Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 31
LllJii ávOAQUaiA: ,•• 1 -¦ í í -: I' l ¦ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 31 Stöðuveitingin í Háskólanum Háskólinn má ekki vera lokuð klíka - segir dr. Hannes H. Gissurarson „Ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt og mun gera mitt besta til að reynast þess verð- ur. Ég hyggst stunda rannsóknir og kennslu af kappi á næstu árum," sagði dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, nýskipaður lektor i stjórnmálafræði við Há- skólann í gamtáU við Morgun- blaðið en hann er nú staddur í Kanada. Aðspurður sagðist Hannes hafa hlotið hæfnisdóm frá háskólanum í Oxford, þaðan sem hann hefði lokið doktorsprófi. Auk þess hefði hann gefið út eina bók í stjórnmálafræði sem hlotið hefði góðar viðtökur. „Ég hefði ekki sótt um þessa stöðu, hefði ég ekki talið mig hæfan til að gegna henni en enginn er dómari í eigin sök." Hannes sagðist hafa mótmælt setu altra þriggja nefndarmanna; Svans, Gunnars og Ólafs Ragnars. „Ólafur vék úr nefndinni sökum anna, ekki mótmæla minna. Svanur hefur átt í illvígum persónulegum deilum við mig, hefur m.a. kallað mig síðasta móhíkanann í íslenskri níðblaðamennsku. Og Gunnar Gunn- arssoner náinn vinur einsumsækj- enda, Ólafs Harðarsonar. Ég álít að vinir skuli ekki dæma verk hver annarra. Háskólinn má ekki vera lokuð klíka, þar verða að vera opnir gluggar í allar áttir. Ég ætla ekki að troða illsakir við samkennara mína í Félagsvísindadeild." Er Hannes var spurður hvort hann hefði verið ráðinn á grundvelli skoð- ana, sagði hann að vísindin gætu aðeins þróast við frjálsa samkeppni hugmynda en ekki við einokun þeirra. Þess vegna yrði að tryggja fjölbreytni í skoðunum, jafnframt því að menn væru fullkomlega hæf- ir til að gegna stððunni. Þar teldi hann doktorspróf í viðkomandi grein skipta mestu máli. Hannes sagðist hlakka til að tak- ast á við starfið. „Ég hef alltaf haft gaman að kennslu og margt er að rannsaka f íslenskum stjórnmálum. Ég mun vinna að þvi verki í sátt við mína samkennara. Lífið er of stutt til að eyða þvf f þrætur." Ég trúði því ekki að svona myndi fara - segir Ólafur Þ. Harðarson „Ég varð fyrir ákaflega mikl- um vonbrigðum með niðurstöðu ráðherrans. Hér er á ferðinni gamaldags pólitfsk fyrirgreiðsla, þvert ofaní fagleg sjónarmið og ég er satt að segja undrandi á því þar sem ísland hefur á undanf- örnum árum verið að þróast frá hinu gamla spíllta flokkavaldi, yfir í samfélag þar sem fagleg sjónarmið ráða meiru," sagði Ól- afur Þ. Harðarson, sem dómnefnd taldi hæfastan til að gegna stöðu lektors. Hann er nú staddur í Washington til að kynna sér bandaríska stjórnkerfið og mun siðan sitia flokksþing Demókrata- flokksins. Ólafur sagði það einnig hafa kom- ið sér á óvart að fylgjast með því hvað helstu forystumenn Sjálfstæð- isflokksins hefðu lagt mikla áherslu á að þeirra maður kæmist í þessa stöðu hvað sem það kostaði. Aðspurður sagðist Ólafur telja að sú fullyrðing að allir kennarar í „Ég lit á þetta sem árás á Há- skolann," sagði Svanur Kristiáns- son, formaður dómnefndar um veitingu lektorsstöðu. Hann sagði þau ummæli menntamálaráð- herra að allir dómnefndarmenn hefðu átt að víkja, vera mjög al- varlega ásökun á hendur sér og hann hlyti að eiga kröfu á að ráðherra gerði grein fyrir þessum ásökunum. „Menntamálaráðherra hefur sagt að hann telji að allir dómnefndar- menn hafi verið vanhæfir. Ég ætla ekki að dæma um hæfni mfna til að sitja f þessari dómnefnd. Ég hef doktorspróf í stjórnmálafræði, hef verið kennari við Háskólann f 14 ár og hef setið f ýmsum dómnefndum, og allan þennan tfma hefur aldrei verið fundið að störfum mfnum í Háskólanum. Lögmaður Hannesar Hólmsteins gerði athugasemdir við dómnefndina eins og hún var upphafiega skipuð. Morgunblaðið/Einar Falur llndirritun verksamningsins. Sitjandi f.v. Ellert Skúlason, Thorbjörn Herre, Matthías Á. Mathiesen,- samgönguráðherra og Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri. Ólafsfjarðarmúli: Verksamningur um jarðgöng undirritaður stjórnmálafræði hafi sömu skoðanir væri röng. „Pólitískar skoðanir manna koma fræðigrein í Háskól- anum ekkert við. Þar skiptir máli að menn séu faglega hæfir og það eitt á að ráða. Ég trúði þvf ekki að svona myndi fara, þó að ég vissi af sterkri undir- öldu Sjálfstæðisflökksins um koma sínum manni inn. Sérstaklega að þessi menntamálaráðherra skyldi vera reiðubúinn að ganga svona langt. Því í rauninni er þetta rudda- legasta árás á Háskólann f meira en hálfa öld. Allar götur'síðan 1937, er Haraldur Guðmundsson, mennta- málaráðherra gekk þvert á vilja Háskólans og lítilsvirti hann með svipuðum hætti og Birgir ísleifur hefur gert núna." Aðspurður um framhaldið sagðist Ólafur myndu taka sér góðan tíma til að hugsa sitt ráð. „Það er hugsan- legt að ég haldi áfram f Háskólanum en ég geri mér vonir um að ég geti einnig fengið störf á frjálsum mark- aði. MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra og Thorbjörn Herre, stjórnarmaður í Krafttaki og fulltrúi norska fyrirtækisins Astrup Höjer, undirrituðu í gær samning um gerð jarðganga f Ólafsfjarðarmúla. Krafttak átti lægsta tilboð í verkið tæpar 540 milljónir króna. Birna Friðgeirs- dóttir, fráfarandi forseti bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar, telur göngin lykilatriði í þvi að tengja þéttbýliskjarnana fjóra á Eyja- fjarðarsvæðinu, og skapa þannig mótvægi við styrk suð-vestur- hornsins. Birna sagði f samtali við Morgun- blaðið, að gerð jarðganganna skipti Ólafsfirðinga geysilegu máli og væri jafnvel forsenda þess að stað- urinn héldist áfram f byggð, þar sem fólk væri hætt að sætta sig við samgöngur eins og þær sem ólafsfirðingar byggju við yfir vetur- inn. Birna vildi líka leggja mikla áherslu á það að göngin kæmu fleir- um en ólafsfirðingum til góða, með Dæmi ekki um hæfni mína til setu í dómnefnd - segir Svanur Kristjánsson þeim tengdist Siglufjörður Eyja- fjarðarsvæðinu og skapaðist þannig grundvöllur fyrir uppbyggingu svæðisins sem heildar. Fyrst og fremst væru göngin þó öryggisat- riði, vegurinn fyrir Múlann væri lífshættulegur. Við undirritun samningsins sagð- ist Matthías Á. Mathiesen fagna því að norræn samvinna ætti sér stað um þetta verk og kvaðst vona að þetta væri aðeins byrjunin á farsælu samstarfi, næg verkefni biðu á Vestfjörðum og Austfjörðum. Thorbjörn Herre, stjórnarmaður í Krafttaki, þakkaði gerðan samn- ing og sagðist vona að reynsla As- trup Höjer kæmi að góðum notulh við framkvæmd verksins, þeir hefðu mikla reynslu í gerð jarðganga og væru jarðgong í Noregi um 2000 km að lengd. Hjá Ellert Skúlasyni, forstjóra Krafttaks, fengust þær upplýsingar að undirbúningur verksins væri þegar hafín. Mælingar hæfust um miðjan júlf og hafist yrði handa um framkvæmd verksins í ágústbyrjun. Sauðárkrókur: Myndlistarsýning fhnm ungra manna Myndlistarsýning verður opn- uð í Safnahúsinu I Sauðárkróki 2. júlf 1988. Margt til skemmtun- ar á Isafjarðarhátíð í framhaldi af því, vék ólafur Ragn- ar úr dómnefnd og þá voru skipaðir f nefndina Sigurður Lfndal prófessor í lögfræði og Jónatan Þórmundsson, lögfræðiprófessor og fulltrúi rektors. Eftir breytingu á dómnefnd komu ekki fram neinar athugasemdir. Menntamálaráðherra gerði engar athugasemdir fyrr en niðurstöðurnar lágu fyrir. Svanur sagði að með veitingu stöðunnar væri verið að brjóta mannréttindi á umsækjendum sem taldir væru hæfir „Allir eiga að geta sótt um störf hjá hinu opinbera eða annars staðar, án þess að þeir gjaldi eða njóti skoðana sinna. Hæfni manna á að ráða en svo virðist sem Hannes hljóti starfið vegna skoðana sinna, að því er menntamálaráðherra segir sjálfur, án þess að hljóta hæfn- isviðurkenningu. Ráðherra hefur hvorki siðferðilegan né lagalegan rétt til að hlutast til um kennslu í Haskólanum með þessum hætti." fsaflrði. í S AF J ARD ARHÁTIÐ hófst i gær föstudag. Hátíðin, sem er stærsta sjóíþróttahátíð landsins, stendur til sunnudagsins 3. júli. Um morguninn fóru átta bátar frá Bolungavík með um 50 manns til sjóstangaveiði. Afli í gæf- var mjög góður eða allt að fjórir kassar á stönc. Um miðjan daginn var götu- markaður á Silfurtorginu á ísafirði. Þar setti bæjarstjórinn Haraldur L. Haraldsson hátíðina, litli leik- klúbburinn var með leiksýningu á torginu, hljómsveitir léku og flutt voru gamanmál. Um tuttugu og fimm aðilar voru með sýningar eða sölu, þar mátti kaupa klatta og kakómalt, alls kyns lúxusbfla og allt þar á milli. Jafh- framt var til sýnis tveggja manna heimasmfðuð flugvél. Síðan var bátakynning á Pollin- um þar sem sýndar voru ýmsar gerðir hraðbáta. Um kvöldið voru svo dansleikir í samkomuhúsunum. í dag laugardag er seinni dagur sjóstangaveiðimótsins og um leið lokadagurinn í fslandsmeistara mót- inu í sjóstangaveiði. Hraðbátarall verður um ísafjarðardjúp. Land- helgisgæslan og björgunarsveitirn- ar verða með björgunarsýningu á pollinum og keppt verður á heima- smíðuðum flekum. Mótinu lýkur svo með keppnum á sunnudag. Útvarp er starfrækt af hátfðarnefndinni mestallan sólar- hringinn og er sent út á FM 101,0. Úlfar Þar sýna fimm ungir myndlist- armenn verk sfn, þau Gréta Sor- ensen, íris Elfa Friðriksdóttir, Ragnar Stefánsson, Ragnheiður Þórsdóttir og Sólveig Baldurs- dóttir. Um er að ræða teikningar, mynd- vefnað, málverk, skúlptúrverk og verk unnin f leður. Hópurinn hefur allur útskrifast>~ úr myndlistarnámi á sl. 5 árum frá íslandi, Danmörku, Hollandi og tvö frá Bandaríkjunum. Sýningin kemur að miklu leyti óbreytt frá Akureyri, þar sem hún var til sýnis í Glerárkirkju fyrir skömmu, þar sem hún hlaut mjög góða aðsókn. Hún verður opin dagana 2.-10. júlí frá kl. 16-21 virka daga og kl. 14-22 um helgar og eru allir vel- komnir. (Fréttatilkynniiiff) Ferðaleikhúsið hefur starf nítjánda sumarið Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru hafnar á ný. Þetta er nítiánda sýningarárið og er sýnt í Tjarnarbíói i Reykjavik. Sýningar verða fjög- ur kvöld í viku í allt suinar, sú siðasta 28. águst. Light Nights sýningarnar eru sérstaklega ætlaðar til skemmtunar tíg fróðleiks enskumælandi ferða- mönnum. Efnið, sem allt er íslenskt, er flutt á ensku að undanskildum þjóðlagatextum og lausavísum. Meðal efnis má nefna þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir, auk þess sem atriði úr Egilssögu er sett á svið. Kristín G. Magnús fer með hlutverk sögumanns sem er stærsta hlutverk sýningarinnar. Sýnt verður á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöldum f sumar og hefjast sýningar kl. 21.00. Hljómsveitin Karma í Þórscafé HLJÓMSVEITIN Karma mun leika fyrir dansi f veitingahúsinu Þórscafé um þessa helgi og ef til vill lengur. Hljómsveitin hefur á undanförn- um árum leikið fyrir dansi víða um land, einkum á Selfossi og í nær- sveitum en rætur Karma má rekja til hljómsveitarinnar Mána frá Sel- fossi. Ríkey sýnir í Eden RÍKEY Ingimundarddttir hefur opnað sýningu i Eden i Hvera- gerði. Á sýningunni verða málverk og postulínslágmyndir. Rfkey útskrif- aðist frá Myndlista- og handfða- skóla íslands 1983 en hefur sfðair5-- stundað keramiknám í sama skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.