Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Stórborg rís og fellur eftirKristínu Steinsdóttur Þokan kemur veltandi á móti bílnum löngu áður en komið er upp á Norðurbrún. Hún er í byrj- un létt og ljós, næstum gegnsæ, veltur eftir þúfum og rofabörðum beggja megin vegarins og gælir við bláklukku og gullmöðru. Þeg- ar kemur lengra inn á Fjarðar- heiði þykknar hún, verður þung og þrúgandi. Hver steinn og þúfa meðfram veginum birtist eins og ófreskjur. Sá sem yfirgæfi bflinn og færi út af veginum væri vísast snarvilltur eða í tröllahöndum. Það er reimt á Fjarðarheiði eins og öllum öðrum fjallvegum á ís- landi! Vegurinn er ekki enn orðinn þurr eftir veturinn og mitt í allri forinni og þokunni birtast verur í gulum regnfötum. Þetta eru ekki ófreskir menn heldur vega- vinnukarlar við vinnu sína. Þér hverfur allt tímaskyn ásamt til- fínningu fyrir öðru en svartri þoku og aurbleytu. Loks fer þó að halla undan fæti og skömmu ofan við Fjarðarsel byrjar þokunni að létta. Þú ert komin til Seyðisfjarðar. Gömlu húsin á Öldunni hafa séð betri daga, þau kúra í rigningunni misjafnlega farin. Hér vitnar margt um forna frægð þegar byggt var af stórhug í höfuðstað Austurlands; norsk kataloghús með kvistum og tréútflúri, deyj- andi tré í görðum. Grjóthleðslan í kringum Lónið er vönduð og hólminn fallega grænn. Á túninu innan við Tungu kveð- ur við annan og nýrri tón. Þar er risin upp stórborg. Gul, rauð, græn og blá tjöld, Volkswagen- svefnvagnar, mótorhjól, fólks- og jeppabílar. Sum tjöldin eru reist á stöngum yfir bflunum. Forvitni- leg sjón og athygli verð. Við nán- ari athugun reynist þetta vera þýskt hugvit og bílarnir eru á þarlendum númerum. Ferjan Norræna er væntanleg til landsins í fyrramálið. Svona stórborg rís á hverjum miðvikudegi allt sumarið og fellur jafnharðan á fimmtu- dagsmorgni. Það er hlýtt og notalegt að koma inn á Farfuglaheimilið. Gömul verbúð, Haföldubragginn, hefur verið dubbaður upp, and- rúmsloftið er hlýlegt og mannlífið gott. Þarna sitja enskar og amer- ískar stúlkur, drekka te og lesa þykka doðranta í kiljuformi. Þær hlæja upp úr eins manns hljóði með reglulegu millibili. Sænskur farandsöngvari situr á bekk og slær gítarinn umkringd- ur raulandi fólki af ýmsu þjóðerni. Úti í horni situr frönskumæl- andi Belgi og drekkur viskí. Hann er að segja ferðasögu sína á ensku. Maðurinn hafði verið búinn að dvelja um hríð í Loðmundar- firði og leita að sporum ódysseifs og kýklópsins. Með haka og skóflu fór hann um fjörðinn við annan mann. Hann lenti í ýmsum hrakn- ingum og öll var ferð hans án árangurs. Að því búnu gafst hann upp og hélt til Seyðisfjarðar aftur þaðan sem hann hugðist taka Norrænu. En viti menn, hann frétti af miklum hellum í eyðifirði nokkr- um sem Hellisfjörður heitir og gengur inn í Norðfjörð. Ákvað hann á samrí stundu að þangað skyldi ferðinni haldið á báti. Fannst honum allar líkur á að nú væri hann loksins kominn á slóðir Ódysseifs og kýkiópsins! Allur þessi mannfagnaður fer fram á lægri nótunum, menn taka tillit hver til annars. Með einni undantekningu þó. í fjögurra manna herbergi sefur Finni og hrýtur svo hátt að enginn treystir sér til að deila með honum her- bergi. Hafa nokkrir vaskir menn gert tilraun en allir orðið frá að hverfa. Og í ofan á lag á allt annað er maðurinn svo vær að hann sefur bókstaflega allan dag- inn. Hrotur Finnans blandast svæfandi lækjarniðinum í Bjólfin- um, regnið suðar á þakinu. Næsta morgun er sól upp á hvern tind. Sólargeislarnir reyna að vinna á snjóbreiðunum í fjöll- unum en gengur hægt. Norræna er komin og tjaldborgin fallin. Bflalestin í ferjuna nær inn undir Brú. Sólin bakar, menn sitja í bið- röðinni léttklæddir og þolinmóðir H „Gömlu húsin á 01- dunni hafa séð betri daga, þau kúra í rign- ingunni misjaf nlega farin. Hér vitnar margt um forna fræg-ð þegar byggt var af stórhug í höfuðstað Austurlands; norsk kataloghús með kvist- um ogtréútflúri, deyj- andi tré í görðum. Grjóthleðslan í kring- um Lónið er vönduð og hólminn fallega grænn." meðan hún þokast áfram bfl fyrir bíl kflómetra eftir kílómetra en- skir, franskir, þýskir, hollenskir, svissneskir, danskir. Lögreglan og eftirlitsmenn eru ábúðarfullir. Hver bíll fer inn á afgirt svæði og jjaðan inn í skipið. A bryggjunni er urmull af fólki. Þar eru innfæddir að sinna erind- um, aðkomumenn að forvitnast og ferðalangar úr Norrænu ný- stignir á land. Þeir síðastnefndu reyna að átta sig á umhverfinu. Sumir eru furðu fljótir að ná átt- um eins og svartklædda mótor- hjólagengið sem gefur í og hverf- ur með allt sitt fret og marglita hjálma í rykskýi inn dalinn. Æskulýður staðarins er mættur til að skoða fólkið. „Hvað með þennan litla. Er hann íslenskur?" spyr strákur með fótbolta. „Nei, hann er í svo asnalegum skóm, útlendingaskóm!" svarar kotroskin stelpa með krakka í kerru. „Do you speak english? spyr fótboltamaðurinn. „Bonjour," svarar litli maður- inn glaðlega. Þau fá æðisgengið hláturskast og stökkva af stað með kerruna í eftirdragi. „Bonjour... bonjour... hol- lendingur," og þau flissa í smá- stund. En að vörmu spori hafa þau jafnað sig og nú er röðin komin að mér. „Halló kona, ertu íslensk?" Eg jánka því og spyr hvernig sé að búa á Seyðisfirði. „Fínt," segir stelpan. „Mest gaman á fimmtudögum þegar ferjan kemur," segir strák- pattinn. „Og þegar ferjan er farin, hvað þá?" „Ég æfí fótbolta," svarar stráksi. „Ég er að passa," segir stelpan og bendir á búlduleitt barnskrílið í kerrunni. „Er hún ekki mikið krútt?" „Svo spila ég í Kattabandinu," heldur strákurinn áfram. „Sko, hér bý ég," segir stelpan og bendir á hús sem stendur á bryggjunni í Örtröðeins og í dag. „Pabbi hennar á helminginn í Norrænu," segir strákurinn hrif- inn. „Þegiðu," skipar hún og heldur svo áfram: „Ég hef farið hundrað sinnum með Norrænu ... tíu sinnum ... tvisvar sinnum ... Æðislegt!" Hún brosir hikandi en snýr sér svo glaðbeitt að næsta ferðalangi: „Ertu íslenskur?" Upp úr hádegi leggur ferlíkið úr höfn. Það siglir út spegilsléttan fjörðinn og sendir í kveðjuskyni reykjarstrók upp á milli hárra fjallanna. Allra þjóða kvikindi standa á þilfarinu og veifa til lands. Ferjan siglir áfram út með Háubökkunum og yfír olíuskipið sem Þjóðverjar sökktu fyrir bandamönnum í seinni heims- styrjöldinni... framhjá Vestdals- eyrinni, gamla verslunarstaðnum sem nú er t eyði og hverfur loks fyrir bugðu á firðinum. Bærinn er fljótur að tæmast aftur. Ferðalangarnir úr Norrænu tínast upp yfir Fjarðarheiði og á fimmtudagskvöld eru aftur komin rétt hlutfóll í samfélagið. Trilla leggur frá landi og klífur spegil- sléttan fjörðinn. Skellirnir í henni enduróma í fjöllunum og eru það eina sem rýfur kvöldkyrrðina. Kristín Steinsdóttir Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids Yfir 40 pör mættu til leiks í Sum- arbrids sl. þriðjudag á sama tíma og landinn var að kenna danskinum sitthvað á NM á Loftleiðum sama kvöld. Spilað var í þremur riðlum (að venju) og urðu úrslit þessi (ef stu pör): A) Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 238 Ólína Kjartansdóttir — RagnheiðurTómasdóttir 232 Pétur Guðjónsson — Tryggvi Gunnarsson 228 Árnína Guðluagsdóttir — Bragi Erlendsson 228 Aldís Schram — Júlíana Isebarn 225 Soffía Guðmundsdóttir — Stefanía Sigurbjörnsdóttir 221 Eyjólfur Magnússon — Steingrímur Þórisson 221 Marsibil Ólafsdóttir — Þórunn Guðmundsdóttir 201 Hjálmar S. Pálmsson — Þórarinn Andrewsson 187 Dóra Friðleifsdóttir — Sigurður Sigurðsson 186 Kristín Jónsdóttir — Þorsteinn Erlingsson 171 Erlendur Jónsson — Þórir Flosason 169 Ásthildur Sigurgísladóttir — Lárus Arnórsson 168 9 Arsæll Sveinsson — Trausti Harðarson 183 Baldur Bjartmarsson — Sveinn Sigurgeirsson 179 Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 174 Guðmundur Baldursson — Jóhann Stefánsson 169 Baldvin Valdimarsson — Guðmundur Hansson 169 María Ásmundsdóttir — Steindór Ingimundarson 166 Og staða efstu spilara að loknum 16 kvöldum í Sumarbrids er þá þessi: Sveinn Sigurgeirsson 226 Guðlaugur Sveinsson/ Magnús Sverrisson 189 Anton R. Gunnarsson 178 Jakob Kristinsson 152 Lárus Hermannsson 126 Spilað er alla þriðjudaga og fímmtudaga í allt sumar. Húsið opnar kl. 17.30 og hefst spila- mennska í hverjum riðli um leið og hann fyllist. Spilað er í húsi Brids- sambandsins að Sigtúni 9. lillllWi^ Sælkcra „Pasta mcð cggjum &j$> ^^ffffijjm-.,. '*; m •u»> r<wa^» '-fínatif -*"ií?S* ¦v«r- V-O 513 r oetken Gæðavörur Rétt suðuaðferð tryggír gæðí Gluten Pasta. Notíð nóg vatn, ca. 1 Itr. fyrir 100 gr. Bætíð 2 msk. saltí og 1 tsk. matarolíu út í og sjóðíð upp. Setj'íð pöstuna út í sjóðandí vatníð og Iátíð malla í 10 mín. án loks. Sííð vatníð frá og beríð fram strax. Efnkaumboð: í slensk///// Ameríska Tunguháls 11. Sími 82700. &UÚ Steinakrýl er meira en venjuleg málning málning'lt Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.