Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 HtargmtÞIðfeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Cohen, friður og dauð orð Umræðurnar á flokksráð- stefnu kommúnista í Moskvu bera með sér, að þar eiga menn í vanda við að fínna þá, sem eru ábyrgir fyrir öllum hörmungum sovésku þjóðar- innar frá því að byltingin var gerð. Sitja stjórnendurnir þó í 5.000 manna salnum. Míkhaíl Gorbatsjov greip fram í fyrir flokksleiðtoga frá Síbiríu, þeg- ar hann sagði, að allir yrðu að bera persónulega ábyrgð á stöðnuninni; þeir ættu ekki að halda háum embættum sínum, sem hefðu átt hlut að niður- lægingu Brezhnev-tímans. Þá hrópaði Gorbatsjov af bekkn- um þar sem hann við hliðina á Andrei Gromýko forseta og öðrum í stjórnmálaráðinu: Nefndu nöfn, við hérna uppi vitum ekki um hverja þú ert að tala! Og ræðumaður nefndi nöfn og í þeim hópi var sjálfur Gromýko, sem að sögn varð enn stjarfari í andlitinu en endranær. Opinberar umræður af þessu tagi innan Kremlarmúra vekja í senn athygli og spurn- ingar. Hver er tilgangurinn með umræðunum? Stjórnast þær af raunsæi eða örvænt- ingu? Trúir Gorbatsjov því sjálfur, að hann geti komið á fót „hreinræktuðu lýðræði, án fyrirvara" í Sovétríkjunum? Eða hafa þessi orð enga merk- ingu? Er til flokksráðstefnunn- ar efnt í þeim tilgangi að leyfa mönnum að blása út, áður en lokið er aftur sett á pottinn? Voru orðin glasnost og per- estrojka aðeins hönnuð sem slagorð en ekki til að starfað yrði samkvæmt þeim skilningi sem sagður er búa að baki þeim? Ekkert hefur raunveru- lega breyst í Sovétríkjunum annað en það sem lýtur að opinberum umræðum og upp- gjöri við fortíðina. Þess vegna er full ástæða til að hafa ofan- greindar spurningar í huga, þegar fylgst er með hinum stórmerkilegu fréttum, sem nú berast frá Moskvu. Leonard Cohen, söngvari og skáld, er af rússneskum gyð- ingaættum. Á blaðamanna- fundi, sem hann efndi til í til- efni af komu sinni á listahátíð, sagði hann meðal annars: „I umhverfí okkar er allt sneisa- fullt af dauðum orðum, orðum sem hafa enga merkingu." Ef umræðurnar í Moskvu eru skoðaðar í ljósi þessara um- mæla, má ef til vill álykta sem svo, að flokksráðstefnan hafi verið haldin núna til að grisja dauðu orðin, ýta til hliðar ein- hverju af U/ginni sem umlukið hefur stjórnarfar Kremlverja í von um að virkja mætti fólkið að nýju gegn stöðnun og ör- birgð. Raunar þurfum við ekki að fara austur fyrir tjald til að fínna dauðu orðin, þau eru allt í kringum okkur sjálf. í yfírlýsingagleðinni er oft reitt svo hátt til höggs að orðin sjálf falla dauð. Máli sínu til stuðnings vísaði Leonard Cohen til umræðna um stríð og frið. f sjónvarps- þætti fyrir komuna hingað hafði hann sagt: „Enginn er ég friðarsinni. Eg tel að heim- urinn geti ekki leyft sér frið. Ég held að málstaður friðar- sinna kæti hjörtu morðingja. Afstaða þeirra er ekki raunhæf sé litið til ástands heimsmála í dag." Og á blaðamannafund- inum í Reykjavík áréttaði Cohen þessa skoðun á þennan hátt: „Friðarstefna er eitt þessara dauðu orða sem eru allt í kringum okkur. Sjálfur er ég ekki friðarsinni vegna þess að ég er úr lítilli fjöl- skyldu sem hefur sætt ofsókn- um." Undir það skal tekið með Cohen að orð eins og friðar- stefna og friðarsinni eru dauð í umræðum um alþjóðamál og leiðir til að tryggja frið og ör- yggi. Þaú hafa ekki síst verið eyðilögð af þeim á Vestur- löndum sem hafa í blindni fylgt leiðtogunum í Kreml að máli og sagst gera það í nafni frið- ar. Uppgjörið í Kreml snertir einnig þerinan þátt, þegar full- yrt er af Sovétmönnum að griðasáttmáli Stalíns og Hitl- ers hafí verið meðal mestu óheillaverka og gefíð til kynna, að Sovétríkin hefðu átt að eiga aðild að Marshall-aðstoðinni. Á meðan orðin friðarsinni og friðarstefna eru túlkuð á þann veg, að Vesturlönd þurfi ekki að vera á varðbergi og Ieggja sig fram um að gæta eigin öryggis og sjálfstæðis, eru þau dauð og ómerk. Dr. Christian Roth: Mun tala við sem flesta til að meta ástandið í IS AL - sagði nýskipaður forstjóri álversins í samtali við Morgunblaðið Dr. Christian Roth, nýskipaður forstjóri ÍSALs, er hár og grann- ur, vingjarnlégur, orðvar maður. Hann er Bæjari að uppruna, fæddur í Mtinchen haustið 1938, en hefur starfað hjá svissneska álfyrirtæk- inu Alusuisse síðan hann lauk eðlisfræðinámi við Erlingen-háskóla og tækniháskólann í Mttnchen 1966. Hann hefur verið annar af tveim- ur framkvæmdasrjórum LMG Essen í Vestur-Þýskalandi, stærsta ál- vers Alusuisse, síðan 1980 og fékk forstjóratitiliiin í vor. Hann hefur kunnað vel við sig í starfi en hlakkar til að takast á við verkefnin sem bíða hans hjá ÍSAL. „Pabbi minn er mjög hrifinn af íslandi," sagði Florian, elsti sonur Christians. „Starfið þar er þvi engin útlegð fyrir hann." Christian var framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá ÍSAL 1977 til 1979. Hann skilur dálítið í íslensku og getur bjargað sér á henni en sagð- ist ekki þurfa að nota hana í starfí þar sem málakunnátta starfsmanna í Straumsvík væri yfírleitt góð. Hann þekkir íslenska siði og við urðum dús á augabragði. Það tíðkast ekki í þýskumælandi við- skiptaheimi. Hann fellur ekki inn í hina dæmigerðu þýsku forstjóra- ímynd. Hann var kurteis og al- mennilegur við verkamenn sem hann hitti f framleiðsluskálanum og var einkar alúðlegur við einu kon- una sem vinnur í kerskála í Essen. Hún er komin sjö mánuði á leið og Christian vissi flest um hennar hagi. Honum er annt um starfsfólk sitt, leggur áherslu á að konur séu ráðn- ar til fyrirtækisins og er hreykinn af að það tekur 12 unga menn, sem hafa ekki lokið grunnskólaprófí, í læri á ári og ræður þá í vinnu. „Ekkert nema átvinnuleysi myndi bíða þessara manna ef við myndum ekki veita þeim þetta tækifæri. Þeir hafa gefíst upp við bóknám en geta leyst störfín hér vel af hendi." Neikvæð áhrif verkfallsaðgerða? LMG Essen og ÍSAL eiga margt sameiginlegt. Þau eru bæði hrein álver, fá hráefni fr& Ástralíu og Hollandi og selja framleiðsluna til úrvinnslufyrirtækja Alusuisse f Evr- ópu. LMG (Leichtmetall-Gesell- schaft) var byggt nokkrum árum á eftir ÍSAL og er stærra. Það fram- leiðir 133.000 tonn á ári en ÍSAL 88.000. Aðbúnaður er mjög svipað- ur á báðum stöðum. Það er því nokkuð algengt að starfsmenn ISALs fari til Essen í þjálfun eða störf í skemmri eða lengri tíma. Ómar Guðjónsson og Unnar Sumarliðason voru þar í síðustu viku að læra á tæki sem mælir skurn innan á álkerjum. Þeir sögðu að hitinn í kerskálanum væri meiri í Essen en í Straumsvík en loftjð væri mun betra. Framleiðslan hefur ekki gengið sem skyldi hjá ÍSAL að undanförnu og fjöldi kerjanna hefur verið opinn vegna viðgerða og eftirlits. Ómar kenndi hráefnum um en Christian velti fyrir sér hvort verkfallsaðgerðir hefðu ekki haft neikvæð áhrif. Hann vildi þó ekkert staðhæfa í því sambandi. „Stöðug- leiki er mjög mikilvægur í kerskál- unum og það getur verið að óstöð- ugleiki hafí haft áhrif á jafhvægið og framleiðslan gangi þess vegna erfíðlega," sagði hann. „En þetta er nokkuð sem ég verð að kynna mér þegar ég fer til íslands. Ég mun tala við sem flesta til að meta ástandið hjá ÍSAL og ætla að gefa mér góðan tíma til að draga eigin ályktanir." Hann notaði tækifærið og spurði íslendingana hvernig þeim þætti tæknibúnaðurinn sem lokar kerjunum í Essen. Slíkan út- búnað vantar í Straumsvík. Unnar og Ómar voru sammála um að hann yrði til mikillar bóta. Christian hlustaði á skoðanir þeirra og tók mark á því sem þeir sögðu. Alusuisse hafði stór og mikil framtíðarplön þegar það hófst handa í Essen í lok 7. áratugarins. Meiningin var að reisa álver sem myndi framleiða 360.000 tonn af áli á ári og úrvinnsluver sem myndi vinna að hluta til úr því. Fyrirtækið ætlaði að veita 3.000 manns at- vinnu þegar allt væri komið í gang. Það fékk landsvæði á stærð við Mónakó til umráða og hóf álfram- leiðslu 1971. Ólíukreppan á fyrri hluta 8. áratugar kom illa niður á starfseminni. 1975 var dregið veru- lega úr úrvinnslunni og 400 manns misstu vinnu. Hún var síðan lögð alveg niður ellefu ára seinna og 150 manns til viðbótar misstu störf sín. Nú starfa 950 manns hjá fyrirtæk- inu og það hyggst ekki auka álfram- leiðslu. Christian sagði að fyrirtækið vonaðist til að geta nýtt auðar byggingar og landsvæði þess fyrir einhverjá arðbæra starfsemi í framtíðinni. „Það er brýn nauðsyn að við fínnum einhver verkefni sem við getum unnið við hér." Hann er sjálfur forstjóri lítils dótturfyrir- tækis Alusuisse á svæðinu sem verslar með brotajárn en annars hefur hann nýtt landið í þágu eigin áhugamála. Hann er mjög meðvit- aður um umhverfíð og hefur brenn- andi áhúga á náttúrunni. Hann nefnir vistfræði og umhverfíssinn- aða viðskiptastefnu sem helstu áhugamál sín. Hann hefur þvf látið lftinn frumskóg vaxa á hluta svæð- is LMG og útbúið votlendi fyrir fugla og froska. Náttúrufræðideild háskólans í Dusseldorf hefur fyrir- taks tækifæri til að fylgjast þarna með villtri náttúru í hjarta iðnaðar- svæðis Ruhr-héraðs. „Þetta hefur kostað fyrirtækið sáralítið en veitt mér mikla ánægju," sagði Christ- ian. „Kosturinn við að gerast fram- kvæmdastjóri fyrirtækis er að mað- ur getur ákveðið að gera hluti eins og þessa án þess að þurfa að vinna allt of marga á sitt band." Eitt hið fyrsta sem hvarflaði að mér þegar mér var ekið upp að skrifstofubyggingu LMG var að það þyrfti að slá blettinn og snurfiisa dálítið í kringum húsið. En „hirðu- leysið" var með ráðum gert. Christ- ian benti mér á villiblóm sem uxu í grasinu og ég varð að viðurkenna fegurð þeirra. Einn starfsmaður fyrirtækisins virtist ekki uppnum- Unnar Sumarliðason og Omar Guðjónsson, starfsmenn fSALs með nýja forstjóranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.