Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Jeffrey A. Benson sendi- herra Ástralíu á íslandi. JEFFERY A. Benson, sendiherra Ástralíu á íslandi og Danmörku, segir að skilningur sé að aukast í Ástralíu á þeirri staðreynd að hafið sé grundvöllur ef nahags íslendinga og utanríkisstefna landsins sé því nátengd sjávarútvegsmálum. Þvi fylgist Astralir einnig grannt með samskiptum íslendinga og Bandaríkjamanna i hvalamálinu, vegna þeirra áhrifa sem það gœti haft á samvinnu þjóðanna f varnarmálum og sem hafi þýðingu fyrir allan hinn vestræna heim. Morgunblaoið/Einar Falur Skilningur að aukast á því að hafið er grundvöll- ur efnahags íslendinga - segir Jeffrey A. Benson sendiherra Ástralíu á fslandi Ástralir hafa tvö undanfarin ár borið upp ályktun gegn hval- veiðum íslendinga í vísindaskyni á ársfundum Alþjóðahvalveiðir- áðsins, í fyrra skiptið einir en í seinna skiptið með nfu öðrum þjóðum. Jeffrey A. Benson sendi- herra Ástralíu á íslandi var stadd- ur hér á landi fyrir skömmu, en hann hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn. Morgunblaðið spurði hann þá um þessa afstöðu Ástrala. Benson sagðist vilja taka það skýrt fram að þessum ályktunum hefði ekki verið beint gegn íslandi í þeim skilningi heldur gegn hval- veiðum yfírleitt. Hins vegar sé öðrum þjóðum að verða betur og betur ljós þýðing hafréttarmála fyrir íslendinga. „Ég held að aðrar þjóðir séu farnar að gera sér betur grein fyrir hvað þjóðernishyggja íslend- inga er sterk," sagði Benson. „Það virðist sem það valdi mjög sterk- um viðbrögðum ef einhver stígur á stóru tána á íslendingum ef svo má segja og önnur iönd eru ekki viðbúin þessu. Ef þau settu sig betur inn í gang mála hér hér myndi þetta ekki koma þeim eins mikið á óvart því þegar efnahagur lands er jafn háður sjónum og efnahagur íslands, verða öll mál- efni tengd sjónum mjög viðkvæm. Ég hef reynt að segja mönnum að fiskveiðar og hafíð séu íslend- ingum mjög mikilvæg og stjórni í raun utanríkispólitík íslands og tengslum þess við umheiminn en þetta getur verið erfitt að skilja," sagði Benson. Hann sagði að Ástralir gerðu sér ijósa þýðingu íslands f varnarsamstarfi hins vestræna heims og fylgdust þvf grannt með samskiptum íslend- inga og Bandarfkjamanna. Þar virtist vera vilji hjá báðum aðilum um að ná samkomulagi og Benson sagðist ekki telja að neinn vildi koma af stað meiriháttar deilum vegna þessa máls, sem gætu haft í för með sér vandamál varðandi samband Islands og NATO þegar haft er í huga hvað staða íslands er þar mikilvæg því landið væri nauðsynlegur þáttur í varnarkerfi Bandaríkjanna og um leið hins vestræna heims. Benson sagðist sfðan ekki trúa því að Astalir yrðu óbilgjarnir í þessu máli. „Vandamálið er að tryggja pólitískt inngrip áður en hlutirnir eru komnir í óefhi. Það á vissulega við um Bandarfkin og ég held að það hafi þegar gerst því mér skilst að Þjóðaröryggisr- áðið í Washington leiki þýðingar- mikið hlutverk í þessu máli." Hann sagði að Ástalir hefðu talsverðan áhuga á umhverfismál- um þótt hvalir væru þeim ekki ofarlega f huga. „Það er augljós- Ieg^a mörgu ósvarað varðandi hvali. Það er spurning hvaða áhrif það hefur á fískistofna ef hval- veiðum er hætt. Því er haldið fram að ef hvölum fjölgar mikið geti þeir étið fiskinn sem íslendingar lifa á. Það eru greinilega ekki miklir hagsmunir hér í húfi vegna hvalveiðanna sjálfra; þetta eru í raun veiðar til að stórna stofn- stærðinni. Við liggjum sjálfir undir ámæli vegna veiða á kengúrum og sléttuhestum. Það verður að halda kengurustofninum í skefjum vegna þess að þær fjölga sér mjög ört og ganga á beitarlönd sem ætluð eru fyrir sauðfé og naut- pening. Menn hafa haft miklar áhyggj- ur af því víða um heim hvernig farið er að því að drepa kengúru- runar. Umhverfisverndarsinnar vilja að kengúrudráp verði stöðv- að. En það myndi þýða í raun að kengúrurnar fengu Ástralíu til umráða og sauðfjárrækt og naut- griparækt væri úr sögunni. Varðandi kengúrnar eru stað- reyndirnar mjög brenglaðar. Við reynum að koma á framfæri upp- lýsingum en við höfum við sama vandamál að glíma og og íslend- ingar. að margt fólk er einfaldlega sannfært og vill ekki heyra nein mótrök. En það er engin hætta á að nokkur kengúyrutegund verði útdauð í Astralíu. Það er í raun landnámið i Astralíu og ræktun sem hefur skapað þennan vanda því þegar beitilöndin batna fjölgar kengúrunum. Áður hélst stofn- stærðin nokkurnveginn í hendur við beitarþolið," sagði Benson. ísland og Ástralía eru sitt hvoru megin á hnettinum en samt eru nokkur viðskipti milli landanna. Frá Ástralíu er aðallega flutt hingað hráál til vinnslu í álverinu í Straumsvík, en einnig fást hér ástralskir niðursoðnir ávextir og nýfarið er að flytja hingað léttvín frá Ástralíu. Þá hefur verið nokk- uð um það að íslendingar flytjist til Astralíu, aðallega vegna þess að Ástralíumenn hafa komið til íslands til að vinna f fiskvinnslu og fundið íslenska maka. Jeffrey A. Benson sagði að um það bil 20 umsóknir um ástralskan ríkis- borgararétt bærust sendiráðinu í Kaupmannahöfn á ári frá íslend- ingum og einnig væru árlega gefnar út um það bil 100 vega- bréfsáritanir til íslendinga. Ben- son taldi einnig að talsvert marg- ir Ástralir hefðu komið til íslands enda væru þeir miklir ferðamenn. Um möguleika á auknum við- skiptum milli landanna sagðist Benson telja að möguleikar á út- flutningi frá íslandi lægju f tækni- þekking í fiskiðnaði. Áhersla á sjávarafurðir hefði verið að auk- ast í Ástralíu og sjávarútvegur þróast ört, sérstaklega eftir að efnahagslögsagan var færð út í 200 mílur. „Við höfum veitt rækju, humar og ræktað ostrur og höfum séð hvað sjávarútvegur getur gefið af sér. Miðað við hvað Islendingar hafa langa reynslu af veiðum og hvað þeir búa yfir mik- illi tækniþekkingu virðist augljóst að þeir geti miðlað Áströlum af henni. Hinsvegar væri sennilega takmarkað hægt að selja íslensk- an fisk í Ástralíu," sagði Jeffrey A. Benson. Borgarsljóri heim; sækfr bækistöðvar ISÍ BORGARSTJÓRI Reykjavikur, Davíð Oddson, heimsótti fimmtudag- inn 30. júní forystumenn íþróttasambands íslands og skoðaði húsa- kynni sambandsins í Laugardal. Einnig kynnti hann sér rekstur og útbúnað Lottóstarfseminnar sem er til húsa í bækistöðvum íþrótta- sambandsins og átti viðræður við stjórn sambandsins. Tilefnið var að fyrir nokkrum sprengja utan af sér og þarf nauð- dögum gaf borgin íþróttasamband- inu trjáplöntur og hafa þær verið gróðursettar fyrir framan bæki- stöðvarnar. Um leið notaði stjórn íþróttasambandsins tækifærið og ræddi við borgarstjóra um málefni sem íþróttahreyfinguna. Annars vegar voru áform um frekari byggingarframkvæmdir í Laugardalnum rædd, en nú er svo komið að úthýsa þarf mörgum að- ildarfélögum íþróttasambandsins sökum húsnæðisþrengsla, að sögn Sigurðar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Iþróttasambands ís- lands. Er þar einkum átt við skort á skrifstofti- og félagsmálaaðstöðu fyrir hin ýmsu' aðildarfélög. Þá er Islensk Getspá fyrir löngu búin að synlega nýtt húsnæði undir sína starfsemi, sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Stjórn íþróttasambandsins ræddi einnig við borgarstjóra um næstu íþróttahátíð íþróttasambands ís- lands sem haldin verður 1990. íþróttahátíðin er haldin á tíu ára fresti og er fjölmennasta íþrótta- hátíð sem hér er haldin. Hátíðin 1990 ber yfírskriftina „Æskan og íþróttirnar." Að sögn Sigurðar Magnússonar lýsti borgarstjóri yfir rniklum áhuga á þessum málum og sýndi þeim fullan skilning. Hann sagði einnig að heimsókn borgar- stjóra hefði verið ánægjuleg og góð enda hafi samstarfið við borgina gengið vel. Mor^unblaðið/Borkur Stjórn ÍSÍ ásamt Davið Oddsyni, borgarstjóra. F.v.: Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri, Katrín Gunnarsdóttir, Jón Ármann Héðinsson og Hermann Sigtryggson stjórnarmenn, Gísli Halldórsson, heið- ursforsetí ÍSÍ, Davíð Oddson, borgarstíóri og Sveinn Björnsson, forsetí ÍSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.