Morgunblaðið - 15.07.1988, Side 45

Morgunblaðið - 15.07.1988, Side 45
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 45 Fyrrverandi eiginkona Rods, Alana Hamilton Stewart, ásamt börnum þeirra, Kimberley og Sean.Rod Stewart á sviði. Rod Stewart ásamt Kelly Emberg og dóttur þeirra, Ruby.Rod Stewart ásamt Kelly Emberg og dóttur þeirra, Ruby. er augasteinn föður síns. Rod var reynd- ar ekkert sérlega ánægður þegar hann vissi að Kelly var ófrísk. Hann sagði að þetta væri einungis lúalegt bragð hjá henni til að draga sig upp að altarinu og fór frá henni um tíma. Það kom þó ekki í veg fyrir að Rod væri viðstaddur fæðinguna og síðan hefur hann ekki séð sólina fyrir þeim mæðgum. Formlega séð er Rod ennþá giftur Alönu Hamilton Stewart en hann vonast til að fá lögskilnað í gegn fyrir næstu jól. Hann hefur þegar beðið Kelly að giftast sér og segir að Ruby, sem er augasteinninn hans, eigi að eignast al- mennilega fjölskyldu. Rod hefur ákveðið að brúðkaupið eigi að fara fram í Englandi. Þá getur öll fjölskylda hans verið viðstödd auk þess sem það hentar betur fyrir móður hans sem er í hjólastól. Rod vildi síður leggja það á hana að fljúga til Bandaríkjanna. Rod hefur alla tíð verið veikur fyrir kvenfólki og gefinn fyrir villt líferni. Mörgum finnst því mesta furða hvað Kelly hefur tekist að temja hann vel. Hann er nú orðinn fyrirmyndarfaðir og gerir allt fyrir elskurnar sínar, Ruby og Kelly. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gróðursett norðan við Sjúkrahúsið. Skjólbeltið er til hægri en það sem af gekk var gróðursett á víð og dreif. í baksýn eru Ölfusá og Selfosskirkja. SELFOSS: Gróðursettu þúsund plöntur á einni kvöldstund tarfsfólk Sjúkrahúss Suðurlands tók sig nýlega til og gróðursetti ríflega eitt þúsund tijáplöntur í skjólbelti austan og norðan við Sjúkrahúsið. Þetta var gert á einni drjúgri kvöldstund. Það var stjóm Sjúkrahússins sem útvegaði plönturnar og skoraði á starfsfólkið að koma þeim í jörð. Hin góða mæting starfsfólksins er lýsandi dæmi um þann áhuga sem nú er meðal almennings fyrir ræktun og uppgræðslu. Gróðursett var í þrefalt skjólbelti undir verkstjórn Arnar Óskarssonar formanns Skógræktarfélags Selfoss. Á vetrum er mjög snjóþungt í nágrenni Sjúkrahússins og er það von manna að með vexti og viðgangi skjólbeltisins muni snjóþyngslin minnka. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson 4 SÉRBLAÐ á fimmtudögum Dýrari fa«dPÍgnasalar - en betri? Gífurleg lóða- eftirspum Auglýsingar í viðskiptablaðið þurfa að hafa borist auglýsinga- deild fyrir kl. 12.00. á mánudögum. ffovðiinWbiMb - blað allra landsmanna NÚFÆRÐU. . 105g NIEIRIJOGURT ÞEGUtÞÚKAIIPIRSOOgDÓSr * miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum. Starfsfólkið ánægt að lokinni gróðursetningn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.