Morgunblaðið - 02.07.1988, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.07.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 3 Sláttur að hefjast: Yið þurfum jómfrúrhita - segir Jens í Kaldalóni SLÁTTUR er í þann mund að hefjast á landinu þótt viða þurfi bændur að hinkra eftir þurrki eða betri sprettu. Bændur sunnan- lands virðast yfirleitt ekki famir að slá og geta kennt fádæma köldum júnímánuði um, hið sama gildir um Vesturland og Vest- firði. Margir bíða nú eftir þurrki norðanlands en fyrir tæpri viku kólnaði mjög í veðri fyrir norðan og austan svo að grasspretta er lítil þessa dagana. Þó er sláttur hafinn i Austur-Húnavatns- sýslu og Skagafirði. Að sögn Guttorms V. Þormar, bónda í Geitagerði á Fljótsdal, hefur sprettu lítið farið fram síðan tíðarfar breyttist austanlands úr miklum hitum í í sjö til ellefu stig. Hann sagði að nú væri þurrakuldi á Héraði, bændur gætu beðið með slátt upp undir viku en varla leng- ur. Jens Guðmundsson, bóndi í Kaldalóni í ísafjarðardjúpi, sagði að víða væri kal í túnum á Vest- flörðum. í sinni sveit væri nú bjart veður og kalt, gras sprytti lítið þannig að ólíklegt væri að sláttur hæfist fyrr en líða tæki á júlí. „Við þurfum ekkert minna en jóm- frúrhita," sagði Jens. Að undanfömu hefur tíð verið heldur slæm í Borgarfirði, að sögn séra Brynjólfs Gíslasonar í Staf- holti, bjartviðri með norðanbelg- ingi en sæmilegum hlýindum. Brynjólfur taldi að almennt yrði farið að slá í uppsveitum eftir hálfan mánuð. Morgunblaðið/RAX Sláttur er nú hafinn við Mosfell í Mosfellssveit, en kuldi í júnimánuði hefur seinkað slætti víða sunnanlands. Heimildarmenn Morgunblaðs- Eyjóifssyni á Hnausum í Meðall- heimahjáleigu í Mýrdal bar saman ins á Suðurlandi sögðu að sláttur andi, Jóni Ólafssyni i Eystra- um að vætu- og kuldatíð í júní væri almennt ekki hafinn í ná- Geldingaholti, Gnúpveijahreppi, hefði valdið lélegri grassprettu. grenni við þá. Þeim Vilhjálmi og Einari Þorsteinssyni í Sól- Sjá einnig bls. 32. Oruggar upplýsingar um KASKÓ -ÁVÖXIUN Síöasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun sem svarar42,77% Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (apríl-júní) var 9,31%. Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 42,77% ársávöxtun. KASKÓ - öryggislykill Sparifjáreigenda. VíRZlUNflRBfiNKINN -vitwcvi með þén,!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.