Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR Z. JÚLÍ 1988 Lax Trðllshylur í Grenlæk f Segl búðalandi er fögur náttúrusmfð. Þegar staðið er á hraunkánt- inum nokkrum metrum fyrir ofan vatnsborðið getur fátt leynst þar í tæru vatninu, sem sfast hefur í gegnum hraunið. Hluti allrar veiðimennsku er að þekkja umhverfi sitt og að geta gert sér grein fyrir hvar sé veiðivon. Veiðimaðurinn er Iika náttúruunnandi og hann hefur lfka rýnt f sögu sfns veiðisvœðis, því aðrir hafa verið þar á ferð á undan honum, og að þekkja þeirra spor, er líkt og að dreypa lfkjör á melónu, gefur landinu fyllingu. í Feröabók Sveins Pálssonar (dagbók 1794) segir svo: „Við héldum leiðar okkar um nóttína yfir Meðalland, sem er grðsug sveit en alltof votlend. Fórum framhjá prestssetrinu Lyngum, yfir Eld- vatnið. Er nú mjðg slæmt yfirferðar vegna eðju og botnleysupytta, þá um Landbrot, framhjá bænum Seglbúðum.Þangað á að hafa verið skipgengt af sjó fyrr meir og mættí það til sanns veg- ar færa um Skaftárós, sem er þar skammt frá, en rétt hjá Segl- sneiðar. Hægt er að nota osta- búðum rennur ðnnur á í Skaftá. Þarna í grenndinni á að vera skera. Setjið gúrkusneiðarnar berghald (festarauga fyrir landfesti á skipi) f klettí einiun og bæjarnafnið virðist og heldur styðja áðurgreind ummæli." I bók- inni Lándnám f Skaftárþingi eftír Einar Ó. Sveinsson segir: „Litlu fyrr en Sveinii Pálsson getur þessa hafi Sæmundur Hólm minnst á þessar sagnir í staðfræðiriti sfnu. Hann telur upp hafnir milli Dyrhólaeyjar og Skeiðarár og nefnir ána Grenlæk." Margt fleira mætti rifja upp um þetta nágrenni en víða er fokið f slóðir og ekki allir sammála sem f rýna enda tíminn og náttúran slyng f sfnum feluleik." Þessar vikurnar veiðist mest af bleikju f Grenlæk, en þegar Ifður á sumarið og fer að skyggja gengur sjóbirtingurinn og hann er sælgæti. Lax fæst lfka í Grenlæk og áll. Það sem háð hefur veiði og fiskirækt þarna er að það teppir f ósinn af sand- burði úr Skaftá og þeirri glfmu sér ekki fyrir endann á. Hann vildi ekki á maðk enda náttúruunnandi, heldur á Blue Charm og Black Doctor og svo Þingeying þegar mest á reyndi og segja mættí mér að hann gætí neitað sér um að kasta á fiskinn, sem liggur við steininn og lætur vatnið strjuka sér og rétt blakar sporði tíl að halda f horfi. Þá mynd er gott að gæla við á vetrar- kvðldum. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON saman við salatið. 6. Hellið sósunni yfir og bland- ið saman með 2 göfflum. Lax með ávöxtum Glóðarsteiktur lax með kryddsmjöri 6 sneiðar lax 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 meðalstór rauðlaukur væn grein steinselja Vi dl matarolía safi úr 1 sítrónu 1. Þvoið laxasneiðamar, takið úr blóð ef eitthvað er. Þerrið sfðan sneiðarnar með eldhúspappír. 2. Stráið salti á sneiðarnar, malið pipar yfir þær og látið standa í 10-15 mínútur. 3. Setjið matarolíu og sftrónus- afa í skál. Klippið steinselju, sax- ið lauk og setjið út í. 4. Snúið laxasneiðunum við og penslið þær með þessari blöndu. Látið standa í aðrar 15 mínútur. 5. Hitið glóðarrist. 6. Skafið laukinn og steinselj- una lauslega af sneiðunum. Glóð- arsteikið á hvorri hlið í 6-7 mínút- ur. Þetta er fullglóðað þegar bein- in eru laus. Gætið þess þá að þetta brenni ekki og hafið það ekki of nálægt glóðinni. Kryddsmjör og skreyting Va sítróna í sneiðum en safi úr hinum helmingnum 100 g smjör væn grein steinselja út f smjörið en nokkrar til skreytingar álpappír 1. Setjið smjör, sítrónusafa og steinselju í skál. Hrærið vel sam- an. 2. Klippið álpappírsbút. Mótið rúllu úr smjörinu og setjið í pappírinn. Vefjið pappímum utan um smjörið. 3. Setjið í frysti í 30 mínútur. 4. Skerið sítrónuhelminginn í þunnar sneiðar. Leggið eina sneið ofan á hverja laxasnéið. 5. Skerið kryddsmjörið í sneiðar og leggið 1-2 sneiðar ofan á hverja sítrónusneið. 6. Leggið steinseljugrein til hliðar ofan á sftrónusneiðina. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrásalat. Hrásalat Nokkur salatblöð Ví gúrka Vi dl matarolía 1 tsk. hunang 5 dropar tabaskósósa 1 hvítlauksgeiri 1. Nuddið skálina vel að innan með hvftlauksgeiranum. 2. Setjið matarolíu, sítrónusafa og hunang f skál. 3. Setjið tabaskósósu út f og hrærið saman við með þeytara. Þetta á að þykkna. 4. Þvoið salatblöðin og rífið niður. Setjið f skálina. 5. Skerið gúrkuna f örþunnar 1 frekar lítill lax safi úr V2 sftrónu lVí tsk. salt V< tsk. pipar 2 meðalstórir bananar 1 dós sýrður rjómi 1-2 tsk. sinnep 1 msk. olfusósa (mayonnaise) 1 dós jógúrt án bragðefna 1 tsk. karrý 25 græn vínber 1. Flakið laxinn, roðdragið hann sfðan. Skolið og þerrið með eldhúspappir. 2. Hellið sftrónusafa á flökin, stráið salti og pipar og látið standa f 10-15 mínútur. Setjið á eldfast fat. 3. Afhýðið bananana, skerið í sneiðar og setjið yfir flökin. 4. Blandið saman sýrðum rjóma, olíusósu, jógúrti, sinnepi og karrý. Hrærið vel saman og hellið yfir fiskinn. 5. Skerið vínberin í tvennt, fjar- lægið steina en raðið vínberjunum ofan á sósuna. 6. Hitið bakaraofn í 190oC, blástursofn í 170°C. Setjið lok eða steikingarpappfr yfir fatið og bak- ið f 15-20 mínútur. Meðlæti: Soðin hrísgrjón með niðurbrytgaðri papriku. Lax í hjartalaga álpappír (papillote) 6 meðalstórar laxasneiðar 1 tsk. salt V« Iftíll blaðlaukur 1 meðalstór gulrót ferskt dill eða 2 tsk. þurrkað 100 g rækjur 1 lítill laukur (nota má graslauk) 75 g smjör 1 tsk. rifinn sftrónubörkur álpappfr 1. Klippið 12 hjartalaga nokkuð stóra búta úr álpappírnum, 15 sm breiða. 2. Þvoið blaðlaukinn og skerið smátt. Þvoið gulrótina, skafíð hana eða afhýðið og rífið gróft á rifjárni. 3. Klippið dillið. Rífið sítrónu- börkinn. 4. Blandið saman blaðlauk, gulrótum, sítrónuberki ~og dilli. Skiptið þessu jafnt á 6 búta af hjartalöguðu álpappírsbútunum. 5. Þvoið laxasneiðamar, þerrið með eldhúspappír. Skerið síðan beinin úr. Þá myndast 2 bitar. Kljúfið þá að roðinu en þetta á ekki að fara f sundur. Sláið sfðan laust á sneiðarnar og jafnið. 6. Setjið 2 bita af laxi á hvem álpappfrsbút, þannig að þeir liggi upp eftir hjartanu sinn hvoru megin. 7. Stráið salti á laxinn. 8. Merjið rækjurnar, saxið laukinn. Hrærið rækjum, lauk og smjöri saman. 9. Smyrjið rækjumaukinu yfir laxasneiðarnar. 10. Leggið álpappfrsbút ofan á laxinn og festið álpappfrinn sam- an allt f kring með þvf að vefja lauslega upp á brúnimar. ' 11. Hitið bakaraofn í 190oC, setjið álpappírshjðrtun á plötu inn f heitan bakaraofninn og bakið í 15 mínútur. 12. Setjið eitt hjarta á hvem disk og látið þá sem borða, opna sitt hjarta við borðið. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrásalat. Næsta uppskrift er úr bók minni 220 gomsætir sjávarréttir. Smjörsoðinn lax með asp- as eða sprotakáli 2 kg lax f sneiðum salt, pipar safi úr 1 sftrónu 30 g smjör 2 dl mysa eða hvftvfn 2 msk. sítrónusafi 250 g frosinn aspas eða 1 dós niðursoðinn 1. Þerrið sneiðarnar, hellið sítrónusafa yfir þær, stráið á þær salti og pipar báðum megin og látið bíða í 10-15 mfnútur. 2. Bræðið smjörið í potti, legg- ið sneiðarnar í smjörið og sjóðið við mjög vægan hita í 3 mínútur á hvorri hlið. Hellið þá mysunni (hvítvíninu) og sítrónusafanum yfir og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. 3. Hitið aspasinn f smjöri og berið fram. Athugið: Hægt er að bera sprotakál (brokkoli) fram með þessu í staðinn fyrir aspas, en sprotakál er mun ódýrara. Spro- takálið er þá soðið í smjöri og örlitlu saltvatni í 10 mínútur. Einfaldur laxaréttur 4 frekar stórar laxasneiðar 1 tsk. salt Vé tsk. pipar safi úr V4 lítilli sítrónu ferskt dill eða 2 tsk. þurrkað 1. Smyrjið eldfast fat. 2. Þvoið laxasneiðarnar, skerið af þeim uggana og skafið roðið lauslega. 3. Setjið laxasneiðamar á fatið, stráið á þær salti og pipar, hellið sftrónusafa yfir og látið standa f 10 mínútur. 4. Stráið dilli yfir. Setjið lok eða steikingarpappfr yfir fatið. 5. Hitið bakaraofn í 180oC, blástursofn í 160oC. Setjið fatið í miðjan ofninn og bakið f 15-20 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur, smjör og hrásalat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.