Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988
-ft
Hljóðbylgjan
útvarpar frá
Mývatnssveit
Útvarpsstöðin Hljóðbylgjan
ætlar að senda út efni frá Hótel
Reynihlið í Mývatnssveit nk.
sunnudag. Útsending hefst kl.
14.00 og mun standa í um tvo
tfma.
Hljóðbylgjan fékk í byrjun apríl
sendibúnað, sem gerir þeim Hljóð-
bylgjumönnum kleift að senda út
víða um hlustunarsvæði sitt og er
betta í annað sinn sem farið er út
í nágrannabyggðirnar. í fyrra skipt-
ið var farið til Dalvíkur. Útvarps-
stjóri Hljóðbylgjunnar, Pálmi Guð-
mundsson, verður við stjórnvölinn
í Mývatnssveitinni ásamt tækni-
manni sínum Pétri Guðjónssyni.
Þeir ætla í sveitina deginum áður
til að ræða við fólk í sveitinni og
verða viðtölin send út á sunnudegin-
um. Pálmi sagði að aðalþema þátt-
arins yrði útivist og ferðamanna-
straumur í Mývatnssveit.
Skart opri-
ar útibú í
Reykjavík
Gullsmíðastofan Skart, Hafn-
arstrætí 94 á Akureyri, hefur
opnað útibú f Reykjavík á Lauga-
vegi 53. Skart er tíu ára gamalt
fyrirtæki Flosa Jónssonar gull-
smiðs og er aðaláhersla lðgð á
módelsmíð og nánast hvað sem
er til gjafa.
Algengt má teljast að opnuð séu
útibú á Akureyri frá Reykjavík, en
sú leið að Akureyringar opni útibú
í Reykjavík telst hinsvegar nokkuð
sjaldgæf. Flosi keypti verslunina
Blik í Reykjavík og breytti henni í
gullsmíðaverslun. Hann sagði að
samkeppni í greininni væri mikil í
rReykjavík, en þrátt fyrir það væri
hann bjartsýnn og væri kominn til
að vera.
* ...
¦^^tttPrsM^^'Xi^^í9"
.;¦. .~..S,JMK
Sextán skemmtiferðaskip tilAkureyrar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sextán skemmtiferðaskip hafa viðdvSl á Akureyri í sumar, tveim-
ur skipum fleirum en f fyrra. Sjö þeirra hafa nú þegar komið.
Skipin eru öll russnesk með Þjóðverja að mestu. Flest skipanna
taka milli 500 og 600 farþega og f Mývatnsferðirnar fara þetta
frá 150 og upp f 350 manns, að sögn Gísla Jónssonar framkvæmda-
stióra Ferðaskrifstofu Akureyrar. Maxím Gorkí kom til Akur-
eyrar sl. fimmtudag og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Rútur
frá Ferðaskrifstofu Akureyrar tóku farþegana á Húsavfk klukkan
6.00 um morguninn. Þeún var síðan skilað til Akureyrar um hádeg-
ið. Þetta var svokallaður öfugur hringur, en venjan er sú að far-
þegarnir stíga á land á Akureyri kl. 8.00 á morgnana og er þeim
sfðan skilað aftur til skips um kl. 18.00 eftir dagsferð um Akur-
eyri og Mývatnssveit.
Utgerðarfélag Akureyringa hf.:
Auglýsir eftir
framkvæmdastjóra
Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur auglýst lausa stöðu ann-
ars framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið
í fréttum lætur Gísli Konráðsson af störfum eftir næsta aðalfund
fyrirtækisins, sem að öllum líkindum fer fram f maf 1989.
Gísli hefur starfað hjá ÚA í um
þrjátíu ár og lætur nú af störfum
sökum aldurs. Gert er ráð fyrir að
nýr framkvæmdastjóri komi til
starfa um næstu áramót og taki
að fullu við starfinu 1. maí 1989.
Keppni um sterkasta mann
landsbyggðarinnar á Akureyri
„Sterkasti maður landsbyggð-
arinnar" er yfirskrift aflrauna-
móts, sem haldið verður á Akur-
eyri dagana 22. og 23. júlf nk.
Mótið verður með svipuðu sniði
og aflraunakeppnin „Sterkasti
maður Norðurlands", sem haldin
var f fyrra, en þar stóð uppi sig-
urvegari Akureyringurinn Flosi
Jónsson.
Alls verður keppt í átta þrautum
sem er tveimur þrautum meira en
í fyrra auk þess sem kraftajötnarn-
ir ætla sér tvo daga í keppnina í
stað eins. Keppt verður í þremur
þrautum fðstudaginn 22. júlí og fer
keppni þá fram í miðbæ Akureyrar,
en daginn eftir, 23. júlí, verður
Frá keppninni „Sterkasti maður Norðurlands" í fyrra. Njáll Torfa-
. >on, svonefndur Vestfjarðaskelfir, reynir hér við 150 kg sfldartunnu.
keppni færð upp á íþróttavöll Akur-
eyringa, þar sem hinar fimm þraut-
irnar verða afgreiddar.
Að sögn Flosa verða glæsileg
verðlaun í boði, þeningar og verð-
Iaunagripir, en þátttakendafjöldi
verður að öllum líkindum að tak-
markast við átta til tíu manns.
Rétt til þátttöku hafa kraftakarlar,
búsettir utan höfuðborgarsvæðis-
ins, og vinna tveir til þrír efstu
menn á mótinu sér rétt til þátttöku
á alþjóðlegu aflraunamóti, Krafti
'88, sem haldið verður í Reiðhöll-
inni í Reykjavík þann 17. septem-
ber nk.
Flosi sagði að á mótinu mætti
búast við hinum ýmsu uppátækjum,
sem reyndu á sem flesta líkams-
hluta mannsins, en að svo stöddu
vildi hann ekkert segja til um á
hverju kraftajötnarnir fengju að
spreyta sig. Flosi sagðist vissulega
reyna að verja titil sinn og sagði
alhliða kraftaþjálfun og úthald
skipta mestu máli f keppni auk þess
sem lungu og hjarta þyrftu að vera
í toppformi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigurgeir Halldórsson bóndi á Öngulstöðum 3 dreif sláttinn af á
nokkrum dögum.
Heyskapur gengur
hægt norðanlands
Heyskapur gengur hægt hjá
bændum f Eyjafirði enda hefur
ekki viðrað vel til útiverka frá
því að bændur hófu slátt. Guð-
mundur Steindórsson ráðunaut-
ur hjá Búnaðarsambandi Eyja-
fjarðar sagði að hvassviðri
hefði farið yfir fjörðinn f
síðustu viku og nokkuð hefur
borið á vætu í yfirstandandi
viku.
Guðmundur sagði að vel hefði
gengið með sprettu um miðjan
júní. Heldurhefði tvísláttur aukist
síðari árin, en óvíst væri að spá
um hvenær fyrri slætti gæti lokið
þar sem spáin væri norðanbænd-
um heldur óhagstæð næstu dag-
ana.
Mets&ublað á hverjum degi!
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
begar þið akið.
Drottnin Guó, veit mór
vernd þina, og lát mig
minnast ábyrgöar minnar
er ég ek þessari brfreið.
I Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, í verslun-
inni Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 50.-
Orð dagsins, Akureyri.