Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Minning: Margrét Ólafsdótt- ir, Hvammstanga Kveðjuorð: Margrét Ólafía Ólafsdóttir lést 24. júní sl. Hún var fædd 29. júlí 1914 í Hindisvík á Vatnsnesi, dótt- ir hjónanna Marsibilar Teitsdóttur og Ólafs Ólafssonar er voru þar í húsmennsku. Það var fyrir fáum dögum að ég frétti það að Margrét væri orðin fársjúk og ætti ekki langt eftir ólif- að. Sjálf tók hún fregninni með miklu jafhaðargeði og æðruleysi þess sem ekki ber kvíðboga fyrir )>eirri breytingu sem dauðinn hefur í för með sér. Fjölskyldur' okkar Margrétar voru í sambýli á Bergsstöðum um skeið. Við frændsystkinin lékum okkur saman og minnist ég ekki annars en vel færi á með okkur. Barnsskónum slitum við meira og minna áhyggjulaus um framvindu lífsins eins og gengur og gerist hjá börnum, sem eiga gott atlæti for- eldra og annarra fullorðinna. En bernskuárin líða og fyrr en varir taka fullorðinsárin við, sem færa okkur aukna ábyrgð og alvöru lífsins. Við verðum að standa á eig- in fótum, og mæta þeim viðfangs- efn.um, sem örlögin færa okkur í fang. Lífsbraut Margrétar var mörkuð er hún gekk í hjónaband með Guð- mundi Jónssyni 29. júlí 1933. Fyrst stofnuðu þau heimili á Hvamms- tanga en fljótlega var hafist handa um byggingu. Þau fengu land úr Kotshvammslandi rétt ofan við Hvammstanga og reistu þar nýbýli er þau nefndu Laufás. Þangað fluttu þau "árið 1935. Þar var rækt- að og prýtt og búið vel að hverjum hlut. Byggt var upp gott og sérstak- lega hlýlegt heimili. Þau voru öðr- um hjálpleg þegar á þurfti að halda. Kom það meðal annars fram þegar systir Margrét missti mann sinn frá kornungum börnum, þá létu þau hana hafa herbergi í húsi sínu. Síðan var bætt við húsið og innrétt- uð íbúð svo að hún gæti fengið varanlegan samastað og haldið heimilinu saman. Síðar tók Margrét ömmu sína Margréti Jónsdóttir til sín og hafði hana hjá sér á meðan hún þurfti með en hún varð 102 ára gömul. Annaðist Margrét hana af alúð og hlýju og líkaði gömlu konunni vel að vera í skjóli sonar- dóttur sinnar. Þau Margrét og Guðmundur eignuðust þrjú börn, Jónu Sigríði, Ólaf Helga og Kristin Björgvin, og eru barnabörnin fimm. Þau voru yndi ömmu sinnar enda var hún mjög barngóð og kunni vel að laða þau að sér. Margrét missti mann sinn 17. júlí 1973. Hún seldi þá Laufás nokkru síðar og flutti til Hvammstanga. Byggði hún þar í félagi við son sinn tveggja íbúðar- hús á Garðavegi 26 og bjó hún þar siðan. Eftir að Margrét fluttist frá Laufási fór hún að vinna utan heim- ilisins og um margra ára skeið vann hún hjá saumastofunni Drífu þar til á síðasta ári og hún hætti störf- um. Margrét bjó yfir miklu jafnaðar- t er látin. GUÐRÍÐUR Þ. EINARSDÓTTIR, Austurbrún 4, Börnin. t Móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR PEDERSEN, / húsmóAir, Hrauntungu 16, Kópavogl, lést i' Borgarspítalanum þann 30. júní. Emil Pedersen, Gunnar Adolfsson. t Stjúpfaðir minn og bróðir okkar, KRISTJÁN magnús björnsson, Alftamýri 28, andaðist í Landakotsspftala 30. júní síöastliðinn. Kristin Albertsdóttir, Daðl Björnsson, Ragnar Bjömsson. t Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, kristjAn GUÐMUNDSSON, dvalarhelmilinu Höfða, áður Vesturgötu 66, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriöjudaginn 5. júlí kl. 14.15. Margrót Bjarnadóttir, Bjarni Vósteinsson, Steinunn Siguröardóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jaröarför, . ÓLAFARBESSADÓTTUR frá Slgluflrðl. Guö blessi ykkur öll. Dœtur, tendasynlr, barnabörn og barnabamabörn. Sveinn S. Einars- son verkfræðingur geði og góðvild og hjálpsemi var henni í blóð borin enda alin upp við þau lífsviðhorf að sjálfsagt væri að rétta þeim hjálparhönd, sem við erfiðleika ættu að stríða. Margrét var hógvær í allri fram- komu. Hún talaði vel um fólk og tók betur eftir því góða í fari manna en því sem miður var. Hún var ein af hinum almenna hópi fólks, sem sinnir verkum sínum af alúð og samviskusemi og vijl ekki bregðast því sem því er trúað fyrir. Traust, hjartahlý og góð eru orð sem lýsa Margréti vel. Við kveðjum Margréti, þökkum samfylgdina og biðjum henni bless- unar á nýjum vegum. Aðstandend- um flytjum við innilegar samúðar- kveðjur. Páll V. Daníelsson Nýlega er látinn Sveinn S. Ein- arsson verkfræðingur, einn merk- asti maður stéttar sinnar. Hann fæddist 9.'nóvember 1915 að Leirá í Borgarfirði, og náði því vel 72. aldursári. Hann Iauk stúdentsprófi í Reykjavík 1935 og verkfræðiprófi í vélaverkfræði í Kaupmannahöfn 1940. Á yngri árum voru samskipti okkar Sveins af nokkuð skornum skammti. Við vorum þó bekkjarfé-. lagar í Menntaskólanum í Reykjavík 1932, og aftur í Kaupmannahöfh hluta háskólaárs 1939-'40. Enn lágu leiðir okkar Sveins saman 1958 er hann tók við verkfræði- starfi í jarðhitadeild raforkumála- skrifstofunnar. Þar naut hann hæfi- leika sinna og var furðufljótur að aðlaga sig hinum nýju verkefnum sem þar voru lögð fyrir hann. Ég hafði mikla ánægju og verulegt gagn af samstarfi okkar þar. Um 1960 voru umbrot í málum verkfræðinga, og stofnuðum við Sveinn þá verkfræðistofuna Vermi sf. 1962. Hann sá um rekstur fé- lagsins, uns hann tók að sér ráð- gjafastörf hjá tækniaðstoð Samein- uðu þjóðanna í Mið-Ameríku 1969. Verkfræðistörf Sveins fyrir tækni- aðstoðina voru margbrotin og um- fangsmikil, og naut hann sín vel þar. 1984 kaus hann að ljúka þessu starfi, og fluttust Sveinn og Aðal- heiður kona hans þá til íslands aft- ur. Sveinn var maður óvenju vel gerður, mjög greindur, glæsimenni og prúðmenni í alla staði. Við frá- fall hans missir ísland og verk- fræðingastéttin einn sinna bestu manna. Er að honum mikil eftirsjón. Við Tove vottum Aðalheiði og allri fjölskyldu þeirra dýpstu samúð okkar. Dr. Gunnar Böðvarsson, Corvallis, Oregon Minning: Auðbjörg Kára- dóttir, Osabakka Fædd20.júníl899 Dáin 18. júní 1988 Amma okkar, Auðbjörg Kára- dóttir, andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi þann 18. júní síðastliðinn á 89. aldursári. Hún bjó á Ósa- bakka í Skeiðahreppi frá 3ja ára aldri til dauðadags. Lífsleið ömmu var löng og ströng, blandin gleði og sorg. Oft talaði hún um þegar hún smalaði kvíarollunum 6 ára gömul, stundum berfætt í rennblautri mýrinni. Amma missti mann sinn, Svein Gestsson frá Húsatóftum á Skeiðum, eftir rúm- lega 40 ára hjúskap en með honum hafði hún eignast 11 börn og eru 10 þeirra á lífi. Við systurnar minnust þess hvað ömmu þótti alltaf vænt um þegar Blóma-og w skreytingaþjónusta w hvert sem tilefnið er. x GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 við litum inn til hennar. Á hverju vori þegar fyrstu blómin sprungu út, tíndum við fallegustu blómin sem við fundum á túninu í kringum bæinn £>g færðum henni. Það var henni mikil ánægja að setja blómin í vasa og hafa þau á borði við rúm- ið sitt, enda var hún mikil ræktun- árkona sjálf og átti fallegan garð prýddan trjám og blómum. Lítið hús áttum við systurnar og lékum okkur oft þar í búleik. Þá var oft farið til ömmu og mátti hún alltaf sjá af dóti handa okkur í húsið. Amma hafði mjög mikið yndi af dýrum. Þó stóðu hestarnir hjarta hennar næst. Oft þegar hryssa kastaði fórum við systurnar ásamt foreldrum okkar með hryssuna og folaldið á hlaðið fyrir utan hjá ömmu og kom hún þá út á tröppurn- ar og skoðaði hestefnið gaumgæfi- lega. Hún átti sjálf góða og mikla hesta þegar hún var ung og naut þess að láta þá taka góða skeið- spretti. Einnig komum við með lömb og hvolpa til hennar, því nú seinni árin fór hún ekki mikið út sjálf til að sjá slíkt. Það var fastur liður á vorin þeg- ar skólanum lauk, að fara til ömmu með handavinnu vetrarins auk ein- kunna og sýna henni. Hún sagði sitt álit, hrósaði okkur og benti okkur á það sem betur mætti fara, enda var hún mikil hannyrðakona sjálf. Nýlega gift keypti hún sér prjónavél fyrir peninga sem, hún hafði aflað sér með því að tína hagalagða á vorin. Þessi prjónavél er enn í fullkomnu lagi. Mikið prjón- aði hún í höndunum .og heklaði margt fallegt svo sem sjöl og dúka og mikið þótti okkur gaman að sjá þessa fallegu gripi í skúffunum hennar. Um 1980 kynntist amma Jens Aðalsteinssyni, miklum sómamanni og bjó hann með henni og var henn- ar stoð og stytta síðustu ár lífsleið- arinnar. Það vorú ætíð hlýjar mót- tökur hjá þeim ömmu og Jens, boð- ið upp á mjólk og kökur, sagðar skemmtilegar sögur frá fyrri árum og þegar við kvöddum var yfirleitt stimgið að okkur súkkulaðimola eða einhverju þess háttar. Við systurnar minnumst góðrar og ákveðinnar ömmu sem aldrei lét deigan síga. Það er hálf tómlegt í stóra húsinu með bláa þakinu þegar amma er ekki lengur þar, en við trúum að hún sé nú laus við allar þjáningar og að vinir hennar löngu liðnir, bæði menn og málleysingjar, hafi tekið vel á móti henni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alll, og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hVjóta skalt. (V. Briem) Blessuð sé minning Auðbjargar ömmu. Kristrún og Sigrún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.