Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 13 Rosa rugosa Hansa. Myndin er tekin í Grindavík. UM RÓSIRII Á hvetju vori á að bera á lífræn- an áburð og blanda honum í mold- ina. Til þess að komast hjá ,jarð- vegsþreytu" er gott að skipta jafn- framt um mold, 10-15 sm, svona annað hvert ár, og blanda síðan öllu vel saman, án þess að skaða rætur. Best er að nota jafnframt al- hliða áburð (klórlausan). Þá er gott að gefa lítð eitt af eingildum fosfór og síðsumars lítið eitt af kalí. Um tflbúinn áburð gildir það, að betra er of lítið en of mikið. Af ofnotkun köfnunarefnis leiðir mikinn blaðvöxt en blóm verða fá. Hve mikið á að vökva fer eftir veðri. í miklu sólfari þurfa rósir meira vatn en í dimmviðri. Fylgist vel með raka í jarðveginum. Þeg- ar vökvað er á að gera það vel, um það bil ein stór garðkanna á hvem fermetra er hæfilegt. Vö- kvið alltaf að kveldi — aldrei að degi til í sólskini. Ef vökvað er of mikið og of oft verður jarðveg- urinn súr, og nota þarf meira af kalki en annars, til að halda réttu sýrustigi. í gróðurhúsi, þar sem rósir eru ræktaðar, þarf að vera góð loft- ræsting og betri en fyrir margar aðrar plöntur. Best er að geta opnað hliðar- og loftglugga og í góðu veðri má hafa hurð opna. Ef loftræsting er ónóg og sólfar mikið, brenna og visna blöð. Eins og er um aðrar plöntur geta sjúk- dómar og pestir hetjað á rósir. Sjálfsagt er blaðlúsin algengust og hefur mörgum reynst erfíð. En það er auðvelt að ráða niður- Rosa Moyesii, „Lady Hilling“. lögum hennar, ef ekki líður of langt milli úðunaraðgerða. Vand- lega unnin úðun, þrisvar sinnum á fimm daga fresti, ætti að vera fullnægjandi. Roðamaur eða spunamaur (mítill) er ekki eins auðveldur viðureignar, þar sem nota þarf sérstök lyf sem ekki eru aðgengileg fyrir almenning. Vandleg úðun með Kelthane þrisvar sinnum á fimm til sex daga fresti er þó oftast fullnægj- andi. Um úðun almennt gildir að bestur árangur næst ef notað er flæðiefni í úðablönduna til að dropar myndist ekki á blöðunum. í stað þessa flæðiefnis má leysa upp grænsápu og nota um eina matskeið í hveija 20 lítra. Ef mjöldögg kemst í gróður- húsið er ekki mikið um góð ráð, því sérstök lyf hafa ekki verið fáanleg. Ef slflct hendir þarf vart að gera ráð fyrir neinni uppskeru fyrr en á næsta ári, en þá getur mjöldöggin verið alveg horfin. Rósarunnar hafa að líkindum verið ræktaðar frá örófi alda. Ekki er vitað með vissu hveriær kynbætur á rósum hófust, en ár- angur þeirra hefur orðið ótrúlega mikill, út frá tiltölulega fáum villt- um rósum. Nú má velja á milli allra mögulegra tilbrigða af hvítum, gulum og rauðum — og það er jafnvel til blá rós með sítrónukenndum ilmi. Frh. Sex tilboð í vega- gerð á Norðurlandi Vegagerðinni bárust alls 4 tilboð í styrkingu og lagningu malarslitlags i Austur-Húna- vatnssýslu og 2 tilboð i Norður- landsveg, frá Miðhúsum að Víði- völlum. Tilboðin í Norðurlandsveg voru bæði yfir kostnaðaráætlun og bár- ust frá Fossverki sf., kr. 13.608.000 og fá Króksverki kr. 14.661.520. Verkinu skal vera lok- ið þann 30. október 1988. Tilboð í styrkingu og lagningu malarslitlags í Austur-Húnavatns- sýslu voru frá Fossverki sf. á kr. 2.415.846, Pétri Steingfímssyni, Stokkseyri, kr. 3.515.568, Þor- valdi Evenssen kr. 2.549.740 og Neista á Blönduósi, kr. 3.491.280. Skal verkinu vera lokið fyrir 1. september í ár. Nú bjóðum við stjúpur og petúníur (tóbakshom) í garðinn á sérstöku tilboðsverði. Gróðurhúsinu v/Siatún. Sími: 68 90 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.