Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 27 Jakovlev aðal- hugmyndafræð- ingurflokksins Staða Jegors Lígatsjovs enn óljós Moskvu, The.Daily Telegraþh. JEFREM Sokolov, flokksformaður í Hvíta-Rússlandi, skýrði frá verkaskiptingu hinna 13 félaga í stjórnmálaráðinu, aðalvaldastofn- un sovéska konunúnistaflokksins, á blaðamannafundi á fimmtudag- inn. Það kom á óvart að Aleksandr Jakovlev, einn dyggasti stuðn- ingsmaður Gorbatsjovs. fJokksleiðtoga, er nú orðinn aðalhug- myndafræðingur flokksins en Jegor Lígatsjov gegndi áður þess- ari stöðu sem er ein af þeim valdamestu í landinu. Lfgatsjov er talinn fremsti keppinautur Gorbatsjovs um völilin og fram til þessa hafa stjórnmálaskýrendur verið sammála um að hann gengi næstur Gorbatsjov að völdum. Þvl fer fjarri að Lfgatsjov sé úr leik í valdabaráttunni þar sem hann gegnir augljóslega mikilvægum embættum á flokksráðstefnunni. Orðrómur hefur lengi verið á kreiki um stöðuhækkun Jakovlevs sem hefur verið nefndur einn af helstu höfundum „glasnost"-stefn- unnar er felur í sér aukið upplýs- ihgastreymi og opinskáar umræð- ur. Lígatsjov hefur oft látið í ljðs að hann telji „glasnost" vera að fara úr böndunum. Hvað sem líður umræddum stöðubreytingum þá er ljóst að Lígatsjov gegnir valdamiklu emb- ætti á flokksráðstefnunni; hann veitir forstöðu 27 manna ráði sem hefur umsjón með „skipulagsmál- um". Einnig er hann í óljósum tengslum við 27 manna málefna- nefnd og loks 43 manna kjórbréfa- nefnd er hugsanlega ákveður hverjir fá að stíga í ræðustól. Erfitt er að meta til hlítar völd hans en Lígatsjov virðist enn þá vera talinn annar í valdastiganum. í umræðum á ráðstefnunni eru það ýmist fylgjendur „glasnost" sem hafa töglin og hagldirnar eða afturhaldsmenn blása til gagn- sóknar. Niðurstaðan verður vart ljós fyrr en búið er að túlka loka- ræðu Gorbatsjovs flokksleiðtoga. Reuter ÞRÍR valdamestu menn Sovétrfkjanna sjást hér stinga saman nefj- um á flokksráðstef nunni f Moskvu. Frá vinstri Jegor Lígatsjov, Alek- sandr Jakovlev og Míkafl Gorbatsjov. Andófsmaður: Glasnost er aðeins blekkingarleikur Segir lífið í fangabúðum verra en áður Jerúualcm, Reuter. AVRAHAM Shifrin, 63 ára gamall fyrrum sovéskur gyðingur en nú ísraeli, sem dvaldi f fangelsum og þrælkunarbúðum í Sovétríkj- unum f 10 ár, segir skilyrði fanga hafa versnað f tíð Gorbatsjovs. Fangar fái minna að borða, enga matarpakka frá ættingjum sfnum fyrri hehning refsivistarinnar og fái sjaldnar að hitta ættingja sfna en áður. „Þetta er eintóm blekking, leik- sýning fyrir Vesturlandabúa. Gor- batsjov hefur leikið á umheiminn. Lífið í fangabúðunum er orðið harðneskjulegra," sagði Shifrin, sem búið hefur í ísrael síðan 1970, í samtali við fréttamann Reuters. „í hverjum fangabúðum leynast pólitískir fangar. Sérstakar búðir fyrir pólitíska fanga hýsa 5000 til 6000 fanga," bætti hann við. Hann sagði einnig að í stjórn- artíð Gorbatsjovs hefðu um 170 þekktir, pólitískir fangar verið látnir lausir, meðal þeirra nokkrir trúmenn. Hins vegar væru eftir sem áður yfir eitt hundrað þúsund trúaðir í fangabúðum víðs vegar um Sovétríkin. Shifrin hefur ritað bækur um ástand fangelsismála í Sovétríkj- unum og verið mjög virkur í barát- tunni fyrir hagsmunum samvisku- fanga. Um ráðstefnuna í Moskvu sagði Shifrin: „Þeir tala um glæpi Stalíns og Brezhnevs en minnast ekki á framferði sovésku leyni- þjónustunnar, KGB, á okkar tímum." Wörner tekinn við Manfred Wörner, fyrrum varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, tók f gær við af Carrington lávarði sem framkvæmdastjóri. Atlantshafs- bandalagsins. Fór athöfnin fram í aðalstöðvum bandalagsins í Bruss- el. Að baki Wörner, sem er lengst til vinstri, er Marcello Guidi, að- stoðarframkvæmdastjóri NATO, og Wolfgang Altenburg, hershöfð- ingi og formaður hermálanefndarinnar. Parkinson á uppleið London. Reuter. CECIL Parkinson orkuráðherra verður skipaður f ormaður einn- ar af mikilvægustu stjórnar- nefndum Bretlands. Þykir það sýna, að hann standi traustum fótum á vettvangi stjónunáianna þrátt f yrir vandræðin vegna ást- armála, sem hann lenti f fyrir fimm árum, að þvf er bresk dag- bloð sögðu f gær. Embættismenn vildu ekkert láta eftir sér hafa um frásagnir fjöl- miðla, en blöð og sjónvarp sögðu, að Margaret Thatcher forsætisrað- herra hefði ákveðið að skipa Parkin- son formann „stjörnu-deildarinn- ar", sem gerir út um ágreiningsmál milli fjármálaráðuneytisins og ann- arra ráðuneyta vegna fjárveitinga. Stöðu þessari gegndi áður Whit- elaw lávarður, sem sagði af sér embætti varaforsætisráðherra fyrir nokkrum mánuðum af heilsufars- ástæðum. Óf riðurinn í Nicaragua: Bandaríkjamenn hafa í hyggju breytta stefnu Guatemala-borg, Reuter. LEIÐTOGAR kontra-skæruliða f Nicaragua segja Bandaríkja- stjórn hafa f hyggju að taka upp breytta stefnu gegn stjórn sandinista f Nicaragua. í gær lauk þriggja daga fSr Georges Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um Mið-Ameríku er hann ræddi við Oscar Arias, forseta Costa Rica, en sá síðar- nefndi er höfundur áætlunar, sem við hann er kennd, um leiðir til að binda enda á ófrið f þessum heimshluta. Shultz ræddi við nokkra leiðtoga hreyfingar kontra-skæruliða á fimmtudag. Alfredo Cesar, einn leiðtoganna, sagði á blaðamanna- fundi í Guatemala-borg að Banda- ríkjamenn hygðust taka upp breytta stefnu gagnvart stjórn sandinista í Nicaragua. Áformað væri að veita kontra-skæruliðum að nýju hernað- araðstoð ef sandinistar virtu ekki gildandi vopnahlé og tefðu fyrir frekari friðarsamningum. Myndi fjárveiting í þessu skyni vera lögð inn á sérstakan reikning og yrði hún afhent skæruliðum án tafar gerðust stjórnvöld í Niearagua sek um samningsbrot. Með þessu móti vildu Bandaríkjamenn þrýsta á sandinista um að ganga til friðar- viðræðna við skæruliða. Nýverið slitnaði upp úr viðræðum hinna strfðandi fylkinga en báðar hafa þær hins vegar lýst yfir því að vopnahlé, sem gekk í gildi 1. april sfðastliðinn, verði virt. í máli Alfredos Cesars kom einn- ig fram að Bandaríkjamenn hygð- ust bjóða sandinistum efnahagsað- stoð gégn því að lýðræði yrði inn- leitt í landinu. Bandarískir embætt- ismenn vildu ekki tjá sig um ein- staka liði áætlunar Bandarfkja- manna en George Shultz sagði i Hondúras á fimmtudag að tilgang- urinn með ferð hans væri sá að kynna nýjar leiðir til lausnar vanda Mið-Ameríkuríkja. Shultz vildi ekki láta uppi hvort Bandarfkjamenn hygðust á ný taka upp hernaðarað- stoð við skæruliða en henni var hætt í febrúarmánuði eftir að Bandarfkjaþing hafði neitað að samþykkja frekari fjárveitingar í þessu skyni. ER ALLT Á FLOTI? Bandaríkjastjórn kref st upplýsinga - um hrefnuveiðiáætlun Norðmanna Ösló, Reuter. , NORÐMENN eru undir þrýstingi frá bandarískum srjórnvöldum um að hætta fyrirhuguðum hrefnuveiðum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði f gær að Bandaríkjamenn myndu hætta innflutningi á fiski frá Noregi ef af veiðunum yrði. Norðmenn hættu hvalveiðum í ágóðaskyni á síðasta ári. Þeir ætla að veiða 37 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur lýst hrefnu alfriðaða og efast ráðið um réttmæti veiða Norð- manna. Bandaríkjamenn hafa haft afskipti af hvalveiðum Japana og íslendinga vegna fyrirhugaðra vfsindaveiða. „Okkur þykja þessi viðbrögð Bandaríkjamanna harkaleg vegna þess að þetta gæti þýtt mikið fjár- hagslegt tjón fyrir norskan fiskiðn- að, ef sett yrði bann á innflutning á norskum íiski," sagði talsmaður norska utanrfkisráðuneytisins, Lasse Seim. Norðmenn fluttu á sfðasta ári út fisk til Bandaríkjanna fyrir 1,3 milljarða norskra króna (svarar til 9 milljarða ísl. kr.). Sendiherra Bandarfkjanna í Ósló hefur beðið norska utanrfkisráðu- neytið um nánari upplýsingar um vísindaveiðarnar, sem skilað verði fyrir 1. ágúst næstkomandi, að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar. í beiðni sendiráðsins er þess getið að samkvæmt bandarfskum lögum sé heimilt að setja viðskiptabann á þjóðir sem brjóti alþjóðlegar sam- þykktir um friðun hvala. Norsk yfirvöld hafa farið þess á leit við Bandarfkjastjórn að teknar verði upp viðræður milli landanna um hvalveiðar og friðunarlög, að sögn talsmanns Bandarikjastjórnar. „Við viljum að Norðmenn endur- skoði ákvörðun sína. Það er misráð- ið af þeim að ætla að gera áætlan- ir um veiðar í framtfðinni á þessu stigi málsins," sagði talsmaðurinn. RÆSI- RENNUR TILVALDAR FYRIR BÍLASTÆÐI, VINNUSALI, VÖRUSKEMMUR, GARÐA OG ALLSTAÐAR ÞAR SEM VATNSELGS ER VON. LEITIÐ UPPLÝSINGA ^ývATNSVIRKINN HF. ( ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 | LYNQHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.