Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 fitaiEMEinffl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Nú megið þið spreyta ykkur á að giska á hversu gamalt það muni vera sem hér fer á eftir og hvar það hafi birst: „Blaðamenn ættu að auglýsa eftir nýyrðum, þegar þeirra er þörf, í stað þess að nota erlend orð eða orðatiltæki. Hiiiir mörgu hagyrðingar þjóðarinnar mundu ekki láta á sér standa, þótt lítið fé kæmi í aðra hönd. Svo elska þeir þjóð vora og þjóðtungu. Líka þyrfti að fá norrænufræðinga í lið með sér. Þeir ættu að fræða al- menning um ísl. mál og málvenj- ur, meir en gert er. Og vissulega þurfa þeir líka að vera á verði og vara menn við málspjöllum. Þá ættu öll blöð landsins að birta meira um ísl. mál og málvenjur en gert er. Ætti í hverju blaði að hafa sérstakar greinar um mál- verndun, sem menn gætu lesið sér til sálubóta. Og loks þyrfti að stofna málverndunarfélag í hverju kauptúni til leiðbeininga og vernd- unar hinu daglega máli, fyrir alla þá, sem láta sig þjóðerni vort nokkru skipta. í þessu sambandi má geta þess að nýyrðasafn orðabókarnefndar Háskóla íslands hefir gert mikið gagn og hjálpað mörgum í mál- verndunarstarfinu. En mörg eru orðskrípin enn í málinu og mállýzkurnar, sem þarf að leiðrétta og útrýma. Og getur verið að ég minnist á einhver þeirra síðar, þótt mörgum öðrum standi það nær. En eins og íslenzkan stóð af sér dönskuna og dönskusletturnar um aldamótin síðustu, eins mun hún og nú standa af sér enskuna og enskusletturnar. En til þess að það gangi sem greiðlegast, þurfa allir sannir íslendingar að vera á varðbergi. Láta þá, sem enn þykir það „fínt" að krydda mál sitt með erlendum orðum eða orðskrípum, vita að vér eigum eitt hið fegursta og fullkomn- asta mál, sem til er. Og að það er móðgun við ísland og íslend- inga, að menn vandi ekki mál sitt, hvort sem er í ræðu eða riti." Þessi maður skrifaði undir gælu- nafni, en kannski finnið þið hann. Ég var farinn að örvænta um orðalagið að eitthvað byggist á einhverju. Dag eftir dag sá ég eða heyrði dönskuna: þetta byggir á því, allt endalaust. Stórar fyrir- sagnir í blöðum, frétt á frétt ofan í vörpum, þar sem allt byggði á einhverju. Voðalegir bygginga- meistarar sífellt á ferðinni. Mér var til efs að nokkur myndi leng- ur eftir miðmynd í þolmyndar- merkingu. En samningarnir byggðust (==voru byggðir) á sam- komulagi. Þeir byggðu ekki neitt á neinu. Aætlunin byggðist (=var byggð) á rannsóknum. Hún byggði hvorki eitt né neitt. Get- gátur hans byggðust (=voru byggðar) á hæpnum forsendum. Þær byggðu ekki eitt eða neitt á neinum forsendum. Nú skrifa ég í bjartsýniskasti. Ég hef heyrt hvað eftir annað í vörpum rétt farið með þetta. Menn kunna allt í einu að segja að eitt- hvað byggist(=sé byggt) á öðru. Jafnvel í auglýsingum, hvað þá fréttum. Guð láti gott á vita. Og kannski hafa menn farið á nám- skeið. En hvað um það. Samein- umst nú um þetta rétta tal og fellum niður vitleysuna að eitt- 442.þáttur hvað byggi (=sé byggt) á ein- hverju. Hefur nú hafist upp nýr limru- smiður, að nafni Áslákur austan og býð ég hann velkominn í hóp þeirra félaga sem yrkja úr öllum áttum, þó mörgum málvöndunar- manni þyki lítið koma til kveð- skaparins. En lítið er ungs manns gaman: Um tannlæknishjálp var ei trantvon, né tryggingabót fyrir Anton, þegar lá hann í bælinu i bágstaddrahælinu í sjómannahverfinu í Kanton. Stóð Bergþóra dauðþreytt að bleikja lín qg Bjarnhildur kófsveitt að steikja svín. A tundri og tjá var tilveran þá, er Björg giftist Randveri Reykjalín. Um Jón gljúfra Jónsson (1744- 1820) segir í kirkjubók: „Dável læs, veit nóg, klúkinn og klókur, hefur hér í sókn [Möðruvallasókn] skikkanlegur verið." Getið þið sagt mér hvað klukinn þýðir? Ég veit það ekki og hef hvergi fundið það. Orðabók Háskólans hefur ekkert dæmi. Ég yrði líka feginn öllum upplýsing- um um orðið klinkinn. Það kemur reyndar fyrir í lesmáli og í vísu, sem ég veit ekki með vissu hvern- ig er, en gæti verið á þessa leið: Situr Brynki, sjór þó sprinki og rjúki. Hann er klinkinn, kallinn sá, kólgudynki við að rjá. Seinnipartur þessarar stuðla- fallsvísu er nokkuð öruggur, en fyrsta braglínan er ansi vafasöm. Upprunalegt líf Myndlist Bragi Asgeirsson Listakonan María Jósefsdóttir, eða Myriam Bat-Yosef, sem er hennar upprunalega nafn, hefur víða skilið eftir sig spor. Hún er fædd í Þýskalandi en fluttist í bernsku til ísraels, lagði fyrir sig myndlist og nam m.a. í Flórenz á ítalíu þar sem hún kynntist Guð- mundi Ferró, sem seinna varð Erró, og giftist honum. Kom hún með honum til íslands árið 1957 ogtók ástfóstri við landið enda eignaðist hún hér marga vini sem hún heldur tryggð við. Myriam hefur haldið yfir 50 sýn- ingar víðs vegar um lönd og þar af nokkrar eftirminnilegar á ís- landi. Hún heldur sig ekki eingöngu við málverkið og hinn tvívíða flöt heldur hefur hún einnig yfírfaert list sína á ýmsa tilfallandi hluti svo sem borð, stóla, gínur, tilfallandi efni o.s.frv. Þá hefur hún einfiíg framið ýmsar tegundir gjörnirlga nu Myriam Bat-Yosef Til sölu í Haf narf irði Steinhús við Álfaskeið: 2 hæðir, 136 fm, byggt 1944, á mjög góðum stað í miðbænum. Lóð með stórum og fallegum trjám. Bílsk. Laust strax. Einkasaia. 3ja herb. íbúð við Köldukinn: Falleg, um 70 fm íb. á miðhæð. Svalir. Sérinngangur. Efri hæð og ris í timburhúsi: 3ja herb. íb. og rúmgott ris á góðum stað í miðbænum. Verð 2,4 millj. Einkasala. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími: 50764. Opiðídag frákl. 12-17. Hjá f egurðinni Erlendar baejcur Jóhanna Kristjónsdóttir Insight Guides: Sri Lanka Útg. APA Productions ÞEGAR ég rekst á bækur úr Insight Guides-bókaflokknum er skemmti- legt að falla fyrir freistingunni og kaupa þær snarlega og eru þær þó í dýrari kanti ferðabóka. Þessar bækur hafa flest það sem vekur ánægju lesanda. Fróðleikur um sögu viðkomandi lands er að- gengilegur og viðráðanlegur og jafnan upplýsandi frásögn um nú- tímann. Myndir eru alltaf forkunn- argóðar. Mikill fjöldi fólks leggur jafnan hönd á plóginn við gerð þeirra og vandað til vinnubragða í hvívetna. Að mínum dómi er mikilvægt að lesa sér til um þau lönd sem farið er til, enda þótt ekki sé hægt að sporðrenna öllu og lestur jafnast aldrei á við upplifunina sjálfa. En góður undirbúningur og vitneskja getur gert dvöl á framandi slóðum fyllri og gjöfulli. I Insight Guides um Sri Lanka er bókinni skipt niður í ágæta og skipulega kafla, svo að hver getur sri lanka 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSOIM solustjóri LÁRUS BJARNASON HDL. LOGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Góð íbúð - langíímalán 3ja herb. íb. stór og góð á 3. hæð v/Hraunbæ 90,9 fm. Ágæt sam- eign. Gott kjherb. fylgir með snyrt. Mikið útsýni. Góð langtímalán kr. 2,8 millj. fylgja. Laus í nóv. nk. Skammt frá Háskólanum á 1. hæð í reisulegu þrfbhúsi 4ra herb. hæð 95,5 fm nettó. Velmeð- farin. Svalir. Danfosskerfi. Skuldlaus. Skipti mögul. á 3ja herb. ib. í Vesturborginni. Skammt frá Sundhöllinni 3ja herb. þakíb. um 80 fm. Nýl. gluggar og kvistir. Sólsvalir. Góð geymsla í kj. Ágæt sameign. Verö aðeins kr. 3,6 millj. Suðuríbúð í lyftuhúsi 2ja herb. á 6. hæö viA Álftahóla. Ágæt sameign. Stórkostlegt útsýni. Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í borginni eða nágr. um 200 f m helst á einni hæð. Opið í dag laugardag kl. 11.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Húseign í Hafnarfirði Nýkomið til sölu fallegt og vandað einbýlishús á friðsæl- um stað við Austurgötu. Tvær hæðir, 162 fm, byggt 1963. Á efri hæð eru tvær rúmgóðar stofur, stórt eld- hús og snyrtiherb. Á neðri hæð eru þrjú herb., bað, þvottahús og geymsla. Suðursvalir með góðu útsýni. 24 fm útihús (verkstæði). Einkasala. Opið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl., frá kl 12—17 Austurgötu 10, sími: 50764. Kápumynd lesið sér til um það sem helst snert- ir áhugasvið hans. Þar er skrifað um söguna, nýlendutímann, sér- stakur kafli er um tímabilið eftir sjálfstæði og loks um Sri Lanka nú. Fyrirferðarmikil skil eru gerð á trú og lffsskoðun Lanka, gerð grein fyrir sinhalesum og þeirra búddatrú og minnihlutaþjóðinni tamílum sem eru flestir hindúar. Þá er snúið sér að því að gera landinu skil og hver; hluti fær sinn skerf. Menningarlíf, atvinnuvegir, trú- arhátfðir, matarvenjur, lífið í frum- skóginum, gimsteinavinnslan og er \ þá fátt eitt talið. í síðasta kafla . bókarinnar er svo gerð grein fyrir, ýmsum þáttum sem ferðamönnum , kemur vel að vita, svo sem um ferð- ir innan Sri Lanka, gistiaðstöðu, j næturlíf, íþróttir, tungumál og hvaðeina. Allmörg kort eru til bóta. Þeir sem hafa sótt Sri Lanka heim hljóta að hrífast af fegurð landsins og eyjan er réttnefnd Paradísareyja. I eldgömlum sögn- um segir að menn hafl trúað því að Sri Lanka hafi verið aldingarður- inn Eden, og víst hefur maður heyrt fráleitari kenningar en það. Það er sorglegra en tárum taki, að illvígar deilur sinhalesa og tamíla á sfðustu árum hafa orðið til þess að skipta þjóðinni í stríðandi fylkingar, blóði er úthellt og það virðist erfítt að»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.