Morgunblaðið - 02.07.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.07.1988, Qupperneq 52
52 MOHGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 KNATTSPYRNA / TOMMAHAMBORGARAMOTIÐ 1988 Amgrímur, Jörundur, Björgvin, Dagur og Harrý ásamt félögum sinum í Völsungi. MorgunblaöiöA/ilmar Músin átti fótum fjör að launa - þegarurmul! krakka elti hana um allan Barnaskólann íVestmannaeyjum HUN hefur að öllum líkindum fengið snert af taugaáfalli mús- argreyið sem leit við í Barna- skólanum í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöldið. Það vildi svo illa til fyrlr hana að þar voru fyrir hátt í hundrað knatt- spyrnukrakkar sem keppa á Tommamótinu. Þrautþjálfaðir krakkarnirtóku á rás eftir mú- sinni sem átti svo sannarlega fótum fjör að launa. Músin slapp naumlega en hversu margra lífdaga henni verður auðið er óvíst þvf meindýraeið- ir Vestmannaeyja var kallaður á vettvang. Aggi þrumaði beint upp f vinkilinn Völsungar senda alltaf skemmti- leg lið á Tommamótið og Húsavíkurstrákamir sem eru núna f Eyjum eru undanteknig á því. Amgrímur Amar- son, Jörundur Hart- man Þórarinsson, Björgvin Sigurðs- son, Dagur Sveinn Dagbjartsson og Harrý Bjarki Gunnarsson eru í Völsungshópnum sem tekur þátt í mótinu að þessu sinni. Strákamir voru nýskriðnir úr sundi þegar þeir voru gripnir í spjall og Vilmar Pétursson skrifarfrá Vestm'eyjum spurðir um gengið á mótinu. „B- liðið er búið að vinna alla leikina sína og skora 16 mörk en fá á sig tvö. A-liðinu hefur gengið svona ágætlega. Við erum með 20 leik- menn, það eru 7 inná í einu og 3 varamenn í bæði A- og B-liðinu,“ svöruðu Húsvíkingamir. Strákamir sögðust hafa æft þrisvar í viku fyrir mótið en alltaf á möl. Þeir eru því óvanir að keppa á gra- svöllum eins og þeim sem Tomma- mótið fer fram á. „Samt er miklu betra að spila á grasi,“ sögðu félag- amir ákveðnir. „Aggi í A-liðinu skoraði flottasta markið okkar, hann þrumaði beint í vinkilinn langt fyrir utan teig. Svo verðuru að segja að vömin hafí staðið sig vel,“ hróp- uðu raddir úr hópnum og er sjálf- sagt að þessi afrek komist til skila. Kappamir voru uppteknir af báts- ferðinni og sérstaklega var þeim hugsað til unga sem hafði dottið úr hreiðri og kúrði á klettasyllu án þess að þeir fengju nokkuð að gert. Á umræðum um harðræði lífsins lauk viðtalinu. MorgunblaöiöA/ilmar Eyjapayjamlr Jóhann, Friðþjófur og Guðni Steinar 1 Kiwanishúsinu þar sem allur Tommamótsskarinn borðar mótadagana. Æfum okkur líka heima segjaTýrararnirJóhann, Friðþjófurog Guðni GESTGJAFAR Tommamóts- ins eru Týrarar og f þeirra hópi eru þeir Jóhann Þórar- insson, Friöþjófur Pálsson og Guðni Steinar Sigurðsson. Strákarnir voru ánœgöir meö allan gestafjöldann en sögö- ust Ifka hlakka mikiö til að fara f keppnisferðalag til Reykjavfkur um nœstu helgi. Okkur hefur gengið vel í mót- inu, A-liðið vann Sijömuna en tapaði fyrir Grindavík og ÍR. B-liðið vann Grindavík en tapaði fyrir Stjömunni og ÍR. Við höfum æft alla daga nema laugardaga og sunnudaga og svo förum við heim og æfum okkur þar eftir æfíngar," sögðu peyjamir um gengið á mótinu fram að þessu. Krakkamir sem koma á mótið hafa mjög gaman af skoðunar- ferðum og öðru sem fram fer á meðan á mótinu stendur en hvem- ig skyldi þetta horfa við heima- mönnum. „Við förum lfka í rútu- og bátsferðimar og er það mjög skemmtilegt þó að við höfum séð þetta allt áður,“ sögðu þeir Jó- hann, Friðþjófur og Guðni að lok- um. Morgunblaöiö/Vilmar Hlutl af Vfölskrókkunum á Tommamótinu. Þau eru: Harpa Lind Magnús- dóttir, Ari B. Sigurðsson, Heiðar Þorsteinsson, Ásgeir Gfslason, Baldvin Sigurðs- son, Tómas Guðbjöm Þorgeirsson, Björgvin Jónsson, Guðmundur Unnarsson, Ásbjöm Ámi Áraason, Unnar Öm Unnarsson, Bjami Sigurðsson og Jens Frey- móðsson. Bjössi bolla skallaði og datt Krakkar úr Víði eru hrifin af leik Stjörnu- liðs Ómars og jólasveinanna VÍÐIR úr Garöi hefur unnið prúðmennskuverölaun Tommamótsins nokkur undan- farin ár og er vel aö þeim titli kominn. Blaðamaður hitti þessa prúöu krakka og átti við þau stutt spjall. Við erum nú eiginlega búin að tapa öllum leikjunum en samt er æðislega gaman. FVrsta kvöldið var frábært, Laddi, Omar og Jón Páll kepptu við jólasveinana. Jóla- sveinamir vora góðir en samt vann stjömulið Ómars. Einu sinni varði markmaður jólasveinanna en þá tók Jón Páll markmanninn í fangið og henti honum í markið og skorði mark svoleiðis. Svo hoppaði Jón Páll líka uppá þverslánna á markinu og beyglaði hana. Bjössi bolla skall- aði boltann, datt og missti húfuna sína. Hann er rosagóður í marki. Laddi var fyndnastur hann sagði við einn jólasveininn héma gefðu boltann og jólasveininn gerði það,“ sögðu Víðiskrakkamir og hlógu dátt af því að riQa upp þennan Qör- uga knattspymuleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.