Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 23

Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 23 Sex prestar verða vígðir á morgun SÉRA Sigurður Guðmundsson vigslubiskup vígir 6 guðfræðinga til prestsþjónustu á morgun, sunnudaginn 3. júli. Vígslan verður i Dómkirkjunni i Reykjavik og hefst kl. 11.00 Vígsluþegar eru: Gunnar Sigurjónsson, sem kall- aður hefur verið til Skeggjastaða- prestakalls. Gunnar er 27 ára, lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands nú í vor. Kona hans er Þóra Þórar- insdóttir, landfræðingur. Halldóra J. Þorvarðardóttir, sem kjörin var í Fellsmúlaprestakall. Hún er 28 ára, lauk guðfræðiprófi haustið 1986. Eiginmaður hennar er Sigur- jón Bjarnason, skólastjóri. Ólöf Ólafsdóttir verður prestur við Umönnunar- og hjúkrunar- heimilið Skjól í Reykjavík. Ólöf er sextug að aldri, lauk guðfræðiprófi vorið 1987. Eiginmaður hennar, Svavar Pálsson, rafvirki, er látinn. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir hefur verið kjörin prestur á Raufar- höfn. Hún er 35 ára, lauk guð- fræðiprófi haustið 1987. Sigurður Jónsson, sem kjörinn var prestur í Patreksfjarðarpresta- kalli. Hann er 28 ára, lauk guð- fræðiprófi nú í vor. Kona hans er Jóhanna Friðriksdóttir, hjúkrunar- fræðingur. Sigurður Pálsson er settur prest- ur í Hallgrímsprestakalli í náms- leyfi sr. Karls Sigurbjörnssonar. Hann er 51 árs, lauk guðfræðiprófi haustið 1986. Kona hans er Jó- hanna Möller, söngkona. Vígsluvottar verða: Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Sig- urður H. Guðmundsson og sr. Sig- mar I. Torfason, prófastur, er lýsir vígslu. Suðurnesjaverktakar: Hlutdeild í nýfram- kvæmdum rædd á aðalfundi félagsins AÐALFUNDUR Suðurnesja- verktaka hf. var haldinn 28. júní 1988 í Keflavík. Stjórn félagsins skipa eftirtaldir aðalmenn: Formaður Anton S. Jónsson og meðstjórnendur Ólafur B. Erl- ingsson, Ólafur Þ. Guðmundsson, Ingólfur Bárðarson og Hjalti Örn Ólason. Suðurnesjaverktakar gerðu fyrst verksamning við íslenzka aðalverk- taka árið 1978, í stjórnarfor- mannstíð Vilhjálms Árnasonar, og störfuðu sem undirverktaki til hausts 1984. Undanfarin tæp fjögur ár hafa Suðurnesjaverktakar ekki gert verksamning við íslenzka aðalverk- taka. Umrætt tímabil hefur Thor Ó. Thors verið stjórnarformaður íslenzkra aðalverktaka. Á fundinum var rætt m.a. um íbúðarhúsabyggingar íslenzkra að- alverktaka fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og væntanlega hlutdeild Suðurnesjaverktaka í þeim framkvæmdum og öðrum ný- framkvæmdum. (Fréttatilkynning) Eru þeir að fá 'ann Álftá byrjuð að gefa veiði „Álftáin fór ekki að gefa fyrr en í sfðustu viku þegar það hætti loks að rigna, en fram að þvi æddi hún fram eins og stórfljót, kolmórauð og enginn veiddi neitt. Ég talaði við einn sem var í ánni í fyrradag og hann veiddi vel og sagði talsvert af fiski komið víða um ána. Þá voru 6 laxar komnir á land, en milli 12 og 15 fiskar nú," sagði Halldór Gunnarsson í Þverholtum í samtali í gær, en Halldór er formað- ur Veiðifélags Álftár á Mýrum. Að sögn Halldórs hafa þetta ver- ið 6 til 9 punda fiskar að stærstum hluta og allir grálúsugir. Þetta er allgott í Álftá. því yfirleitt er hún síðsumarsá. I fyrra veiddist til dæmis ekki einn einasti lax í ánni fyrr, en 6. júlí. Þrjú árin á undan var hins vegar nokkur veiði strax upp úr 21. júní, en fram að því taldist laxveiði í Álftá í júní til und- antekninga. Nú er áin brðin tær og vatnið i henni gott. Lax að ganga í nokkrum mæli. Útlitið gæti því ekki verið betra. Áttræður með 14-pundara Sjaldan fást fréttir úr Urriðaá á Mýrum, en það er lftil spræna á milli Langár og Álftár. Rennur hún til Langár niðri á leirum. Fregnir herma nú, að allmikill lax hafi not- fært sér vatnavextina síðustu vikur og rennt sér upp í Urriðaá og góð veiði hafi verið þar, betri en gengur og gerist svo snemma sumars. Til dæmis dró áttræður veiðimaður þar 14 punda lax fyrir skömmu. Ur- riðaá er mjög lítil, svo lltil að hún megnar vart að seitla milli hylja í þurrkum eins og hafa verið síðustu sumur. Helmingi betra en í fyrra „Þetta hefur gengið alveg bæri- lega, öll hollin hafa fengið eitthvað þrátt fyrir þráláta vestanátt og grugg í ánni vikum saman, en nú ber það saman, að góð smálaxa- ganga hefur komið og veðrið batn- að til muna. Þeir sem nú eru í ánni hafa t.d. fengið 25 laxa og eiga einn dag eftir," sagði Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum við Laugardalsá í gær. Þegar Sigurjón fletti nánar upp á því, kom á daginn að komnir voru um 60 laxar á land frá því að veiðin hófst 12. juní, en á sama tíma í fyrra voru aðeins 33 laxar komnir á land. Þeir sem nú eru að fá'ann voru á sama tíma f fyrra og fengu þá aðcins 8 laxa á öllum dögunum. Framan af var laxinn yfirleitt 10 til 16 punda, en nú er það aðallega 4 til 6 punda lax sem veiðist. gg SEX GOÐIR MATSÖLU- STAÐIR allir á sama stað í Kringlunni Ljúffengar V pizzur matreiddar af kúnst ^ 17 Bragðmikill mexíkanskur matur, kjúklingabitarog hreinn ávaxtasafi. H.H. Hamborgarar Safaríkir hamborgarar, franskar, salat, fiskur og f leira gott. Austurlensk matargerðarlist, t.d. nauta- pönnukökur, svínatsjámein og Saigonrækjur. RtTTIR Smurt brauð, heitt brauð, kökur ogeinmeðöllu. 1- n ISHOLLIN Úrval af freistandi ísréttum, heimalagaður ís og ferckir ávextir. ¦»p »»$» ¦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.