Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Greinargerð safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Reykjavík — varðandi lausn séra Gunnars Björnssonar frá störfum sem prestur safnaðarins í júní 1988 Morgunblaðinu hefur borist eftírfarandi greinargerð: „Vegna ónákvæmrar fjölmiðlun- ar um ástæður þær sem liggja til grundvallar ákvörðun safnaðar- stjórnar að segja séra Gunnari Björnssyni, presti við Fríkirkjuna í Reykjavík, upp störfum telur stjórn- in rétt að útskýra málið til hlítar í þessari greinargerð, þótt það sé henni óljúft. Nauðsynlegt er að skoða þróun málsins nokkuð aftur í tímann til að ná réttu samhengi, en fyrst er rétt að gera grein fyrir ákvörðun uppsagnarinnar nú. Með bréfi dagsettu 23. júni sl. var séra Gunnar leystur frá starfi frá og með 1. júlí 1988. Jafnframt var honum tilkynnt að hann héldi launum án embættiskostnaðar fram til 30. sept. nk. Þá var honum og sagt upp afnotum af húsi safnaðar- ins í Garðastræti 36 og skyldi það rýmt fyrir 30. sept. nk. Fyrir af- hendingu ofangreinds bréfs, var séra Gunnari gefinn kostur á að segja starfi sínu lausu með sömu skilmálum. Hann sagðist vilja íhuga það og-var hann hvattur til að fgrunda þann kost vandlega. Séra Gunnari var gert ljóst að ástæður uppsagnarinnar væru þær, að hann hefði brotið erindisbréf það, er hann undirritaði 4. okt. 1985, þegar hann var endurráðinn til safnaðarins. Presturinn kaus aftur á móti að fara með málið í fjölmiðla. Ákvörð- un um að leysa prestinn frá störfum var tekin á safnaðarstjórnarfundi 23. júní 1988 og hún samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur. Ákvörðun safnaðarstjórnar er byggð á 21. gr. laga Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík, sem er sjálf- stæður söfnuður utan þjóðkirkjunn- ar, og ennfremur á 13. lið erindis- bréfs prestsins frá 4. okt. 1985. Fljótlega eftir að séra Gunnar var ráðinn til starfa við Fríkirkju- söfnuðinn fór að bera á samskipta- örðugleikum milli hans og safnaðar- ins, sem smám saman hafa verið að magnast, þar til ákveðið var að víkja prestinum úr starfi, til þess að koma aftur á eðlilegu kirkju- og safnaðarstarfi. Sem dæmi um sam- starfsörðugleika má vitna í eftirfar- andi minnispunkta, sem einn safn- aðarstjórnarmaður sendi til þáver- andi safnaðarformanhs: „Undanfarið hafa verið miklar væringar við safnaðarprest Fríkirkjunnar í Reykjavík. Þær má fyrst og fremst rekja til óánægju prestsins með launakjör, húsnæðis- mál og samstarf við safnaðarstjórn og starfsfólk. Á fundi safnaðarstjórnar 3. jan- úar 1985 voru kjörnir fjórir stjórn- armeðlimir til þess að koma á sátta- fundi með safnaðarprestinum og var hann haldinn 17. janúar sl., þar sem eiginkona prestsins var mætt með honum. Fundurinn hófst á því að formað- ur reifaði máiin og skýrði afstöðu safnaðarstjórnar. Síðan tóku prestshjónin orðið á víxl og héldu því nær óslitið þar til fundi lauk. Voru það látlaus ámæli á safnaðar- stjórn um störf og hegðan. Beind- ust spjótin að formanni og skulu þau gífuryrði ekki rakin hér, en allir stjórnarmenn urðu svo hvumsa við, að þeim ofbauð átölurnar. Kom þarna berlega í ljós hvaða hug presturinn og frú hans bera til stjórnarmanna persónulega. Stjórnarmenn vildu ekki hleypa. þessum fundi upp með fúkyrðum eða öðrum munnsöfnuði á móti, enda ekki við hæfi, þó tilefni væru nægileg undir venjulegum kring- umstæðum. Presturinn gekk svo langt, að til áherslu persónulegra ásakana sinna á formanninn greip hann til þess að fetta sig og bretta og að herma eftir honum og lýsa því yfir, að annar hvor þeirra yrði að víkja. Þetta og annað bendir, svo ekki verður um villst, á óvild þá sem hann ber í brjósti til safnaðarstjórn- ar. Þótt reynt væri ítrekað að færa umræður yfir á málefnalegan grundvöll og færð væru rök fyrir ásökunum, bar það engan árangur. Safnaðarstjórnin vildi samt sem áður ennþá einu sinni leita sátta og úrlausna á þessu vandamáii og samþykkti því einróma að rita prestinum bréf, þar sem bent er á lög safnaðarins og hann minntur á að fara beri eftir þeim og beðinn að endurskoða afstöðu sína til stjórnar og starfsfólks safnaðarins. Engin viðbrögð hafa fengist við þessu bréfi dagsins í dag. Hér er því mikið vandamál á ferð- inni, en safnaðarstjórn stendur ein- huga að baki formanns síns í því, svo sem komið hefur fram í fundar- gerðum safhaðarstjórnarinnar." Þrátt fyrir þessa viðleitni stjórn- arinnar til sátta bar hún engan árangur og neitaði presturinn að mæta á stjórnarfundi, þótt um væri beðið. Sagðist hann hafa nóg með tíma sinn að gera. (Þetta ástand breyttist þó í formannstíð Gísla ísleifssonar, því að hans mati var ekki hægt að halda safnaðarstjórn- arfundi nema að séra Gunnar væri til staðar og hélst það óbreytt þann tíma.) Örðugleikar héldu áfram að magnast og gjáin að breikka, þrátt fyrir sáttavilja safnaðarstjórnar. Þessi vandamál voru ekki opinberuð fyrr en á aðalfundi Fríkirkjunnar 28. apríl 1985. í messu, á undan aðalfundi, tekur prestur til altaris, en tveimur þremur stundarfjórð- ungum síðar gekk hann á dyr asamt eiginkonu sinni, eftir að hafa lýst yfir áframhaldandi stríði við safnað- arstjórn og skellti hurðum á eftir sér. Á aðalfundinum bar fundarstjóri, Eyjólfur Guðmundsson, fram fyrir- spurn til séra Gunnars um hvað hann meinti með ítrekuðum um- mælum sínum um að Fríkirkjan væri í andarslitrunum og ætti sér ekki viðreisnar von. Safnaðarprest- ur sté þá í pontu og lýsti yfir að hann þyrfti hvorki að standa Eyj- ólfi né nokkrum öðrum skil eða skýringu á ummælum sínum eða ræðum. Að sögn séra Gunnars eiga alla tíð að hafa ríkt eriðleikar milli presta safnaðarins og stjórnarinnar. Þetta kannast kunnugir ekki við, enda hefur starfstími flestallra presta safnaðaríns veríð langur. Á aðalfundinum var samþykkt sam-' hljóða tillaga þess efnis, að fundur- inn treysti stjórn safnaðaríns fylli- léga til þess að fara með málefni safnaðaríns og þar á meðal að leysa ríkjandi ágreining við prest safnað- arins, sem þá var öllum ljós. Allar sáttatilraunir reyndust ár- angurslausar, og lyktaði með því að prestinum var sagt upp starfi. Fyrir milligöngu vina hans, átti biskup þjóðkirkjunnar fund með prestinum og þáverandi safnaðar- formanni. Niðurstaða þess fundar varð-sú, að prestur sendi safnaðar- stjórn bréf, þar sem hann baðst afsökunar á framkomu sinni og hét því að vinna heils hugar að góðu safnaðarsamstarfi í framtíðinni. í framhaidi af afsökunarbeiðninni var gert erindisbréf við hann og haft samráð við biskup um innihald þess. Hér á eftir er umrætt erindis- bréf (fylgiHkjal nr. 1) og afsökun- arbéiðni (fylgiskjal nr. 2) séra Gunnars: Fylgiskjal nr. 1: „Fríkirkjiisöfnuðurinn í Reykjavík Stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík samþykkir að beiðni sr. Gunnars Björnssonar, að draga til baka uppsögn hans og endurráða hann prest safnaðarins með þeim skilmálum sem fram koma í eftir- farandi erindisbréfi: Erindisbréf fyrir sr. Gunnar Björnsson, prest Fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík. 1. Prestur safnaðaríns hefur sömu skyldur gagnvart söfnuðinum og prestar hinnar fslensku þjóð- kirkju almennt hafa. 2. Presturinn og safnaðarstjórnin eru í störfum sfnum bundin af lög- um fríkirkjusafnaðarins og fer verkaskipting þeirra eftir því sem þar er ákveðið. Báðir aðilar skulu leitast við að hafa með sér gott samstarf og vinna að heill kirkjunn- ar og safnaðarins á grundvelli frið- semdar og kristilegs hugarfars. 3. Kaup og kjör prestsins skulu á hverjum tíma vera hin sömu og eru í kjarasamningi Prestafélags íslands við fjármálaráðuneytið. 4. Meðan sr. Gunnar Björnsson gegnir störfum prests Fríkirkju- safnaðarins í Reykjávík, skal hann eiga kost á að búa f embættis- bústað safnaðarins f Garðastræti 36. Fyrir afnot sín af bústaðnum skal presturinn greiða leigu sam- kvæmt gildandi reglum um emb- ættisbústaði rfkisins. Presturinn greiðir sjálfur kostnað við ljós og hita bústaðarins og daglegt viðhaid, þann l.íma sem hann kýs að búa í honum, en söfnuðurinn kostnað við allar stærri viðgerðir og viðhald bústaðarins, enda liggi fyrir sam- þykki safnaðarstjórnar, áður en í þær er ráðist. 5. Annan kostnað, sem ekki er innifalinn í greiddum embættis- kostnaði til prestsins, verður safn- aðarstjórn að samþykkja, áður en til hans er stofnað. 6. Presturinn skal sitja fundi safnaðarstjórnar, sé þess óskað, og hafa þar málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt. 7. Organisti og söngstjóri kirkj- unnar hefur stjórn og umsjón með orgeli og söngmálum þar, í umboði safnaðarstjórnar, samkvæmt erind- isbréfium störf hans, sem safnaðar- stjórn mun setja honum. Hann ræð- ur söngfólk til að syngja við athafn- ir, sem fram fara á vegum kirkjunn- ar. Presturinn hafi samband og samráð við organistann um athafn- ir, sem fara fram í kirkjunni, eða á hennar vegum. Við athafnir, sem snerta sérstaklega einstaklinga, svo sem útfarir og giftingar, skal virða óskir viðkomandi um söngfólk og hljómlistarmenn. 8. Kirkjuvörður, sem safnaðar- stjórn ræður, hefur umsjón með kirkjunni og annast þar dagleg störf samkvæmt nánari ákvörðun safn- aðarstjórnar. 9. Safnaðarstjórn annast fjármál safnaðarins og fer með annað er viðkemur rekstri hans, sbr. 9. gr. laga safnaðarins. Stjórnin mun leit- ast við að velja sér ráðunaut, til þess að hafa eftirlit með húseignum safnaðarins og gera tillögur um úrbætur til hennar á hverjum tíma. 10. Útlán kirkjunnar til sam- komuhalds 'utanaðkomandi aðila eru háð vitund og samþykki safnað- arstjórnar að höfðu samráði við safnaðarprest, enda sé til staðar kirkjuvörður. Gjöld fyrir slík útlán skulu ákveðin með tilliti til kostnað- ar. 11. Dagbók, sem skráðar eru í fyrirhugaðar athafnir í kirkjunni, skal liggja frammi á aðgengilegum stað, til upplýsinga fyrir starfsfólk kirkjunnar. Prestur aðstoðar við útgáfu „Fríkirkjunnar". 12. Vilji presturinn hætta störf- um fyrir söfnuðinn, skal hann bréf- lega kynna formanni safnaðar- stjórnar það með þriggja mánaða fyrirvara sbr. 20 gr. Iaga safnaðar- ins. 13. Vilji safnaðarstjórnin segja prestinum upp störfum, verða 2/3 safnaðarstjórnarmanna að sam- þykkja það. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Þó getur prestur og safnaðarstjórn komið sér saman um annan uppsagnarfrest, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, sbr. 21. gr. laga safnaðarins. Til staðfestu framanrituðu rita prestur og safnaðarstjórnarmenn nöfn sín hér undir í viðurvist votta. Reykjavík, 4. október 1985, (Sign.) allra stjórnarmanna. Samþykkur framanrituðu erind- isbréfi sem prestur Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík, sr. Gunnar Björnsson (sign.)." Fylgiskjal nr. 2 „Reykjavík, 28. sept. 1985. Safnaðarstjórn Fríkirkjunn- ar, c/o Ragnar Bernburg, R. Ég undirritaður fer þess innilega á leit við safnaðarstjórn Fríkirkj- unnar, að hún endurskoði afstöðu sína að því er varðar uppsögn mína úr starfi safnaðarprests. Um leið og ég heiti því að vinna heils hugar að því, að samstarfsörð- ugleikum milli mín og hennar linni, bið ég stjórnina í heild og hvern einstakan stjórnarmann, svo og aðra þá, er málið varðar, afsökunar á því, er misfarist hefur í samskipt- um okkar í milli. Virðingarfyllst, Gunnar Björnsson (sign.)" Séra Gunnar hefur ekki haft í heiðri þessi tvö bréf, eins og fram kemur t.d. í meðfylgjandi bréfi (fylgískjal nr. 3) frá Guðmundi Gunnlaugssyni, sem hann skrifaði stjórn Fríkirkjusafnaðarins: Fylgiskjal nr. 3 „Reykjavík, 20. jan. 1988. Til stjórnar Fríkirkjusafn'að- arins í Reykjavík. Ég undirritaður, Guðmundur Gunnlaugsson, arkitekt sem frá sl. aðalfundi hef setið í stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, sé mig hér með tilneyddan til að skrifa þetta bréf og segja af mér störfum í stjórninni frá og með þessum degi; Þá hef ég sömuleiðis gengið frá úrsögn minni og konu minnar úr söfnuðinum á Hagstofu íslands. Þá mun ég gera kröfu um að bréf þetta verði lesið upp á næsta aðalfundi. Ástæður þessa örþrifáráðs eru fyrst og fremst óþolandi framkoma safnaðarprests í minn garð í símtali þ. 19. jan. auk vísvitandi rangra upplýsinga hans á safnaðarfundi þ. 8. des. sl. Forsögu málsins þekkjum við 811. Til að halda frið innan safnaðar- stjómarinnar og vinna skipulega að viðgerð Garðastrætis 36, hafði ég 4 sinnum, bæði persónulega og með boðum beðið sr. Gunnar um að koma með óskalista þeirra hjóna um í hvaða forgangsröð þau vildu láta gera við húsið. Leggja þann lista fram á fundi til samþykktar og bókunar með áætlun um kostn- að. Þessu var ekki svarað. Þegar ég spyr síðan sr. Gunnar á fundi þ. 8. des. í víðurvist stjórnarmanna, hvað sé að frétta af viðgerðarmái- um, svarar hann orðrétt: „Þar sem svo miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum í kirkjunni sjálfri, höf- um við hjónin ákveðið að fara mjög hófsamt í viðgerðir Garðastrætis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.