hafa eftir brot úr ljóði Tómasar Guðmundssonar skálds, sem ég veit að hún mat mikils: ... ég er dularfulla blómið f draumi hins unga manns og ég dey, ef hann vaknar. Blessuð sé minning hennar. Tryggvi Viggósson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.