Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
9
Sendi öllum œttingjum mínum og vinum hjart-
ans þakkir fyrir þann hlýhug, sem mér var
sýndur á 70 ára afmœlisdegi mínum, 2. júli
síðastliöinn.
Guðrún Júlía Elíasdóttir,
AÖalsteini, Stokkseyri.
NUFERAÐ
HITNA ÍKOLUNUM
Framlög til
menningar-
mála skila sér
aftur
Ólafur B. Thors segir
m.a. í viðtali við Stefni:
„Það sem hefur gerst á
síðustu árum er það, að
fyrirtæki eru farin að sjá
að framlög til menning-
armála geta skilað sér
óbeint aftur. Til dæmis
eru fyrirtæki f útflutn-
ingi farin að sjá að styrk-
ir til menningar geta
haft jákvæð áhrif f kynn-
ingu landsins, sem skilar
sér þannig í betri árangri
f sölustarfi. Það eru þess-
ar viðhorfsbreytingar,
bseði þjá fyrirtækjum og
listamönnum til sam-
starfs, sem eru hvað þýð-
ingarmestar f þessu sam-
bandi. Ég tel dálítið vill-
andi að taia um styrki.
Það er einskonar ölm-
usukeimur af þessu orði,
hér er mun fremur á
ferð samvinna og hrein-
Iega eðlilegir viðskipta-
hættir. Við verðum að
losna út úr ölmusutalinu.
Vissulega er reyndar
augljósari samvinna milli
fþróttafélaga og fyrir-
tækja, þar sem knatt-
spymumennimir geta
borið auglýsingar á bún-
ingum sfnum, ólfkt lista-
mönnum, en það segir
okkur ekki, að um sam-
starf geti ekki verið að
ræða. Dæmin allt f kring-
um okkur um samstarf
þessara aðila sýna okkur
að þetta er hægt ef áhug-
inn er til staðar." Ólafur
bætti þvf við að nauðsyn-
legt væri fyrir okkur ís-
lendinga að fylgjast með
því sem væri að gerast f
löndunum f kring.
' Kanadamenn væm til
dæmis famir að tala um
menningariðnað, og lfta
á menninguna sem mikil-
væga atvinnugrein. Sem
dæmi þá væri menning-
ariðnaðurinn f Kanada
orðinn stærri en allur
skógarhöggsiðnaður f
landinu."
ÓLAFUR THORS
Listamenn
tilbúnirtil
samstarfs
Sfðar segir Ólafur B.
Thors: „Eins og ég sagði
áðan hafa viðhorfin f
þessum efnum breyst
mikið til hins betra á
undanfömiun árum.
Listamenn em tilbúnir til
samstarfs við fyrirtæki f
meira mæli en áður og
fyrirtækin em opnari
fyrir þessum möguleika
en fyrr. Með þessum við-
horfsbreytingum hefur
skapast verulegur
grundvöllur fyrir þessa
aðila til þess að skiptast
á skoðumun og þekkjast,
sem er ákaflega þýðing-
armikið. Ég sé þessa þró-
un þvf ekki öðmvfsi en
jákvæða á næstu árum.
INGIMUNDUR SIGFÚSSON
Benda má þó á, að er-
lendis hefur verið rætt
um það, að styrkir einka-
aðila séu ekki eins örugg-
ur tekjustofn og opin-
berir styrkir. Það segir
okkur, að einkaaðilar
munu aldrei taka alveg
yfir hlutverk rikisins f
menningarmálum og
auðvitað verður það aldr-
ei á hinn veginn heldur,
eftir að ýmsar jákvapðar
hliðar sáust á samstarfi
fyrirtækja og menning-
arstofnana, meðal ann-
ars f formi aukinnar fjöl-
breytni í menningarlífi."
Stuðningur
við ákveðin
verkefni
Ingimundur Sigfús-
son, forstjóri Heklu hf.,
segir m.a. f viðtali við
Stefni: „Listamaðurinn
og kaupsýslumaðurinn
eiga það sameiginlegt, að
þeir em að reyna að
skapa eitthvað nýtt.
Kaupsýslumaðurinn er
að reyna að fínna stystu
og hagkvæmustu leiðina
frá draumi til veruleika,
eins og Matthfas Johann-
essen orðaði það einu
sinni f merkri grein um
athafnaskáld. Listamað-
urinn er að finna þörf
sinni til sköpunar útrás.
Báðir em þeir reknir
áfram af ólgandi at-
hafnaþrá, og báðir þurfa
þeir frelsi og svigrúm,
ef þeir eiga að finna
kröftum sínum farveg.
Þess vegna geta og eiga
listamaðurinn og kaup-
sýslumaðurinn að vera
samferða, og þess vegna
er andúð margra lista-
manna á fésýslu og at-
vinnulífí á misskilningi
reist. Hinn borgaralegi
húmanismi á Vesturlönd-
um, sem spratt upp f
verslunarborgum ltalfu
og Belgíu á síðmiðöldum,
var það skjól, sem lista-
menn þurftu þá, og enn
sýnir reynslan okkur, að
listir þrífast hvergi og
dafna betur en f borgara-
legu þjóðfélagi.
En hvemig eiga þeir,
sem aflögufærir em, að
styðja listir? Það hefur
verið reynsla mfn og ann-
arra, að eðlilegast og
skemmtilegast sé fyrir
okkur að veita liðsinni til
einstakra afmarkaðra
verkefna. Til dæmis hef-
ur Hekla hf. lagt fram
fé, svo að kleift yrði að
bjóða kunnum erlendum
listamönnum til landsins.
Með þessu skapast per-
sónuleg tengsl. Þiggjend-
ur og veitendur vita f
hvað féð fer, en það
rennur ekki stjóralaust f
einhveija ósldlgreinda
hít. Mér fínnst sjálfsagt
og eðlilegt, að forystu-
menn í atvinnulffí reyni
eftir megni að styrkja og
styðja listsköpun og
grósku með þessum
hætti, en varast skrif-
finnsku og stofnana-
hugsunarhátt.
Menning og atvinnulíf
í nýútkomnu hefti af Stefni, tímariti ungra
sjálfstæðismanna, er fjallað um samstarf at-
vinnurekenda og þeirra, sem veita menning-
arlífinu forystu með einhverjum hætti. Þar
er m.a. talað við forstjóra tveggja fyrirtækja,
sem báðir hafa lagt sitthvað af mörkum til
menningarstarfsemi. Þeir eru Ólafur B. Thors,
forstjóri Almennra trygginga hf., sem jafn-
framt er formaður stjórnar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og Ingimundur Sigfússon, for-
stjóri Heklu hf. í Staksteinum í dag er vitnað
til ummæla þeirra í Stefni.
Grillveislan er alltaf hinn fasti punktur
sumarsins. Góður matur, fjör og útivera. Þig
vantar kannski hitt og þetta í grillið:
kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel sjálft
grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt.
Á næstu Essostöð finnur þú allt sem
þarf.. . nema grillmatinn!
Gríllkol 2,3 kg 125 kr.
Gríllkol 4,5 kg 225 kr.
Grillvökvi 0,51 95 kr.
Grillvökvi 1,01 145 kr.
Grill, grilláhöld og grillbakkar í úrvali.
Opið í ESSO, Ártúnshöfða,
til kl. 23:30.
Olíufélagið hf
Bankabréf Landsbankans eru gefin út af Landsbankanum óg aðeins seld
þar. Bankabréf eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og árs-
ávöxtun er nú 9,75% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging
bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Bankabréf Lands-
bankans eru eingreiðslubréf, til allt að fimm ára, og eru
seld í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum.
Gjaldfallin bankabréf bera almenna sparisjóðsvexti
þar til greiðslu er vitjað.
Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskipt-
um, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í
útibúum bankans um land allt.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna