Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 3
t
MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988
3
Sláttur að hefjast:
Við þurfum
jómfrúrhita
- segir Jens í Kaldalóni
SLÁTTUR er í þann mund að hefjast á landinu þótt víða þurfi
bændur að hinkra eftir þurrki eða betri sprettu. Bændur sunnan-
lands virðast yfirleitt ekki farnir að slá og geta kennt fádæma
köldum júnímánuði um, hið sama gildir um Vesturland og Vest-
firði. Margir bfða nú eftír þurrki norðanlands en fyrir tæpri viku
kólnaði mjög í veðri fyrir norðan og austan svo að grasspretta
er lit.il þessa dagana. Þó er sláttur hafinn f Austur-Húnavatns-
sýslu og Skagafirði.
Að sögn Guttorms V. Þormar,
bónda í Geitagerði á Fljótsdal,
hefur sprettu lítið farið fram síðan
tíðarfar breyttist austanlands úr
miklum hitum í t sjö til ellefu stig.
Hann sagði að nú væri þurrakuldi
á Héraði, bændur gætu beðið með
slátt upp undir viku en varla leng-
ur.
Jens Guðmundsson, bóndi f
Kaldalóni f ísafjarðardjúpi, sagði
að víða væri kal í túnum á Vest-
fjörðum. í sinni sveit væri nú bjart
veður og kalt, gras sprytti lítið
þannig að ólfklegt væri að sláttur
hæfist fyrr en líða tæki á júlí.
„Við þurfum ekkert minna en jóm-
frúrhita," sagði Jens.
Að undanförnu hefur tíð verið
heldur slæm f Borgarfirði, að sögn
séra Brynjólfs Gislasonar í Staf-
holti, bjartviðri með norðanbelg-
ingi en sæmilegum hlýindum.
Brynjólfur taldi að almennt yrði
farið að slá í uppsveitum eftir
hálfan mánuð.
Morgunblaðið/RAX
Sláttur er nú hafinn við Mosfell f Mosfellssveit, en kuldi f júnfmánuði hefur seinkað slætti víða
sunnanlands.
Heimildarmenn Morgunblaðs-
ins á Suðurlandi sögðu að sláttur
væri almennt ekki hafinn í ná-
grenni við þá. Þeim Vilhjálmi
Eyjólfssyni á Hnausum f Meðall-
andi, Jóni ólafssyni í Eystra-
Geldingaholti, Gnúpverjahreppi,
og Einari Þorsteinssyni f Sól-
heimahjáleigu í Mýrdal bar saman
um að vætu- og kuldatíð í júní
hefði valdið lélegri grassprettu.
Sjá einnig bls. 32.
Oruggar upplýsingar um
KASKO-AVOXTUN
Síðasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun
sem svarar42,77%
Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (apríl-júní) var 9,31%-
Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 42,77% ársávöxtun.
KASKÓ - öryggislykill Sparifjáreigenda.
VÉRZlUNRRBflNKINN
-cwucctttueðjkét f