Morgunblaðið - 02.07.1988, Page 27

Morgunblaðið - 02.07.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 27 Jakovlev aðal- hugmyndafræð- ingur flokksins Staða Jegors Lígatsjovs enn óljós Moskvu, The Daily Telegraph. JEFREM Sokolov, flokksformaður í Hvita-Rússlandi, skýrði frá verkaskiptingn hinna 13 félaga í stjóramálaráðinu, aðalvaldastofn- un sovéska kommúnistaflokksins, á blaðamannaf undi á fimmtudag- inn. Það kom á óvart að Aleksandr Jakovlev, einn dyggasti stuðn- ingsmaður Gorbatsjovs. flokksleiðtoga, er nú orðinn aðalhug- myndafræðingur flokksins en Jegor Lígatsjov gegndi áður þess- ari stöðu sem er ein af þeim valdamestu í landinu. Lígatsjov er talinn fremsti keppinautur Gorbatsjovs um völdin og fram til þessa hafa stjóramálaskýrendur verið sammála um að hann gengi næstur Gorbatsjov að völdum. Þvi fer fjarri að Lígatsjov sé úr leik I valdabaráttunni þar sem hann gegnir augljóslega mikilvægum embættum á flokksráðstefnunni. Orðrómur hefur lengi verið á kreiki um stöðuhækkun Jakovlevs sem hefur verið nefndur einn af helstu höfundum „glasnost“-stefn- unnar er felur í sér aukið upplýs- ingastreymi og opinskáar umræð- ur. Lígatsjov hefur oft látið í ljós að hann telji „glasnost" vera að fara úr böndunum. Hvað sem líður umræddum stöðubreytingum þá er ljóst að Lígatsjov gegnir valdamiklu emb- ætti á flokksráðstefnunni; hann veitir forstöðu 27 manna ráði sem hefur umsjón með „skipulagsmál- Reutcr ÞRÍR valdamestu menn Sovétríkjanna sjást hér stinga saman nefj- um á flokksráðstefnuhni i Moskvu. Frá vinstri Jegor Ligatsjov, Alek- sandr Jakovlev og Míkaíl Gorbatsjov. um“. Einnig er hann í óljósum tengslum við 27 manna málefna- nefnd og loks 43 manna kjörbréfa- nefnd er hugsanlega ákveður hveijir fá að stíga í ræðustól. Erfitt er að meta til hlítar völd hans en Lígatsjov virðist enn þá vera talinn annar í valdastiganum. í umræðum á ráðstefnunni eru það ýmist fylgjendur „glasnost" sem hafa töglin og hagldimar eða afturhaldsmenn blása til gagn- sóknar. Niðurstaðan verður vart ljós fyrr en búið er að túlka loka- ræðu Gorbatsjovs flokksleiðtoga. Andófsmaður: Glasnost er aðeins blekkingarleikur Segir lífið í fangabúðum verra en áður Jerúsalem, Reuter. AVRAHAM Shifrin, 63 ára gamall fyrrum sovéskur gyðingur en nú ísraeli, sem dvaldi í fangelsum og þrælkunarbúðum í Sovétríkj- unum í 10 ár, segir skilyrði fanga hafa versnað í tíð Gorbatsjovs. Fangar fái minna að borða, enga matarpakka frá ættingjum sínum fyrri helming refsivistarinnar og fái sjaldnar að hitta ættingja sina en áður. „Þetta er eintóm blekking, leik- sýning fyrir Vesturlandabúa. Gor- batsjov hefur leikið á umheiminn. Lífíð í fangabúðunum er orðið harðneskjulegra," sagði Shifrin, sem búið hefur í ísrael síðan 1970, í samtali við fréttamann Reuters. „í hveijum fangabúðum leynast pólitískir fangar. Sérstakar búðir fyrir pólitíska fanga hýsa 5000 til 6000 fanga," bætti hann við. Hann sagði einnig að í stjóm- artíð Gorbatsjovs hefðu um 170 þekktir, pólitfskir fangar verið látnir lausir, meðal þeirra nokkrir trúmenn. Hins vegar væru eftir sem áður yfir eitt hundrað þúsund trúaðir í fangabúðum víðs vegar um Sovétríkin. Shifrin hefur ritað bækur um ástand fangelsismáia í Sovétríkj- unum og verið mjög virkur í barát- tunni fyrir hagsmunum samvisku- fanga. Um ráðstefnuna í Moskvu sagði Shifrin: „Þeir tala um glæpi Stalíns og Brezhnevs en minnast ekki á framferði sovésku leyni- þjónustunnar, KGB, á okkar tímum." Wörner tekinn við Manfred Wömer, fyrrum vamarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, tók í gær við af Carrington lávarði sem framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. Fór athöfnin fram í aðalstöðvum bandalagsins í Bruss- el. Að baki Wömer, sem er lengst til vinstri, er Marcello Guidi, að- stoðarframkvæmdastjóri NATO, og Wolfgang Altenburg, hershöfð- ingi og formaður hermálanefndarinnar. Ófriðurinn í Nicaragua: Parkinson á uppleið London. Reuter. CECIL Parkinson orkuráðherra verður skipaður formaður einn- ar af mikilvægustu stjómar- nefndum Bretlands. Þykir það sýna, að hann standi traustum fótum á vettvangi stjórnmálanna þrátt fyrir vandræðin vegna ást- armála, sem hann lenti í fyrir fimm árum, að þvi er bresk dag- blÖð sögðu í gær. Embættismenn vildu ekkert láta eftir sér hafa um frásagnir fjöl- miðla, en blöð og sjónvarp sögðu, að Margaret Thatcher forsætisráð- herra hefði ákveðið að skipa Parkin- _ son formann „stjömu-deildarinn- ar“, sem gerir út um ágreiningsmál milli fjármálaráðuneytisins og ann- arra ráðuneyta vegna fjárveitinga. Stöðu þessari gegndi áður Whit- elaw lávarður, sem sagði af sér embætti varaforsætisráðherra fyrir nokkrum mánuðum af heilsufars- ástæðum. Bandarflgamenn hafa í hyggju breytta stefnu Guatemala-borg, Reuter. LEIÐTOGAR kontra-skæruliða í Nicaragua segja Bandaríkja- stjórn hafa í hyggju að taka upp breytta stefnu gegn stjóra sandinista í Nicaragua. í gær lauk þriggja daga för Georges Shultz, utanrikisráðherra Bandarikjanna, um Mið-Ameríku er hann ræddi við Oscar Arias, forseta Costa Rica, en sá síðar- nefndi er höfundur áætlunar, sem við hann er kennd, um leiðir til að binda enda á ófrið i þessum heimshluta. Shultz ræddi við nokkra leiðtoga hreyfingar kontra-skæruliða á fímmtudag. Aifredo Cesar, einn leiðtoganna, sagði á blaðamanna- fundi í Guatemala-borg að Banda- ríkjamenn hygðust taka upp breytta stefnu gagnvart stjóm sandinista í Nicaragua. Áformað væri að veita kontra-skæruliðum að nýju hemað- araðstoð ef sandinistar virtu ekki gildandi vopnahlé og tefðu fyrir frekari friðarsamningum. Myndi fjárveiting í þessu skyni vera lögð Óuló, Reuter. , NORÐMENN eru undir þrýstingi frá bandariskum stjóravöldum um að hætta fyrirhuguðum hrefnuveiðum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær að Bandaríkjamenn myndu hætta innflutningi á fiski frá Noregi ef af veiðunum yrði. Norðmenn hættu hvalveiðum í ágóðaskyni á síðasta ári. Þeir ætla að veiða 37 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur lýst hrefnu alfriðaða og efast ráðið um réttmæti veiða Norð- manna. Bandaríkjamenn hafa haft afskipti af hvalveiðum Japana og íslendinga vegna fyrirhugaðra vísindaveiða. „Okkur þykja þessi viðbrögð Bandaríkjamanna harkaleg vegna þess að þetta gæti þýtt mikið flár- hagslegt tjón fyrir norskan fiskiðn- að, ef sett yrði bann á innflutning á norskum físki,“ sagði talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, Lasse Seim. inn á sérstakan reikning og yrði hún afhent skæruliðum án tafar gerðust stjómvöld í Nicaragua sek um samningsbrot. Með þessu móti vildu Bandaríkjamenn þrýsta á sandinista um að ganga til friðar- viðræðna við skæruliða. Nýverið slitnaði upp úr viðræðum hinna stríðandi fylkinga en báðar hafa þær hins vegar lýst yfir því að vopnahlé, sem gekk í gildi 1. apríl síðastliðinn, verði virt. í máli Alfredos Cesars kom einn- ig fram að Bandaríkjamenn hygð- ust bjóða sandinistum efnahagsað- stoð gégn því að lýðræði yrði inn- leitt í landinu. Bandarískir embætt- ismenn vildu ekki tjá sig um ein- staka liði áætlunar Bandaríkja- manna en George Shultz sagði í Hondúras á fimmtudag að tilgang- urinn með ferð hans væri sá að kynna nýjar leiðir til lausnar vanda Mið-Ameríkuríkja. Shultz vildi ekki láta uppi hvort Bandarikjamenn hygðust á ný taka upp hemaðarað- stoð við skæruliða en henni var hætt í febrúarmánuði eftir að Norðmenn fluttu á síðasta ári út fisk til Bandaríkjanna fyrir 1,3 milljarða norskra króna (svarar til 9 milljarða ísl. kr.). Sendiherra Bandaríkjanna í Ósló hefur beðið norska utanríkisráðu- neytið um nánari upplýsingar um vísindaveiðamar, sem skilað verði fyrir 1. ágúst næstkomandi, að sögn talsmanns Bandaríkjastjómar. í beiðni sendiráðsins er þess getið að samkvæmt bandarískum lögum sé heimilt að seija viðskiptabann á þjóðir sem bijóti alþjóðlegar sam- þykktir um friðun hvala. Norsk yfirvöld hafa farið þess á leit við Bandaríkjastjóm að teknar verði upp viðræður milli landanna um hvalveiðar og friðunarlög, að sögn talsmanns Bandaríkjastjómar. „Við viljum að Norðmenn endur- skoði ákvörðun sína. Það er misráð- ið af þeim að ætla að gera áætlan- ir um veiðar f framtíðinni á þessu stigi málsins," sagði talsmaðurinn. Bandaríkjaþing hafði neitað að samþykkja frekari flárveitingar í þessu skyni. ER ALLT Á FLOTI? RÆSI- RENNUR TILVALDAR FYRIR BÍLASTÆÐI, VINNUSALI, VÖRUSKEMMUR, GARÐA OG ALLSTAÐAR ÞAR SEM VATNSELGS ER VON. LEITIÐ UPPLÝSINGA W VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SfMAR 686455 - 685966 S38S LYNGHÁLSI 3 SfMAR 673415 - 673416 Bandar íkj astj ór n krefst upplýsinga - um hrefnuveiðiáætlun Norðmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.