Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 36
36 MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 I ÞINGHLEI STEFAN FRIÐBJARNARSON Forskólaaldurinn Hvar eiga börnin að vera? Alls munu starfandi rétt rúmlega 200 dagvistarheimili fyrir um tfu þúsund börn — f 80 sveitarfélögum — hér á landi. Þar af eru um 80 starf- andi í Reykjavík og um 40 f Reykjaneskjördæmi, eða ná- lægt 60% dagvistarheimila f þessum tveimur kjördæmum. Árið 1986 vóru um 4.500 börn á dagvJstarheimilum f Reykjavík og 2.400 í Reykjanes- kjördæmi, samtals tæplega 7.000 börn (af 10.400 börnum á slíkum heimilum í landinu öllu). Þessi tvö kjördæmi starf- rækja þvf um 70% dagvistar- plássa landsins. Örar þjóðfélagsbreytingar valda því að staða barna en nú allt önnur en fyrir nokkrum ára- tugum. I fyrsta lagi þarfnast atvinnulíf þjóðarinnar starfskrafta allra landsmanna á vinnualdri, kvenna jafnt sem karla. Hér er ekkert atvinnuleysi, öfugt við flest grannríki, þar sem 5-10% vinnu- færs fólks gengur atvinnulaust. Eftirspurn eftir vinnuafli er á stundum meiri en framboðið. í annan stað hefur samfélagið viðurkennt jafnrétti kvenna til náms og starfa. Vilji kvenna, þ. á m. mæðra, stendur í vaxandi mæli til að nýta þennan rétt; til þess að láta reyna á hæfni og starfsgetu á öllum starfssviðum þjóðarbúskaparins. í þriðja lagi hafa íslendingar tamið sér lffsmáta sem gerir krðf- ur til tekjuöflunar tveggja fyrir- vinna á meðalstóru heimili. Tekju- öflun beggja foreldra er oftlega „ill" nauðsyn. Þessar þjóðlífsbreytingar, sem og sú staðreynd, að fjöldi barna elzt upp hjá einstæðu foreldri, gera sívaxandi kröfur um dagvist- arstofnanir, er bjóða upp á viðun- andi þroskaskilyrði fyrir börn. II Hvað er forskólaaldur? Hér er gengið út frá því að hann taki til barna frá þvf að fæðingarorlofi foreldra lýkur til þess tíma er grunnskóli tekur við; spanni m.a. vöggustofur, dag- heimili, leikskóla og skólavist fimm og sex ára barna. Heimilið (fjölskyldan), grun- neining samfélagsins, er og verð-. ur kjölfestan í uppeldi barnsins. Foreldraréttinn má í engu skerða. Nútfma þjóðfélagsaðstæður gera það hinsvegar nauðsynlegt að til staðar séu dagvistarstofnanir þar sem börn útivinnandi foreldra njóti samvista við jafnaldra, um- sjár fólks með sérþekkingu í upp- eldismálum og hafi að öðru leyti æskileg þroskaskilyrði. Þáð er meginreglan hér á landi að dagvistarstofnanir eru reknar af sveitarfélögum. Stöku stór fyr- irtæki og stofnanir hafa séð sér hag í að bjóða starfsfólki upp á þjónustu af þessu tagi. Einka- reknar dagvistarstofnanir hafa og komið til. Sú spurning verður jafn- framt ágengari, hvort það sé ekki betra fyrir börnin og hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að foreldri fái greiðslu fyrir að dvelja heima með ungum börnum sfnum, ef það kýs m Það kann að vera nauðsynlegt að binda f lög og/eða reglugerðir ákvæði um aðbúð barna á for- skðlaaldri, fyrst og fremst til að tryggja hag og þroskaskilyrði ungviðisins, en jafnframt til að kortleggja stefnumörkun í þessum mikilvæga málaflokki. Lagasetning af þessu tagi er þó viðkvæmt verkefhi og krefst samþættingar margs konar sjón- armiða. Hér um þarf því að ná víðtækri samstöðu. Ákvæði af þessu tagi þurfa meðal annars að ná til þess, hver skuli vera hlutur rfkis og sveitar- félaga í uppbyggingu og/eða rekstri slfkra stofnana. Ekki sfður hver skuli vera starfsvettvangur fyrirtækja og/eða einkaaðila. Loks, hvern veg skapa megi for- eldri fjárhagslega möguleika til að dvelja heima með ungum börn- um sínum, kjósi það að hafa þann háttinn á. Lög af þessu tagi hlytu að ná til ábyrgðar og eftirlits, menntun- ar starfsfólks, aðbúðar barnanna hverskonar, sérþarfa einstakra hópa og hugsanlega samvinnu við skóladagheimili og grunnskóla. Þá kann að vera nauðsynlegt að löggjafinn-kveði á um fræðslu og uppeldisleg markmið, meðal ann- ars til að halda kreddusjónarmið- um f skefjum og festa holl áhrif í sessi, m.a. krístileg sjónarmið, í mótun barnsins. Ungar mæður með kornabörn á þingpöllum þegar dagvistarmál bar á góma. Ástand dagvistarmála. í eftirfarandi yfirlili kemur fram fjöldi dagvistarheimila, fjöldi barna á þeim, fóstra og ófaglærðs fólks og fjöldi á biðlistum eftir dagvistarrými í árslok Vl>86 flokkað eflif kjördæmum. svo og bráðabirgðatölur fyrir áriö 1987: Kjördæmi Fjöldi Fj. aldi barna i Börn Fóstrur Ófagl. Biðlisti heimila Skólad. Dagh. Leiksk. alls Dagh. Leiksk. Reykjavík 77 389 1485 2562 4436 238.2 321.1 748 1391 Reykjanes 37 76 584 1763 2423 99.1 168.2 268 1234 Vesturland 13 0 70 557 627 12.5 42.7 67 279 Vestfiröir 10 0 34 410 444 8.6 31.9 24 102 Norðurl. v. 9 0 28 417 445 5.4 33.6 13 57 Norðurl. e. 18 30 182 625 837 27.2 63.0 84 342 Austurland 12 0 34 516 550 11.0 38.9 6 160 Suðurland 15 14 79 598 691 21.1 38.0 57 149 AIls 1986 191 509 2496 7448 10453 423.1 737.4 1267 3714 Alls 1987 199 504 2558 7500 10562 467.7 770.2 1343 3694 Alls eru þetta um 200 dagvistarheimili fyrir samtals um 10 000 börn í 80 sveitarfélögum, þar af eru um % hlutar á leikskólum í hálfsdagsdvöl. Nánara yfirlit eftir sveitarfélögum kemur fram á fylgiskjali I. Þar sést m.a. að víða á þéttbýlisstöðum úti á landi er aðeins um að ræða leikskóla og að við 25 slíka starfaði engin fóstra á árinu 1986. Tafla er fylgdi þingsályktunartillögu Hjörleifs Guttormssonar um löggjöf um forskólastig og áætl- un um uppbyggingu dagvistarstofnana. IV Þessi málaflokkur er mikið ræddur nú, í sveitarstjómum, á löggjafarsamkomunni og manna á milli. Það er ekki að ástæðu- lausu. En að hverju ber að stefna á þessum vettvangi? Markmiðið hlýtur fyrst og fremst að vera að veita ungviðinu gott og heilbrigt uppeldi í þjóð- félagi, sem breytzt hefur verulega á fáum áratugum, og verður að laga uppeldi bama sinna að þess- um breyttu aðstæðum. Börnin sjálf eiga að vera númer eitt, tvö og þrjú í framtíðarstefnu- mörkun á þessum vettvangi. En það hlýtur jafnframt að hafa ómetanlega þýðingu fyrir útivinn- andi foreldra að vita börn sin á fyrirmyndarstofnunum, f góðum höndum, við þroskandi leik og störf. En eiga nýir aðilar erindi á þennan starfsvettvang? Atvinnulífið á mjög mikið undir því komið að foreldrar eigi greiðan aðgang að dagvistarstofnunum — ekki sízt meðan eftirspurn eftir vinnuafli er meiri en framboðið. Það er því ekki út í hött að ætl- ast til þess að forsjármenn þess láti þennan málaflokk til sín taka í ríkari mæli en þeir hafa gert Spurning er einnig og ekki sfður, hvort stéttarfélög hafi van- rækt þennan þátt mála, sem vissulega varðar hag meðlima meira en flest annað. Um þessi mál hýtur að mega semja sem önnur. Og hvað mælir gegn því að framtakssamt stéttarfélag reki dagvistarstofhun, innan ramma laga og reglna, eins og ýmsa aðra þjónustu, m.a. sumardvalarbúðir fyrir foreldrana? Ríki og sveitarfélög hafa mótað stefnu, skipulag og framkvæmd dagvistarmála. Og flesir eru sam- máía um að betur megi ef duga eigi. Raunar hefur misvel til tekizt eftir sveitarfélögum. Og efalítð hefur mismunandi framkvæmd á þessum vettvangi haft meðvirk- andi áhrif á byggðaþróun f landinu. Þessi mál hafa slíkt vægi f búsetuvali fólks. Ef framkvæmd ríkis og sveitar- félaga í dagvistarmálum hefur ekki fullmætt þörfunum, sem flestir eru sammála um, hvers- vegna ekki að nýta önnur rekstr- arform, til hliðar við stofhanir opinbera geirans? Að sjálfsögðu með aðhaldi reglna og nauðsyn- legs eftirlits. Sfðast en ekki sfzt þarf sfðan að skoða hugmyndina um að for- eldri eigi fjárhagslega möguleika á því að dvelja heima hjá börnum sínum, ef það kýs svo, sem hugs- anlega gæti sparað stofn- og rekstrarkostnað einhverra dag- vistarstofhana. En meginmáli skiptir að ná sem víðtækastri samvinnu um stefnu- mörkun og skipulag þessara mála. Þungamiðja þeirra eru börnin sjálf, heilbrigði þeirra, þroski og velferð. Sá vegvísir á að ráða ferð. „Light Nighfs" í Tjarnarbíói SÝNINGAR ferðaleikhússins á Light Nights eru í Tjarnarbfói við Tjörnina f Reykjavfk. Sýning- arkvöld eru fjögur á viku, & fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöldum, og hefjast sýningarnar kl. 21.00. Sýnt verður allan júlí og ágúst. Sfðasta sýning verður 28. águst. Light Nights-sýningarnar eru sérstaklega færðar upp til skemmt- unar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku, að undanskildum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Meðal efnis má nefna: þjóðsögur af huldufólki, tröllum og ílraugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er atriði úr Egilssögu sviðsett. Sýningaratriði eru 25 alls sem eru ýmist leikin eða sýnd með fjölmyndatækni (audio visual). Leiksviðsmyndir eru af baðstofu um aldamótin og af víkingaskála. Fyrir ofan leiksviðsmyndirnar er stórt sýningartjald þar sem um 300 skyggnur eru sýndar í samræmi við viðkomandi atriði. Stærsta hlut- verkið í sýningunni er hlutverk sögumanns, sem er leikið af Kristínu G. Magnús. Ferðaleikhúsið starfar einnig undir nafninu The Summer Thea- tre: Stofnendur og eigendur eru Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús og Magnús S. Halldórsson. Lights Nights-sýningar Ferða- leikhússins hafa verið sýndar víðsvegar um Bandaríkin. Einnig voru 3 einþáttungar færðir upp á Edinborgarhátíðinni í Skotlandi árið 1978, og var það í fyrsta sinn er íslendingar komu með leiksýningu á þá heimsfrægu listahátíð. Árið 1980 sýndi Ferðaleikhúsið/The Summer Theatre íslenskt barnaleik- rit, The Storyland, í einu þekktasta barnaleikhúsi London, The Unicorn Theatre for Children, sem hefur aðsetur í The Arts Theatre, West End, London. Þetta er 19. sumarið sem Ferða- leikhúsið stendur fyrir sýningum á Light Nights í Reykjavík. Atriði úr sýningu Light Nights. Rikarður Rikarðsson og Ragnheiður Pálmarsdóttir f hlutverkum sfnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.