Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 21 Eplakaka frá Skáni Girnilegir eftirréttir HEIMILISHORM Bergljót Ingólfsdóttir Stöku sinnum kemur það fyrir að löngun er til að búa til gómsæta eftirrétti og reyna þá eitthvað nýtt. Fyrir börnin er vart hægt að bera fram neitt vinsælla en ísinn, hvort heldur er aðkeyptur eða heima- lagaður. Ávaxtahlaup sem selt er í duftformi er einnig góður eftirrétt- ur fyrir börn. Hlaupið er búið til eins og segir á pakka, þegar það er hálf-stíft er hrært saman við það pela af þeyttum rjóma og svo látið stífna alveg á köldum stað. Borið fram í einni skál eða eins skammta glösum. En ef verið er að hugsa um full- orðna eru hér hugmyndir að eftir- rétti. Eplakaka frá Skáni 6 epli afhýdd og skorin ( báta, soðin með V2 dl sykri og 1 dl vatni þar til næstum er komið f mauk. 6 dl af muldum tvíbökum brugð- ið i ca. 4 matsk. smjörs á pönnu. í smurt ofnfast fat er lagt í lög tvíbökumylsna, sem sett er neðst og efst, og eplamauk. Kakan bökuð í ca. 30 mín. við 225°C. Borin fram volg eða köld, þeyttur rjómi hafður með. Norskur eftirréttur 1 plata suðusúkkulaði (100 gr). 5 blðð matarlím, 5 eggjarauður 5 mats. sykur, 5 dl rjómi, V2 dl portvín. Súkkulaðið er rifið, matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn. Eggjarauð- ur og sykur þeytt vel, rjóminn stifþeyttur og blandað varlega sam- an. Matarlímið kreist og brætt í V2 vatns. Portvíni blandað saman við og síðan sett út í eggjahræruna. Eggjahræra og súkkulaði sett í lög f eins skammta skálar, skreytt með þeyttum rjóma ef vill. Ætlað fyrir 4—6. Fljótlegur peruábætir 1 stór dós niðursoðnar perur, piparmyntusúkkulaði, 1—2 plöt- ur á peruhelming, eða tilbúin súkkulaðisósa. Hægt er að hafa perurnar heitar eða kaldar. Heitar perur: Perurnar settar S ofnfast fat með skornu hliðina upp. Ofan á hvern helming er sett piparmyntusúkku- laði, t.d. „After Eight", 1-2 plötur á hvern. Stett í ofn 225°C og súkk- ulaðið látið bráðna. Borið fram með kældum og þeyttum rjóma. Kaldar perur: Peruhelmingarnir settir á fat með brúnum, yfir er hellt súkkulaðisósu, skreytt með þeyttum rjóma og brytjuðum möndlum. Til eru góðar tilbúnar súkkulaði- sósur í verslunum en hægt er að laga hana heima. Siikkulaðisósa: 1 dl vatn, ÍV* dl sykur, 1V4 dl kakó. Látið sjóða saman í potti f nokkr- ar mín., borin fram heit eða köld. Fljótlegur peru-ábætir 1 Wi'M* 1 \ ,-.<>í»*. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir ASGEIR SVERRISSON Byltíngarkenndar tillög- ur Míkhaíls Gorbatsjovs ÞÆR ÖLDUNGIS byltingarkenndu hugmyndir sem Mfkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi kynnti f ræðu sinni við upphaf 19. flokksráðstefnu sovéskra kommúnista í Moskvu komu nánast sem þruma úr heiðskJru lofti. Aldrei fyrr í rúmlega 70 ára sorg- arsögu kommúnismans í Sovétríkjunum hefur leiðtogi ríkisins lýst yfir þvi með svo afdráttarlausum hætti að sjálft stjórnkerf- ið sé dragbítur á allar framfarir f landinu. Þrátt fyrir að sov- éskir embættismenn hafi loks fengið málið á undanförnum þrem- ur árum í anda „gIasnost"-stefnunnar og fréttir berist þáðan í stríðum straumum er engan veginn ljóst hvort tiUögur aðalritar- ans endurspegla óskoruð völd hans eða ðrvæntingu vegna fram- gangs umbótastefnunnar, sem eftir þvf sem best verður séð hefur skilað litlum sem engum árangri. Eitt er þó öruggt; með þvf að kynna hugmyndir, sem eftir þvf sem fréttir herma miða flestar að þvf að skerða vðld flokksins, hefur Gorbatsjov sýnt nánst lygilegt hugrekki og ógerlegt er að segja til um afleiðing- arnar. Það að hugmyndirnar skuli vera ræddar, að þvf er best verður séð á opinskáan hátt á ráðstefnunni, sýnir ljóslega þau áhrif sem „glasnost" stefnan hefur haft. Norskur eftirréttur Nú nýverið sagði Ottó Latsís, aðstoðarritstjóri flokks- tfmarítsins Kommúnist í samtali við dagblaðið Prövdu að líf fólks í Sovétríkjunum hefði ekki breyst til batnaðar frá því Gorbatsjov tók við embætti aðalritara og að rangt væri að gera ráð fyrir því að flokksráðstefnan myndi verða til þess að breytingarnar yrðu merkjanlegar í daglegu lífi Sovét- borgara. Sjálfur hefur Gorbatsjov margoft sagt að umbótaáætlunin sem kennd er við „perestrojku" hafi skilað of litlum árangri eink- um vegna andstöðu harðlfnu- manna af gamla skólanum, sem fyrst og fremst hugsi um eigin hag og þau forréttindi sem peir njóta. I setningarræðu sinni sagði aðalritarinn að framtfð rfkisins myndi ráðast á næstu fimm árum. Ástandið á öllum sviðum samfélagsins hefði verið mun verra en menn óraði fyrir er hann tók við völdum og of hægt hefði miðað f umbótaátt. Raunsæi í anda „glasnost" Því verður tæpast á móti mælt að með tillögum sfnum, sem með réttu má kalla byltingar- kenndar, er Gorbatsjov að skil- greina rót vandans; þá einkenni- legu sérhyggju og frumkvæðis- leysi sem einkennir stjórnkerfi kommúnismans, spillingu og dugleysi miðstyringarinnar, skortinn, pukrið, leyndarhyggj- una og eymdina. Hinir nöpru vindar „glasnost" sem leikið hafa um sögu Sovétríkjanna á undan- förnum árum eru einnig teknir að blása innan Kremlarmúra. Orð Gorbatsjovs lýsa ef til vill fsköldu raunsæi leiðtoga sem sér að þjóð- in er á heljarþröm og gerir sér ljóst að nauðsyn brýtur lög. „Perestrojka?" Hver sá sem gengur um götur Moskvu-borgar og sér með eigin augum dapurlegt hlutskipti þessa stolta fólks hlýtur að sannfærast um nauðsyn þess að gerðar verði algerar grundvallarbreytingar á samfélaginu. Sá hinn sami hlýtur og að virða viðleitni Gorbatsjovs til að koma þessum breytingum á. En hver sá sem kynnist „kerf- inu" í víðtækustu merkingu þess orðs, frumkvæðisleysinu og hin- um einkennilega lokaða hug- myndaheimi hlýtur að ala með sér efasemdir um að það sé mögulegt. Flestir þeir erlendu blaðamenn sem rætt var við S Moskvu, og margir eru réttnefnd- ir „Sovétsérfræðingar", voru á einu máli um að „perestrojka" hefði ekki haft nein sýnileg áhrif á lff almennings. Sovéskir blaða- menn tóku margir hverjir í sama streng og sögðu alltjent ljóst að það myndi taka mjög langan tfma að breyta samfélaginu því eitt væri að breyta lögum og reglum og annað að breyta hugarfari fólksins. Raunar var engin þörf á sérfræðilegum vitnisburði f þessa veru. Hróplegur skortur- inn, öryggisgæslan, bfldruslurnar og biðraðirnar var því miður ekki ímyndun heldur blákaldur veru- leiki. „Betra er að sjá einu sinni en heyra hundrað sinnum," sagði Gorbatsjov er hann tók á móti Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta í Moskvu og víst er að flest- ir þeir erlendu blaðamenn, sem rætt var við og voru að sjá í fyrsta skipti, voru þessu öldungis sammála. Ahrif „glasnost" Þessi heldur nöturlega lýsing á þ6 einungis við „perestrojku" því það er yfir allan vafa hafið að „glasnost"-stefnan, sem kveð- ur á um aukið upplýsingastreymi og opinskáar umræður, hefur nú þegar haft töluverð áhrif. Þessa verður f raun alls staðar vart en ef til vill eru áhrifin mest sláandi í blöðum og tímaritum. Áróður- inn er ennþá gegndarlaus og þvf verður tæpast breytt í nánustu framtíð en almenningi er jafn- framt boðið upp á greinar, sem flestar hverjar eru hreint ótrú- lega langar, þar sem fjallað er um vanda rfkisins í fortíð og nútfð, oft af allmiklu raunsæi. Erlendir blaðamenn, búsettir í Moskvu, sögðu breytingarnar á þessu sviði bæði miklar og mikil- vægar. Margir kváðust telja þær varanlegar þó svo vitað væri að harðlfnumenn innan kommún- istaflokksins hefðu greinilega af þeim miklar áhyggjur. Gagnrýnin virtist á stundum takmarkalaus. Nefnt var sem dæmi að utanrfkis- stefnu Sovétríkjanna á valda- skeiði Leoníds Brezhnevs, sem taldi hernaðarfhlutun erlendis réttlætanlega væri kommúnism- anum ógnað, hefði verið hall- mælt. Vandinn væri hins vegar fólginn í því að „glasnost"- stefn- an hefði f raun hvorki verið skýrð né skilgreind og þvf væri erfitt að átta sig á því hvað væri leyfi- legt og hvað ekki. Var í þessu samhengi einkum nefnt mál Bor- is Jeltsfns, sem vikið var úr emb- ætti formanns Moskvudeildar kommúnistaflokksins, eftir að hafa gagnrýnt slæíega fram- kvæmd „perestrojku" og mót- mæli hinna ýmsu þjóða og þjóðar- brota í Sovétríkjunum að undan- förnu. „Prelsið er gjöf frá Guði," sagði Reagan Bandarfkjaforseti f sðgulegu ávarpi til nemenda við Moskvu-háskóla. Hvort Míkhafl Gorbatsjov tekst með tillögum sfnum að innleiða lýðræði og auka frelsi á öðrum og jarð- bundnari forsendum í anda guð- leysistefnu stjórnvalda mun tíminn einn leiða í ljós. Það þykir til marks um þær breytingar sem orðíð hafa í Sov- étríkjunum f valdatíð Gorbatsjovs að Moskvubúum gefst nú tæki- færi á að gæða sér á amerfskum „Astro-pizzum". Að sögn bandarfsks kaupsýslumanns sem rætt var við f Moskvu gengur reksturinn heldur illa þótt eftirspurnin sé mikil. Þrátt fyrir gjöf- ul landbúnaðarhéruð f nágrenni hðfuðborgarinnar þarf að flytja allt hráefni inn með ærnum tilkostnaði þvi ekki er unnt að treysta á að það sé fáanlegt þegar þess er þðrf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.