Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 29 Dr. Christían Roth á skrifstofu sinni hjá LMG Essen. Mynd af Reykja- nesvita hangir á veggnum fyrir aftan hann. inn af áhugamáli forstjórans. „Það er mikið atvinnuleysi á þessu svæði og við vonum að Alusuisse eigi eft- ir að veita fleiri atvinnu. Þetta er iðnaðarsvæði og froskar skipta okk- ur sáralitlu máli." Orkuverðið bætir upp fjarlægðina Starfsemi LMG er frábrugðin framleiðslu ÍSALs að því leyti að þar eru 40.000 tonn framleidd úr gömlu áli og hluti framleiðslunnar er seldur í fljótandi formi til við- skiptavina í nágrenninu. „Staðsetn- ing álveranna ræður mestu um muninn á starfsemi þeirra," sagði Christian. „Við hér getum brugðist hraðar við óskum viðskiptavinanna af því að við 'erum nær þeim og þess vegna afgreiðum við meira af skyndipöntunum og seljum hráál til verksmiðja hér í kring. Það tekur ÍSAL sex vikur að bregðast við pöntun vegna fjarlægðarinnar frá mörkuðum. Það er ókostur en orku- verðið á íslandi vegur upp á móti mörkuðum. Ef orkuverðið á íslandi myndi hækka verulega hyrfí þessi kostur og framleiðslan þar yrði ekki lengur jafn ákjósanleg. Að- stæður á vinnumarkaði álveranna er líka gjörólíkur hér. Hér ríkir 15% atvinnuleysi og starfsmennirnir ótt- ast um störf sín en á íslandi er knappur vinnumarkaður. Starfs- mennirnir þar hafa því meiri mögu- leika á að knýja fram kröfur sínar. En ég vona að vinnufriður haldist. Ég hef mikla trú á að tala opin- skátt við starfsmenn mfna, hlusta á hugmyndir þeirra og aðlaga mig að þeim ef þær hljóma vel og eru raunsæjar. Eg held að þannig náist góður og afkastasamur vinnuandi." Orkusamningur LMG við raf- veituna í Ruhr-héraði rennur út á næsta ári. Nyjar samningaviðræður eru að hefjast og Christian sagði að fyrirtækið vonaðist til að orlcu- verðið yrði tengt alheimsmarkaðs- verði & áli, eins og nú tíðkast á fslandi. „Við viljum að rafveitan njóti ágóðans af háu álverði með okkur þegar vel gengur og hjálpi okkur til að komast af þegar verðið lækkar," sagði hann. „Ég er bjart- sýnn á að samningar takist en ég veit ekki hvernig þeir verða. Við viljum vera hér áfram og héraðið vill væntanlega halda okkur. Það kærir sig varla um að missa at- vinnuveitendur og bæta á atvinnu- leysið." Meirihluti orkunnar í Ruhr er unninn úr kolum en um 20% er kjarnorka. Christian vildi ekki nefna orkuverðið en sagði að það væri þó nokkuð hærra en á ís- landi. Laun starfsmanna eru hins vegar lægri. Hann spurði einn starfsmann hvað hann hefði í mán- aðarlaun. Sá spurði forstjórann stríðnislega á móti: „Hvað, vitið þér það ekki?!" Hann sagðist hafa 2.600 mörk, 65.000 ísl. kr., á mánuði eft- ir skatta fyrir vaktavinnu. Dag- vinnumenn eru með tæp 2.000 mörk eða 50.000 krónur. Ómar Guðjónsson sagði að dagvinnumenn hjá ÍSAL væru með um 60.000 krónur á mánuði eftir skatta, án yfirvinnu og bónusa. Hann sagði að öll aðstaða fyrir starfsmenn, eins og matar- og hreinsiaðstaða, væri miklu betri hjá ÍSAL. Um helming- ur verkamanna hjá LMG Essen eru Tyrkir. Vindurinnogfásinnið auka ágæti Islands Skrifstofa Christians er látlaus. Þar hanga ljósmyndir af Reykjanes- vita og álverinu i Straumsvík. Christian vildi ekkert segja um hugsanlega aukna álframleiðslu þar. „Ég veit allt of lítið um það til að hafa mótað mér skoðun á því." Hann vildi heldur engu spá um álverðið. „Verðið hefur hækkað meira en nokkur þorði að vona og komið öllum á óvart. Eftirspurn fór langt fram úr framboði og birgðir eru nú í algjöru lágmarki. Það er erfitt að segja hvenær jafnvægi kemst aftur á markaðinn. En eins og ástandið er núna er erfitt að tapa fé í áliðnaðinum." Roth-fjölskyldan kunni öll vel við sig á íslandi hér um árið. „Náttúr- an, vindurinn og fásinnið áttu vel við mig," sagði Christian. Hann nefndi hvalveiðistefnu íslendinga landinu til foráttu. „íslendingar eru of mikil menningarþjóð til að halda þessum óþörfu veiðum áfram og koma þannig óorði á landið." Kona hans og yngsti sonur, sem er 11 ára, munu flytja með honum í hús Alusuisse á Arnarnesi í ágúst en miðsonurinn, sem er 17 ára, er á leið til Ástralíu f heimsókn til hjón- anna Leilu og Magnúsar Björnsson- ar, arkitekts. Florian, sem er 22 ára, hefur nám við auglýsingasölu í Miinchen í haust. „Við Magnús vorum meðal stofnenda Pólarlax á sfnum tíma," sagði Christian. „Það nýtir blávatn sem ÍSAL hefur notað til kælingar við fiskeldiö. Kona mfn verður hjá mér í hálft ár en hún mun síðan vera hér í Þýskalandi hjá miðsyni okkar þangað til hann lýkur stúdentsprófi." Christian veit ekki hvað hann verður lengi á ís- landi. „Ég- hlakka til að flytjast aftur til landsins og takast á við verkefnin. Ég vona bara að starfs- mennirnir taki mér vel og setji það ekki fyrir sig að ég er útlendingur." Textí og myndir: Anna Bjarnadóttir Christian Roth útvegaði Bjarna Valdimarssyni vinnu f LMG Essen fyrir átta árum. Bjarni Valdimarsson: Aldrei heyrt neinn kvarta undan honum „ÞETTA ER frumlegur náungi," sagði dr. Christian Roth þegar við hittum Bjarna Valdimarsson, tæknifræðing, í steypuskála LMG Essen. Bjarni hafði komið til Christians skömmu áður en hann fór frá íslandi 1979 og spurði hvort að hann gæti ekki útvegað sér vinnu f Vestur- Þýskalandi. Christian tók vel f þáð og nú er Bjarni orðinn tæknifræðingur og komiim með tékkncska konu. „Það hefðu ekki allir verið til- búnir að hjálpa mér um starf hér úti," sagði Bjarni. „Það er ekki hlaupið að þvf að fá dvalar- og atvinnuleyfi fyrir óbreyttan verka- mann en Christian reyndist mér mjög vel. Ég var búinn að vera í átta ár hjá ÍSAL og starfið var orðið tilbreytingarlaust. Mig lang- aði út og það tókst. Ég dreif mig svo í tæknifræðihám og lauk þvf f vor." Bjarni sagði að Christian væri vel liðinn í LMG Essen. „Hann tal- ar við alla og hvetur menn til að vinna sjálfstætt. Hann reynir að draga fram hið besta f mönnum. Ég hef aldrei heyrt neinn kvarta undan honum. Ef Islendingar verða ekki ánægðir með hann þá veit ég ekki hvað þeir vih'a." Frá New York til Hvalfjarðar HÉR á landi er staddur hópur þrettán bandarískra menntaskólanema frá Long Island í New York-fylki, ásamt tveimur kennurum og kvik- myndatökumanni. Þau eru hér í boði íslenskra stíórnvalda og hafa undanfarna daga veríð að kynna sér nvalveiðar og hvalarannsóknir Islendinga og unnið að gerð myndbands um vísindastarfsemina f Hvalstöðinni í Hvalfirði. Hópurinn dvaldist í Hvalstöðinni f síðustu viku. Það bar vel í veiði fyrir Morgun- blaðsmenn sem brugðu sér í Hval- stöðina í blíðviðrinu á föstudaginn því á planinu var verið að „flensa" hval og nemarnir bandarfsku fylgd- ust af athygli með aðgerðinni. Þeir hafa fylgst með starfseminni í Hval- stöðinni og gert myndband um störf vísindamanna við mælingar þar. Myndbandinu ætla þeir að dreifa í yfir 200 skólabókasöfn í New York-fylki og falbjóða það banda- rfskum sjónvarpstöðvum. Markmið þeirra með ferðinni er að gera heim- ildarmynd um hvalarannsóknir Haf- rannsóknarstofnunar ríkisins. í greinargerð sem hópurinn sendi Halldóri Asgrímssyni, sjávarút- vegsráðherra, 18. mars síðastliðinn, segir að hópurinn skilji hve háðir íslendingar eru sjávarútvegi og að hann styðji skynsamlega nýtingu sjávarauðlinda. Auk þess að taka þátt í hval- skurði og að fylgjast með vísinda- mönnum að störfum, hafa nemend- urnir sótt fyrirlestra um hvalarann- sóknir á íslandi, sem váindamenn sem þær eru viðriðnir, hafa flutt. Hópurinn fer af landi brott 8. júlí næstkomandi. Morgunblaðið/BAR Mary Ann og Karen. Margt kom þeim undarlega fyrir sjónir á ís- landi enda búa þær f milljónaborginni New York. Rótarýhreyfingin á íslandi: N Tvö tónskáld heiðruð Karólína Eiríksdóttir og Áskell Másson fá 150 þús. kr. verðlaun hvort úr Starf sgreinasjóði í LOKAHÓFI umdæmisþings Rótarýhreyfingarinnar á íslandi, sem haldið var í Hótel Örk í Hveragerði 24. og 25. júní sl., afhenti fráfar- andi íimdæmisstióri rótarýs, Stefán Júlíusson, rithöfundur, tveimur ungum tónskáldum, þeim Karólfnu Eirfksdóttur og Askeli Mássyni, verðlaun úr Starfsgreinasjóði samtakanna, 150 þús. kr. hvoru fyrir sig. Starfsgreinasjóður rótarýs var stofnaður fyrir 4 árum til minning- ar um fimmtíu ára rótarýstarf á landinu en fyrsti rótarýklúbburinn var stofnaður árið 1934 í Reykjavík. Stofnskráin mælir svo fyrir að úr sjóðnum skuli veitt verðlaun fyrir sérstakt framlag í tækni, verklega hugkvæmni sða menningarstarf- semi. Stefán Júlíusson, umdæmisstjóri, rakti í fáum orðum tónlistarframlag hinna ungu tónskálda en gat sér- staklega þess sem þau hefðu nýlok- ið við eða væru að vinna að. Kar- ólína var að ljúka óperu við ljóða- flokk sænsku skáldkonunnar Marie LouiseRamnefalk og verður óperan frumflutt í Svíþjóð í þessum mán- uði. Áskell er að semja óperu byggða á Klakahöllinni eftir Terjei Vesaas sem Hannes skáld Péturs- son þýddi. Tónskáldið semur óperu- textann eftir þýðingu Hannesar og í samvinnu við hann. Stefán Júlfusson, umdæmisstjóri, kvað það mikla ánægju fyrir sig að fá tækifæri til að afhenda lista- mönnunum þessi verðlaun úr Starfsgreinasjóði og óskaði þeim allra heilla. Tónskáldin voru í samkvæminu og þökkuðu bæði með nokkrum orðum fyrir óvænta viðurkenningu og verðlaun. (Fréttatilkynning) Stefán Júlfusson ávarpar tónskáldin og lýsir verðlaunaveitíngunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.