Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 f7> KNATTSPYRNA / TOMMAHAMBORGARAMOTIÐ 1988 Arngrfmur, Jörundur, Björgvin, Dagur og Harrý ásamt félögum sínum í VÖlsungi. MorgunblaðiðA/ilmar Aggi þrumaði beint upp í vinkilinn Músin átti fótumfjör að launa - þegarurmull krakka elti hana um allan Barnaskólann í Vestmannaeyjum HUN hefur að öllum líkindum fengiö snert af taugaáfalli mús- argreyið sem leit við í Barna- skólanum í Vestmannaeyjum á f immtudagskvöldið. Það vildi svo illa til fyrir hana að þar voru fyrir hátt í hundrað knatt- spyrnukrakkar sem keppa á Tommamótinu. Þrautþjálfaðir krakkarnir tóku á rás eftir mú- sinni sem átti svo sannarlega fótum fjör að launa. Músin slapp naumlega en hversu margra lífdaga henni verður auðið er óvfst þvf meindýraeið- ir Vestmannaeyja var kallaður á vettvang. Völsungar senda alltaf skemmti- leg lið- á Tommamótið og Húsavíkurstrákarnir sem eru núna í Eyjum eru undanteknig á þvf. Amgrímur Arnar- son, Jörundur Hart- man Þórarinsson, Björgvin Sigurðs- son, Dagur Sveinn Dagbjartsson og Harrý Bjarki Gunnarsson eru í Völsungshópnum sem tekur þátt í mótinu að þessu sinni. Strákarnir voru nýskriðnir úr sundi þegar þeir voru gripnir í spjall og Vilmar -SPétursson skrifarfrá Vestm'eyjum . spurðir um gengið á mótinu. „B- liðið er búið að vinna alla leikina sína og skora 16 mörk en fá á sig tvö. A-liðinu hefur gengið svona ágætlega. Við erum með 20 leik- menn, það eru 7 inná í einu og 3 varamenn í bæði A- og B-liðinu," svöruðu Húsvíkingarnir. Strákarnir sögðust hafa æft þrisvar í viku fyrir mótið en alltaf á möl. Þeir eru því óvanir að keppa á gra- svöllum eins og þeim sem Tomma- mótið fer fram á. „Samt er miklu betra að spila á grasi," sögðu félag- arnir ákveðnir. „Aggi í A-liðinu skoraði flottasta markið okkar, hann þrumaði beint í vinkilinn langt fyrir utan teig. Svo verðuru að segja að vörnin hafi staðið sig vel," hróp- uðu raddir úr hópnum og er sjálf- sagt að þessi afrek komist til skila. Kapparnir voru uppteknir af báts- ferðinni og sérstaklega var þeim hugsað til unga sem hafði dottið úr hreiðri og kúrði á klettasyllu án þess að þeir fengju nokkuð að gert. A umræðum, um harðræði lífsins lauk viötalinu. -$ •5él5 Morgunblaðiö/Vilmar Eyjapeyjarnlr Jóhann, Friðþjófur og Guðni Steinar I Kiwanishúsinu þar sem allur Tommamótsskarinn borðar mótsdagana. Æfúm okkur líka heima - segjaTýrararnirJóhann, Friðþjófurog Guðni GESTGJAFAR Tommamóts- ins eru Týrarar og f þeirra hópi eru þeir Jóhann Þórar- insson, Friðþjófur Pálsson og Guðni Stelnar Sigurðsson. Strákarnir voru ánœgðir með allan gestafjöldann en sögð- ust Ifka hlakka mikið til að fara f keppnisferðalag til Reykjavfkur um nœstu helgi. Okkur hefur gengið vel í mót- inu, A-liðið vann Stjörnuna en tapaði fyrir Grindavík og ÍR. B-liðið vann Grindavík en tapaði fyrir Stjörnunni og ÍR. Við hófum æft alla daga nema laugardaga og sunnudaga og svo förum við heim og æfum okkur þar eftir æfingar," sögðu peyjarnir um gengið á mótinu fram að þessu. Krakkarnir sem koma á mótið hafa mjög gaman af skoðunar- ferðum og öðru sem fram fer á meðan á mótinu stendur en hvern- ig skyldi þetta horfa við heima- mönnum. „Við förum líka í rútu- og bátsferðirnar og er það mjög skemmtilegt þó að við höfum séð þetta allt áður," sögðu þeir J6- hann, Friðþjófur og Guðni að lok- um. MorgunblaðiðA/ilmar Hluti af Vfðiskrðkkunum á Tommamótinu. Þau eru: Harpa Lánd Magnús- dóttir, Ari B. Sigurðsson, Heiðar Þorsteinsson, Asgeir Gíslason, Baldvin Sigurðs- son, Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, Björgvin Jónsson, Guðmundur Unnarsson, Ásbjöm Árni Árnason, Unnar örn Unnarsson, Bjarni Sigurðsson og Jens Frey- móðsson. Bjössi bolla skallaði og datt Krakkar úr Víði eru hrif in af leik Stjörnu- liðs Ómars og jólasveinanna VÍÐIR úr Garði hefur unnið prúðmennskuverðlaun Tommamótsins nokkur undan- farin ár og er vel að þeim titli kominn. Blaðamaður hitti þessa prúðu krakka og átti við þau stutt spjall. Við erum nú eiginíega búin að tapa óllum leikjunum en samt er æðislega gaman. Fyrsta kvöldið var frábært, Laddi, Omar og Jón Páll kepptu við jólasvéinana. Jóla- sveinarnir voru góðir en samt vann stjörnulið Ómars. Einu sinni varði markmaður jólasveinanna en þá tók Jón Páll rnarkmanninn ( fangið og henti honum í markið og skorði mark svoleiðis. Svo hoppaði Jón Páll líka uppá þverslánna á markinu og beyglaði hana. Bjössi bolla skall- aði böltann, datt og missti húfuna sfna. Hann er rosagóður í marki. Laddi var fyndnastur hann sagði við einn jólasveininn hérna gefðu boltann og jólasveininn gerði það," sögðu Víðiskrakkarnir og hlógu dátt af því að rifja upp þennan fjör- uga knattspyrnuleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.