Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 1

Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK 148. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Óháð rannsókn Palme-málsins: Sakamál höfðað á hendur tveimur lögreglumönmim Stokkhóimi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. SÉRLEGUR saksóknarí sæn- skra stjórnvalda ákvað i gær að höfða sakamál á hendur tveimur lögreglumönnum innan öryggislögreglunnar, S&po. Mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið öryggislög með þvi að afhenda bókaútgefandanum Ebbe Carlsson, sem rannsakaði morðið á Olof Palme á eigin spýtur, trúnaðarskjöl. A sama tíma og saksóknarinn kynnti fyrstu niðurstöður rann- sóknar sinnar á málinu, sem varð til þess að Anna Greta Leijons dómsmálaráðherra varð að segja af sér, birtist viðtal við Ebbe Carls- son í tímariti, þar sem hann stað- hæfír, að ríkislögreglustjórinn og yfírmaður öryggislögreglunnar hafí báðir verið samþykkir þeirri ráðstöfun að smygla ólöglegum hlustunarbúnaði inn í landið. Noregur: Ólafur konungur 85 ára Osló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓLAFUR Nor- egskonungur verður 85 ára i dag. Þrátt fyrir háan aldur læt- ur hann engan bilbug á sér finna. Hann keppti i skiða- göngu sl. vetur og í siglingakeppni í Óslóarfirði i þessarí viku. Á þessu ári er 31 ár liðið frá því Ólafur Noregskonungur tók við völdum af föður sínum, Hákoni sjö- unda, sem lézt árið 1957. Nýtur hann jafnvel meiri hylli en faðir hans. Tala Norðmenn gjaman um Ólaf sem „Folkekongen". Mikið verður um dýrðir í Ósló í tilefni dagsins. Verða hátíðahöld frá morgni til kvölds og m.a. munu 3.000 ungir íþróttamenn ganga fylktu liði að höllinni og hylla kon- ung. Er með því staðfest rækt hans við íþróttir. Hátíðahöldunum lýkur með kvöldverði ríkisstjómarinnar í Akershus-höll, en þangað er 360 gestum boðið. Þar verður konungi afhent gjöf frá ríkisstjóminni, mál- 'verk«em sýnir er Hákon faðir hans sneri heim eftir frelsun Noregs f lok seinni heimsstyijaldar. Ólafur froregskonungur er vænt- anlegur til íslands í byijun septemb- er. Saksóknarinn kemst að þeirri niðurstöðu, að lögreglustjóramir séu báðir saklausir af þeim áburði, að þeir hafí tekið þátt í leyni- makki Carlssons. Aftur á móti lítur hann svo á, að þeim hafí orðið á mistök, þegar þeir létu undir höfuð leggjast að gera saksóknumnum í hinni opinberu rannsókn á Palme-málinu viðvart um athafnir Ebbe Carlsons, þar sem þeim hafí verið kunnugt um, hvað var á seyði. Reuter Borís Jeltsín, fyrrum leiðtogi Moskvudeildar sovézka kommúnistaflokksins, ræðir við fréttamenn fyrir utan ráðstefnuhöllina i Kreml í gær, eftir að hafa beðið um uppreisn æru á ráðstefnu kommúnista- flokksins, sem lauk í gær. Gorbatsjov slítur ráðstefnu sovézka kommúnistaflokksins: Flojsksmerm verða að beijast fyrir umbótum Stefnt að því að takmarka valdatíma sovézkra ráðamanna við 10 ár Moskvu, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleið- togi, sagði í gærkvöldi, er hann sleit flokksráðstefnu sovézka kommúnistaflokksins, að hún værí sigur fyrir umbótastefnuna, perestrojkuna, sem búin værí að festa sig í sessi. Henni yrði fylgt áfram og yrðu flokksmenn að beijast fyrir framgangi hennar. Brezka útvarpið, BBC, sagði ráð- stefnuna hafa ályktað að stefnt skyldi að þvi að takmarka vald- atíma ráðamanna, þ.á.m. Gorb- atsjovs, við 10 ár. Einnig að stefnt skyldi að því að gera for- setaembættið pólitiskara og valdameira. Þá sagði brezka blaðið Daily Telegraph að Alex- ander Jakovlev, náinn samstarfs- maður Gorbatsjovs, værí orðinn hugmyndafræðingur flokksins í stað Jegors Lígatsjovs. í lokaræðunni vék Gorbatsjov sérstaklega að gpagnrýni Borís Jeltsíns, fyrrum leiðtoga Moskvu- deildar kommúnistafíokksins, sem talaði fyrr um daginn og bað um uppreisn æru, en hann var sviptur embætti og rekinn úr stjómmála- ráðinu sl. vetur. Gorbatsjov sagði Reuter Skroppið yfir Berlínarmúrinn 180 Vestur-Þjóðveijar flúðu um stundarsakir yfir Berlin- armúrínn til Austur-Þýska- lands í gær er lögreglumenn hugðust rýma landspildu þar sem fólkið hafði haldið uppi mótmælum frá 26. maí. Land- svæðið, sem kallast „Lenne- þríhyrningurinn“, tilheyrði Austur-Þýskalandi þar til á miðnætti á fimmtudagskvöld er samningur milli ríkjanna tveggja um makaskipti á tveim- ur spildum lands gekk i gildi. Af þessiun sökum höfðu vest- ur-þýskir lögreglumenn ekki getað rýmt svæðið þar sem hópur umhverfisvemdarsinna hafði haldið til i rúman mánuð til að mótmæla áformum borg- aryfirvalda í Vestur-Berlín um að leggja þar hraðbraut. Aust- ur-þýskir landamæraverðir biðu fólksins handan múrsins og var þvi gefinn morgunverð- ur áður en það var flutt aftur til sins heima. að Jeltsfn hefði komið fram með óeðlilegum hætti á ráðstefnunni og sýnt dónaskap. Jegor Lígatsjov, hugmyndafræð- ingur Kremlarstjómarinnar og næstvaldamesti maður kommún- istaflokksins, hafnaði beiðni Jeltsíns og sagði allt tal um deilur í flokkn- um vera út í hött. Lígatsjov átti mestan þátt í því að Jeltsín var lækkaður í tign. Að loknum umræðum í gær vom samþykktar umfangsmiklar um- bótatillögur, sem Gorbatsjov kynnti í setningarræðu sinni á þriðjudag. Hann sagði tillögumar marka upp- haf nýrra tíma, einkum tillögur um tilfærslu valds frá flokknum til ráð- anna, sem em gmndvallareining í sijómkerfí Sovétríkjanna. í lokaskjali ráðstefnunnar sagði að efnt skyldi til stjómarkosninga í flokksdeildum kommúnistaflokks- ins í haust; valdakerfí flokksins skyldi breytt í samræmi við nýja skiptingu valds og æðstaráðið skyldi gera samþykktir ráðstefn- unnar að lögum á haustfundi sínum og gera viðhlítandi breytingar á stjómarskránni. Einnig að nýtt þjóðþing skipað 2.250 fulltrúum skyldi halda sinn fyrsta fund í apríl á næsta ári og að kosið skyldi til nýrra þinga í hémðum, svæðum og lýðyeldunum 15 haustið 1989. í lok ræðu sinnar sagði Gorb- atsjov að minnismerki um fóm- arlömb ofsókna Jósefs Stalíns yrði reist í Moskvu. Sjá fréttir af flokksráðstefn- unni á bls. 26 og 27, og grein, „Byltingarkenndar tillögur..." á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.