Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 '45 Það er alltaf gaman á balli í Heijólfsdal. Morgunblaðið/Sigurgeir Kjarnakonur í Sjálf stæðiskvennaf élaginu Eygló, tóku sig til og gróðursettu nokkrar plöntur við Skans- inn og í hraunkantinum við Kirkjuveg. VESTMANNAEYJAR Jónsmessa í V estmannaeyjum Eyjapeyjar og meyjar sátu ekki auðum höndum á Jónsmes- sunni, öðru nær. Um kvöldið fóru konur f Sjálfstæðiskvennafélaginu Eygló og gróðursettu alaskavfðir og viðju við Skansinn ogí hraun- kantinn við Kirkjuveg. Þetta er nokkurs konar tilraun hjá þeim því að við þama er töluvert sjórok og er erfítt að segja til um hvort plön- tumar geta lifað við þessar aðstæð- ur. Konumar vom þó bjartsýnar og er þetta lofsvert framtak hjá þeim því að eftir gos hafði allur gróður á þessu svæði eyðst og mik- il þörf á úrbótum. Ef þessi tilraun tekst, mun það sjálfsagt vera hvatn- ing fyrir önnur félagasamtök í Vest- mannaeyjum til að gera slíkt hið sama. Um kvöldið stóð ÍBV fyrir nætur- gleði í Heijólfsdal og var dansað og skemmt sér fram á nótt. Þetta getur kallast upphitun fýrir Þjóð- hátíð sem verður haldin í Heijólfsr dal um Veslunarmannahelgina. ,___ |.r TIFFANY RENEE DARWISH Vill ekki leyfa inömmu w ILos Angeles fór nýlega fram nokkuð sérstætt dómsmál. Unga söngkonan Tiffany fór í mál vegna þess að hún vildi ekki sætta sig við ráðríki móður sinnar. Þetta dóms- mál hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Tiffany sem er að- eins 16 ára gömul varð heimsþekkt sl. vetur og nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Þannig er mál með vexti að Tiff- any telur móður sína ógna frelsi sínu, því að Tiffany er ekki enn orðin sjálfráða og móðir hennar hefur í rauninni rétt til að segja henni hvað hún má og má ekki. Tiffany segir, „Móðir mín vill eyði- leggja frama minn sem söngkonu og hafa þannig áhrif á framtíð mína.“ Heimilislífíð hjá fjölskyldu henn- ar hefur iöngum verið stormasamt. Janie móðir hennar hefur verið diykkjumanneskja í mörg ár og faðir hennar, Jim Darwish, sem er atvinnuflugmaður, yfírgaf þær mæðgumar þegar Tiffany var rúm- lega eins árs gömul. Ekki leið á löngu þar til Janie kynntist Dan Williams og þau giftu sig. Hjóna- bandið gekk vægast sagt illa en þau eignuðust þó saman tvær dætur áður en þau skildu árið 1984. Þeg- ar skilnaðarmálið stóð sem hæst ásakaði Janie eiginmann sinn um að hafa beitt sig ofbeldi og einnig að hafa lagt það í vana sinn að gægjast á svefnherbergisgluggann hjá Tiffany. Hann væri því nokkurs konar gluggagægir á eigin heimili. Janie er þó ennþá undir heilmiklum áhrifum frá Dan þrátt fyrir allt. Janie hefur verið ásökuð fyrir að hafa mestan áhuga fyrir ijármunum Tiffany og að áhyggjur hennar af velferð dóttur sinnar séu að mestu leyti yfírskin. Hún býr í fremur að raða óhijálegri íbúð í Norwalk í Califor- niu ásamt hálfsystrum Tiffany. Dan faðir þeirra hefur ekki mikið fé á milli handanna því að hann er óbreyttur starfsmaður í verksmiðju sem framleiðir hundamat og þiggur laun samkvæmt því. Janie hefur þvemeitað fyrir að vilja koma í veg fyrir framgang dóttur sinnar og segist aldrei hafa haft nokkum áhuga fyrir ijármun- um hennar. Hún segist hafa áhyggj- ur af Tiffany því að hún sé á stöðug- um flækingi í hljómleikaferðalögum og þrátt fyrir að hún sé aðeins 16 ára hafi hún engan kvenkyns ferða- félaga sem hafí gætur á henni. Janie fínnst umboðsmaður Tiffany, George Tobin sem er 45 ára gam- all, hafa alltof mikil áhrif á hana. Tiffany hafí dýrkað George vegna þess að hann var alltaf viss um að hún yrði stjama. Staðreyndin sé sú að hann hirði helming launa Tiffany og það er engin smásumma. Það sem Janie fínnst verst er að Tiffany lifír óheilbrigðu lífemi, vakir oft til 4 á nóttunni þegar hún er í hljóm- leikaferðalögum og gleymir að taka inn vítamíntöflumar sínar. Auk þess sé hún hætt að lesa skólabæk- umar sínar og stafsetningin hjá henni sé í slakasta lagi. Niðurstaða réttarhaldanna varð sú að Tiffany skyldi falla frá kröfum sfnum um að losna frá móður sinni og lögfræðingar þeirra myndu sjá um að ganga frá ágreiningsmálum þeirra. Tiffany skyldi annað hvort búa hjá föðurömmu sinni eða flytja aftur heim til móður sinnar. Tiffany yrði einnig að leyfa lögfræðingum móður sinnar að hafa umsjón með fjármálum sínum ásamt sfnum eigin lögfæðingum. Sumir hafa bent á að þetta sé f rauninni engin lausn. Dan, fyrrverandi stjúpfaðir Tiffany, segist vera eins og George Tobin, heiðarlegur fram i fingurgóma. Janie, móðir Tiffany, segir að frægðin hafi spillt henni. George Tobin, umboðsmaður Tiffany, hirðir helming launa^ hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.