Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
15
Nissan Prairie er lausn- • Sérstaklega lipur.
in fyrir fjölskylduna, • Kraftmikil2000ccvél.
því lipurðin og rýmið
eru meiri en ykkur
grunar.
• Hæð milli gólfs og lofts
1,4 m.
• 5 gíra beinskiptur.
• 14 tommu felgur.
• 3ja ára ábyrgð.
Ingvar
Helgason hf.
Sýningarsalurinn,
Rauðagerði
Sími: 91 -33560
Stærðir: 36-41.
Litur: Dökkbrúnt.
Efni: Mjúkt skinn.
5% staðgreiðsluafsláttur.
KRINGWN
Kbinewn
S. 689212.
Fyrir fullorðna,
Ixim og ómæklan famngnr!
Sandalar
Verð: 2390.-
og langi til að lesa það að nýju sér
til dundurs. Hafi hann eitthvað við
innihald skýrslunnar að athuga
skal hann eiga það við starfs-
mannastjórann án minnar milli-
göngu.
Hitt fullyrði ég, að aukning á
mannahaldi í innlendri dagskrár-
deild hefur að verulegu leyti verið
í stjómsýslu og þá ekki síst til að-
stoðar dagskrárstjóranum, Hrafni
Gunnlaugssyni, sem hefur verið
langtímum fjarverandi við að sinna
kvikmyndagerð og öðrum verkefn-
um.
Frásögn Baldurs Hermannsson-
ar af mínútufjölda innlends efnis í
dagskrá Sjónvarpsins árið 1987 er
fróðleg lesning þótt ennþá fróð-
légra hefði verið að fá að vita einn-
ig hlut endursýninga í þessu efni.
Er til dæmis viðtal Hrafns Gunn-
laugssonar við Ingmar Bergman
reiknað 53 mínútur eða tveir klukk-
utímar og einn stundarfjórðungur
þegar búið var að sýna viðtalið
tvisvar sinnum og hluta þess þrisv-
ar sinnum?
Þá er ljóst að jafnvel þótt tölur
Baldurs væru réttar þá segja þær
minna en hann baslar við að sýna
fram á. Þannig svara flutningsmín-
útur ekki spurningu um fram-
leiðsluafköst. Stuttar dagskrár
geta til að mynda krafist mikillar
vinnu en langar langtum minni.
Vangaveltur um þessi efni gætu
ef til vill orðið Baldri tilefni nýrrar
stílæfingar í Morgunblaðinu. Eða
væri ef til vill fremur ástæða til
þess fyrir Baldur Hermannsson að
einbeita sér að starfi sínu, jafnvel
þótt hann sé svo ógæfusamur að
vera starfsmaður hins íslenska
ríkis.
Höfundur er formaður Starfs-
mannafélags Sjónvarpsins.
Endursýningar, innlend dagskrár-
gerð og Baldur Hermannsson
Athugasemdir vegna greinar fulltrúa dagskrárstjóra Sjónvarpsins
mwr
eftir Ogmund
Jónasson
Baldur Hermannsson skrifar
grein í Morgunblaðið í síðustu viku
og er talsvert mikið niðri fyrir. Svo
er að skilja á Baldri, að mér hafi
orðið það á að taka bæði hann og
starfsfélaga hans, Hrafn Gunn-
laugsson, alvarlega og virðist það
vera Baldri um megn að gangast
við eigin skoðunum.
Bæði Hrafn og Baldur sinna því
starfi að verkstýra innlendri dag-
skrárgerð hjá Ríkissjónvarpinu. Sá
fyrmefndi hefur haft um það mörg
orð, að Ríkissjónvarpið eigi að fara
út á þá braut í ríkari mæli en hing-
að til að fela aðilum utan stofnunar-
innar dagskrárgerð og þá stundum
verið með þá samlíkingu, að líkt og
í bókasöfnum riti menn ekki bækur
þá búi menn ekki til sjónvarpsefni
í sjónvarpi. Og sá síðamefndi bætti
síðan um betur í viðtali við Morgun-
blaðið í vor þegar hann sagði, að
það væru „engin dæmi þess, nokk-
urn tíma í mannkynssögunni, að
ríkið hafi verið betri framkvæmda-
aðili en einkafyrirtæki. Sumum
finnst jafnvel orka tvímælis að
Sjónvarpið skuli yfirleitt framleiða
nokkum skapaðan hlut...“.
Látum það vera þótt þetta sé
skoðun þessara tveggja ríkisstarfs-
manna. Að sjálfsögðu eiga þeir
fullan rétt á henni. Sá hængur er
þó á, að aðrir starfsmenn Sjón-
varpsins töldu sig einnig eiga rétt
á skoðun um þessi efni. Þeir töldu
þetta full einstrengingslega stefnu
hjá þeim félögum og höfðu efa-
semdir um að hún væri í þágu
stofnunarinnar og eigénda hennar,
almennings í landinu. Eftir að aðal-
fundur Starfsmannafélags Sjón-
varpsins hafði ályktað í þessa vem
birtist viðtal við Hrafn Gunnlaugs-
son í Morgunblaðinu þar sem hann
sagði, að þessi viðbrögð kæmu sér
ekki á óvart því þetta fólk væri
„öðm fremur að hugsa um eigin
hagsmuni, en ekki hag Sjónvarps-
ins eða um betri dagskrá .... Þetta
fólk tefur fyrir breytingum, og því
miður á fólk af þessari gerð alltaf
auðveldara uppdráttar innan ríkis-
stofnana heldur en úti á hinum
ftjálsa vinnumarkaði".
Þessum kveðjum vildi Starfs-
mannafélagið ekki una og varð það
ofan á að skýra sjónarmið félagsins
opinberlega. Þar kom fram að
nauðsynlegt væri að Ríkissjón-
varpið hefði jafnan á að skipa vel
þjálfuðu og sérhæfðu starfsliði og
góðum tækjabúnaði. íslenska
Ríkissjónvarpið væri í rauninni lítil
sjónvarpsstöð og ef hún ætti að
hafa einhveija burði, þá væri frem-
ur ástæða til þess að styrkja og
auka framleiðslugetuna í stað þess
að draga úr henni. Einstrengings-
leg úthlutunarstefna gæti grafið
undan stofnuninni og leitt til sóun-
ar á fjármunum. Hins vegar var
jafnan lögð á það rík áhersla að
ekkert væri við það að athuga að
fela fyrirtækjum gerð sjónvarps-
efnis eða kaupa af þeim efni ef
slíkt þætti eftirsóknarvert. Því var
einfaldlega mótmælt að þetta yrði
gert að stefnu á kostnað Ríkissjón-
varpsins.
Baldur Hermannsson lætur
ógert að vitna til umsagnar Ríkis-
endurskoðunar og álits hennar á
útboðsstefnu Sjónvarpsins og
framkvæmd hennar, sem er þó
svipuð því sem Starfsmannafélagið
hefur haldið fram. Kannski hefur
hann ekki séð hana ennþá eða hann
á eftir að reyna að „knésetja" end-
urskoðenduma með svipuðum
munnsöfnuði og undirritaðan.
Persónulegum glósum Baldurs
Hermannssonar, ærumeiðingum og
atvinnurógi verður ekki svarað hér.
A þeim er varla nokkur skýring
önnur en vanmegna reiði hans við
Ögmundur Jónasson
„Svo er að skilja á
Baldri, að mér haf i orð-
ið það á að taka bæði
hann og starfsfélaga
hans, Hrafn Gunn-
laugsson, alvarlega og
virðist það vera Baldri
um megn að gangast
við eigin skoðunum.“
mann sem leyfir sér að hafa skoðun
og hefur gerst svo djarfur að gera
athugasemdir við þá stefnu, sem
hann er í málsvari fyrir.
Það virðist hafa farið mikið fyrir
bijóstið á Baldri Hermannssyni, að
í grein, sem ég ritaði í Morgun-
blaðið í maílok, vísaði ég til skýrslu
þar sem vikið var að framleiðslu
og mannahaldi í innlendri dag-
skrárdeild en í skýrslunni sagði á
þá leið að innlend dagskrárdeild í
Sjónvarpi hefði ekki aukið fram-
leiðslu hlutfallslega miðað við fjölg-
un starfsmanna. í umfjöllun Bald-
urs Hermannssonar er þetta plagg
hugarburður minn eða þá orðið að
leyniskýrslu, sem ég er beðinn um
að upplýsa um hið snarasta og er
í því sambandi skírskotað til Dags
Tangens, norska sagnfræðingsins,
sem ekki gat tilgreint heimild þeg-
ar á þurfti að halda. Ekki fæ ég
skilið hvað þessi málflutningur á
að þýða. Baldur Hermannsson hef-
ur án efa sjálfur séð umrædd gögn,
sem eru ekki leynilegri en svo að
þau voru til umræðu í fram-
kvæmdastjóm Ríkisútvarpsins þar
sem fundarmenn og þar á meðal
fulltrúar starfsmanna fengu afrit
af skýrslunni og síðar var úrdráttur
sendur menntamálaráðuneytinu.
Starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins
getur vafalítið sent Baldri eintak
af skýrslunni, hafi hann týnt sínu